Morgunblaðið - 20.09.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
27
Minning:
Baldvin Magnússon
málarameistari
Útför föðurbróður míns, Baldvins
Magnússonar, fór fram þann 15.
september sl., en hann lést í Elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund 7.
september, þá nýlega áttræður.
Baldvin fæddist í Kringlu á Akra-
nesi þann 29. júlí 1906. Foreldrar
hans voru hjónin Oddrún Jónsdóttir
og Magnús Guðjón Magnússon fyrr-
um bóndi og síðar sjómaður á
Akranesi. Baídvin var yngstur sex
barna þerira hjóna. Tvö systkinanna
létust í bernsku en þrír bræður,
Júlíus, Magnús og Baldvin og syst-
ir þeirra Jóhanna komust til fullorð-
insára. Júlíus lést árið 1974 og
Jóhanna lést fyrir tveimur árum.
Magnús Oskar lifir nú einn þeirra
systkinanna.
í apríl árið 1912 drukknaði
Magnús faðir þeirra þegar fiskiskip-
ið Svanurinn sem hann var á lenti
í ásiglingu við franska skonnortu,
St. Yves frá Paimpol, í ofsaveðri
og kafaldsbyl í Eyrarbakkabugt-
inni. Tólf menn af Svaninum
komust um borð í skonnortuna en
14 menn í áhöfninni fórust er Svan-
urinn brotnaði og sökk. Tveimur
árum síðar andaðist móðirin Oddrún
á sóttarsæng. Vegna þessara þung-
bæru örlaga tvístraðist systkina-
hópurinn. Baldvin var þá aðeins
átta ára þegar systir hans Jóhanna,
sem sjálf var rétt af unglingsaldri,
tók hann að sér. Skömmu síðar
fluttust þau til Reykjavíkur. Var
Baldvin hjá systur sinni næstu þijú
árin en fór þá í sveit að Gilstreymi
í Lundarreykjadal og dvaldist þar
fram yfir fermingu. Júlíus ólst upp
í Vík í Innri Akraneshreppi en
Magnúsi var komið fyrir í sveit að
Litla-Botni í Botnsdal, þar sem
hann var í sex ár. Um 1920 flutt-
ust bræðurnir til Reykjavíkur og
náðu systkinin þá saman á ný og
stofnuðu sameiginlegt heimili í
Reykjavík.
Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika
hófu bræðurnir allir iðnnám og luku
því. Júlíus húsgagnasmíði, Magnús
bókbandi og Baldvin málaraiðn hjá
Kristni Andréssyni. Hann lauk prófi
frá Iðnskólanum í Reykjavík og
sveinsprófi vorið 1930. Sama ár
hélt hann utan til Kaupmannahafn-
ar og stundaði þar framhaldsnám
við Det Tekniske Selskabs Skole til
ársins 1931. Er Baldvin kom aftur
heim til íslands gerðist hann virkur
félagi í Málarasveinafélagi
Reykjavíkur. Var hann brátt kjörinn
til margvíslegra trúnaðarstarfa fyr-
ir félag sitt. Hann sat í stjórn þess
m.a. sem gjaldkeri og átti sæti í
mörgum nefndum og var fulltrúi á
þingum SSB og einnig endurskoð-
andi um árabil. Baldvin fékk
meistararéttindi árið 1940 og gerð-
ist félagi í Málarameistarafélagi
Reykjavíkur árið 1944. Hann vann
síðan í mörg ár sem sjálfstæður
málarameistari í Reykjavík og hafði
sveina og nema í vinnu. Baldvin
gat sér gott orð meðal samstarfs-
manna sinna. Hann var með af-
brigðum samviskusamur og
vandvirkur málari og hafði næma
tilfinningu fyrir vandaðri vinnu og
naut þess að skila góðu verki.
Árið 1935 kynntist Baldvin Þóru
Siguijónsdóttur, hún hafði ná ný-
lega misst mann sinn. Þau Baldvin
hófu síðan sambúð sem stóð í 17
ár en þá skildu leiðir þeirra. Þau
eignuðust ekki börn saman.
Eftir að Baldvin hætti störfum
sem málarameistari var hann um
margra ára skeið starfsmaður tré-
smiðjunnar Víðis. Seinustu árin
dvaldi Baldvin á elliheimilinu
Grund. Þar vann hann hálfan dag-
inn við málningarvinnu og lagfær-
ingar meðan heilsan entist.
Vinnudagur hans var því orðinn
langur áður en yfir lauk.
Baldvin var dulur maður og
flíkaði ekki tilfinningum sínum, en
hann naut sín vel í góðra vina hópi.
Hann var hjartahlýr og einlægur
maður og einstaklega barngóður. Á
kveðjustund reikar hugurinn gjarn-
an til baka til bernskuáranna, þegar
lítill drengur naut þess í ríkum
mæli að vera í návist „Balla"
frænda í leik að gulli og gersemum
og gjöfum sem ekki gleymast.
Blessuð sé minning frænda míns.
Kjartan S. Júlíusson
Kristín H. Sigurðar-
dóttir — Minning
Fædd 6. júní 1897
Dáin 10. september 1986
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti
þú komst með vor í augum þér.
Eg söng og fagnaði góðum gesti,
og gaf þér hjartað í bijósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn.
Ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um besta vininn,
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi relqa gömul spor,
þó kuldinn næði um daiadætur,
þær dreymir allar um sól og vor.
(Davíð Stefánsson.)
Hún elskulega amma okkar
Kristín Helga Sigurðardóttir er dá-
in. Hún kvaddi þennan heim að
morgni 10. september sk, á elli-
heimilinu Hornbrekku Ólafsfirði.
Það kom okkur ekki á óvart, því
hún var orðin þreytt og slitin, og
eflaust fegin hvíldinni. En samt sem
áður, erum við aldrei viðbúin vilja
guðs. Við fyllumst sárum söknuði
og minningarnar streyma fram.
Amma okkar Kristín Helga Sig-
urðardóttir fæddist að Vatnsenda í
Héðinsfirði 6. júní 1897.
Árið 1919 giftist hún afa okkar
Gísla Gíslasyni frá Minnaholti í
Fljótum, hann lést árið 1981.
Þegar við hugsum til baka, og
rifjum upp, hvernig það var að
koma barn í sveitina hennar ömmu,
finnst okkur að alltaf hafí verið sól
og hlýja, því þannig var hún elsku-
lpK og hlý. Hún annaðist heimili
sitt með slíkum myndarskap að
sérstakt var.
Það var æfinlega mannmargt og
gestagangur mikill. Við gleymum
seint, hve notalegt það var að koma
í eldhúsið og heyra tifið í pijónunum
hennar, og ef eitthvað fór úrskeiðis
hjá okkur krökkunum, var amma
fljót að gera gott úr hlutunum. Sjálf
hafði hún eignast 11 börn, og skildi
manna best barnanna mál.
Hún var einstök. Það er góður
skóli fyrir böm og unglinga, að fá
að umgangast slíka konu.
Elsku ömmu þökkum yið fyrir
allt.
Góður guð varðveittu minningu
hennar.
Ingibjörg, Bjarni, Kristín og
Freyja.
Komið og skoðið mesta
húsgagnaúrval landsins
húsgagna höllin
BÍLDSHÖFÐÁ 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
ÖóWioft
36645
Hraunberg
' 79988