Morgunblaðið - 20.09.1986, Side 29

Morgunblaðið - 20.09.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 29 AKUREYRI Bæjarfógetinn á Akureyri: Fjárnámskrafa í H-100 og lögbannsmálið gegn Akri hf. Frestað til 3. október í GÆR var tekið fyrir hjá bæjar- fógetanum á Akureyri beiðni eigenda „Crown chicken“-veit- ingastaðarins um lögbann við hlutafjáraukningu í Akri hf., sem rekur Sjallann. Málinu var frest- að til 3. október næstkomandi. Þá verða lagðar fram greinar- gerðir beggja aðila í málinu. Í gær var einnig tekin fyrir beiðni Sigurðar Helga Guðjónssonar lög- fræðings um fjámám í skemmti- staðnum H-100 fyrir hönd Lögmannafélags íslands og Rúnars Þórs Björnssonar sem lenti í slysi á staðnum fyrir sex árum, en nánar er greint frá því máli á öðrum stað í blaðinu í dag. Því máli var einnig frestað til 3. október. Búist er við málflutningi í hvoru tveggja málinu þegar það verður tekið fyrir aftur. M.s. Amarfell í Akureyrarhöfn. Morgunbiaðið/Skapti Hailgrímsson Smygl í Arnarfelli á Akureyri TOLLVERÐIR á Akureyri fundu í fyrrakvöld smygl í Am- arfelli, einu skipa skipadeildar Sambandsins. Það sem fannst vom 167 kíló af skinku, 30 kassar af bjór, 19 flöskur af sterku áfengi, 3 léttvínsflöskur og 8 lengjur af sigarettum. Sjö skipvetjar á Amarfellinu hafa viðurkennt að eiga smyglið. Amarfellið var að koma frá meginlandi Evrópu með viðkomu í Reykjavík en þar var skipið toll- afgreitt. Skipið kom til Akureyrar á miðvikudag. Að sögn Ævars Karls Ólafssonar, tollvarðar, vöknuðu grunsemdir er farið var að bera í land tollvaming sem ekki hafði verið stimplaður og fór fram „algjör leit“ í skipinu eftir það, leitað í vistarverum, lestum og vélarrými. Stöðug lögregluvakt hefur verið við skipið frá því á miðvikudagskvöld. Frá brúarsmíðinni. Síðari hluti Leiruárbrúar- innar steyptur SÍÐASTI hluti brúarinnar yfir Leimraar i Eyjafirði var steypt- ur í gær. Brúin var steypt i þrennu lagi og var hver hluti 45 metra langur. Brúin er því 135 metra Iöng. Það er Norðurverk hf. á Akur- eyri sem vinnur verkið og að sögn Páls Siguijónssonar hjá Norður- verki á brúin að vera tilbúin samkvæmt samningi frá 10. októ- ber. Fyrirtækið mun einnig sjá um lagningu vegarins frá Drottningar- braut austur að brúnni og sagði Páll að hafist yrði handa við það verk fljótlega upp úr næstu mán- aðamótum. Sá vegarspotti verður um 1100 metrar. Taka á brúna og veginn í notkun fyrir jól. „Bjórmálið“ sent ríkissaksóknara — „Bruggararnirw látnir lausir PILTARNIR tveir sem hand- teknir vora á Akureyri grunaðir um braggun og sölu á áfengum bjór viðurkenndu við yfirheyrsl- ur brot sitt og hafa þeir nú verið látnir lausir. Mál þeirra hefur verið sent til ríkissaksóknara. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má rekja upphaf þessa máls nokkuð aftur í tímann er ann- Plasteinangrun hf Tíu þúsund f isk- kassar seldir til Skotlands PLASTEINANGRUN hf. á Akur- eyri hefur samið um sölu 10.000 fiskikassa til Skotlands. Það er fyrirtækið Isescot sem kaupir kassana og verður fyrri hluti pöntunarinnar sendur utan mjög fljótlega. Isescot er með aðsetur í borginni Malleigh á austurströnd Skotlands. Fyrirtækið hyggur á ferskfiskflutn- ing frá íslandi og er stefnan að vera með vikulegar ferðir á milli landanna. ar pilturinn, sem var potturinn og pannan í starfseminni, hóf bruggun, eimingu og sölu á landa. Starfsem- in jókst síðan jafnt og þétt og síðar tók hann iðnaðarhúsnæði við Ós- eyri 6 á leigu. Þar rak hann heild- verslun og setti einnig upp bruggverksmiðjuna. Miðamir á bjórflöskumar vom prentaðir á Akureyri og á þeim stóð „White top - made in Wales.“ Á miðunum var einnig að finna orðið „Export"! „Bruggarinn" hafði fest kaup á prentvél þar sem hann hugðist prenta miðana á flöskurnar sjálfur í framtíðinni en hann hafði ekki komið því í verk ennþá; Prentvélin var í húsnæði hans á Óseyrinni. Eins og kom fram i Morgun- blaðinu í gær seldi bruggarinn aðeins til Reykjavíkur en ölið fékkst engu að síður á Akureyri. Hann seldi dreifíngaraðila í Reykjavík í heildsölu og sá hinn sami seldi aft- ur norður. Það sem að öllum líkindum varð til þess að upp komst um bmggun- ina var að bjórinn mun hafa verið settur á flöskur of snemma - áður en hann var fullgeijaður, þannig ÓDf'R DJOR r TIl söí’-U \ZgHKsMÍ07f\b/ F G AB UÆTTA: Sérkennileg sölumennska. að mikið gmgg varð til í flöskunum, og viðskiptavinir vom því alls ekki hressir. Sumir vom að vísu mjög ánægðir; þeir sem dmkku bjórinn fljótlega eftir að hann var settur á flöskur en þeir sem geymdu hann til betri tíma vom ekki eins glaðir því þá hafði gmggið komið í ljós. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu um 5.000 flöskur hafa selst af miðinum. Píslardag- ar í VMA NÝNEMAR í Verkmenntaskólan- um á Akureyri fengu heldur betur að finna fyrir eldri bekk- ingum í gærmorgun en þá var „Píslardagur". Þá vom nýnemar „boðnir vel- komnir" í skólann með hátíðlegum hætti - þeir vom bleyttir í stóru keri og síðan ataðir í hveiti og skó- svertu, auk þess sem hver og einn var látinn hneigja sig fyrir for- manni skólafélagsinsH Fáeinir „píslanna" vom með uppstejrt en þeir fengu þá enn verri meðhöndlun en félagar þeirra - urðu öllu blaut- ari fyrir vikið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Eldri nemar aðstoða þá yngri við að leggja höfuðið í bleyti. Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.