Morgunblaðið - 20.09.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
45
LJÓTT EF SATT ER
Halldór Kristjánsson skrifar:
í Lesbók Morgunblaðsins 13.
september er sagt frá bók sem er
nýlega komin út í Danmörku. Boð-
skapur hennar er ætlaður til að
hvetja menn til víndrykkju. Þar mun
átt við hin léttari vín.
Höfundur segir að með víninu
einu getum við fúllnægt næringar-
þörf okkar að einum áttunda hluta
og „sjö áttundu af vellíðan okkar".
Nú er það svo með okkur flest
að þó ekki sé gott að vera svangur
eða þyrstur þarf fieira en mat og
drykk til þess að okkur líði vel.
Venjulega teljum við nánast sjálf-
gefíð að við höfum mat og drykk
eftir þörfum. En okkur getur liðið
illa fyrir því. Okkur líður ekki vel
nema við séum sæmilega ánægð
með okkur sjálf — höfum staðið
okkur sæmilega að því er okkur
fínnst, og þolanlega gangi hjá þeim
sem við finnum einkum til með.
Sé það rétt hjá þeim danska, að
vínið fullnægi vellíðunarþörf manns
að sjö áttundu, þá hlýtur það að
vera af því að honum fatast dóm-
greind og velsæmi svo að hann
skeytir hvorki um skömm né heiður
og lætur sig einu gilda um flest það
sem siðuðu fólki er annt um. Þessi
fullnæging, sem vínið veitir, er þá
tilkomin vegna þess að maðurinn
færist á það stig sem kennt er við
skepnuskap og tapar mannlegu
stolti og heilbrigðum metnaði. Hafí
hann fengið að drekka er vellíðun-
arþörf hans fullnægt að sjö áttundu
hlutum.
Hér skal enginn dómur lagður á
réttmæti þessara dönsku ummæla
en aðeins vitnað til alkunnra um-
mæla.
Ljótt ef satt er.
Það er ekki til fyrirmyndar þegar bílstjórar, sem keyrt hafa yfir
ketti, aka á brott án þess að láta eigendur dýranna vita um afdrif
þeirra Ingibjörg vill þakka bílstjóra sem lét vita.
Takk fyrir
að láta vita
hvað kom
fyrir kisa
Ingibjörg Kristjánsdóttir hafði
samband:
Kötturinn okkar, fímm mánaða
gamall, vai-ð fyrir bíl á Miklubraut-
inni aðfaranótt miðvikudagsins 17.
september. Sá sem varð fýrir því
óhappi að keyra á hann sýndi þá
hugulsemi að leggja hann á tröpp-
urnar okkar.
Ég vil koma á framfæri þakk-
læti til viðkomandi bílstjóra fyrir
að gera það og láta okkur þannig
vita að kisi væri dáinn. Ef fleiri
tækju sér þetta til fyrirmyndar
mundi það spara mörgum fjölskyld-
um margra daga leit að týndum
kisum, því oft hafa þær orðið fyrir
bílum og bílstjórarnir ekki hirt um
að láta fólk vita. Það er illa gert.
Ég hef tvívegis orðið fyrir því og
þá er ég að sjálfsögðu að tala um
merkta ketti.
Takið ykkur þennan bílstjóra til
fyrirmyndar því okkur, sem eigum
kisur, finnst miklu betra að vita
strax hvað komið hefur fyrir dýrið
en að þurfa að leita og vona að
óþörfu í marga daga.
Þessir hringdu . . .
Hver fann
upp orðið
starfskraftur?
Guðrún K. hringdi:
Er einhver sem getur sagt mér
hver það var sem fann upp orðið
„starfskraftur"? Ef svo er, er hann
vinsamlegast beðinn að hafa sam-
band við Velvakanda.
Birtið vinnings-
númerin í
happdrætti
Samtakaum
byggingu tón-
listarhúss
Hanna Sigurðardóttir
hringdi:
Ég hafði samband fyrr í sumar
og og bað um símanúmer þar, sem
hægt væri að fá uppgefin vinn-
ingsnúmer í happdrætti samtaka
um byggingu tónlistarhúss. Mér
var svarað og ég fékk uppgefið
símanúmer. Gallinn er bara sá að
það svarar aldrei í þessu númeri.
Væri ekki mögulegt að þeir birtu
vinningsnúmerin í ijölmiðlum?
Miðinn rennur út 12. október
1986 og því ekki langur tími til
stefnu.
Takk fyrir að
brjóta ekki rúð-
urnar í bílnum
Friðleifur Kristjánsson
hringdi:
Ég vildi þakka þeim einstakl-
ingum, sem hentu hjóli upp á
bílinn minn eina nóttina í síðustu
viku, fyrir að bijóta ekki rúðum-
ar, láta útvarpsloftnetið vera og
að bíllinn er á fjórum dekkjum
ennþá.
Grárri Toyota-
bifreið stolið
Guðrún Kristjánsdóttir
hringdi:
Grárri Toyota Corolla Mark II
bifreið, árgerð 1974 með skrá-
setningamúmerinu R-28843, var
stolið á bílastæði á homi Vestur-
götu og Bakkastígs aðfaranótt
sunnudags. Ef einhver hefur orðið
bílsins var er hann vinsamlegast
beðinn að hafa samband við Guð-
rúnu í síma 84827, Oddrúnu Elfu,
s. 10404, eða lögregluna.
Greiðabílstjórar
verða að hafa
meirapróf
Unnur Svava hringdi:
Talsvert hefur verið skrifað um
greiðabíla og farþegaflutninga
þeirra. Það er þó eitt sem oft vill
gleymast í umræðunni, nefnilega
að bílstjórar þessara bíla verða
að hafa meirapróf til að geta feng-
ið að stunda farþegaflutninga
gegn gjaldtöku. Þessir menn em
að fara illilega inn á starfssvið
annarra og stela frá þeim lifí-
brauðinu. Leigubílstjórar hafa það
ekki svo gott að þeir þoli það að
hver sem er ryðjist inn á þeirra
starfssvið og taki frá þeim vinn-
una.
Mikið til af gjör-
samlega óhæfu
afgreiðslufólki
Erna Halldórsdóttir skrifar:
Ég þurfti að fara í matvöm-
verslunina Sunnukjör í Hlíðunum
nú fyrir skömmu. Ég verð nú að
segja eins og er, að mér blöskraði
alveg þjónustan sem ég fékk þar.
Það var bara ein stúlka að af-
greiða og hún var önnum kafin
við að tala við vinkonu sína. Ég
tók mér þó körfu og fór að velja
í matinn. Þegar ég þurfti að
spyija hana að einhveiju mátti
hún ekki vera að því að svara
mér og þegar ég kom með körf-
una að afgreiðsluborðinu rétt leit
hún á mig en hélt síðan áfram
að tala við vinkonuna. Það var
ekki fyrr en sú hin sama kvaddi
að byijað var að afgreiða mig.
Ég hef líka fengið lélega þjón-
ustu í Miklagarði við Sund. Þegar
ég fór í fisksöluna þar um daginn
og sagðist ætla að fá 300 grömm
af físki spurði afgreiðslustúlkan
mig hvort ég ætlaði að fá 300
grömm eða fyrir 300 krónur. Ég
endurtók að ég vildi fá 300 grömm
og hún byijaði að skófla í ílát og
tók síðan annað stærra sem hún
hellti í. Þá fyrst sá ég að þegar
var komið miklu meira en 300
grömm og sagði henni að hafa
það ekki meira. Stúlkan var þá
búin að vigta 700 grömm. Ég var
hreint'ekki ánægð þótt ég gerði
ekkert veður út af þessu þá.
Það er annars merkilegt hvað
það er til mikið af gjörsamlega
óhæfu afgreiðslufólki.
i/2 s vínkt
Napoleon
Minni fita
Betra eldi
Lægra verð
gæðí 235 kr. kg.
Tilbúið í kistuna.
KJOTMIÐSTOÐIN Sími 686511
Norrænn styrkur
til bókmennta
nágrannalandanna
Önnurúthlutun norrænu ráðherranefndarinnar(mennta-
og menningarmálaráðherrarnir) 1986 — á styrkjum til út-
gáfu á norrænum bókmenntum í þýðingu á Norðurlöndun-
um — fer fram í nóvember.
Frestur til að skila umsóknum er: 1. október 1986.
Eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamálaráðu-
neytinu í Reykjavík.
Umsóknir sendist til:
Nordlsk Ministerrád
Sekretariatet
Store Strandstræde 18
1255 Kebenhavn K
Danmark
Sími: DK 01 -11 47 11 og þar má einnig fá allar nánari
upplýsingar.
Eigum eftirfarandi tegundir krana fyrir-
liggjandi:
HMF: A 50 - A 60 - A 80 - A 90
HIAB: 550 - 950 - 1165
LYKA: 9 t/m — 10 t/m — 11 t/m — 12 t/m
SKB: 6 t/m — 7 t/m — 9 t/m — 12 t/m
og fjölmargar aðrar tegundir
Eigum eftirfarandi vökvalyftur:
HMF og Z-lyftu ásamt Nummi 1000—
1500 kg
STAALING
Sími: 0045 6 625300 — 0045 6 638277
Telex: 66 264 Exdyt DK