Morgunblaðið - 20.09.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAáDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 47
Chris Waddle til Derby?
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins á Englandi.
ARTHUR Fox, framkvæmdastjóri I hefur boðið Tottenham 250 þús-
Derby County sem er í 2. deild, | Und pund fyrir Chris Waddle.
Þórsarar ræða
við Jóhannes
- KA hefur áhuga á Ross
Akureyri.
JÓHANNES Atlason ræðir í dag
við leikmenn og stjórnarmenn hjá
Þór á Akureyri um möguleika á
að hann taki að sér þjálfun 1.
deildarliðs félagsins í knatt-
spyrnu næsta keppnistímabil.
Jóhannes þjálfaði lið Þórs í fyrra-
sumar og þá náði liðið sínum besta
árangri til þessa, lenti í 3. sæti á
íslandsmótinu og komst í undanúr-
Slit í bikarkeppni KSÍ. Jóhannes tók
sér síðan frí frá þjálfun í sumar.
Það er nú Ijóst að Gústaf Bald-
vinsson þjálfar ekki lið KA áfram
en liðið komst upp í 1. deild á
nýloknu tímabili. Hann hefur verið
með liðið í þrjú ár og þrátt fyrir
að báðum aðilum, Gústafi og KA-
mönnum hafi líkað samstarfið vel,
finnst báðum réttur tími til að
breyta til nú. KA-menn hafa mikinn
áhuga á að ráða til sín Skotann lan
Ross sem nú þjálfar Val. Ekki er
Ijóst hvort Ross verður áfram með
Valsmenn - en fari svo að hann
hætti hjá þeim eru líkur á að hann
taki við liði KA skv. heimildum
Morgunblaðsins.
• Skæðasti sóknarmaður Bröndby, Claus Níelsen, til vinstri, sækir
að markverði Honved í Evrópuleiknum.
Evrópukeppnin:
Waddle hafur átt erfitt uppdráttar
hjá Spurs, en David Pleat, fram-
kvæmdastjóri, hefur sagt Fox að
láta Waddle í friði.
Tottenham greiddi Newcastle
650 þúsund pund fyrir Waddle, en
Fox var einmitt framkvæmdastjóri
Newcastle, þegar Waddle lék með
liðinu.
Newcastle greiddi Oxford 100
þúsund pund í gær fyrir miðvallar-
leikmanninn Andy Thomas og
verður hann með á móti Wimble-
don í dag. Þá seldi Huddersfield
Stephan Doyle til Sunderland fyrir
60 þúsund pund og keypti í staðinn
lan Banks frá Leicester fyrir 50
þúsund pund. Sunderland keypti
einnig lan Hesford, varamarkvörð
Sheffield Wed., fyrir 85 þúsund
pund. Sheffield keypti Hesford frá
Blackpool fyrir þremur árum og
greiddi fyrir hann 45 þúsund pund.
Hesford, sem er markvörður enska
landsliðsins U-21, hefur aðeins
leikið einn leik með Sheffield.
Loks keypti Aberdeen Skotann
David Dodds frá svissneska félag-
inu Neuchatel í gær og var
kaupverðið 215 þúsund pund.
Dodds, sem er 28 ára, var áður
hjá Dundee Utd. , en hafði aðeins
verið fjóra mánuði í Sviss.
Morgunblaöið/Óskar Sæmundsson
• Sigurvegarar í fyrirtækjakeppni GR, en þar vann Sigurður Péturs-
son fyrir hönd Samvinnuferða — Landsýn.
Golf:
Margir keppendur
í Stöðvakeppninni
Danir kátir
yfir árangir
Bröndby
Á MEÐAN íslenskir knatt-
spyrnuáhugamenn sleikja sárin
eftir útreiðina í Evrópukeppnum
félagsliða í vikunni - þá eru
frændur okkar Danir himinlifandi.
„Nú eigum við ekki bara landslið
til að vera stoltir af, heldur lika
félagslið," sögðu dönsku blöðin.
Ástæða gleðinnar var sú að
dönsku meistararnir, Bröndby,
gerðu sér lítið fyrir og burstuðu
Sundmenn
þakka
Njarðvík
stuðning
SUNDSAMBAND íslands veitti
Njarðvíkurbæ sérstaka viður-
kenningu á fyrsta fundi nýkjörinn-
ar bæjarstjórnar í Njarðvík á
þriðjudaginn. Viðurkenningin var
veitt vegna einstaklega veglegs
stuðnings bæjarfélagsins til Eð-
varðs Eðvarðssonar, sund-
manns, en sá stuðningur skipti
sköpum varðandi undirbúning
hans fyrir heimsmeistaramótið f
Madrid í sumar.
Afrek Eðvarðs vakti þjóðarat-
hygli og er því að sjálfsögðu
sundíþróttinni mikil lyftistöng.
Njarðvíkurbær fékk afhentan vold-
ugan minnispening frá heims-
meistaramótinu, sem þakklætis-
vott frá Sundsambandi Islands.
ungversku meistarana, Honved,
4:1 i fýrri leik liðanna í Kaup-
mannahöfn á miðvikudagskvöld-
ið.
Bröndby er fyrsta atvinnu-
mannalið Danmerkur. í vetur sem
leið tóku forráðamenn liðsins þá
ákvörðun að hætta hálfatvinnu-
mennskunni, sem einkennt hefur
dönsku knattspyrnuna og prófa að
ganga alla leið. Liðið fastréð flesta
leikmennina sem léku með því
áður og bættu tveimur til þremur
við, og getur borgað leikmönnum
sínum vel með stuðningi stórfyrir-
tækja á borð við Volvo - en
grunnurinn að sterkri fjárhags-
stöðu félagsins er þó peningarnir
sem það fékk fyrir Michael Laud-
rup á sínum tíma, en Bröndby er
hans gamla félag.
Danir telja nú að árangur at-
vinnumennskunnar hafi skilað sér
í leiknum gegn Ungverjunum, sem
þótti stórkostlegur. Sepp Piontek,
landsliðsþjálfari Dana sagði í geðs-
hræringu eftir leikinn að liðið hafi
sýnt leik á heimsmælikvarða og fór
inn í búningskiefa leikmannanna
og þakkaði þeim öllum með handa-
bandi.
Dönsku blöðin spöruðu ekki
stóru orðin dagana á eftir og eru
strax farin að spá því að Bröndby
komist langleiðina í úrslit í Evrópu-
keppni meistaraliða. Þau sögðu
sömuleiðis frá þrennu Michael
Laudrups gegn Val, en í viðtali við
eitt þeirra, BT, vildi Laudrup lítiö
gera úr afreki sínu. „Þetta var ekk-
ert afrek," sagði hann, „við vorum
ekkert sérstaklega vel dekkaðir í
leiknum."
JON HAUKUR Guðlaugsson úr
NK sigraði í Stöðvakeppninni í
golf sem háð var í Vestmannaeyj-
fyrir nokkru. 52 keppendur tóku
þátt í mótinu sem var opin keppni
og mættu fjölmargir kylfingar of-
an af landi. Sannkölluð veður-
blíða var í Eyjum þessa helgi og
golfvöllurinn í Herjólfsdal skart-
aði sínu fegursta.
Jón Haukur bar sigur úr býtum
í keppni án forgjafar, lék á 150
höggum. Björgvin Þorsteinson GR
og Gunnlaugur Jóhannsson NK
urðu jafnir á 152 höggum en Björg-
ÞAÐ verður frekar rólegt á sviði
íþróttanna nú um heigina. Golf-
móta er getið annars staðar á
síðunni en aðrir íþróttamenn sem
verða á ferðinni eru handknatt-
leiksmenn og körfuknattleiks-
menn. Blakið hefst síðan um
næstu helgi en knattspyrnumenn
eru í frfi nema þeir sem i' lands-
liði eru og þeir sem keppa í
Evrópukeppnunum.
í dag verða þrír leikir í Reykjavík-
urmótinu í handknattleik og verður
leikið í Seljaskóla. Fyrst leika KR
og Víkingur í kvennaflokki og strax
að þeim leik loknum Fram og Ár-
mann í kvennaflokki. Fyrri leikurinn
hefst klukkan 14. Síðasti leikur
dagsins er viöureign Víkinga og
Fylkis í karlaflokki.
Á morgun hefst keppnin klukkan
18.45 með leik Fram og Þróttar í
kvennaflokki. KR og Víkingur leika
síðan í karlaflokki og loks Ármann
og Fylkir.
Reykjavíkurmótið í körfuknatt-
leik hófst um síðustu helgi og
vin hlaut annað sætið eftir bráða-
bana.
I keppni með forgjöf sigraði
Gunnlaugur Jóhannsson NK á 138
höggum. Annar varð Óskar
Oskarsson GV á 140 höggum og
þriðji Jón Haukur Guðlaugsson NK
á 142 höggum. Veitt voru auka-
verðlaun fyrir fæst samanlögð pútt
báða keppnisdagana og þau hlaut
Jóhann Reynisson NK, með 57
pútt. Einnig voru veitt aukaverð-
laun fyrir að vera næst holu á 2.
og 7. braut hvorn keppnisdag.
Fiskvinnslustöðvarnar í Vest-
verður fram haldið í dag og er leik-
ið í Hagaskólanum. Valur og ÍS
leika klukkan 14 og síðan KR og
ÍR og eru báðir þessir leikir í karla-
flokki. Kvenfólkið hefur keppni
klukkan 17 og þá eigast við ÍR og
ÍS.
Reykjanesmótið í körfu hófst
síðasta laugardag og nú um helg-
ina verða tveir leikir. ÍBK og UBK
leika klukkan 13 á morgun og síðan
Grindvíkingar og Njarðvíkingar.
Allir leikir mótsins eru leiknir í hinu
nýja íþróttahúsi Grindavíkur.
mannaeyjum gáfu vegleg verðlaun
í þessa keppni.
Smirnoff-keppnin
i dag fer fram árleg keppni hjá
GR, sem Júlíus P. Guðjónsson er
bakhjarl að og gefur öll verðlaun
til. Keppnin er þríþætt, Smirnoff,
sem er almennur kappleikur, Tia
Maria, sem er kvennakeppni og
Wildberry-Kirsberry, sem er fyrir
öldunga. Ræst verður út klukkan
13.
Aloha styrktarmótið
Á sunnudaginn fer fram styrkt-
armót í Grafarholti fyrir sveit GR,
sem keppir í Evrópukeppni klúbb-
liða í golfi á Spáni í lok nóvember.
í Evrópukeppninni í fyrra hafnaði
sveit GR í 4. sæti, sem er einn
besti árangur, sem íslenskir kylf-
ingar hafa náð á erlendri grund.
Ræst verður út frá klukkan 10.30.
Leiðrétting
ÞAU leiðu mistök urðu er við
skýrðum frá úrslitum í sveita- V"
keppni GSÍ að Ásgerður Sverris-
dóttir úr GR var sögð hafa haft
besta skor kvenna í mótinu. Þetta
er ekki rétt því það var Kristín
Þorvaldsdóttir úr Keili sem notaði
fæst högg kvennanna í keppn-
inni, aðeins 169. Ásgerður lék á
170 höggum.
Borðtennisklúbburinn
Örninn
byrjar æfingar mánudaginn 22. septem-
ber í borðtennissal Laugardalshallar.
Skráning fer fram frá kl. 18.00 sama dag.
Nánari upplýsingar eru veittar á kvöldin
í síma 41486, Halldór og í síma 26033,
Ásta.
íþróttir helgarinnar:
Körfuknattleikur
og handknattleikur
r