Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 B 29 HÁSKÓLI ÍSLANDS 75 ára H Hum þögli meirihluti eldrí þögulllengur Rætt við Stefán Ólafsson forstöðumann Félagsvísindastofnunar Fyrir tæpu einu ári síðan var sett á fót rannsóknarstof nun, Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands. Markmiðið með starfseminni er að efla rannsóknir á félagsvísindum og auka tengsl félagsvísindamanna í háskólanum við atvinnulífið í landinu. Þessu sinnir stofnunin meðal annars með því að taka að sér verkefni fyrir aðila utan háskólans, sem greiða fyrir þjónustuna. Stofnunin hefur enga fasta fjárveitingu frá hinu opinbera en ef hagnaður er af starfinu fer hann í rannsóknarsjóð háskólans, til útgáfu á rannsóknarritum, eða til kaupa á tækjabúnaði. Forstöðumaður stofnunarinnar er Stefán Ólafsson dósent við Félagsvísindadeild HÍ, sem nú er í kennsluleyfi. Félagsvísindadeild kýs stofnuninni stjórn, en að öðru leyti er stofnunin alveg sjálfstæð. Morgunblaðið/Einar Falur „Markmiðið með starfseminni er að efla rannsóknir á félagsví- sindum og auka tengsl félagsvísindamanna í háskólanum við atvinnulífið í landinu. Aþeim tiltölulega stutta tíma sem Félagsvís- indastofnun hefur starfað hefur hún unnið margvísleg verkefni fyrir bæði einkafyrir- tæki, stofnanir, hagsmunasamtök og stjómvöld. Hér er um þjónustu- rannsóknir að ræða, sem fela í sér gagnaöflun af margvíslegum toga, gagnavinnslu, tölvunotkun, skýrslugerð, úttektir og ritsmíðar. Ráðgjafaþjónustu, þar sem komið er upp hópi sérfræðinga úr mörg- um skyldum deildum háskólans og utan hans, sem vinna að ákveðnu verkefni. Einnig býður stofnunin þjón- ustu sína við neyslukannanir eða markaðskannanir, en slíkum verk- efnum hefur stofnunin þó sinnt lítið hingað til. Við spurðum Stefán að því hver væri helsti árangurinn að hans mati af starfseminni þann tíma sem Félagsvísindastofnun hefur starfað? „Ég vil taka svo djúpt í árinni og segja, að Félagsvísindastofnun marki tímamót í sögu félagsvís- inda á íslandi. Félagsvísinda- greinar hafa átt erfítt uppdráttar, því menn hafa litið þær mjög pólitískum augum. En með til- komu Félagsvísindastofnunar höfum við fært þekkingu okkar meira út í þjóðlífíð og um leið sýnt fram á, að það er hægt með vinnubrögðum félagsvísinda- manna, að afla áræðanlegra upplýsinga um þjóðfélagsmál af öllum gerðum, sem hafa fyrst og fremst þann tilgang að vera efni- viður fyrir betri umræðu og áræðanalegri ákvörðunartöku fyrirtækja og stofnanna. Þetta gerist þannig, að til okk- ar koma menn með hugmyndir um það sem þeir vilja vita. Við formum síðan rannsóknina og ábyrgjumst að hún fái staðist kröfur aðferðarfræðinnar, en við viljum alltaf eiga síðasta orðið um vinnubrögðin." Hver er aðaltilgangurinn með gerð skoðanakannanna? „Hann er að fá góðar upplýs- ingar, sem viðkomandi vantar í sínu starfí. Menn eru sífellt að gera sér ljósar gildi áræðanlegra upplýsinga, sem gerir þeim kleyft að kynna sér ný sjónarmið og við- horf og fylgjast þannig betur með því, sem er að gerast. Þeir sem eru þetta útsjónarsamir hafa því ákveðið forskot. Kannanir gefa fólkinu líka tækifæri til að tjá sig um allt mögulegt, en segja má að með tilkomu skoðanakannanna sé hinn þögli meirihluti ekki þögull leng- ur.“ Er hægt að misnota skoðana- kannanir og nota þær sem áróðurstæki? „Það er hægt að gera ómerki- legar kannanir og túlka niðurstöð- umar að eigin geðþótta, en fólk er nokkuð fljótt að átta sig á slíku og falla þeir, sem slíkt gera þvi á eigin bragði." Nokkuð hefur verið rætt um það að niðurstöður skoðanakann- anna hafí áhrif á skoðanamyndun fólks. Nýlega mátti lesa í einu blaðanna, um „stjómmálaflokk- inn, sem féll í skoðanakönnun," eins og það var orðað í blaðinu. Hvað segir Stefán um þetta? „Fræðimenn aðferðarfræðinn- ar halda því fram, að ekkert gefí til kynna að skoðanakannanir móti viðhorf fólks í eina átt frek- ar en aðra. Mér er skapi næst að halda, að þær hafi lítil áhrif í þessa veru, því ég tel að fólk hafí rótgrónari skoðanir en svo að þeim verði breytt vegna niður- staðna skoðanakannanna." Það kom fram í máli Stefáns, þegar rætt var um starfsemi Fé- lagsvísindastofnunar að meira væri leitað til hennar en reiknað hefði verið með í upphafi og sagði hann að stofnunin hefði ekki ver- ið alveg í stakk búin til að mæta þessari eftirspum. Félagsvísinda- stofnun hefði ekkert fast.starfslið á sínum snæmm fyrir utan fram- kvæmdastjórann og væri því allt fólk lausráðið. Starfsaðstaða væri einnig frek- ar þröng, en Félagsvísindastofn- unin er til húsa í hugvísindahúsi háskólans, Odda. Stefán var spurður að því hvaða verkefnum stofnunin væri að vinna að núna? „Við höfum verið að vinna að þessari nýju fjölmiðlakönnun fyrir Ríkisútvarpið, Samband íslenskra auglýsingastofa, íslenska sjón- varpsfélagið og íslenska útvarps- félagið. Könnunin er nokkuð umfangsmikil og verður henni framhaldið annan hvem mánuð í eitt ár. Þá höfum við áhuga á að gera reglubundnar launakannanir þó með öðmm hætti en kjararann- sóknamefnd, en hún fær sínar upplýsingar frá fyrirtækjum. Við munum hins vegar fá okkar upp- lýsingar frá fólkinu sjálfu, sem gefur okkur aðra og víðtækari möguleika á úrvinnslu. Þ.e.a.s. við fáum upplýsingar um dagvinnu- tekjur, heildartekjur, fjölsk- skyldutekjur og fjölda vinnu- stunda." Hver er áræðanleiki skoð- anakannanna, sem þessara? „Við höfum leitast við að láta ekkert frá okkur fara, sem ekki stenst aðferðarfræðina. Hins ber að gæta að það er ekki alltaf hægt að gera fullkomna rannsókn og fylgja þeim því eðlilegir fyrir- varar, sem notendur verða að hafa í huga. Við leggjum ríka áherslu á að gera mönnum grein fyrir takmörkunum þeirra upplýs- inga, sem þeir fá í hendumar. Félagsvisindin hafa sínar tak- markanir eins og önnur vísindi. Öll fræði, sem fjalla um þjóðfélag- ið og mennina þurfa að glíma við margbreytileika mannsandans. Menn hafa hins vegar tilhneigingu til að gera of mikið úr niðustöðum á einn veg eða annan. Það er því ekki síst okkar hlutverk, að kenna mönnum á takmarkanir þessara upplýsinga." Hvemig tekur fólk því þegar hringt er i það og það beðið að svara spurningum um hin ýmsu efni? „Það tekur því yfírleitt mjög vel. Fólki fínnst gaman að tala við þægilegan spyijanda og segja frá skoðunum sínum og um leið hafa tækifæri til að hafa áhrif. Það treystir því að þessar upplýs- ingar séu ekki misnotaðar og að einstaklingurinn komi hvergi fram.“ Hafa einhverjir aðrir en þið og viðskiptavinurinn aðgang að þeim upplýsingum, sem kom'a fram? „Það getur engin fengið þessar upplýsingar nema í gegnum okk- ur. Þeir sem kaupa upplýsingam- ar hafa á þeim frumbirtingarrétt, en seinna meir er ætlunin að fræðimenn hafí aðgang að þessum upplýsingum, þó án þess að rekja megi þær til einstakra svarenda." Að lokum, hverjar eru vonir þínar og framtíðardraumar fyrir hönd stofnunarinnar? „Við, sem hér vinnum gerum okkur vonir um að stofnunin festi sig í sessi. Að hún standi að góðri upplýsingaöflun og að við getum komið upp myndarlegum upplýs- ingabanka. Það er ekkert ' markmið að þessi stofnun verði óhemju stór, ég myndi fremur óttast það. Ég vona einnig að Félagsvís- indastofnun verði gert kleyft að sinna fræðilegum rannsóknum en ekki eingöngu þjónusturannsókn- um og að hún eigi ekki eftir að þurfa að dansa eingöngu eftir við- skiptasjónarmiðum, heldur fari þennan milliveg, að þjóna báðum þessum markmiðum vel. Við óskum þess að félagsvisind- in geri sem mest gagn í þjóð- (v félaginu og viljum vinna að þvi að bæta gæði kannana og að það verði liður í því að gera umraeð- una og ákvörðunartökuna mark- vissari." HE niSBí! 1UÍ9E»I 3961 6s rvcj .snslörÍEáH dalóriaöH slasrv

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.