Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.10.1986, Qupperneq 38
38 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 I UE I1EIMI EVI'ÉMyND.ANNA Hoskins í Mona Lisa. Nýjasta myndin sem Jeff Bridges leikur í heitir 8 milljón leiðir til að drep- ast (8 Million Ways to Die) og það er nýbyrjað að sýna hana í Stjörnubíói. Leikstjóri er sá gamal- kunni Hal Ashby (Coming Home) en handritið skrif- aði Oliver Stone (Scarface) ásamt David Lee Henry en það er byggt á metsölubók eftir Lawrence Block. Með hlutverk í myndinni fara auk Bridges þau Rosanna Arquette, Alexandra Paul og Andy Garcia en hann er frá Kúbu og leikur eitur- lyfjasalann Angel í mynd- inni, gersamlega snarbil- aðan hrotta. . Myndin segir frá Matt Scudder (Bridges). Hann er fráskilinn, hefur verið rekinn úr löggunni og þeg- ar myndin hefst er hann að rífa sig upp úr drykkju- skap með því að sækja AA-fundi. Hann kynnist mellunni Sunny (Alex- andra Paul), sem biður hann að bjarga sér úr klónum á dópsalanum Angel (Garcia) en þegar Scudder er að koma henni undan er henni rænt og hún drepin. Eftir það ein- setur Matt sér að ganga í skrok á Angel. . /eff Bridges hefur þrisv- ar sinnum verið útnefndur til Óskarsverðlaun en Með Alan Alda f Sweet Liberty. Gangsterarnir f 8 milljón leiðlr til að deyja á hlaupum með Angel f fararbroddi. hann kom fyrst fram á hvíta tjaldinu fjögurra mánaða gamall. Fjöl- skylda hans er öll upptek- in af leiklistinni. Faðir hans er Lloyd Bridges og bróðir hans er Beau Bridges. En Jeff hefur náð þeirra lengst í myndum eins og The Last Picture Show, Starman og Jagged Edge. Rosanna Arquette leik- ur aðra mellu sem Angel notar sem gísl til aö skipta á fyrir smyglaðar kókaín- birgðir. Arquette vakti á sér verulega athygli með þremur myndum í röð á síðasta ári en þá iék hún í Desperately Seeking Susan með Madonnu, Sil- verado og After Hours. Eins og Bridges kemur hún úr fjölskyldu leikara og er núna ein af efnileg- ustu leikkonum yngri kynslóðarinnar í Banda- ríkjunum. Handritshöfundurinn, Oliver Stone, er þekktur fyrir ofbeldisfullar og blóð- ugar myndir eins og Midnight Express og Scarface, sem hann skrif- aði handritið að og Salva- dor, sem var fyrsta myndin sem hann leik- stýrði, en hún var um ástandið í El Salvador í upphafi þessa áratugar og var sérlega áhrifarík. „Ég er enginn James Bond. Ég er bara einn af strákunum," segir Bob Hoskins, nýjasta stjarnan á himni breska kvikmyndaiðnaðarins. Hann hlaut verðlaun sem besti leikari í karl- hlutverki á Cannes sl. vor fyrir túlkun sína á smákrimmanum góð- hjartaða, George, í nýjustu mynd Neil Jor- dans (Angel, The Company of Wolves), Mona Lisa. Hoskins lítur ekki út eins og kvik- myndastjörnur yfirleitt. Sjálfur lýsir hann t.d. hausnum á sér eins og stórum kálhausi, hann er kubbslegur í laginu og talar með sterkum cockney-framburði. Hann var fyrsti Bret- inn til aö hljóta Cannes- verðlaunin í 20 ár og þegar hann gekk upp á sviöið til að taka á móti verðlaununum stóðu áhorfendur upp og hylltu kappann. „Mér leið eins og drottningarmóður- inni," sagði hann seinna. „Það var sérlega skemmtilegt að leika í Monu Lisu. Ég varð skotinn í George frá upp- 1967 þegar hann sat með vini sínum úr leik- arastéttinni í Unity-leik- húsinu í London og saup á víni eftir góðan máls- verð. Starfsmaður leik- hússins gerði ráð fyrir að Hoskins væri að bíða eftir að vera prufaður fyrir hlutverk og skipaði honum inn á sviöið. Hoskins dreif sig inn og fékk hlutverkið og gerði svolitla uppgötvun í leið- inni. „Ég kann vel við að vera í góðum félagsskap og leikhúsið var besti staðurinn til að vera í skapandi félagsskap. Allt í einu hafði maður allt þetta fólk til að leika sér við." Hann hlaut aldrei neina þjálfun í leiklist, en lærði um leið og hann lék þar til maöurinn með ranga andlitið, röngu röddina og röngu hæð- ina fór að vekja eftírtekt. „Það er dásamlegt að leika. Ég mundi ekki vilja skipta á því og neinu öðru í lífinu. Það er gam- an að lifa og vinna sér inn mikla peninga. Ég hef verið heppinn og lagt hart að mér Bob Hoskins hafi. Hann hefur orðið undir í lífinu og hann er barnalegur og gengur ekki alltof vel að fóta sig í tilverunni þegar hann kemur aftur úr fangelsi," sagði hann. „í fyrstu var hlutverkið full Rambó- legt fyrir minn smekk og ég settist niður með Jordan til að finna lausn á því. Mánuði seinna kom hann með handritið aftur og þá var eins og hlutverkið væri eins og skrifað fyrir mig; kubbs- legur náungi með hjart- að á róttum stað. Svolítið eins og ég sjálf- ur.“ Michael Caine fer einnig meö hlutverk í Mona Lisa og þetta er í þriðja skiptið sem þeir Hoskins leika á móti hvor öðrum. Skömmu áður en þeir léku í Mona Lisa léku þeir saman í nýjustu myndinni hans Alan Alda (MASH), Swe- et Liberty. „Það var allt annar handleggur," seg- ir Hoskins. „Hún var gerð í afar fallegu um- hverfi og við höfðum öll okkar lúxus- íbúðir og eiginkonur okk- ar eyddu öllum deginum við sundlaugarbakkann. Myndin er einskonar kómedía um sagnfræð- ing sem skrifar sagn- fræðiverk sem kvikmynd er gerð eftir." í myndinni leikur Hoskins handrits- höfund, sem snýr hinu virðulega sagnfræði- verki í gamanmynd. Alan Alda skrifar handritið að myndinni og leikstýrir henni en aðrir leikarar i henni eru m.a. Michelle Pfeiffer og hin aldna drottning þöglu mynd- anna, Lillian Gish. Hoskins hataði að vera í skóla en beindi orku sinni frekar að því að skrifa, mála og vinna höggmyndir. Hann starf- aði sem vörubílstjóri og gluggahreinsunarmaður svo eitthvað sé nefnt og þvældist um Evrópu og til Israels. „Ég lét mig dreyma um að gera alla mögulega hluti en það varð aldrei neitt úr neinu." Það breyttist árið 8 milljón íeið til að deyja Kurt Russel og leikstjórinn Carpenter. Vondir Kfnverjar f undirhelmum Kínahverfisins. Verstur allra er Lo Pan. Hann er 2000 ára gam all þó að það sjálst ekkl á honum. Stórvandræði í Litlu-Kína nýjasta mynd John Carpenters Bandaríski leikstjórinn John Carpenter kallar ný- justu mynd sína Stórvand- ræði í Litlu-Kína (Big Trouble in Little-China) hvorki meira né minna en dulúðuga hasar-ævintýra- gaman-kung-fu-skrímsla- -drauga-mynd um ímyndaða undirheima Kína- hverfis. Hann hefur greini- lega ætlað að koma víöa við og hvernig til tekst hjá hon- um fáum við að sjá í næstu viku þegar Bíóhöllin tekur myndina til sýninga. Stórvandræði í Litlu-Kína er fjórða myndin sem leikar- inn Kurt Russel og Carpent- er vinna saman við. Fyrst gerðu þeir sjónvarpsmynd- ina „Elvis" um rokkkónginn Elvis Presley, svo framtíð- arsýnina „Flóttinn frá New York", loks vísindahrollvekj- una „Hluturinn" (The Thing) og nú hafa þeir gert „Stór- vandræði". Sagan í myndinni er eitt- hvað á þessa leiö: Þeir Jack Burton (Russell) og Wang Chi (Dennis Dun) eru miklir mátar, búsettir í San Fran- cisco. Wang á von á stúlku frá Peking, sem hann ætlar að kvænast en hann hefur sparað árum saman til þess að geta greitt fyrir hana far- gjaldið til Bandaríkjanna. Wang getur þess að stúlkan sín sé með heldur sérkennileg augu, nefnilega græn. Og það er vegna þessara grænu augna sem henni er rænt. í Ijós kemur að velefnaður kaupsýslu- maður, Lo Pan (James Hong) að nafni, rændi henni og þeir Jack og Wang ákveða að taka málið strax föstum tökum. Það er hins vegar enginn smávandi að ná fundi Lo Pan því hann hefur ekki sóst á almanna- færi árum saman. Þeir félagar hitta hann um síðir en þá fara fornar kínverskar sagnir að spinn- ast í málið. Pan upplýsir að það hafi verið lögð á hann þau örlög fyrir meira en 2000 árum að hann skyldi vera óholdgaður þar til hann fyndi stúlku með græn augu og gæti dælt úr henni blóði og tekið það inn til að örlög- in leystust af honum. Það kemur líka í Ijós að Pan býr yfir kynngimögnuðum göldrum og nýtur stuðnings anda og forynja. Russell lýsir hetjunni Jack Burton á eftirfarandi hátt: „Hann er klaufalegur ná- ungi, fullur af sjálfstrausti án þess að hafa efni á því. Mér finnst hann skemmti- legur vegna þess að hann er sífellt að koma sér í klandur en losar sig úr þeim, þó á annan hátt ’en hann ætlaöi sér. Þetta er líka ná- ungi sem er sífellt að segja ævintýralegar sögur af sjáíf- um sór og svo gerist það allt í einu að eitthvað kemur fyrir hann sem er virkilega þess virði að segja frá.“ Handritið gerðu þeir Gary Goldman og David Z. Wein- stein og þeir spöruðu víst ekki sprengingarnar og byssubardagana, eldingarn- ar og þokur og lík og hluti, sem fljúga um loftin, elda og óteljandi töfrabrögð. Carpenter gerði sjálfur tón- listina við myndina og er hann vanur því alveg frá því hann gerði tóniistina við Halloween-myndina sem gerði hann frægan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.