Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Fundur þingfor- seta Norðurlanda ÞINGFORSETAR og skrifstofu- stjórar þjóðþinga Norðurlanda koma saman til skrafs og ráða- gerða á fárra ára millibili. Slíkur fundur var haldinn í fyrstasinni hér á landi i gær í Alþingishús- inu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, sagði með- Viðbúnaður vegna lending- ar Fokkers ALMANNAVARNAKERFIÐ var sett í gang í gærkvöldi vegna tækjabilunar í Fokker vél Flug- leiða. Flugvélin var að koma frá Akureyri með 51 mann innan- borðs og var í aðflugi að Keflavíkurflugvelli er ekki kviknaði ljós i mælaborði sem sýna á að allt sé í lagi með nef- hjól vélarinnar. Þetta var um 20 mínútur fyrir níu í gærkvöldi, en vélin gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna hálku. Eftir að venjulegur við- búnaður hafði verið gerður lenti vélin í Keflavík og vann nefhjólið með eðlilegum hætti. Svipað atvik varð á miðvikudag er aðvörunarljós í Fokker frá Akureyri bilaði. al annars í samtali við blaðamann, að sú hefð hefði skapast að forsetar þjóðþinga á Norðurlöndum hittust til skrafs og ráðagerða á fárra ára fresti, ásamt skrifstofustjórum þinganna. „Þetta er þó í fyrsta sinni sem þingforsetar Norðurlanda bera saman bækur sínar hér á landi. Það eru einkum fjögur mál, sem þing- forsetar ræddu nú. I fyrsta lagi þingsköp þjóðþir.ganna og fundar- stjóm. I annan stað tölvuvæðing þeirrar starfsemi, sem heyrir til þjóðþingum. í þriðja lagi öryggi þingmanna. Og loks norrænt sam- starf, að því er varðar þjóðþingin. Ekki eru gerðar formlegar sam- þykktir á þessum samráðsfundum þingforseta. Samanburður og rök- ræður um fyrirkomulag stjómunar þingstarfa og önnur mál, sem fyrir eru tekin, hafa engu að síður reynzt gagnlegar. Ýmislegt er að sjálf- sögðu frábmgðið í þingsköpum þjóðþinganna, þó grundvallaratrið- um svipi saman. Mismunurinn stafar máske fyrst og fremst af því hve þjóðþing grannþjóða okkar eru ij'ölmenn. Það er til dæmis grund- vallaratriði hjá okkar að umræður em ekki takmarkaðar, þó frá þeirri reglu séu undantekningar. Það er hinsvegar nánast gmndvallaratriði hjá hinum fjölmennari þjóðþingum að umræður em takmarkaðar," sagði Þorvaldur Garðar. Liszt-tónleikar á Vestfjörðum Flateyri JAMES Francis Haughton tónlistarkennari á Flateyri heldur tónleika á Flateyri á sunnudaginn þar sem eingöngu verða verk eftir Frans Liszt á efnisskránni. Aðrir tónleikar verða í Bolung- arvík á þriðjudagskvöldið og á ísafirði á fimmtudagskvöldið. Verkin sem flutt verða Annés de Pelerinage-Suiss , sem skiptist í Le Mal de Pays, Ego- logue, Pastorale og Les Chloches de Geneve; Unstem!, Funerailles Oct. 1849, Mephistowaltz og eftir hlé verða leiknar etíður de Exe- cution Trancendante nr. 1, 2, 3, 4, 7, 8 og 11. Að lokum leikur Haughton verkið Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen sem er tilbrigði við stef eftir Bach. James Francis Haughton er breskur að uppmna en hefur ver- ið tónlistarkennari á Flateyri síðan 1981. Þetta em aðrir Liszt- tónleikarnir sem hann heldur hér á landi. EFG Morgunblaðið/Bjami Bandaríkjamenn í verslunarferð skoða ullarvarning í Rammagerðinni i Reykjavik í gær. Flugleiðir: Bandaríkjamenn í versl- unarferðir til Islands VERSLUNARFERÐIR, sem Flugleiðir bjóða Bandaríkja- mönnum til íslands, njóta sivaxandi vinsælda. Er gert ráð fyrir að um 1.500 Bandaríkja- menn noti sér ferðir þessar nú í haust. Ferðirnar em tiltölulega ódýrar og skiptast í tvennt, annars vegar um helgar og hins vegar frá mánudegi til fímmtudags. Auk þess sem fólkinu gefst kostur á að versla í Reykjavík er boðið upp á skoðunarferðir um borgina og til Gullfoss og Geysis auk kynn- ingar á íslenskum vömm. Sæmundur Guðvinsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ferðimar hefðu þótt takast mjög vel til þessa og almenn ánægja meðal Bandaríkjamanna með fram- kvæmdina. Ferðimar hófust í byijun október síðastliðinn og standa fram til 12. desember. Sæmundur sagði að gert væri ráð fyrir að hefja ferðimar að nýju síðar í vetur. Aðalfundur LÍÚ: Vaxtaafsláttur felldur niður í Fiskveiðasjóði Vestmannaeyjum, frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins HALLDÓR Asgrímsson sjávarút- vaxtaafsláttur í Fiskveiðisjóði vegsráðherra boðaði á fundi LIU yrði felldur niður, en fram að í Vestmannaevjum í gær, að þessu hefur verið veittur 60% Steingrímur Hermannsson um prófkjör og ágreining í flokknum: Okkur var ljóst að það kynnu að verða átök STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins segir að forystu Framsóknarflokksins hafi verið ljóst að það kynnu að verða átök í kjördæmunum, þegar skoðanakannanir voru ákveðnar. Þetta kom fram þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við Steingrím á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Steingrímur var spurður hvort það væri honum ekkert áhyggju- efni að hörð átök væru nú meðal frambjóðenda, vegna röðunar á lista, svo sem í Norðurlandskjör- dæmi eystra, Norðurlandskjör- dæmi vestra og í Reykjavíkurkjör- dæmi: „Okkur var það ljóst, þegar við ákváðum skoðanakannanir, að það kynnu að verða átök. Það ríkir ekki lengur í flokknum sú venja sem var, að Jónas Jónsson stillti upp. Það er langt síðan því var lokið. Við ákváðum skoðanakann- anir til þess að gefa nýju fólki, ekki síst ungu fólki og kvenfólki tækifæri til að berjast til að kom- ast í framboð. Það sem er að gerast núna, og ég fagna mjög, er að það eru ákaflega margir sem gefa kost á sér og beijast hart,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að ef drengi- lega væri barist, í prófkjörsbarátt- unni, þá væri það áreiðanlega til góðs fyrir flokkinn. Steingrímur var spurður hvaða augum hann liti átökin í Norður- landskjördæmi eystra, þar sem látið væri að því liggja að Stefán Valgeirsson myndi fara fram í sér- framboði: „Stefán b.efur unað því illa að verða undir, en það verða nú allir að gera, þegar svona er að vali manna staðið. Ég trúi því ekki að Stefán fari fram í sérfram- boði, og ef hann gerir það mun það valda mér miklum vonbrigð- um. Ég trúi því hins vegar ekki, því Stefán er allt of mikill félags- hyggjumaður til þess að gera slíkt,“ sagði Steinerímur. Steingrímur sagðist fagna því að ungt og efnilegt fólk, sem hann hefði mikla trú á, skipaði nú annað og þriðja sæti lista Framsóknar- flokksins í Norðurlandi eystra og á Suðurlandi. „Ég tel að í raun, þó að ég hefði kosið að á Norður- landi eystra leystust málin á friðsamlegri hátt, að mjög vel hafi skipast í sæti á þessum listum." Steingrímur sagðist ekki efast um að slagurinn í Reykjavík yrði harður um efsta sætið, einkum vegna þess að þrír mjög hæfír frambjóðendur kepptu um það sæti. Sagðist hann ekki vilja gera upp á milli þeirra, hvem þeirra hann vildi sjá í fyrsta sætinu. vaxtaafsláttur þeim sem staðið hafa í skilum við Fiskveiðisjóð og á síðasta ári nam þessi afslátt- ur 350 miljónum. A aðalfundin- um var Kristján Ragnarsson endurkjörinn formaður LÍÚ. í ræðu sem Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra hélt á aðal- ftindi LÍÚ kom fram að við skuld- breytingu stofnlána dró úr vaxtagreiðslum til Fiskveiðisjóðs en samanlögð áhrif skuldbreytinga og vaxtaafsláttar í Fiskveiðisjóði á ár- unum 1984 og 1985 voru að greiðslubyrði af lánum sjóðsins á þessum árum lækkaði úr um það bil 3,5 miljörðum króna í um það bil 2 miljarða miðað við verðlag 1984. Á árinu 1985 lækkaði vaxta- byrði af lánum sjóðsins úr 600 miljónum í 250 miljónir með afslátt- Önundarfjörður: Rafmagnslínur slitna í óveðri Flateyn RAFMAGNSLAUST varð í sveitinni á Ingjaldssandi og í Önundar- firði í gær eftir að rafmagnslínur á Tannanesi og Selabólsurð slitnuðu í óveðri. Einnig varð rafmagnslaust á Flateyri og Suðureyri en þar voru varaaflstöðvar gangsettar. Ekki er búist við að viðgerð yúki fyrr en seinni part dagsins I dag. Óveðrið skall á í Önundarfírði í línunum og eins og áður sagði er hádeginu í gær, og mikil ísing lagð- ekki búist við að rafmagn komi ist þá á rafmagnslínumar sem aftur á í sveitunum fyrr en síðar í slitnuðu að lokum undan þungan- dag. um. Ekki hafði tekist í gærkvöldi EFG. að kanna að fullu tjón á rafmagns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.