Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 24
MORGUNBLÁÐÍÐ, LAUGARDÁGÚR 8. NÓVEMBER1986 Fyrrum banka- stjóri Norræna fjárf estingabank- ans fær orðu Alþýðubandalagið Reykjanesi: Olafur Ragnar 1annað ÓLAFUR Ragnar Grímsson ák- vað á fimmtudag að þiggja annað sætið á lista Alþýðubandalagsins S Reykjaneskjördæmi, sem hann nefnir í samtali við Morgunblað- ið, baráttusætið. Olafur Ragnar sagðist í samtali við Morgunblaðið, hafa fengið áskoranir frá öllum Alþýðubanda- lagsfélögunum á Reykjanesi og einróma ósk kjörnefndarinnar, um að taka annað sætið á lista fiokks- ins í komandi kosningum. „Það er í þeim anda, að trúa á sóknargetu og sóknarmátt flokksins, sem ég ákveð að verða við þessari einróma ósk frá félögum mínum í Reykjan- eskjördæmi," sagði Ólafur Ragnar: „Svona einhugur og einróma traustsyfirlýsing er mér mjög dýr- mæt, og ég tel hana mjög góðan bakhjarl fyrir þær stefnuáherslur sem ég hef verið að setja fram í Alþýðubandalaginu. “ sætið Ólafur Ragnar var spurður hvort fjöldi þeirra sem stefndu á efstu sætin í Reykjavík, hefði eitthvað haft með þessa ákvörðun hans að gera: „Nei, það hafði engin áhrif. Það hefur legið fyrir lengi hveijir færu í forvalið í Reykjavík, og m.a. með tilliti til þess, þá var alveg ljóst að það myndi styrkja flokkinn mjög ef allir forystumenn flokksins væru ekki að keppa um örugga stóla, heldur að einhver þeirra tæki sig út úr og segði: ég er reiðubúinn til þess að fara og reyna að sækja ný þingsæti fyrir flokkinn," sagði Ólaf- ur Ragnar. Geir Gunnarsson alþingismaður mun skipa efsta sætið á lista Al- þýðubandalagsins í Reykjanesi og Ólafur Ragnar annað sætið, en kjör- dæmisþing mun eftir helgina ákveða hvemig endanlega verður staðið að uppröðun listans. Sigurður Þórir ásamt eigendum Gallerísins Svart á hvítu, frá vinstri Margrét Á. Auðuns, Margrét B. Andrésdóttir, Sigurður Þórir, Jón Þórisson og Halldór B. Runólfsson. Gallerí Svart á hvítu: „Leggjum áherslu á vandaða list“ - segir Jón Þórisson framkvæmdastjóri NÝTT Gallerí verður opnað í dag, Gallerí Svart á hvítu. Eig- endur eru Halldór Björn Runólfs- son listfræðingur, Jón Þórisson og bókaforlagið Svart á hvítu. Að sögn Jóns Þórissonar fram- kvæmdastjóra mun Galleríið leitast við að sýna vandaða list, „okkur langar til að leggja áherslu á sýn- ingar á verkum yngri myndlistar- manna. Jafnframt verðum við með listaverk í umboðssölu, og erum þegar komnir með nöfn á lista í því sambandi." Jón sagði að hugmynd- ir væru jafnframt uppi um að nýta húsnæði Gallerísins á kvöldin til fyrirlestrahalds um listastefnur, menningu og list líðandi stundar. „Okkur hefur fundist vanta sýning- arsal af svipaðri stærð og við Erindi um eignamál kirkjunnar Páll Sigurðsson dósent flytur erindi á fundi hjá Félagi kaþólskra leik- manna í safnaðarheimili félagsins að Hávallagötu 16, næstkomandi mánudagskvöld, kl. 20.30. Erindið gallar um eignamál kirkjunnar á Islandi. Fundurinn er öllum opinn, segir i frétt frá Félagi kaþólskra leikmanna. bjóðum upp á, en húsnæðið hér er um 70-80 fermetrar. Ungt mynd- listarfólk getur venjulega ekki fyllt sýningarsali Kjarvalsstaða og hefur því gjarnan gripið til þess ráðs að taka þátt í samsýningum, tveir til þrír saman.“ Galleríið verður opnað klukkan 2 í dag með sýningu á olíumálverkum og krítarteikningum Sigurðar Þóris myndlistarmanns. Sýning Sigurðar verður opin til 23. nóvember en þá tekur við sýning á verkum Ómars Stefánssonar, ungs myndlistar- manns sem hefur verið við nám í Berlín undanfarin fjögur ár. Stefán Valgeirsson um sérframboð í Norðurlandi eystra: „Ræðst um aðra helgi hvort af verður“ Segir stóran hóp framsóknarmanna fyrir norðan þrýsta á sig, um að ákveða sérframboð STEFAN VALGEIRSSON al- þingismaður segir að það muni ráðast um aðra helgi hvort hann ákveður að fara fram í sérfram- boði i Norðurlandskjördæmi eystra. Hann segir stóran hóp framsóknarmanna fyrir norðan vilja sérframboð. „Það er stór hópur sem ræðir þessi mál og þrýstir á mig að taka ákvörðun um sérframboð,“ sagði Stefán. Hann var spurður hvort formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson hefði rætt þessi mál við hann, eftir að hann kom heim úr Kínaförinni: „Ætli hann geri það nokkuð. Ég hef nú ekki trú á því að hann geri það. Annars veit ég það ekki, það er hans mál - ekki ætla ég að fara að tala við hann,“ sagði Stefán. Stefán var spurður álits á grein Ingvars Gíslasonar sem birtist í Tímanum á fímmtudag, þar sem hann segir fámennan hóp fram- sóknarmanna með „prívatskoðanir" (Stefán og hans stuðningsmenn) búast til klofnings: „Ég varð svolí- tið hissa á þeirri grein. Ég hélt satt að segja að Ingvar myndi ekki hafa nein afskipti af þessum málum og ég bara óttast það að eitthvað af mínum heitu mönnum svari hon- um og það verði til leiðinda," sagði Stefán. FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, sæmdi Bert Linds- tröm, fyrrverandi bankastjóra Norræna fjárfestingabankans, orðu sl. fimmtudag, en hann hef- ur sýnt íslenskum verkefnum áhuga á undanfömum ámm, að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, stjómarmanns bankans. Lindström lét af embættinu 1. júní sl., og var hann þá búinn að vera bankastjóri Norræna fjárfest- ingabankans í alls 10 ár eða frá stofnun. Höfuðstöðvar bankans eru í Helsingfors í Finnlandi. Fyrsta lán frá bankanum var veitt íslendingum árið 1976 og var það Jámblendi- verksmiðjan á Grundartanga sem það fékk. Síðan hefur bankinn m.a. lánað til Landsvirkjunar, Byggða- sjóðs auk ýmissa laxeldisstöðva hér á landi. Öll Norðurlöndin eiga aðild að bankanum og hefur starfsemi hans aukist mjög, sérstaklega á sl. tveim- ur árum. Starfsmenn hans eru 46 og þar af tveir íslendingar, þeir Ingvar Birgir Friðleifsson, sem áður var skólastjóri Alþjóða Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi, og Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Steinullaverksmiðjunnar. Nýr bankastjóri Norræna fjár- festingabankans er Jannik Lindbæk frá Noregi og kom hann einnig til landsins ásamt Lindström til að kynna sér hætti hér á landi. Fulltrú- ar íslands _ í stjóm bankans em Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, og Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stófnunar. Varamenn þeirra em Tómas Ámason, Seðlabankastjóri, og Guðmundur Magnússon, pró- fessor. Jannik Lindbæk, núverandi bankastjóri Norræna fjárfestingabank- ans, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Bert Lindström, fyrrverandi bankastjóri Norræna fjárfestingabankans Vindsveipurinn splundraði þaki flugskýlisins á Selfossi Selfossi. ÞAK annars flugskýlisins á Sel- fossflugvelli fauk að mestu af þegar sterkur vindsveipur skall á skýlinu á miðvikudagsmorguninn. Helmingur þaksins lyftist af í einu lagi og skall niður hinum megin við húsið. Bílstjórar sem unnu við að aka möl í aðra flugbrautina sögðu að sterkur vindsveipur hefði farið yfír völlinn á ofsahraða og skollið á skýl- inu. Að sögn þeirra var eins og þakið skrúfaðist upp og hreinlega splundr- aðist. Vindsveipurinn hefði sést greinilega þar sem hann þeytti upp snjó og svo virtist sem honum væri stýrt beint á flugskýlið. Ekkert tjón varð á flugvélum í skýlinu en þær standa nú óvarðar fyrir úrkomu sem á greiða leið inn í skýlið. Strengdur var vír í annan gafl skýlisins og stór kranabíll látinn halda þannig við gaflinn til að koma í veg fyrir að hann félli inn. Greini- legt er að flugklúbbsmenn á Selfossi, sem reistu skýlið í sjálfboðavinnu, eiga nokkurt verk fyrir höndum að lagfæra skemmdimar. Sig Jóns. Þakið á flugskýlinu þeyttist af og liggur undir flugskýlisveggnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.