Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 8. NÓVEMBER 1986 16 ~ Nýr VOLVO í kurteisisheimsókn Bílar Þórhallur Jósepsson Jæja! Þar kom að þvfl Volvo er kominn með framdrif. Ekki allir Volvoamir að vísu, aðeins sá nýj- asti. Hann ber ósköp látlaust nafn eins og allir hinir, heitir einfaldlega Volvo 480 ES. Honum er ætlað það hlutverk að ná til kaupenda sem leita að sportbíl sem jafnframt er fullur af þægindum, rúmgóður og vel fyrir örygginu séð. Um síðustu mánaðamót voru sýndir í fyrsta sinn hér á landi tveir bflar af þessari gerð. Þeir eru því miður aðeins sýningarbílar, enn er framleiðslan ekki svo langt kom- in að farið sé að selja þá utan Hollands, sem er framleiðslul- andið. Búist er þó við, að með vorinu verði þeir fáanlegir hér, e.t. v. fyrr. Framdrif Það þótti nokkrum tíðindum sæta í bflaheiminum, þegar það spurðist út, að Volvo ætlaði að framleiða firamdrifinn bfl. Alla tíð hefur Volvo verið með drifíð að aftan, en nú vilja þeir sýna á þenn- an hátt, að þar á bæ er fylgst með tímanum, framdrifið er í æ ríkari mæli að ryðja sér til rúms. Einhvem undrar efalaust að þá skuli sportbíll verða fyrir valinu, þeir bflar hafa jú venjulega það ríkulegt vélarafl, að ekki veitir af að setja það í götuna um aftur- hjólin til að ná viðspymu. En Volvo horfír lengra fram, 480 ES er aðeins byijunin, síðar munu koma aðrar gerðir, sniðnar meira eftir þörfum fjölskyldu. T.d. mun koma Qögurra dyra gerð og e.t.v. enn aðrar gerðir. Það eitt er víst í þeim efnum, að talsmenn Volvo vilja ekkert láta hafa eftir sér um hvers er að vænta, tíminn verður að leiða það í ljós (ef að líkum lætur með hjálp spæjara frá ein- hveijum bflablöðum). Volvo 480 er að öllu leyti nýr bfll og í hönnun hans voru megin- markmiðin þau, að búa til sport- legan framdrifsbfl, nýtískulegan í útliti og búnaði, hagkvæman í rekstri og öruggan. Ekki er ég dómbær á það, hvemig tekist hefur til um þessi markmið öll, enda engin reynsla ennþá komin á bflinn. Þó má ráða í margt, og annað gat ég prófað í stuttum reynsluakstri, þannig að hægt er að gefa nokkra hugmynd um hverslags kerra er á ferðinni. Stjómtæki og rofar eru aðgengi- leg og sérlega einfalt mál að stilla það sem þarf, nema e.t.v. klukk- una, ég fann a.m.k. ekki í fljót- heitum leiðina til að stilla hana! Sæti em fyrir fjóra og em frá- bær. Stillanleg á alla þá vegu sem þörf er fyrir, hæfílega stíf og halda vel við í beygjum. Rými er miðað við að 186 sm hátt fólk geti setið vandræðalaust í fram- sætum og get ég staðfest að það gengur upp! Vel fer um mann undir stýri og hvergi þrengir að. í aftursætunum eiga 175 sm menn að hafa það náðugt. Þægilegnr í akstri Að setja í gang er bara að snúa lyklinum, aldrei þarf að pumpa eða setja innsog á. Tölvustýrð innspýting sér um að vélin fái rétta bensínblöndu og þar sem rafkerfíð er líka tölvustýrt fer vélin í gang átakalaust, hvemig sem viðrar. Tölvan býr einnig yfir fullkomnu viðvömnarkerfi sem lætur vita að allt sé í lagi. Það kerfí aðvarar að sjálfsögðu strax og eitthvað fer að verða öðmvísi en það á að vera. Þá gerir tölvan mögulegt að fylgjast með bensín- eyðslu og hve langt er hægt að komast á því sem eftir er í tankin- um, hitastigi í vél og lofthita úti. Síðan er mikil miðstöð sem blæs nánast hvert sem hugurinn gim- ist, til þess að manni verði hæfi- lega hlýtt. Þegar svo ekið er af stað finnst fyrst fyrir því að fjöðrunin er mýkri en maður býst við. Fyrir vikið er Volvo 480 þægilegur f akstri, en um leið er það veikleiki ef hratt er ekið á óslettum vegi. hvort þeir halda sér alla leið upp í 190 km hraða verð ég að láta öðmm eftir að dæma um. Vélaraflið olli mér vonbrigðum. Kannski er það bara vegna þess að maður ætlast til mikils af slíkum bíl, hann geymir 109 hest- öfl í 1721 sm 3 vélinni. Þau duga til að hreyfa hjól á malbiki, en bfllinn er nokkuð seinn upp (9,5 sek. í hundraðið). Vissulega snar- \ieð opin augun! Morgunbiaðið/Bjarni ari en flestir venjulegir fólksbflar, en 30—40 hesta í viðbót kysi ég Morgunblaðið/Bjami Volvo 480 ES. Rennilegur og sportlegur nýliði. Fulltrúi nýrrar kynslóðar bila sem eru allt í senn. Sportbílar, fjölskyldubilar og lúxusvagnar. Morgunblaðið/Bjami Veltir hf. opnaði nýjan sölustað fyrir bíla þann 1. nóv. og við það tækifæri var Volvo 480 sýndur hér í fyrsta sinn. Hér sést einn annar nýr Volvo, hefur að vísu komið hingað áður. Þessi heitir Volvo 780 Bertone og er aðmírállinn sjálfur fyrir Volvo-flotan- um. Hann er nefndur eftir teiknara sínum og höfuðsmið, þeim ítalska meistara Bertone. Þetta er einskonar klæðskerasaumuð útgáfa af 760-bílnum, að miklu leyti handsmíðaður og ekkert til hans sparað. Ekki er hveijum sem er hent að eignast slíkan grip, því að til þess þarf að eiga mil(jónir tvær og fjórðungi betur! En — mikið væri það nú gaman! Mælaborðið er hlaðið vel og allt þjónar sínum tilgangi. Allir rof- ar eru innan seilingar og vel sést á alla mæla og ljós. Nýstárlegnr Volvo Fátt eitt minnir á hefðbundinn Volvo við fyrstu sýn. Þessi er straumlínulagaður og greinilega gerður með hraða í huga, enda hámarkshraði gefmn upp 190 km á klst. lágmark! Ef vel er að gáð, má sjá Volvo-grillið, en aðeins ef vel er gáð! Það er nefnilega undir stuðaranum. Allar línur eru mjúk- ar og ekki aðeins í þeim tilgangi að kljúfa loftið, heldur einnig til þess að minnka hættu á meiðslum, ef svo illa vill til að einhver verð- ur fyrir bílnum. Að innanverðunni er sama sjónarmið haft í háveg- um, þ.e. að koma í veg fyrir meiðsli, ef farþegar á annað borð eru að rekast utaní, allt er bólstr- að og eftirgefanlegt, hvergi harðir hnúðar eða brikur. Mælaborðið er virkilega sportlegt á að líta og fullt af mælum og ljósum og hnöppum. Það tekur svolítinn tíma í fyrstu að átta sig á þessu upplýsingaflæði öllu, þegar maður svo veit svona nokkumveginn hvað hver hluti gerir er mjög auð- velt að hagnýta sér upplýsingam- ar, allt er vel sýnilegt og fer ekki á milli mála hvað er að gerast. MacPherson-gormaflöðmn er all- an hringinn og að aftan er heill öxull sem er stífaður af með svo- kallaðri Panhard-stöng, hún gerir að verkum, að þegar bfllinn hoss- ast hvað mest dillar hann sér lítillega að aftan. Stýrið er létt og nákvæmt og hemiamir einstaklega fínir. Þar em diskar við öll hjól og asbest- lausir klossar. Á óvart kemur þó, að ekki er ABS-kerfi í svo vel búnum bfl, það er eina atriðið sem beiniínis vantar. Þegar saman koma eiginleikar fjöðmnar, stýris og hemla, ásamt með góðri þyngdardreifingu, verður niðurstaðan sú, að aksturs- eiginleikar em mjög góðir, en að hafa í slíkum bfl. Nokkuð ör- uggt má telja, að fljótlega verði boðið upp á að fá Volvo 480 með turbo, þá ætti þessi veikleiki að vera úr sögunni, þ.e. gagnvart þeim sem ekki nægir það afl sem fyrir er. Tæknisafn Þessi Volvo er að sumu leyti einskonar tæknisafn, það er að segja hann lumar á flestum þeim göldmm sem bflaframleiðendur kunna og gera bflana skemmti- Iegri, þægilegri og ömggari en ella. Eins og áður var sagt sér tölva um að stjóma gangi vélar- innar og kemur hinum margvís- legustu upplýsingum á framfæri við ökumanninn. Boddýið er þann- ig gert, að farþegar sitja inni í vel styrktu búri sem veitir vemd við árekstur eða veltu. Endar bflsins gefa hins vegar eftir og draga úr höggum. Hurðimar eiga að haldast i falsinu þótt bfllinn velti og samt vera vel opnanlegar á eftir. Það sem gerir þetta mögu- legt em rafmagnslæsingamar og þær gera meira, em um leið þjófa- vöm. Flautan tekur á öllu sínu ef einhver ætlar inn í bflinn án þess að nota til þess réttan lykil, einnig ef reynt er að starta fram- hjá svissinum! Ótalmargt fleira mætti telja, t.d. varðandi hemla, stýri, ryð- vöm, ljósabúnað o.s.frv., en látum gott heita í bili. Aðlokum Volvo 480 ES kemur allvel út úr slíkri skoðun sem þessari. Þeir ágallar sem komu fram em ekki margir, þ.e. vélarafl er f minnsta lagi, ABS vantar og hann dillar sér að aftan þegar mest gengur á þjá fjöðmnum. Annað reyndist vel, sumt hreint afbragð, eins og t.d. sætin, stýrið og skiptirinn. Þá er tölvan stórskemmtileg og frágangur n\jög góður á öllu. Síðan á bara eftir að sýna sig hvort þessi Volvo nær fótfestu hér, hann hefur upplagið til þess. Fyrir þá sem hafa áhuga: Hann kostar 850.000 kr. f dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.