Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 17 Sr. Kjartan Jónsson, kristniboði, skrifar frá Kenýa Ung’lingnr í Pókot „Húsið brennur, húsið brennur’" hrópaði drengur- inn, sem kom hlaupandi á móti konunni, sem rogaðist heimleiðis með eldiviðarhlass á bakinu. Skelfíngin nísti sál hennar. Bömin! Hvar voru þau? Höfðu þau e.t.v. brunnið inni? Fengi hún kannski aldrei að sjá þau framar? Ótal hugsanir þutu í gegnum huga hennar. Án þess að skeyta um byrðina þaut hún af stað. Það eina, sem komst að í huga hennar, voru bömin. Hún varð að bjarga þeim! Hún hljóp eins hratt og fætumir gátu borið hana eftir mjóum stígnum. Mest- ur hluti leiðarinnar var á bratt- ann. Aldrei áður hafði þessi leið verið svo löng þótt hún hefði farið hana óteljandi sinnum allt frá bamæsku. En loksins komst hún á leiðarenda. Hryggileg sjón blasti við henni. Húsið var alelda og að hmni komið. En það gerði í rauninni ekkert til því að böm- in hennar vom öll heil á húfi. Frá djúpi sálarinnar steig þökk til skaparans fyrir varðveiðslu hans og hjarta hennar fylltist ósegjanlegri gleði yfir því að fá að hafa börnin sín áfram hjá sér. Börnin höfðu verið ein heima og farið að leika sér með glóð úr eldstæðinu. Þegar leikurinn stóð sem hæst hmkku nokkrir molar í skraufþurrt grasþakið, sem fuðraði upp á svipstundu. Þetta atvik átti sér stað fyrir nokkmm dögum hjá nágrönnum mínum. Til allrar hamingju var faðirinn, Koriin, næstum því bú- inn að fullklára nýtt hús fyrir fjölskylduna í staðinn fyrir það gamla, sem brann. Gladys Nú ætla ég að segja ykkur frá elstu dótturinni í þessari fjöl- skyldu. Hún heitir Gladys. Fyrstu dagana eftir bmnann fékk hún að sofa hjá ömmu sinni og afa, sem eiga heima rétt hjá, þangað til nýja húsið var tilbúið. Gladys er 12 eða 13 ára, hún er ekki alveg viss, því að engin fæðingarskýrsla var útfyllt, þegar hún kom í heiminn. Ég tók fyrst eftir henni fyrir nokkmm ámm í sunnudagaskólanum í kirkjunni á kristniboðsstöðinni. Hún hafði alltaf litlu systkini sín með sér og hún hlustaði með óskiptri at- hygli á það, sem sagt var, þótt sumir krakkar væm svolítið óró- legir. Nú em liðin mörg ár, en samt kemur hún enn í sunnudagaskól- ann með yngri systkini sín þótt hún sé brátt vaxin upp úr honum. Landið, sem hún á heima í, heitir Kenýa. Það er í Austur- Afríku við miðbauginn. Hún tilheyrir Pókot-þjóðflokknum, sem býr í afskekktu héraði. Harðneskjulegnr siður Líf hennar er að mörgu leyti frábmgðið lífi jafnaldra hennar á íslandi. Foreldramir em fátækir vegna þess að fyrir nokkmm ámm drap föðurbróðir hennar mann. Samkvæmt sið þjóðflokksins komu ættingjar hins látna og tóku Ljósmyndari: Kjartan Jónsson. Víða er erfitt að fá gott vatn í Pókot-héraði. Margir verða að bera það um langan veg. Hér er biðröð við vatnskrana á kristniboðsstöðinni í Chepareria. allar kýmar og geitumar þeirra og seldu næstum alla jörðina. Foreldrar Gladys þorðu ekki að mótmæla þessum aðgerðum, þótt þau hefðu ekki gert neitt af sér, af ótta við að eitthvað illt myndi koma fyrir þau og börnin. En þau em dugleg og reyna að gera sitt besta. Nú em þau búin að kaupa sér litla jörð í stað- inn og hafa eignast nokkrar kýr og geitur. Áfengisvandamál Gladys hefur erft blíðlyndi föð- ur síns, enda þykir henni vænt um hann þótt hann sé nokkuð drykkfelldur. Um daginn gafst mamma hennar upp á drykkju- skap hans og tilkynnti að hún væri farin og myndi ekki snúa heim aftur nema hann bætti ráð sitt. Síðan fór hún burt með öll Gladys býr til grænmetiskássu. Ekki er þægindunum fyrir að fara. Eldað er á hlóðum. Það er mikil vinna að elda mat. Fyrst þarf að safna eldiviði úti í skógi og bera hann heim. Síðan þarf að kljúfa hann og kveikja upp eld áður en hægt er að setja pott- inn yfir. Gladys ásamt móður sinni og fjórum systkinum. Hún er á miðri myndinni. Fólkið stendur fyrir framan hús fjölskyldunnar, sem brann fyrir skömmu. að húsverkin hjá Gladys eru mörg og erfið. Eldamennska, vatns- burður og vinna við eldivið eru kvennmannsstörf. Þar sem Gladys er elsta dóttirin af 6 systkinum mæðir mikið á henni. Á hvetjum degi ber hún 20 lítra vatnsbrúsa á höfðinu mörg hundruð metra leið heim. Auk þess hjálpar hún mömmu sinni við að safna eldi- viði. Oft hefur hún yngsta systkini sitt bundið í ek. laki á bakinu við störfín, sérstaklega þegar hún gætir kúnná. Pabbi hennar hefur ekki efni á að kaupa gaddavír eða sauðijárnet og þess vegna verður alltaf einhver að passa þær svo að þær éti ekki maísinn og baun- irnar á akrinum. Fari dýrin í akra nágrannanna verða eigendumir að borga miklar sektir. Gladys var ekki gömul þegar hún byrjaði að læra að matbúa bömin nema Gladys, sem varð eftir til að elda fyrir pabba sinn. Hörð lífsbarátta Fjölskyldan býr í kringlóttu húsi með moldarveggjum og strá- þaki. Ekkert rafmagn er í sveit- inni og allt vatn verður fólk að bera heim í brúsum, stundum um langan veg. Fólkið þama á ekki eldavélar og þekkir ekki einu sinni slíka gripi. Móðir Gladys getur ekki sett mat í pott og snúið takka til að sjóða hann eins og við ger- um. Fyrst þarf að fara út í skóg og leita að eldiviði og bera hann heim. Síðan þarf að kljúfa hann og kveikja upp eld áður en hægt er að setja pottinn yfír. Þetta tek- ur allt mikinn tíma og sýnir okkur, Gæta þarf kúnna svo að þær fari ekki inn á akrana og éti upp- skeruna. Gladys er hér með litla bróður sinn á bakinu. og nú er hún orðin góður kokkur á pókot-vísu og býr til afbragðs- góða maísköku og grænmetis- kássu, sem borðuð er með henni. Auk þessara daglegu starfa þarf að plægja akurinn, sá komi, plægja í burt illgresi og gæta hans síðan fyrir ágangi dýra og fugla. Síðustu vikumar, áður en uppskeran er tilbúin, verður að vakta hann allan sólarhringinn fyrir fuglum, öpum, antílópum og fleiri dýrum og þá er byggður smákofí, oft uppi í tré, sem notað- ur er sem skýli gegn sterkri hitabeltissólinni. Það er augljóst mál, að lífsbar- átta fjölskyldu Gladys er hörð og miklu meiri störf hvíla á herðum hennar en jafnöldmm hennar á Islandi. Skóli Hún gengur í grunnskólann, sem er í nágrenninu. Þér verður kannski á að spyija hvenær hún hafí tíma til að læra heima? Hún hefur sáralítinn eða engan tíma til þess, enda gildir það einu því að hún á engar bækur. Skólinn hennar á einnig svo fáar bækur, að nemendumir geta ekki fengið neinar, aðeins kennaramir. Auk þess er lítil aðstaða til heima- náms. Hún hefur ekki sér-her- bergi og á hvorki skrifborð né stól. Hún myndi helst kjósa að sitja í skugga undir tré ef laus stund fengist. Skóli er nýtt fyrirbrigði í sveit- inni hjá Gladys. Hann kom bara fyrir nokkmm ámm, þegar íslenskir kristniboðar hófu að starfa þar. Hún og krakkamir í kring em því heppin að þessu leyti. Foreldramir kunna ekki að lesa, en móðirin er á fullorðins- fræðslunámskeiði og getur nú orðið lesið smávegis. Skólinn opn- ar dymar að nútímanum og umheiminum. Ef Gladys stendur sig vel í sam- ræmdu prófunum í lok 8. bekkjar fær hún að halda áfram í mennta- skóla ef foreldramir geta borgað skólagjöldin, e.t.v. um 10.000,- kr. á ári. Menntun gefur mögu- leika á sæmilega launaðri vinnu. Ef hún fengi góða vinnu gæti hún hjálpað systkinum sínum til mennta. Frístundir í frístundum er Gladys í sauma- skap í kirkjunni og í unglinga- kómum. Það gefur henni mikið, því að þar fær hún að læra margt nýtt og þar á hún marga góða vini, sem hfa lík áhugamál og hún. Stundum fer hluti kórsins með kristniboðanum langt út í hérað til að syngja fyrir fólkið þar á samkomum um vininn sinn, sem gaf þeim nýtt líf og gleði. Ollum Pókotum þykir mjög gaman að söng og því vekur kórinn alltaf mikla gleði hvarvetna sem hann kemur. Margir hafa aldrei heyrt um vin Gladys, Jesúm Krist, og því vekur söngur hennar og kórs- ins oft þá spumingu hvemig þeir geti einnig kynnst honum. Fjölskyldan sameinuð á ný Nú er mamma Gladys komin heim aftur með öll bömin því að pabbi hennar hefur lofað að reyna að hætta að drekka. Undanfamar vikur hefur hann verið í bygging- arvinnu á kristniboðsstöðinni til þess að hafa hugann sífellt upp- tekinn á meðan hann er að komast yfír versta vínþorstann. Hann kemur einnig reglulega í kirkjuna. E.t.v. langar hann til að verða kristinn og fá styrk til að sigrast alveg á áfenginu. Viltu reyna að muna eftir þess- ari fjölskyldu, þegar þú biður? Kæri lesandi. Vemm með í að styðja kristniboðið til að bæta kjör bama og unglinga í Pókot-héraði. Munum eftir þeim í bænum okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.