Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 25 Bílastæðaskortur í miðborg Reykjavíkur vaxandi vandamál: Félagið Gamli Mið- bærinn vill fá bíla- geymslu í Faxaskála SÍVAXANDI bílastæðaskortur og umferðartakmarkanir í mið- bæ Reykjavíkur samfara stór- aukinni notkun bíla er orðið mikið áhyggjuefni bæði atvinnu- rekenda og íbúa þessa svæðis og nú hefur félagið Gamli Mið- bærinn lagt fram ákveðnar til- lögur til úrbóta og ákveðið að fylgja þeim eftir af þunga. Helsta lausnin sem félagið bendir á er að gera bílageymsluhús í Faxa- skála Eimskips og gera bílastæði á svæðinu umhverfis skálann, og hafa borgarstjóri og forstjóri Eimskips tekið því máli vel. Einn- ig munu samtökin benda borgar- yfirvöldum á ýmis svæði í miðbænum sem henta vel fyrir bilastæði Á blaðamannafundi lýsti stjóm Gamla Miðbæjarins þungum áhyggjum yfir framtíð bæjarhlut- ans ef ekki verði gripið í taumana. Þar kom fram hörð gagnrýni á stefnuleysi og sofandahátt stjóm- valda sem ekkert hefðu aðhafst þrátt fyrir ijölmörg viðtöl og ábend- ingar. Varaði stjómin við auknum flótta verslunar og þjónustu úr gamla miðbænum í önnur borgar- hverfi við óbreyttar aðstæður, við blasi þá verðhrun á eignum á svæð- inu og með dvínandi verslun og þjónustu fjari lífið í miðbæni’- smám saman út á sama tíma og ráðist sé í miklar framkvæmdir vegna verslana og þjónustumið- stöðva í Kringlunni, Mjóddinni og víðar. Því varar stjómin sérstaklega við frekari töfum á framkvæmdum við Laugaveginn:„Við sjáum með hryllingi fyrir okkur að Laugaveg- urinn líti út eins og skotgröf á sama tíma og Kringlan opnar," sagði Guðlaugur Bergmann formaður Gamla Miðbæjarins á blaðamanna- fundinum. Meðal tillagna félagsins til úrbóta má nefna að beygjubönnum við Laugaveg verði aflétt strax og að félagið fái að hafa hönd í bagga við skipulagningu á jólaumferðinni; að göngugötur í Gamla miðbænum verði hafðar opnar á kvöldin fyrir bflaumferð til að glæða bæinn lífí 19. flokksþing Framsóknarflokksins hófst í gær: Getum veríð stoltir af því sem við höfum afrekað — sagði Steingrímur Hermannsson um hlut framsóknarmanna á yfir- standandi kjörtímabili 19. FLOKKSÞING Framsóknar flokksins var sett að Hótel Sögu í gærmorgun. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði m.a.í upphafi ræðu sinnar: „Við framsóknarmenn getum verið stoltir af þvl, sem við höf- um afrekað á kjörtímabilinu. Við getum boðað stefnu nýs tíma, nýrrar aldar byggða á endur- reistum efnahagsgrunni. Við munum því bera höfuðið hátt er við göngum fyrir kjósendur að vori.“ í ræðu sinni rakti Steingrímur þau mál sem hann telur hafa verið mikilvægust á kjörtímabilinu. Síðar sagði hann: „Sá árangur sem að var stefnt, mun að lang mestu leyti nást. Verðbólgan mun verða um eða undir 10 af hundraði í lok ársins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna mun aukast töluvért meira en ráðgert var, líklega um 8 af hundraði. Þrátt fyrir þetta mun viðskiptahalli verða minni en áætlað var, að öllum líkindum 1 til 1,5 af hundraði af þjóðarframleiðslu í stað 2,5%. Þetta má þakka því að peningalegur spamaður hefur aukist mjög og er nú orðinn meiri en hefur verið allt frá árinu 1972.“ Er forsætisráðherra ræddi þann árangur er náðst hefur í efnahags- markmiðum ríkisstjómarinnar, sagði hann: „Þvl fer víðsfjarri, að ég þakki ríkisstjóminni eða Fram- sóknarflokknum einum það, hve vel hefur til tekist. Að sjálfsögðu eiga ábyrgir aðilar vinnumarkaðarins stóran þátt í því. Sömuleiðis er ljóst, að ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæðar." Steingrímur sagði að í lok þessa árs yrði kaupmáttur ráðstöfunartekna hærri hér á landi en hann hefur nokkm sinni verið og verðbólga yrði minni en hún hefur verið í 15 ár. „Atvinnuleysi er ekkert," sagði Steingrímur, „Þetta er mjög góður árangur. Því verður aldrei neitað.“ „Mér þykir leitt að heyra gefíð í skyn og jafnvel fullyrt að forusta flokksins og formaður hafí eða muni beita sér fyrir einstaka fram- bjóðendur," sagði Steingrímur m.a. er hann ræddi prófkjörsmál Fram- sóknarflokksins. „Það er alrangt." Síðar sagði hann að fylgi flokksins í þéttbýlinu suðvestanlands hefði mjög hrakað á undanfömum ámm. Hann sagði að svo gæti farið í næstu kosningum að það ákvarðað- ist hvort Framsóknarflokkurinn yrði tiltölulega lítill flokkur dreif- býlisins eða áfram aihliða þjóðmála- flokkur. „Sumum einsýnum mönnum, sem telja sig mjög harðs- víraða fulltrúa dreifbýlis, kann að þykja fyrri kosturinn vænlegur. „Eg er ekki í þeim flokki," sagði Steingrímur. „Ég sé ekki þau hörðu átök á milli dreifbýlis og þéttbýlis, sem sumir sjá í hveiju máli.“ Er Steingrímur kom þar í ræðu sinni, þar sem hann ræddi stjómar- myndun eftir næstu kosningar, sagði hann: „Ekki verður því svarað hér og nú. Því munu engir fordóm- ar ráða eins og því miður virðist einkenna einstaka andstæðinga Framsóknarflokksins. Úrslit kosn- inganna munu ráða miklu, en þó fyrst og fremst hvort samstaða næst um stefnu og þau grundvallar- atriði, sem við framsóknarmenn leggjum áherslu á.“ Lokaorð formanns Framsóknar- flokksins vom þessi: „Það er ný öld í augsýn. Ef rétt er á málum hald- ið, getur það orðið öld meiri framfara, betri lífskjara og betra mannlífs, en við höfum áður kynnst. Grundvöllurinn hefur verið lagður með endurreisn hins íslenska efna- hagslífs. Framundan er markviss og skipuleg vinna. Framsóknarflokknum er best treystandi til að hafa forustu um það verk. Það sýnir sagan." á ný; að fallið verði frá þeirri hug- mynd að tvístefnuakstur verði tekinn upp á Hverfísgötu og stræt- isvagnar fluttir þangað af Lauga- veginum því það sé röng stefna að skoða akstursleið strætisvagna um Laugaveginn með hliðsjón af því hve þeir eru lengi á leiðinni en láta þess í stað þjónustu við almenning ráða ferðinni. Einnig bendir félagið á ýmsa staði í miðbænum sem henta fyrir bflageymslur og bílastæði en eru nú illa nýttir og vanhirtir Morgunblaðið/Ámi Sæberg Stjórn Gamla Miðbæjarins á blaðamannafundi I Kvosinni I gær. Frá vinstri eru Jón Siguijónsson formað- ur umferðarnefndar félagsins, Ásgeir Hannes Eiriksson, Guðlaugur Bergmann, Ásgeir Bolli Kristinsson, Jón Hjaltason og Skúli G. Jóhannesson. Helgi Magnússon fyrrverandi endurskoðandi Hafskips: Nefnir skiptaráðendur og endurskoðanda „kross- fara“ Hafskipsmálsins - og ábyrga fyrir „offorsi“ og „réttarfarshneyksli“ í BÓKINNI „Hafskip, gjörning- ar og gæsluvarðhald", sen nýkomin er út, gagnrýnir Helgí Magnússon, fyrrverandi lög- giltm- endurskoðandi Hafskips ht'. harkalega ýmsa þá sem komiö hafa að rannsókn Hal'- skipsmálsins svokallaða, ei: Helgi sat í gæsluvarðhaldi um tima vegna rannsóknar máls- ins. Segir hanu meðal annars aö skiptaráðendur hafi gersv sekir um hroðaleg mistök, ann- arlegar hvatir hafi ráðið gerðum löggilts endurskoð- anda sem skiptaráðendur réðu sér til aðstoðar og rannsóknar- lögreglumenn hafi reynt að hræða sig til að játa á sig rang- ar sakir. Helgi segir að skiptaráðendur, þeir Ragnar H. Hall og Markús Sigurbjömsson, hafi brotnað und- an pressunní sem var á þeim í málinu og mengasc sjálfir af um • ræðunni sem var um málið í fjölmiðlum, á Alþingi og meðai almennings. Þeir hafi ekki haft nógu sterk bein til aö taka á málinu af sanngimi og hlutleysi eins og embættismönnum með dómsvald sæmi og virðist hafa nálgast verkefnið vissir um að hér væri stórkostlegt glæparpál á ferðinni. Fullyrðir Helgi að skýrsla þeirra og vinnubrögð hafí verið lituð af fyrirframafstöðu og allt hafí gengið út á að gera menn tortryggilega. Segir hann að skiptaráðendur verði fyrst og fremst að teljast ábyrgir fyrir hroðalegum mistökum sem orsök- uðu að sex menn voru hnepptir í gæsluvarðhald. Talar hann um reynsluleysi Ragnars og Markús- ar í að fást við stórmál af þessu tagi og leitar þar skýringa á meintum mistökum þeirra. Endurskoðunarmiðstöðin N. Mancher hf. aðstoðaði skiptaráð- endur við rannsókn málsins og vann meðal annars skýrslu um reikningsskii Hafskips. Valdimar Guðnasor. löggiltur endurskoð- andi, einn af eigendum fyrirtækis- ins, vann mest aö málinu og gagnrýnir Helgi hann fyrir skýrsl- una. „Málatilbúnaður Valdimars í þeirri skýrslu er að mínum dómi algert hneyksli," segir meðal ann- ars í bókinni, og einnig að Valdi- mar virðist hafa nálgast verkefnið með sama hætti og skiptaráðend- ur, það er með fyrirfram gefnar niðurstöður um glæpsamlegt at- hæfi. „Þessa þrjá menn hef ég leyft mér að nefna krossfara máls- ins og geri þá ábyrga fyrir þvi offorsi sem einkennt hefur mála- tilbúnað allan með kunnum afleið- ingum og réttafarshneyksli," segir Helgi Magnússon. Þá sakar hann N. Mancher og Valdimar Guðnason um að hafa látið annarleg sjónarmið ráða við rannsókn málsins. Þeir hafí viljað vekja á sér athygli og fá sem mestan heiður út úr því að „fletta ofan af öllu svindlinu", vegna þess að fyrirtækið hafí orðið und- ir í samkeppninni um forystuhlut- verk í endurskoðun hér á landi. Telur hann að fyrirtækið hafi misst sjónar á aðalatriðinu og þvi að framkvæma hlutlausa og mál- efnalega athugun. í bókinni lýsir Helgi vistinni í Síðumúlafangelsinu og segir að rannsóknarlögreglumenn hafi verið í taugastríði við sexmenn- ingana sem settir voru í gæslu- varðhald vegna Hafskipsmálsins í þeim tilgangi að brjóta þá niður þannig að þeir játuðu á sig sakir, hvort sem þeir hafi unnið tii sakar eða ekki. Telur hann að einn sex- menninganna hafi keypt sér nokkurra daga frelsi með þessu móti, og það hafi orðið á kostnað hinna. Hann lýsir yfírheyrslum og nefnir dæmi um að reynt hafí verið að hræða sig eða „terroris- era“ og helst að halda fyrir sér vöku næstu nótt svo hann yrði meðfærilegur í yfirheyrslu daginn eftir og segði það sem hentaði framgangi rannsóknarinnar. „Ég hafði haldið að svona framkoma þekktist bara í bókum," segir í bókinni. Helgi fjallar töluvert um rekst- ur Hafskips, einkum seinni árin og segir að margt hafi fari úr- skeiðis. Segir hann að kaup Hafskips á Cosmos flutningsmiðl- unarfyrirtækinu í Bandaríkjunum hafí verið mistök. Fyrirtækið hafí alla tíð verið rekið með tapi og verið baggi á Hafskip. Hann nefn- ir erfíðleika í rekstri skrifstofunn- ar í New York, og Atlantshafssigl- ingamar sem hann telur að hafi órðið banabiti fyrirtækisins. Nafn Björgólfs Guðmundssonar for- stjóra og svokallaðra „gull- drengja" hans er nefnt. í öllurn þessum tilvikum og gefíð í skyn að hann beri ábyrgð á mistökun- um. í kafla um viðræður forráða- manna Eimskips og Hafskips um hugsanlegan samruna eða yfir- töku Eimskips á íslandsrekstri Hafskips segir Helgi að viðræo- umai- hefðu verið til málamynda af hálfu Eimskipsmanna. Fyrir þeim hafí vakað að láta fjara undan Hafskip þannig að Eimskip gæti fengið flutningana fyrir ekk- ert eða lítið. Hann segir að viðræðumar við SÍS um stofnun sameiginlegs skipafélags hafi haf- ist á leynilegum viðræðum Páls G. Jónssonar stjómarmanns í Hafskip og Vals Amþórssonar stjómarformanns SÍS, og að Val- ur og Erlendur hafí sjálfir unnið að málinu frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.