Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 26
2Q$ MOEGUNBLtAÍ)©, LAUGARDAQUR «- NÓtV®MBER 1986 M Þyrlan sem fórst við Hjaltland. Hún var af gerðinni Boeing Chino- ok. Myndin var tekin í sumar, skömmu áður en hún var seld frá þyrludeild British Airways til British International Helicopters, sem var í eigu blaðakóngsins Robert Maxwell og skozka blaðsins Scott- ish Daily Record, sem er eign blaðasamsteypu Maxwells. A innfelldu myndinni er Gordon Mitchell, flugstjóri Sikorsky S-61 þyrlunnar, sem bjargaði mönnunum tveimur, sem komust lífs af. AP/simamy Noregur: Upplausn á þíngí vegna fjárlaga Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbiadsins. Hljóðrita þyrlunnar bjargað af hafsbotni RINGULREIÐ ríkir á norska Stórþinginu vegna umræðna um fjárlög, sem hófust á miðviku- dag. Þingið hefur samþykkt að gera breytingar á frádráttarlið- um á skattframtölum launþega vegna vaxtagreiðslna en almenn- ingur í Noregi á erfitt með að gera sér grein fyrir um hvað samkomulagið snýst. Arent M. Andersen, þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins, lagði fram tillögu um jafnan rétt norskra launþega til frádráttar vegna vaxtagreiðslna. Þetta var lævís leik- ur því Kristilegi þjóðarflokkurinn samþykkti samhljóða tillögu á síðasta landsfundi sínum. Þing- menn flokksins sáu sig því tilneydda til að styðja tillöguna í óþökk hinna stjómarandstöðu flokkanna, Hægri flokksins og Mið- flokksins. Hið sama gerði Verka- mannaflokkurinn einkum þar sem tillögur hans varðandi breytingar á skattalöggjöfinni höfðu ekki fengið nauðsynlegan stuðning. Kjell Magne Bondevik, formaður Kristilega þjóðarflokksins, átti í vök Sumburgh, AP. KAFARAR náðu í gær hljóðrita Chinook-þyrlunnar, sem fórst með 45 mönnum við Hjaltland í fyrradag. Óljóst er hins vegar hvað olli slysinu, sem er hið mannskæðasta í sögu farþega- flugs á þyrlum. Flug allra Chinook-þyrlna, sem notaðar hafa verið vegna olíuvinnslu í Norðursjónum, hefur verið stöðvað þar til orsakir slyssins liggja fyrir. Mennimir sem komust af vom Pusht Vaid flugstjóri, sem er 45 ára, og Eric Morans, tvítugur iðn- nemi, sem var í starfsþjálfun á olíuborpalli í Norðursjónum. Alasta- ir Coutts, læknir við Gilbert Bain sjúkrahúsið í Lerwick, höfuðstað Hjaltlandseyja, sagði þá vera á batavegi en ekki hefði reynst unnt að yfirheyra þá enn um slysið. Hvomgur þeirra man hvemig þeir komust út úr sökkvandi þyrlunni og það kom þeim á óvart að heyra að enginn annar hefði komizt af. „Þeir em enn í því ástandi að það er tilgangslaust að reyna að yfir- heyra þá,“ sagði Coutts. Að sögn Coutts var Morrans dott- andi þegar þyrlan fórst og fékk hann enga viðvömn um hvert stefndi. Man hann aðeins eftir brot- hljóðum og rankaði síðan við sér þar sem hélt fast í björgunarbát í úfnu hafínu. Þeir Vaid vom í sér- stökum galla til að komast lífs af úr sjávarháska en ekki í björgunar- vestum. Bjargað hefur verið 40 stykkjum úr þyrlunni og er talið að af útliti þeirra megi draga ályktun hvað olli slysinu. Talið er að vitneskja kunni að fást af hljóðritanum hvað gerðist en áfram verður leitað að flugritanum, sem geymir upplýsing- ar um flug vélarinnar. Gétgátur em á lofti um að bilun hafi orðið í öðmm þyrli þyrlunnar eða sprenging í hreyflum hennar. Sjónarvottum að slysinu ber ekki saman, sögðu ýmist að þyrlan hefði splundrast í lofti og síðan skollið í sjóinn eða að hún hafí fyrirvara- laust steypst í hafíð. Kafarar sögðu fak þyrlunnar vera tiltölulega heillegt á 100 metra dýpi og að þeir hefðu séð a.m.k. þijú lík þar inni. Hafínn er undir- búningur að því að bjarga flakinu upp. Fundist hafa lík 19 þeirra, sem fórust. að verjast í gær þegar fréttamenn spurðu hann hví flokkur hans hefði stutt fmmvarpið. Bondevik hafði lýst því yfir að flokkurinn myndi leggjast gegn því þar eð það gengi í berhögg við vilja hinna stjómar- andstöðuflokkanna. Segja má að algjör ringulreið ríki nú í norskum stjórnmálum. Það er einungis á færi sérfræðinga og stjómmálamanna sjálfra, að sjálf- sögðu, að ráða í hvað er að gerast. Ummæli Bjöms Skogsad, ráðherra í ríkissjóm Verkamannaflokksins, juku enn frekar á ringulreiðina þeg- ar hann lýsti yfír í gær að fyrir- hugaðar skattabreytingar myndu ekki taka gildi fyrr en árið 1989. Gengi gjaldmiðla BANDARÍKJADOLLAR hækk aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims. Gullverð hækkaði örlítið. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4265 dollara í London (1,4335) en annars vargengi dollar- ans þannig að fyrir hann fengust 2,0685 vestur-þýsk mörk (2,0610), 1,7260 svissneskir frankar (1,7220), 6,7500 franskir frankar (6,7325), 2,3350 hollensk gyllini (2,3320), 1.427,25 ítalskar lírur (1.422.50) og 163,30 yen (163,33). Verð á gúlli var 409 dollarar (408.50) . Kohl, kanslari V.-Þýskalands í kröppum dansi: Jafnaðarmenn leggja fram tillögxi um vítur - vegna ummæla hans um Gorbachev Bonn, Reuter, AP. HANS JOCHEN-VOGEL, leið- togi þingflokks Jafnaðarmanna í Vestur-Þýskalandi, hyggst bera upp tillögu þess efnis í Frakkarauka fjárfram- lög sín til varnarmála París. Frá Torfa H. Tulinius, fréttaritara Á VIKULEGUM fundi Mitter- rands forseta og frönsku ríkisstjórnarinnar á miðviku- dag var samþykkt að leggja fyrir þingið frumvarp André Giraud, varnarmálaráðherra, um fjárframlög til vamarmála á næstu fjómm áram, þ.e. frá 1987 til 1991. Frumvarpið gerir ráð fyrir umtalsverðri aukningu á fé til kaupa og framleiðslu á hergögn- um. Hún verður um 11% á næsta ári en um 6% árin á eftir. Áætlað er að um 3.000 milljörðum íslenskra króna verði varið í her- gögn á þessu tímabili. Þó að aukningin sé umtalsverð svara ársframlög Frakka til vamarmála ekki nema til 10% af framlögum Bandaríkjamanna. Fundurinn í gær var mikilvæg- ur áfangi í sambúð Mitterrands og Chiracs á valdastólum í Frakk- landi. Vart hafði orðið við ákveðna spennu milli mannanna tveggja, einmitt á sviði hermála. Síðan þessi óvenjulega „sambúð" hófst, í mars á þessu ári, hefur Mitterr- and ávallt lagt ríka áherslu á að fá að halda sínum yfírráðarétti Morgunblaðsins. yfír vamarmálum og utanríkis- málum, eins og stjómarskráin gerir raunar ráð fyrir. Upp á síðkastið hafði forsetinn haft áhyggjur af þvi að forsætisráð- herrann væri að seilast inn á yfírráðasvæði hans, einkum á sviði vamarmála. Núverandi laga- frumvarp táknar í raun sigur fyrir forsetann þvi ekkert er hróflað við vamarstefnu hans en veiga- miklum atriðum í vamarstefnu kosningabandalags gaullista og UDF (flokks Giscards d’Estaing meðal annarra) er breytt eða sleppt. Mitterrand telur að halda beri áfram þeirri stefnu í vamar- málurn sem Frakkar hafa fylgt frá því á dögum De Gaulles. Hún er fólgin í því að Fakkar hafí eig- in kjamorkuvopn sem þeir geti beitt ef einhver ræðst á þá. Því telur hann að endumýjun á kaf- bátunum sem geyma mestan hluta kjamorkuvopna Frakka eigi að hafa algeran forgang. Efnavopn í umræddu fmmvarpi er ein- mitt gert ráð fyrir að slík end- umýjun verði framkvæmd. Auk þess á að halda áfram að vinna að nýrri gerð skriðdreka, Leclerc- skriðdrekanum. Frakkar hafa dregist talsvert aftur úr í hönnun á hefðbundnum vopnum, svo nú á að bæta úr því. Einnig er fyrirhugað að veija fé til smíða á fyrsta kjamorku- flugmóðurskipi Frakka, en það sem vekur ef til vill mesta at- hygli er ákvörðunin um að franski herinn komi sér upp efnavopnum. Fram að þessu hafa Frakkar ein- ungis einbeitt sér að vömum gegn efnavopnum, en nú vilja þeir eiga þess kost að geta notað slík vopn ef hugsanlegum andstæðingum dytti í hug að beita slíkum vopnum gegn þeim. Lyftistöng fyrir franskan iðnað André Giraud, vamarmálaráð- herra, sagði þegar hann hafði kynnt frumvarpið að hann vonað- ist til að þessi aukning á Ijárfram- lögum ríkisins myndi styrkja hergagnaiðnaðinn í landinu oer verða lyftistöng fyrir franskan iðnað. Hergagnaiðnaðurinn er ákaflega mikilvægur hér. Við hann starfa um 290.000 manns en veltan mun vera um 700 millj- arðir íslenskra króna. Um helm- ingurinn af framleiðslunni er fluttur út og nemur það um 10% útflutningstekna Frakka. Að und- anfömu hefur heldur hallað undan fæti hjá hergagnaframleiðendum vegna þess að lækkandi olíuverð hefur valdið því að ýmsir af helstu viðskiptavinum Frakka á þessu sviði hafa þurft að draga verulega úr vopnakaupum sínum. Enn einu sinni hefur „sambúð- in“ það í för með sér að stjóm- málaflokkamir verða að bregða út af vana sínum. það er talið líklegt að sósíalistar greiði at- kvæði með stjómarfrumvarpinu, þó þeir séu í stjómarandstöðu, vegna þess að frumvarpið er fellt að vilja Mitterrands. Stuðnings- menn Raymonds Barre, fyrrver- andi forsætisráðherra í forsetatíð Giseards og mikils andstæðings „sambúðarinnar" sem hann telur að sé á góðri leið með að af- skræma fímmta lýðveldið, geta tæplega greitt atkvæði gegn stjómarfrumvarpinu, en þeir hafa þegar lýst óánægju sinni með að forsetinn skuli hafa ráðið svona miklu, eftir að flokkur hans beið ósigur f kosningunum í vor. Þá gleyma þeir að hann hefur styrkt stöðu sína talsvert síðan þá. Það sýna allar skoðanakannanir. neðri deild þingsins að sam- þykktar verði vítur á Helmut Kohl, kanslara. Tillagan verður lögð fram í næstu viku. Tilefni hennar er sú staðhæfing Kohls á þingi að vikuritið Newsweek hafi snúið út úr ummælum hans um Mikhail S. Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna. Helmut Kohl sagði í viðtali við Newsweek, sem birtist þann 27. október, að Gorbachev væri lunk- inn fjölmiðlamaður og að Göbbels, áróðursmeistari Hitlers, hefði líka kunnað sitt hvað fyrir sér í þeim fræðum. Sovétstjómin mótmælti þessum ummælum í síðustu viku og var fyrirhugaðri heimsókn tveggja vestur-þýskra embættis- manna til Moskvu frestað þessu til áréttingar. Helmut Kohl lýsti því yfír í þing- inu á miðvikudag að hann hefði ekki ætlað að móðga Gorbachev með ummælum sínum. Sagðist hann ekki hafa borið Sovétleið- togann saman við Göbbels og að fréttamaður Newsweek hefði rangtúlkað ummæli hans. Kohl lét hins vegar ógert að biðjast form- lega afsökunar. Talsmenn Newsweek hafa mót- mælt ásökunum kanslarans harð- lega. Boðað var til fréttamanna- fundar í Bonn í fyrradag og var þar leikin segulbandsupptaka af samtali fréttamannsins og Hel- muts Kohl. Orðrétt sagði Kohl: „Þetta (þ.e. Gorbachev) er nútíma- legur kommúnistaleiðtogi. Hann hefur aldrei komið til Hollywood eða Kalifomíu en hann kann sitt- hvað fyrir sér í samskiptum við fjölmiðla. Göbbels var líka sérfræð- ingur í almannatengslum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.