Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 19 Ræða í upphafi Vínarfundar: Mannréttíndi eiga sér engin landamæri eftir Matthías * A. Mathiesen utanríkisráðherra Hér birtíst í heild ræða sú er utanríkisráðherra fluttí við setn- ingu Vínarfundar um öryggi og samvinnu í Evrópu fimmtudag- inn 6. nóvember. Ég vil hefja mál mitt með því að þakka ríkisstjóm Austurríkis fyrir að taka að sér framkvæmd þessa mikilvæga fundar. Það er okkur öllum mikill heiður að fá að koma hingað til hinnar sögufrægu Vínarborgar. Hér er ætlunin að vega og meta sameiginlegt starf, sem hófst í Helsinki fyrir rúmum áratug. Hvemig hefur verið staðið að framkvæmd þeirra stefnumiða, sem sameinast var um við undirritun Helsinkisamkomulagsins árið 1985? Þá var vonast til að tímabil friðar og frelsis væri í dögun eftir tuttugu ára „kalt stríð" í samskiptum aust- urs og vesturs. Voru þessar vonir á rökum reistar? Það er viðeigandi að velta slíkum spumingum fyrir sér á þessum þriðja framhaldsfundi Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE). Enginn vafi leikur á því, að Hels- inki-samkomulagið var mikilvægur áfangi í átt til friðar. Þijátíu og fimm ríki komu sér saman um til- teknar meginreglur varðandi frið- samlega sambúð þjóða í Evrópu. Með þeim hætti átti að tryggja varanlegan frið. Undirstöður hans voru m.a. atriði varðandi aukið ör- yggi, viðskipti, mannréttindi, menningarmál svo og aðgerðir til að fylgja ákvæðum samkomulags- ins eftir. Með Helsinki-samkomulaginu var þannig viðurkennt, að forsendur friðar væru fleiri en afvopnun ein og sér. Vitaskuld hefur afvopnun lykilhlutverki að gegna í öllum ráð- stöfunum til að draga úr spennu og auka öryggi, en það verður ekki síður að taka tillit til pólitískra við- horfa. Það verður að uppræta tortryggnina, sem er jarðvegur vígbúnaðarins. Skilyrði þess eru m.a. aukin mannréttindi og sam- vinna á sviði viðskipta, vísinda og tækni. Snemma kom í ljós, að lögð er mismunandi áhersla á einstök atriði samþykktarinnar. Slíkt er þó ekki í samræmi við upphafleg áform, þar sem jafnvægi átti að vera milli ein- stakra þátta samkomulagsins. Sum ríki virðast leggja meira upp úr öryggismálum, en láta mannúðar- mál sitja á hakanum. Nægir í því sambandi að nefna örlög Andrei Sakharovs og þeirra sem á síðasta áratug mynduðu samtök til að fylgj- ast með framkvæmd Helsinki-sam- komulagsins innan Sovétríkjanna. Þessir einstaklingar voru miskunn- arlaust þaggaðir niður og sendir í útlegð. Við skulum líta ögn nánar á stöðu mannréttindamála í sumum ríkjanna. Andófsmenn þurfa að þola harðræði í þrælkunarbúðum eða á geðsjúkrahúsum. í hvert Matthías A. Mathiesen skipti sem slíkum aðgerðum er mótmælt er skírskotað til „fullrétt- is“. Þá eru það talin innanríkismál þegar einstaklingar vilja flytja úr landi, en fá það ekki. I augum ís- lendinga eru þetta dæmi um mannréttindabrot og mannréttindi eiga sér engin landamæri. Orð fá aldrei brúað þetta hyldýpi, þar megna verkin ein að skapa aukið traust. Þetta er ófögur mynd og ekki bætir úr skák, að allir RÖSE- fundir um mannréttindamál hafa runnið út í sandinn. Á síðasta ári lauk sérfræðingafundi í Ottawa án niðurstöðu, menningarþingi í Búda- pest lyktaði án samkomulags og sömu sögu er að segja frá fundinum í Bem, sem haldinn var í vor um mannleg tengsl og sameiningu fjöl- skyldna. í þessum efnum kristallast munurinn á opnum samfélögum Vesturlanda og lokuðum samfélög- um Austur-Evrópu. Þetta er rót vandans og skýringin á því hvers vegna RÖSE mun ef til vill lifa okkur öll. Við verðum þó að trúa því, að dropinn muni smám saman hola steininn. Það getur reynt á þrautseigju manna að lifa í voninni, eins og innrásin í Afganistan er til marks um. Þrengingar Afgana og stríðið þar í landi skekja undirstöður RÖSE-þróunarinnar og hafa haft mjög óheillavænleg áhrif á öll sam- skipti austurs og vesturs. Stríðinu þar verður að ljúka svo milljónir flóttamanna geti snúið til síns heima fijálsir undan oki erlendrar íhlutunar. Örlög afgönsku þjóðarinnar eru íslendingum sérstaklega hugstæð þar sem ísland og Afganistan gerð- ust aðilar að Sameinuðu þjóðunum sama dag fyrir fjörutíu árum siðan, hinn 19. nóvember 1946. Ég hef dregið hér upp fremur dökka mynd af RÖSE-þróuninni. Um leið hef ég þó reynt að gæta raunsæis. Orð eru vissulega til alls fyrst og fyrirheitin voru skráð í Helsinki og síðar í Madrid. Nú verð- ur að knýja á um efndir. Fyrstu merki þess birtust okkur ef til vill í Stokkhólmi á dögunum. Þar komust menn að sameiginlegri niðurstöðu, sem felur í sér árangur í verki í öryggismálum. Þá á ég vid tilkynningarskyldu vegna heræf- inga og eftirlit með þeim o.fl. Þetta BORGARSTJÓRINN í Juliane- háb á Suður-Grænlandi verður að öllum líkindum konsúll íslands þar. Dagblaðið Grönlandsposten segir allar líkur benda til að konsúll Is- lands í Suður-Grænlandi verði hinn 36 ára gamli Anders Bröns, borgar- stjóri, sem ásamt félaga sínum Hans Pavia Egede er eigandi fyrir- er vissulega spor í rétta átt, sem menn geta glaðst yfir. Tveggja vikna undirbúningsfundi fyrir fund okkar lauk hér með ágætu sam- komulagi. í Reykjavík komu leiðtogar risa- veldanna saman til fundar fyrir skömmu og samkvæmt yfírlýsing- um eftir fundinn virðast þeir nær samkomulagi um verulegan niður- skurð langdrægra kjamavopna og útrýmingu meðaldrægra kjama- vopna úr Evrópu en áður. Vonandi bera risaveldin gæfu til að fram- kvæma stórkostlegar tillögur um útiýmingu kjamavopna á næstu ámm. En sú draumsýn leggur þeim og skyldur á herðar. Það er nauð- synlegt, að samkomulagi um útrýmingu kjamavopna fylgi jafn- vægi á sviði hefðbundins vígbúnað- ar. í þessu síðastnefnda atriði veltur það ekki síst á hemaðarbandalög- unum tveimur í Evrópu að komast að samkomulagi. Því hlýtur aukinn þungi að leggjast á umræður þeirra, sem standa yfir hér í Vínarborg varðandi gagnkvæma fækkun her- afla (MBFR). Innan Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu þarf að sama skapi að fara fram mikið starf er tekur mið af jafn- vægi einstakra þátta Helsinki- samkomulagsins. Það þarf að auka mannréttindi, en það þarf líka að huga að öðrum þáttum, sem minni gaumur hefur verið gefínn að til þessa. Ég vil nefna í þessu sam- bandi umhverfismálin, en af nógu er að taka. Sérstaklega er mikil- vægt að þjóðir okkar sameinist um leiðir til að fyrirbyggja mengun andrúmsloftins og hafsins. Það hlýtur að vera markmið okkar allra að skila komandi kynslóðum hreinu umhverfi og farsælli framtíð. íslenska þjóðin bindur miklar vonir við Helsinki-sáttmálann þrátt fyrir að fínna megi ýmislegt að framkvæmd hans. Við trúum því að hann muni auka skilning og gagnkvæmt traust. íslendingar gegna vissulega ekki höfuðhlut- verki á sviði heimsmálanna, en þeir eru ávallt reiðubúnir að styðja og efla það starf, sem miðar að slökun spennu og stuðlar að friði. Um eina helgi var höfuðborg okkar griða- staður mikilsverðra viðræðna er snerta framtíð alls mannkyns. Þetta var táknrænt fyrir það hlutverk, sem litlar þjóðir geta tekið að sér í því skyni, að tryggja frið og draga úr spennu. Nú erum við í Vín, höf- uðborg Austurríkis, í sama tilgangi. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Minestrone“- súpa. Saðsamar súpur Það er ekki úr vegi að huga að súpugerð þegar kominn er vet- ur og kólnar í veðri. Súpur geta verið svo matarmiklar að þær geta hæglega verið aðalréttur máltíðarinnar eins og allir vita. Með góðri súpu er nauðsynlegt að hafa gott brauð og jafnvel smjör með, að flestra dómi. Súpan er ætluð f. tvo. Þeir sem ekki baka brauð heima eiga margra kosta völ, úrvalið í brauðbúðunum er hreint ótrúlegt. Á eftir er hægt að bera fram gott salat. „Minestrone“-súpa 3—4 sneiðar beikon 1 laukur 1 hvítlauksrif 2 gulrætur sneið af sellerírót 3/< 1 grænmetissoð (eða vatn og súputen.) dál. hvítkál grænar baunir 1 lítil púrra 1 dl súpu-núðlur 1 matsk. steinselja, graslaukur eða annað salt og pipar rifinn ostur ef vill Beikoni í bitum rétt brugðið í smjör í potti (má ekki brúnast). Laukur í sneiðum og hvítlauksrif (marið), rifnar gulrætur og sellerí bætt út í og grænmetissoðinu hellt yfír. Látið sjóða í ca. 10 mín. Kálið er skorið í strimla og púrran í sneiðar. Sett út í ásamt núðlum og kryddjurtum. Súpan látin sjóða áfram þangað til núðl- ur og grænmeti er orðið meyrt. Súpan er bragðbætt að smekk. Gott brauð hitað í ofni og haft með. Rifinn ostur borinn með í skál. Nokkurs konar „minestrone“ 6—8 sneiðar beikon 1 stór laukur 3 stórar gulrætur 1 hvítlauksrif 1 þykk sneið sellerírót U/2 1 grænmetissoð (súputen. og vatn), V2 hvítkálshöfuð (minni gerð) grænar baunir 1 púrra 2 dl makkarónur 1 matsk. brytjaðar kryddjurtir salt og pipar Beikoni brugðið í smjör í potti. Laukur í sneiðum, marið hvítlauksrif, gróft rifnar gulrætur og sellerí sett út í. Snúið örlítið í feitinni áður en soðinu er hellt yfír. Kál og púrra skorið og sett út í ásamt kryddjurtum og makk arónum. Soðið saman þar til allt er hæfílega meyrt og bragðbætt að smekk. Borið fram með brauði og rifnum osti ef vill. Ætlað fyrir fjóra. Sellerísúpa 1 búnt sellerístilkar V* 1 vatn 1 stór kartafla rifín hrá 2 matsk. smjör 1 matsk. hveiti Vi 1 volg mjólk salt múskat 2 harðsoðin egg, brytjuð smátt Sellerí, stilkar Og blöð skorið bita og sett út í sjóðandi vatn rifin kartaflan sett með og látið sjóða þar til þetta er nær soðið (ekki of meyrt). Búinn er til í öðrum potti uppbakaður jafningur úr smjöri, hveiti og mjólk, salt og múskat sett út í og öllu hellt yfír selleríið. Eggjum og kryddi bætt út í og súpan látin þykkna og verða jöfn. Gott brauð borið með. Arnljótur Björnsson: Kennslubók í skaðabótarétti íslenskur konsúll á Suður-Grænlandi tækis sem rekur sex stóra rækju- togara. Fyrirtækið keypti skipið Polarnanok í vor fyrir 24 milljónir danskra króna og á skipið að sigla milli Grænlands og Danmerkur með rækjur. Þeir félagamir urðu fyrstir til að ijúfa einkarétt ríkisins á sigl- ingum milli Danmerkur og Græn- lands. Dagblaðið segir að Hans Pavia Egede verði líklega konsúll Svíþjóðar á Grænlandi. ÚT ER komin á vegum Hins íslenska bókmenntafélags ritið „Skaðabótaréttur, kennslubók fyrir byrjendur" eftir Arnljót Björnsson, prófessor. Ritið er 170 blaðsíður að stærð, þar með talin atriðisorðaskrá og ítarleg skrá yfir heimilidarit, dóma, lög o.fl. Kennslubókin er einkum ætluð stúdentum á fyrsta námsári í lagadeild Háskóla Islands, en í frétt frá útgefanda segir að ætla megi að hún komi lögfræðingum einnig að notum og öðmm sem fást við bótamál. Bókin sé fyrsta al- menna yfírlitsritið um skaðabóta- rétt sem gefið sé út á íslensku. í fyrstu köflum bókarinnar er m.a. gerð grein fyrir réttarheimild- um, hlutverki skaðabótareglna og rökum fyrir þeim. Einnig er vikið að tengslum skaðabótaréttar og ábyrgðartrygginga og sambandi bótaréttar og refsiréttar. Þá eru helstu hugtök skaðabótaréttar skil- greind í sérstökum kafla og fjallað stuttlega um það sem skilur að bótaskyldu innan samninga og ut- an. Lengsti kafli bókarinnar fjallar um sakarregluna og gáleysismat. Þá eru kaflar um sakhæfí, orsaka- tengsl og sennilega afleiðingu skaðaverks, vinnuveitendaábyrgð, bótaskyldu áh sakar, meðábyrgð tjónþola, lækkun og niðurfellingu skaðabótakröfu o.fl. Amljótur Bjömsson er fæddur í Reykjavík árið 1934 og hefur verið prófessor við Háskóla Islands síðan 1971. Hefur hann kennt skaðabóta- rétt, samningarétt, vátryggingarétt og sjórétt. Eftir hann liggja ýmsar ritgerðir um efni úr kennslugeinum hans, svo og handbækur með ágrip- um af dómum Hæstaréttar í málum um vátryggingarétt, skaðabótarétt og sjórétt. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda h.f. Fossvogskirkjugarður: Minningarathöfn um breska hermenn MINNINGARATHÖFN um fallna hermenn bresku samveldisland- anna verður haldinn við her- mannagrafreitinn í Fossvogs- kirkjugarði á morgun, sunnudaginn 9. nóvember. Hún hefst kl. 10.50 stundvíslega. í fréttatilkynningu breska sendi- ráðsins segir að um fjörutíu ára skeið hafí Bretar á íslandi heiðrað með þessum hætti minningu þeirra sem láta lífið í stríði í þágu friðar og frelsis. Slíkar athafnir séu haldn- ar á sama tima hvarvetna í heimin- um. Meira en 200 menn sem létust í síðari heimstytjöldinni hvíla á þess- um stað, en 35 eru grafnir annar- staðar á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.