Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 7
’tóÖRÖéííáÉAÖife/ÍAÍjGÁRiiÁíiiíá18.- % Landakotsspítali 1985: Halli 10,2 prósent af rekstrargjöldum Mynd af Dómkirkjunni eins og hún leit út árið 1939. Myndina gerði Jón Helgason. Dómkirkjan 190 ára ÞESS verður minnst á morgun, við hátíðarmessu í Dómkirkj- unni, að liðin eru 190 ár frá vígslu kirkjunnar. Hún var vígð 6. nóvember 1796. Reykjavíkurkirkja stóð áður í kirkjugarðinum á homi Aðalstrætis og Kirkjustrætis og mun kór síðustu kirkjunnar hafa verið þar sem nú er stytta Skúla Magnússonar. Biskupsstóllinn í Skálholti var fluttur til Reykjavíkur árið 1785 og þar með varð Reykjavíkurkirkja dómkirkja. Þegar þá var komið sögu þótti kirkjan ekki hæfa hlut- verki sínu sem dómkirkja. Því var ákveðið að reisa nýja kirkju og var henni valinn staður í suðuijaðri Austurvallar. Hún var fyrsta húsið sem reis á vellinum. Hin nýja dómkirkja var gerð af höggnum grásteini, þakin timbri, svo og báðir stafnar fyrir ofan vegg- hæð. Þótti hún hin veglegasta smíð. Um hálfri öld síðar var (jómkirkj- an orðin of lítil og var hún þá stækkuð. Bætt var einni hæð ofan á hana, og gerð kórstúka og for- kirkja. Þannig þekkjum við Dómkirkjuna í dag. Hún er því að stofni til hin gamla kirkja, sem vígð var fyrir 190 árum. Hátíðarmessan á morgun hefst kl. 11.00. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sr. Þóri Stephensen. Dóm- kórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista, og organleikari verður Helgi Péturs- son. Þessi hátíðarmessa er jafn- framt liður í Tónlistardögum Dómkirkjunnar, sem nú standa yfir. Þess er vænst að vinir og velunn- arar Dómkirkjunnar minnist þess- ara tímamóta í sögu hennar og fjölmenni til kirkju, segir í frétt frá kirkjunni. Pontiac TransAm. árg '79. Vél 6,6 L. Verð 550.000.- GMCárg. ’84. Vél V-6. Sjálfskiptur. Verð 750.000.- n5ílábú& Benna Aukahlutir Varahlutir Sérpantamr VAGNHJ@LIÐ Vélaupptekningar Vagnhöfóa 23-110 Reykjavik - Simi 91-685825 Vél 5L. Sjálfskiptur + yfirgír. Verð 1.100.000.- GMC Rally STX Van. árg '83.6,2L diesel. Verð 1.000,000.- Buick Regal. árg. ’84. Vél V-6. Sjálfskiptur. Verð 650.000.- Pontiac TransAm. árg. 1984. Ekinn 29.000 mílur. Launakostnaður 63% „REKSTUR St. Jósefsspítala [Landakotsspítalaj gekk vel á síðasta ári [1985], enda þótt tekjur hafi ekki hrokkið fyrir gjöldum. Halli nam 44.1 m.kr. eða 10,2% af rekstrargjöld- um. Er það mjög svipað hlutfall og árið áður“, segir í ársskyrslu sjálfseignar- stofnunarinnar. Hækkun gjalda á milli ára nam 40,6%, sem er heldur hærra en Hans Linnet, stjómarformaður Rafha til hægri og Ingvi I. Ingason, framkvæmdastjóri, standa við gamla Rafha-eldavél, sem er flestum íslendingum að góðu kunn. --------------- Rafha fímmtíu ára Nýtt 700 fermetra verslunarhús- næði opnað í gömlu verksmiðjunni RAFHA, eða Raftækjaverksmiðj- an Hafnarfirði hf., varð hálfrar aldar gömul 29. október síðastlið- inn. I gær 7. nóvember var starfsmönnum og hluthöfum boðið til veislufagnaðar í nýrri 700 fermetra verslun, sem sett hefur verið á stofn í húsakynnum gömlu verksmiðjunnar við Lækj- argötu í Hafnarfirði. í dag verður verslunin opnuð almenn- ingi. Ingvi I. Ingason, framkvæmda- stjóri Rafha, sagði að í versluninni yrði lagt allt kapp á að bjóða upp á allt sem til þarf í eldhúsið, innrétt- ingar tæki og annað. Hann sagði að auk þess kynnti fyrirtækið nú nýja gerð af eldavélum, sem hönnuð hefðu verið með þarfir nútímans í huga, og ætlunin væri að setja á markað hérlendis sem erlendis. Að sögn Ingva er hlutdeild Rafha í hefðbundnum eldavélamarkaði hér- lendis 50-55%. Hlutafélag var stofnað um rekst- ur Rafha í Hafnarfírði 29. október 1936 í miðri kreppunni og þótti stofnun fyrirtækisins mikið framtak að sögn Ingva. Auk hinna þekktu eldavéla, sem er meginstofninn í framleiðslu fyrirtækisins, framleiðir það rafhitara, flúorsentlampa, málmglugga, auk hitaskápa og fleiri stærri tækja fyrir skip, hótel og veitingahús, að ógleymdum raf- magnsviftum sem fyrirtækið hefur flutt í miklum mæli til Noregs, Danmerkur og Finnlands. sem nemur verðlagshækkunum. Skýringin felst í auknum rekstri. Launakostnaður nam 63% af rekstrarkostnaði. Tekjur spítal- ans eru einkum ákveðin fjárlaga- framlög, en þau hafa ekki nægt fyrir gjöldum. „Þegar þetta er ritað“, segir í ársskýrslunni, „hef- ur spítalanum verið bættur hall- inn, þannig að við má una“. Legudögum fækkaði frá fyrra ári. Ástæðan var meiri lokun deilda en dæmi eru um í sögu spítalans. Á móti kemur fjölgun sjúklinga og styttri meðalleg- utími. Rekstur spítals var með hefð- bundnu sniði, að öðru leyti en því, að St. Jósefsspítali tók við rekstri Hafnarbúða frá 1. janúar 1986. Spítalinn tók við Hafnar- búðum í fullum rekstri og með öllum sjúklingum og vistmönn- um. Flestir starfsmenn Borg- arspítalans í Hafnarbúðum héldu og áfram störfum sínum þar. Margir velunnarar spítalans færðu honum góðar gjafír á ár- Formaður yfírstjómar sjiítal- ans og fulltrúaráðs hans er Ottarr Möller. Formaður framkvæmda- stjómar er Höskuldur Ólafsson. Framkvæmdastjóri: Logi Guð- branrdsson. Formaður fram- kvæmdanefndar læknaráðs: Ólafur Öm Amarson, yfírlæknir. Hjúkmnarforstjóri: Guðrún Mar- teinsdóttir. Brotist inn hjá ísfilm BROTIST var inn í starfskála ísfilm h.f. við Laugaveg um síðustu helgi og stolið þaðan dýrri Pentax-ljósmyndavél með 55 millimetra linsu. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur málið til meðferðar og em þeir sem kunna að hafa orðið varir við ferðir manna með slíka myndavél undir höndum beðnir að hafa sam- band við RLR. BILABUÐ BENNA Aukahlutir — Varahlutir — Sérpantanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.