Morgunblaðið - 08.11.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 08.11.1986, Síða 7
’tóÖRÖéííáÉAÖife/ÍAÍjGÁRiiÁíiiíá18.- % Landakotsspítali 1985: Halli 10,2 prósent af rekstrargjöldum Mynd af Dómkirkjunni eins og hún leit út árið 1939. Myndina gerði Jón Helgason. Dómkirkjan 190 ára ÞESS verður minnst á morgun, við hátíðarmessu í Dómkirkj- unni, að liðin eru 190 ár frá vígslu kirkjunnar. Hún var vígð 6. nóvember 1796. Reykjavíkurkirkja stóð áður í kirkjugarðinum á homi Aðalstrætis og Kirkjustrætis og mun kór síðustu kirkjunnar hafa verið þar sem nú er stytta Skúla Magnússonar. Biskupsstóllinn í Skálholti var fluttur til Reykjavíkur árið 1785 og þar með varð Reykjavíkurkirkja dómkirkja. Þegar þá var komið sögu þótti kirkjan ekki hæfa hlut- verki sínu sem dómkirkja. Því var ákveðið að reisa nýja kirkju og var henni valinn staður í suðuijaðri Austurvallar. Hún var fyrsta húsið sem reis á vellinum. Hin nýja dómkirkja var gerð af höggnum grásteini, þakin timbri, svo og báðir stafnar fyrir ofan vegg- hæð. Þótti hún hin veglegasta smíð. Um hálfri öld síðar var (jómkirkj- an orðin of lítil og var hún þá stækkuð. Bætt var einni hæð ofan á hana, og gerð kórstúka og for- kirkja. Þannig þekkjum við Dómkirkjuna í dag. Hún er því að stofni til hin gamla kirkja, sem vígð var fyrir 190 árum. Hátíðarmessan á morgun hefst kl. 11.00. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sr. Þóri Stephensen. Dóm- kórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista, og organleikari verður Helgi Péturs- son. Þessi hátíðarmessa er jafn- framt liður í Tónlistardögum Dómkirkjunnar, sem nú standa yfir. Þess er vænst að vinir og velunn- arar Dómkirkjunnar minnist þess- ara tímamóta í sögu hennar og fjölmenni til kirkju, segir í frétt frá kirkjunni. Pontiac TransAm. árg '79. Vél 6,6 L. Verð 550.000.- GMCárg. ’84. Vél V-6. Sjálfskiptur. Verð 750.000.- n5ílábú& Benna Aukahlutir Varahlutir Sérpantamr VAGNHJ@LIÐ Vélaupptekningar Vagnhöfóa 23-110 Reykjavik - Simi 91-685825 Vél 5L. Sjálfskiptur + yfirgír. Verð 1.100.000.- GMC Rally STX Van. árg '83.6,2L diesel. Verð 1.000,000.- Buick Regal. árg. ’84. Vél V-6. Sjálfskiptur. Verð 650.000.- Pontiac TransAm. árg. 1984. Ekinn 29.000 mílur. Launakostnaður 63% „REKSTUR St. Jósefsspítala [Landakotsspítalaj gekk vel á síðasta ári [1985], enda þótt tekjur hafi ekki hrokkið fyrir gjöldum. Halli nam 44.1 m.kr. eða 10,2% af rekstrargjöld- um. Er það mjög svipað hlutfall og árið áður“, segir í ársskyrslu sjálfseignar- stofnunarinnar. Hækkun gjalda á milli ára nam 40,6%, sem er heldur hærra en Hans Linnet, stjómarformaður Rafha til hægri og Ingvi I. Ingason, framkvæmdastjóri, standa við gamla Rafha-eldavél, sem er flestum íslendingum að góðu kunn. --------------- Rafha fímmtíu ára Nýtt 700 fermetra verslunarhús- næði opnað í gömlu verksmiðjunni RAFHA, eða Raftækjaverksmiðj- an Hafnarfirði hf., varð hálfrar aldar gömul 29. október síðastlið- inn. I gær 7. nóvember var starfsmönnum og hluthöfum boðið til veislufagnaðar í nýrri 700 fermetra verslun, sem sett hefur verið á stofn í húsakynnum gömlu verksmiðjunnar við Lækj- argötu í Hafnarfirði. í dag verður verslunin opnuð almenn- ingi. Ingvi I. Ingason, framkvæmda- stjóri Rafha, sagði að í versluninni yrði lagt allt kapp á að bjóða upp á allt sem til þarf í eldhúsið, innrétt- ingar tæki og annað. Hann sagði að auk þess kynnti fyrirtækið nú nýja gerð af eldavélum, sem hönnuð hefðu verið með þarfir nútímans í huga, og ætlunin væri að setja á markað hérlendis sem erlendis. Að sögn Ingva er hlutdeild Rafha í hefðbundnum eldavélamarkaði hér- lendis 50-55%. Hlutafélag var stofnað um rekst- ur Rafha í Hafnarfírði 29. október 1936 í miðri kreppunni og þótti stofnun fyrirtækisins mikið framtak að sögn Ingva. Auk hinna þekktu eldavéla, sem er meginstofninn í framleiðslu fyrirtækisins, framleiðir það rafhitara, flúorsentlampa, málmglugga, auk hitaskápa og fleiri stærri tækja fyrir skip, hótel og veitingahús, að ógleymdum raf- magnsviftum sem fyrirtækið hefur flutt í miklum mæli til Noregs, Danmerkur og Finnlands. sem nemur verðlagshækkunum. Skýringin felst í auknum rekstri. Launakostnaður nam 63% af rekstrarkostnaði. Tekjur spítal- ans eru einkum ákveðin fjárlaga- framlög, en þau hafa ekki nægt fyrir gjöldum. „Þegar þetta er ritað“, segir í ársskýrslunni, „hef- ur spítalanum verið bættur hall- inn, þannig að við má una“. Legudögum fækkaði frá fyrra ári. Ástæðan var meiri lokun deilda en dæmi eru um í sögu spítalans. Á móti kemur fjölgun sjúklinga og styttri meðalleg- utími. Rekstur spítals var með hefð- bundnu sniði, að öðru leyti en því, að St. Jósefsspítali tók við rekstri Hafnarbúða frá 1. janúar 1986. Spítalinn tók við Hafnar- búðum í fullum rekstri og með öllum sjúklingum og vistmönn- um. Flestir starfsmenn Borg- arspítalans í Hafnarbúðum héldu og áfram störfum sínum þar. Margir velunnarar spítalans færðu honum góðar gjafír á ár- Formaður yfírstjómar sjiítal- ans og fulltrúaráðs hans er Ottarr Möller. Formaður framkvæmda- stjómar er Höskuldur Ólafsson. Framkvæmdastjóri: Logi Guð- branrdsson. Formaður fram- kvæmdanefndar læknaráðs: Ólafur Öm Amarson, yfírlæknir. Hjúkmnarforstjóri: Guðrún Mar- teinsdóttir. Brotist inn hjá ísfilm BROTIST var inn í starfskála ísfilm h.f. við Laugaveg um síðustu helgi og stolið þaðan dýrri Pentax-ljósmyndavél með 55 millimetra linsu. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur málið til meðferðar og em þeir sem kunna að hafa orðið varir við ferðir manna með slíka myndavél undir höndum beðnir að hafa sam- band við RLR. BILABUÐ BENNA Aukahlutir — Varahlutir — Sérpantanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.