Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Borgarstjórn: Rætt um uppsagnir sjúkra- liða og annarra starfshópa KRISTÍN Ólafsdóttir (Abl) lagði á fundi borgarstjórnar á fimmtu- dag til að hafnar yrðu viðræður við sjúkraliða og aðra þá starfs- hópa sem sagt hafa upp störfum hjá borginni nú í haust. Sagði Kristín það vera „sjálf- sagða kurteisi" borgaryfirvalda að gera þetta og nauðsynlegt svo að ekki skapist „ófremdarástand í heil- brigðis- og uppeldismálum borg- arbúa á næsta ári“. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að þess „misskilnings“ hefði gætt í fjölmiðlum af hálfu formanns sjúkraliða að þessar uppsagnir gæfu sérstakt tilefni til viðræðna. Ef þetta væru ekki uppsagnir held- ur einhvers konar verkfall taldi borgarstjóri að um lögbrot væri að ræða. Samningar sjúkraliða væru í höndum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og hefðu sjúkra- liðar ekki beðið um að félag þeirra fengi sérstakan samningsrétt. Samningar væru heldur ekki lausir fyrr en um áramót. Hann lagði til að tillögunni yrði vísað frá. Kristín Olafsdóttir taldi „mikla léttúð blasa við í afstöðu borgar- stjóra".. Hætta væri á að borgin missti þetta fólk um næstu áramót og einnig væru líkur á að fóstrur myndu ganga út mánuði síðar. Guðrún Agústsdóttir (Abl) sagði að síðastliðin fjögur ár hefði verið um það rætt í borgarstjóm hvemig brotið væri á þessum láglaunahóp- um en lítið verið gert. Það væri því ekki skrýtið að þetta fólk gripi til „örþrifaráða". Bjami P. Magnússon (A) spurði hvort ekki væri komin tími til að Basar aldraðra BASAR verður haldinn í þjónustuíbúðum aldraðra að Dalbraut 27 ídag, 8. nóvember, kl. 14.00. Þar verður boðið upp á fjölda góðra muna, við vægu verði. Tímarit á ensku um íslenska hestinn HLUTAFÉLAGIÐ „Uppruni" hefur byijað útgáfu alþjóðlegs sérrits um íslenska hestinn, „Iceland horse intemationai". Tímaritið er gefið út á ensku, í CELAND HORSE NTERNATIONAL Winler 19SCVS7 10.000 eintökum sem dreift verð- ur til áhugamanna um islenska hestakynið, í 15 þjóðlöndum. í ávarpi til lesenda blaðsins segir Guðmundur Birkir Þorkelsson ritstjóri m.a.: „Tímaritið, sem ætlað er lesendum í hópi tug- þúsunda eigenda íslenskra hesta i öllum ríkjum Evrópu og Norð- ur-Ameríku, hefur göngu sína á sama tíma og íslenski hesturinn „brjóta blað“ í þessum efnum og fara nýjar leiðir. Astandið hefði aldrei verið jafn slæmt í málefnum Borgarspítalans og nú. Davíð Oddsson sagði að jafnvel þótt menn teldu rétt að hefja við- ræður við einstaka félög og „bijóta blað í þessum efnum" þá ætti frum- kvæði um slíkt að koma frá félögun- um sjálfum. Hann sagði einnig að laun hefðu aldrei verið hærri í landinu en einmitt núna og árið 1983. Fullyrðingar um að ástandið hefði aldrei verið verra væru „út í bláinn". Frávísunartillaga borgarstjóra var samþykkt með 9 atkvæðum gegn 6. Ann Thoril Lindstad, organleikari. © Tónleikar í Fríkjirkjunni INNLENT ANN Toril Lindstad, organleik- ari heldur tónleika í Frikirkjunni sunnudaginn 9. nóvember kl. 17. A efnisskrá eru orgelverk eftir Frans Liszt og eru tónleikarnir haldnir í tilefni þess að 175 ár eru liðin frá fæðingu hans. Ann Toril Lindstad er norsk að uppruna. Hún lauk kandidatsprófi í kirkjutónlist og diplómprófi í or- gelleik frá tónlistarháskólanum í Osló. Ann hefur haldið tónleika víða í heimalandi sínu, á Norðurlöndum og í Þýskalandi. (Ur fréttatilkynningu) Kaupmannahöfn: Jón Signrpálsson sýnir sex verka sinna í Gallerie Magstræde byijar formlega innreið á banda- rískum markaði." Að sögn Þorgeirs Guðlaugssonar, eins aðstoðarritstjóra, stefna útgef- endur tímaritsins að því að gefa út veglegt blað, litríkt og vel hann- að. Fyrsta tölublaðið er 24 síður að stærð, en stefnt er að auka síðu- fjöldann í 60-70 blaðsíður. „Iceland horse intemaional" mun koma út fjórum Sinnum á ári. Með efnisvali er að sögn Þorgeirs jafnframt höfð- að til útflytjenda sem vilja auglýsa íslenskan vaming. Fyrsta tölublaðinu er ætlað að kynna þá efnisþætti sem síðar verða uppistaðan í blaðinu. Fjórir greinar- höfundar em kynntir sem burðarás- ar tímaritsins. Arni M. Mathiesen, dýralæknir, kemur til með að fjalla um hestakynið út frá læknisfræði- legu sjónarmiði. Hann mun og gefa holl ráð um hvemig hesturinn geti aðlagast aðstæðum erlendis. Þor- geir flytur fréttir af mótum, sýning- um og samkeppnum á Islandi og í öðmm löndum, þar sem íslenskir hestar taka þátt. Hjalti Jón Sveins- son skrifar um daglega umgegni við hestinn, fóðmn, hirðingu, og þjálfun, og Guðmundur Birkir Þor- kelsson mun skrifa þætti um hrossarækt, kynbótahesta og mót sem þeir taka þátt í. Blaðið er unnið og hannað hjá Samsetningu, Korpus annast lit- greiningu og Kassagerð Reykjavík- ur prentaði. Að sögn Þorgeirs er tekið við áskriftum á skrifstofu blaðsins að Háaleitisbraut 1. Kostar hún fimmtán dali, eða um 600 krón- ur á ári. Jónshúsi. UNGUR íslendingur, Jón Sigur- pálsson, sýnir nú verk sín í Gallerie Magstræde hér í Höfn og var sýningin opnuð 21. októb- er. Sýnir Jón sex verk úr ýmsu efni, sem bera hugmyndaauðgi listamannsins vitni. Jón Sigurpálsson er fæddur 1954 í Reykjavík og nam myndlist þar frá 1974 til 1978. Þá flutti hann til Hollands og stundaði nám í högg- myndalist í De Vrije Akademie í Den Haag í fjögur ár, en síðan í Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam 1982 til 1984 og lagði þar einkum stund á bóka- gerð. Listamaðurinn hefur haldið nokkrar einkasýningar á ísafirði þar sem hann er búsettur, en árið 1983 sýndi hann pastelmyndir í Galerie Glugginn í Reykjavík. Þá hefur hann tekið þátt í þremur sýn- ingum í Hollandi og einnig hélt hann sýningu á teikningum hér í Gallerie Magstræde 1983 ásamt Guðmundi Thoroddsen og Sigurði Ármannssyni. í sýningarskrá þakkar Jón Eim- skipafélagi íslands og Flugleiðum aðstoð vegna flutnings á sýningar- gripum og í skránni er einnig ljóðræn hugvekja eftir Halldór Bjöm Runólfsson, sem nefnist „Ljóð fyrir blinda". Þar segir m.a.: „Eitt er að skrifa Ijóð, annað að búa það til. í stað orða kemur efni, áþreifan- leiki í stað lýsinga. Höggmyndir Jóns Sigurpálssonar eru ljóð fyrir blinda menn. Hvers vegna blinda? Vegna þess að þeir láta ekki augað blekkja sig. Þeir krefjast líkamlegr- ar snertingar við efnið, tilfinninga- legs sambands í stað skynrænnar ertingar. Augað villir okkur sýn. Það nemur einungis jrfirborð hlut- anna. Það segir okkur ekkert um innri gerð þeirra né tilurð. Þar af leiðandi sjá sjáendur ekki ljóðið, einungis lögun þess, stærð og lit. Verkin á sýningunni eru sex og öll unnin á þessu ári. Aría heitir eitt þeirra og gert af gleri og blýi, en nafnið leikur að orðum, þýðir loft á ítölsku. Hom er annað og gert úr gipsi með svartfuglseggjum hér og hvar, minnir á Hombjargh, fuglabjarg. Marche funebre er enn eitt nafnið og því lýsir surtarbrand- ur og íjórðapartsnóta og stöng úr gerviefni. Epipnoia er symboliskt verk, dragsúgur leikur í glugga- tjöldum og gerð er tilraun til að skapa hughrif. Einbúi er gerður af dönskum múrsteini og setlagi úr vestfírskum fjöllum, en Sneið úr fírði sýnir fjöruborð, fjall og haf úr gipsi og pappa. Listamaðurinn hugsar verk sín gjaman út frá tónlist og á næs- tunni verður flutt tónverk hans, þar sem slagverksleikari málar um leið og hljómarnir heyrast, liti eftir mætti hljómsins. En sýning Jóns Sigurpálssonar hér í borg stendur til 14. nóvember. G.L.Ásg. Einsöngs- tónleikar í Operunni KRISTÍN Sædal Sigtryggsdóttir heldur einsöngstónleika í ís- lensku Óperunni í dag, laugar- daginn 8. nóvember kl. 16. Á efnisskrá eru verk eftir innlend og erlend tónskáld. Undirleik ann- ast Catherine Williams, píanóleik- ari. Hún hóf snemma söngnám, fyrst hjá Guðrúnu Á. Símonar. Kristín stundaði síðan nám við Söngskólanna í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan úr kennarardeild árið 1985. Aðalkennari hennar þar var Þuríður Pálsdóttir. Kristín hefur sótt námskeið í söng erlendis og sungið í óperukór Þjóðleikhússins og Söngskólans í Reykjavík. Catherine Williams nam píanó- leik við Royal Academy of Music í Kristín Sædal Sigtryggsdóttir einsöngvari London, hjá Gordon Green og undir- leik og stofutónlist hjá Rex Step- hens, John Steets og Sydney Griller. Catherine er æfíngarstjóri íslensku Óperunnar. (Úr fréttatilkynningu) Leikfélag Mosfellssveit- ar 10 ára LEIKFÉLAG Mosfellsveitar á 10 ára afrnæli í dag. Haldið verður uppá þau tímamót í Hlégarði kl. 21.00 í kvöld. I fréttatilkynningu leikfélagsins segir að blómlegt leiklistarlíf hafi verið í Mosfellsveit í meira en 80 ár. Fyrir 10 árum var leikfélagið stofnað og yfirtók hlutverk sem ungmennafélagið, kvennfélagið og fleiri hópar höfðu leikið. Leikfélagið hefur alla sína tíð tekið þátt í Jóla- vöku í samvinnu við Karlakórinn Stefni, Vordögum Mosfellsveitar sem er fjölbreytt dagskrá á vegum menningarmálanefndar, og hátí- ðahöldum á 17. júní svo eitthvað sé nefnt. Nú standa yfir æfingar á Töfra- trénu efftir Lév Ustinov. Leikritið er ætlað bömum jafnt sem fullorðn- um, og eru sex hlutverkanna í höndum unglinga úr Gagnfræða- skóla Mosfellsveitar. Frumsýning verður í lok nóvember. Þá er í smíðum revía sem verður sýnd eftir áramót. Sænski trúðurinn Ruben er væntanlegur í heimsókn 12. og 13. nóvember, og heldur hann sýn- ingu fyrir almenning að kvöldi 13. nóvember. Tíu ára ferill leikfélagsins verður rakinn í myndum og veggspjöldum á sýningu sem héraðsbnókasafnið opnar á mánudag. Safnið, að Mark- holti 2, er opið alla virka daga frá kl. 13.00- 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.