Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 56
MORGUNBLA0IÐ, LAUGARDAGUR 81 NÓVEMBÉR 1986 m © 1985 Universal Press Syndicate v LdíkriiYÍnn seg'/r oé þú hAfirverié heppina húr\ -fór ekki ne5a.r-" Así er... .. .þegar bæði missa matarlystina. TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Tlmes Syndicate Þú ert ekki bara gamall auli. Þú ert gamall ríkur auli! Með morgunkaffíriu Ég vil fullvissa þið um að kokkinum myndi aldr- ei detta i hug að nota annað en nýjar flugur, ekki djúpfrystar! Vinstriflokkarnir sjálf- um sér ósamkvæmir Heiðraða lesendaþjónusta Vel- vakanda. Ég greip það einhvers staðar úr fréttum að afla ætti aukins fjár í lífeyrissjóðina með því að taka meira til þeirra af eftir- og nætur- vinnulaunum fólks. Enn á að vega að þeim sem leggja mest á sig til að sjá sér farborða. Þessi aukni skattur átti að renna til húsbyggjenda og húsnæðis- kaupa, stefna að bættu lánafyrir- komulagi fyrir þá, ekki bættri aðstöðu aldraðra og öryrkja sem ætti þó að vera markmiðið. Nú þykir mér vinstrimenn farnir að víkja af leið yfírlýstrar stefnu í lífeyrissjóðamálum og skattheimta þeirra er söm við sig. Ég er þeirrar skoðunar að það séu alþýðuflokkamir sem ráða í verkalýðshreyfingunni og það eru forsvarsmenn verkalýðs sem hafa unnið að tilhögun lífeyrissjóðanna. Eins og oftast áður eru þeir ekki samkvæmir yfirlýstri stefnu og bar- áttu fyrir bættum kjörum, hvort heldur er almennings eða aldraðra. Á sama tíma æpa þeir sem koma fram í fjölmiðlum fyrir þessa flokka, á ríkisstjómina, að hún láti aldraða og öryrkja afskipta í bættum kjör- um. Sama er hversu miklu fé er dælt í lífeyrissjóðina, það kemur aldrei öldmðum og bágstöddum til góða heldur er þúsundum milljóna Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á því, að ritstjómarskrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, tekur við bréfum og fyrirspumum í Velvakanda. króna útbýtt í allar áttir aðrar. Aukinn skattur virðist ekki arðrán þegar a-flokkarnir leggja þá á. Eg vil benda á hversu óheiðarlegt það er að svíkja út milljónir króna af almenningi. Hér á ég við það sem stolið er af þeim sem ekki endist aldur til að njóta ellilaunanna. Það fólk sem deyr áður en ellilaunaaldur færist yfir hefur greitt í lífeyris- sjóða, en erfingjamir fá ekkert af þessu innleggi, eins og af öðrum eignum látinna ættingja. Þetta finnst mér fjárdráttur í ljót- ara lagi, en mjög sniðuglega falinn. Þegar ég fer að hugleiða stefnu vinstrimanna þá finn ég stöðugt dæmi sem stangast á við yfirlýsta stefnu þeirra. Nú styðja þessi öfl eins og áður sagði húsbyggjendur og þá sem geta keypt húsnæði með íjármunum aldraðs fólks. Þó margt fleira væri þörf að benda á, vík ég að öðru. Nú er stóra spumingin hvemig þessir flokkar vinna að kjarasamningum í vetur. Ætla þeir að vinna í þágu þjóðarinnar, eða eyðileggja allt sem gert hefur verið til að rétta hag landsmanna? Fari svo að verðbólga ijúki upp aftur, verða allir þeir sem em að taka lán nú fyrir tilstilli lífeyrissjóð- anna og ríkisins gjaldþrota og auk Fyrir skömmu barst Velvakanda bréf frá áköfum hollenskum Jethro TuW-aðdáanda. Hann spyr hvort að í Morgunblaðinu hafí birst greinar eða fréttir um hljómsveitina á tíma- bilinu 1968-1986 og óskar eftir að fá ljósrit af þeim sem til eru. Því miður getur Velvakandi ekki sinnt ósk Hollendingsins. Hafi hins vegar einhver íslenskur Jethro þeirra þjóðin öll, nema þess sé vel gætt sem nú hefur verið gert, ver farið en heima setið. Ekki er langt síðan a-flokkamir kenndu ríkisstjóminni um ófarir húsbyggjenda. Samt var staðreynd- in sú að vegna kröfugerðar almenn- ings hækkaði verðbólga sem hafði slæmar afleiðingar í lánamálum. Nú burðast þeir við að bæta fyrir mistökin vegna þess að nú nálgast kosningar og gengur nú áróður upp á það að hagstæð lánastarfsemi fyrir húsnæðismálin séu vinstri- mönnum að þakka. Gert hefur verið grín að þjóðar- sátt en þessi fleygu orð Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra eru það sem gildir fyrir landsmenn alla. Eins og nú stendur virðast þessi orð hafa gripið um sig í hugum margra ef marka má stefnubreyt- ingu í vinnubrögðum ráðamanna launafólks, eða er þetta líka kosn- ingaskjálfti? Samt er enn galað um arðrán atvinnurekenda og kaup- manna og gjaman koma þeir fram í fjölmiðlum sem þannig tala svo litlu er að treysta þó stundarfriður sé meðan milljarðar króna em tekn- ir úr vasa aldraðra og færðir til húsnæðismála. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Tu//-aðdáandi safnað úrklippum um sveitina undanfama tvo áratugi, er honum eindregið bent á að hafa samband við DeGeys, en póstfangið er: Herra G.A. deGeys, Comopad 19, 5632 RZ- Eindhoven, Hollandi." Fyrirspurn frá Hollandi Víkverji skrifar Erlendis er það orðinn talsvert veigamikill þáttur í útgáfu- starfsemi að gefa góðar bækur út á hljóðsnældum, og hafa viðbrögð neytenda við þessari nýlundu verið slík að útgáfu af þessu tagi vex nú stöðugt fískur um hrygg. Ástæð- an fyrir þessu er auðvitað sú að í ys og þys nútímaþjóðfélagsins hafa menn orðið æ minni tíma aflögu til lesturs góðra bóka og því hafa þeir bókaunnendur, sem t.d. em mikið á ferð í bílum og þurfa e.t.v. að fara langan veg til vinnu, fundið upp á því að kaupa sér slíkar hljóð- snældur með upplestri á þekktum skáldverkum og nota tímann meðan á akstrinum stendur til að drekka í sig bókmenntirnar sem á þessum hljóðsnældum er að finna. Þannig er tíminn notaður til fullnustu og áhugamönnum gefst kostur á að fylgjast með því helsta sem er að gerast á bókmenntasviðinu, sem þeir hefðu annars naumast tíma til. Hér á landi er útgáfa af þessu tagi skammt á veg kominn, enda má kannski segja að aðstæður hér á landi séu um margt frábrugðnar því sem gerist hjá erlendum millj- ónaþjóðum. Samt hvarflar það að manni að það væri ómaksins vert fyrir einhvern framtakssaman og framsækin bókaútgefandann að reyna þessa leið til að ná til stærri hóps áhugamanna um bókmenntir og kanna á þann hátt hvort kominn sé grundvöllur fyrir útgáfustarf- semi af þessu tagi hjá þessari þjóð sem löngum hefur kennt sig við bækur og bókmenntaáhuga. Það væri alltét gaman að ganga úr skugga um það hversu móttækileg- ir við Islendingar erum fyrir svona nýjungum. XXX Víkveija tókst að ná í eina af síðustu sýningum Leikfélags Reykjavíkur á hugvitsamlega unn- inni leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Svartfugli Gunnars Gunnarsson- ar. Húsfyllir var þetta kvöld og undirtektir áhorfenda góðar og sýn- ir sem oftar að leikverk byggð á sannsögulegum atburðum eiga upp á pallborðið hjá íslenskum leikhús- gestum. Annað gott dæmi um þennan áhuga er sýning Þjóðleik- hússins á Skúla-málinu svonefnda eftir Ragnar Arnalds. En úr því að áhuginn fyrir sögu- legu efni í leikrænum búningu er svona ótvíræður, þá vaknar sú spuming hvers vegna í ósköpunum íslenska sjónvarpið gerir ekki meira af því að flytja okkur sjónvarpsleik- verk sem byggð eru á sannsöguleg- • um atburðum. Ovíða njóta slík verk sín betur en einmitt í sjónvarpi, eins og t.d. mörg verk frá breskum sjón- varpsstöðvum, sem hér hafa verið sýnd, bera best vitni um, þó að segja megi að Bretar séu e.t.v. hin- ir miklu meistarar á þessu sviði. Á hitt ber hins vegar að líta að íslensk- um rithöfundum lætur einatt vel að fást við verk sem eiga sér sann- sögulegan bakgrunn, eins og fjöldi dæma sannar, og með sæmilega hugvitsamlegri uppsetningu ætti efni af þessu tagi að geta orðið mjög þakklátt sjónvarpsefni án þess endilega að verða mjög kostnaðar- samt í framleiðslu. Væri þetta ekki athugandi fyrir hinn framtakssama dagskrárstjóra innlendrar dag- skrárgerðar sjónvarps, Hrafn Gunnlaugsson? XXX Einhver elsti þáttur í ríkisút- varpinu er spjallþátturinn um Daginn og veginn. Víkveija er í bamsminni að fyrr á árum vom ýmsir andans menn og snillingar í ritgerðasmíð tíðir gestir í þessum þætti, menn á borð við Helga Hjör- var, Jón Eyþórsson og Sverri Kristjánsson, og það brást þá sjald- an að þeir veltu upp ýmsum nýjum flötum á helstu dægurmálum hveiju sinni með þeim hætti að eftir því var tekið. Nú er þessi Snorrabúð stekkur. Lítt virðist orðið vandað til vals á flytjendum í þennan hátt og heyr- ast þarna einnatt hin undarlegustu sjónarmið. í vikunni heyrði t.d. Víkveiji konu eina fjasa út af því að ágætur forseti okkar, Vigdís Finnbogadóttir, skyldi ekki hafa verið látinn leiða viðræður þeirra Gorbachev og Reagans hér landi og virtist telja að árangurinn hefði orðið meiri ef svo hefði verið. Hvað næst? hljóta gamlir aðdáendur þessa þáttar nú að spyija.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.