Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 49 Kristjana H. Péturs dóttir - Minning Fædd 16. nóvember 1901 Dáin 28. október 1986 Vinur þinn er þér allt Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. (Kahlil Gibran) Kristjana Halla Pétursdóttir frá Kjörseyri er látin. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. október sl. Halla fæddist 16. nóvember 1901. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson bóndi á Borðeyrarbaé í Hrútafirði og Valgerður Jónsdóttir frá Kollsá. Pétur var síðar sölustjóri Kaup- félags Hrútfirðinga frá stofnun þess 1899 til 1918. Pétur og Valgerður bjuggu lengst af á Borðeyrarbæ. Af bömum þeirra komust þijár dætur upp, Herdís er giftist Jóni Valdimarssyni, kennara í Reykjavík, þau eru bæði látin; Jónína Gróa á Kjörseyri, sem lést í maí 1981 og Kristjana Halla á Kjörseyri. Á Borðeyrarbæ bjuggu systurnar Halla og Jóna eftir lát foreldra sinna til ársins 1938. Halla giftist Matthíasi Matthías- syni og flutti til hans að Hömrum í Laxárdal. Þeirra sambúð stóð stutt því Matthías lést er þau höfðu búið í um það bil 2 ár. Þá flytja þær systur Halla og Jóna að Kjörseyri til Halldórs Jónssonar föðurbróður síns og frændfólks. Þar áttu þær heimili alla tíð síðan. Samband þeirra systra var alla tíð ákaflega innilegt og gott. Þær voru mjög samrýndar og hlúðu vel hvor að annarri sem best þær máttu. Þeirra lífsganga varð á þann veg að þeim auðnaðist að vera sam- an mestan hluta ævi sinnar og síðustu árin voru þær saman á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, en þar lést Jóna í maí 1981. Er ég dvel við minningar úr bemsku minni frá Grænumýrar- tungu kemur Halla þar oftar en ekki við sögu. Hún kom yfirleitt til lengri eða skemmri dvalar á hveiju ári og oft var þá Jóna systir hennar með henni. Það var mikil hátíð er leið að því að Halla og Jóna kæmu. Oftast sváfu þær í suðurendanum uppi á lofti. Og það kom fýrir að mamma færði þeim kaffíð í rúmið á morgnana og þetta vom ánægju- stundir sem lýstu upp hversdagslegt skammdegið á afdalabæ. Þessir morgnar með systmnum minna mig á jólin með kaffí á bakka, súkkulaði og smákökur og sá hátíðablær sem þeim fylgdi. En miklu oftar var þó Halla í því hlutverki að útbúa kaffí og mat og færa öðmm og vinna verkin bæði stór og smá. Eg læt hugann reika til baka og sit á rúmstokknum hjá Höllu, lítil stelpa með stutt hár. Horfi hugfangin á Höllu greiða síða hárið sitt og við glettumst hvor við aðra, Halla brosir og raular fýr- ir munni sér. Fallega brúna hárið hennar fellur yfir axlimar og flóir niður bakið, mittissítt, hún rennir greiðunni í gegnum það, fyrst grófu og síðan þeirri fínu, allt er vandað og vel gert sem hún snertir á. Síðan fléttar hún hárið í tvær þykkar flétt- ur og bregður í sveig um höfuðið. Þetta er fallegasta hár sem ég hef séð og kannski er það líka af því Hótel Saga Simi 1 2013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri að sú kona er svo góð sem ber það og ég minnist hennar aldrei öðm- vísi en að sjá þetta fallega hár fyrir mér vel uppsett. Eg minnist hennar við stofuborð- ið heima að sníða og sauma, öll möguleg fatasnið og eftir öðmm flíkum, ef engin vom sniðin. Hún var einstök saumakona og sjálf- menntuð í því sem öðm og svo vandvirk og velvirk að leitun var á slíku, enda eftirsótt til þeirra starfa, sem og annarra. Hún kemur líka í hug mér þegar mest er að gera í hauststörfunum, þar er Halla bless- unin og allt gengur svo einstaklega vel þar sem hún er. Hún var líka hjá okkur í Grænumýrartungu þeg- ar bræður mínir fæddust og í mínum augum var hún alltaf full- gild ljósmóðir þó hún lærði ekki til þess og þær em ótaldar konumar sem nutu góðs af henni við slíkar aðstæður, bæði við fæðingar og umönnun ungbama. Þó svo að Halla væri bara um kyrrt nokkum tíma á hveiju ári fínnst mér hún vera sem ein af heimilisfólkinu, svo innilega tók hún þátt í öllum kjömm heimafólks, jafnt stóm sem smáu. Halla var fróð um marga hluti, góðar bækur og hafði yndi af ljóðum og söng. Hún átti þess ekki kost að menntast frekar en svo margir af þessari kynslóð, en bar þó hina bestu þætti menningar í bijósti sér, þó bókleg skólaganga væri ekki til staðar. Hjá henni héldust í hendur viska og snilld og hún fór viturleg- um orðum um margt af því sem hver maður getur átt á hættu að mæta á lífsleiðinni. Hún vildi miðla sinni reynslu og þroska til annarra. Því það er ekki mest ufn vert hvað hendir manninn á lífsleiðinni, heldur hitt hvemig til tekst með viðbrögð- in, svo reynslan bæti en ekki bijóti. Halla sjálf fór ekki varhluta af reynslu, hún reyndi sjálf heilsuleysi til margra ára og ástvinamissi. Þær systur Halla og Jóna frá Kjörseyri eignuðust hvorki auð né eignir, lifðu fábrotnu lífi og vom aldrei að keppast við að eignast eitt né neitt að því ég best veit. Mér fannst alltaf að eigur þeirra samanstæðu af íslenska búningn- um, annað hvort peysufötum eða upphlutnum, sem þær bám með mikilli reisn. Samt höfðu þær systur af miklum auð að taka og Halla gaf samferðamönnum sínum hinar dýmstu gjafír því hún gaf af sjálfri sér. Þeirra gjafa þarf ekki að gæta, þær em hjá okkur alla tíð og tap- ast ei né týnast. Þetta er síðasta kveðja til hins góða vinar sem Halla Pétursdóttir var, handa þeirri góðu konu er ekk- ert of gott, ekkert orð of fallegt, ekkert lof oflof. Hún bar höfuð og herðar yfír samferðafólk sitt. Vildi þó hvergi vera áberandi, var hlé- dræg og hógvær kona. Hlúði að sjúkum og sámm, vann þar sem verkin biðu, spurði aldrei um laun og vildi raunar engin laun. Vinar- greiði, hjálpsemi og alúð við hvert eitt verk og að létta öðmm lífsbar- áttuna, það var hennar aðalsmerki. Hin mjúku orð, milda rödd og ljúfa fas, óskin um allt hið besta öðmm til handa, það er Halla. Hún var boðberi friðar og fegurð- ar, ljós sem blakti oft sakir heilsu- leysis, en lýsti birtu á leið samferðamanna sinna, þeirra sem gengu með henni langan veg eða stuttan. Frá þessari yndislegu konu staf- aði slíkum friði og hlýju að engu var líkt. Ævi hennar var hvorki bein né breið. Hún leið heilsuleysi alla tíð, en lærði að lifa með því og var ævinlega sú sem veitti öðmm af sínum innri auð. Á lífsins æviskeiði gekk hún um dimma dali, en eins og gull skýrist í eldi þá átti hún þá list í fómm sínum að bera stöðugt meiri þroska úr býtum við hveija þá raun sem lífíð bar í skauti sér og þessi lág- vaxna ljúfa kona bar sig sem drottning, bauð erfíðleikunum birg- inn, veikbyggð, en ævinlega sú sem sterkust var. Við íjölskyldan frá Grænumýr- artungu kveðjum Höllu með söknuði, en þó mestu þakklæti fyr- ir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni og njóta hlýhugar hennar og vin- áttu til margra ára. Veri hún kært kvödd og megi hún hvílast og alheimskærleikurinn umvelja hana. Ingunn Ragnarsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Helga Stephen- sen - Minning Hinn 30. október síðastliðinn andaðist í Reykjavík móðursystir mín, Helga Stephensen, Bólstað- arhlíð 64. Helga fæddist að Lága- felli í Mosfellssveit 22. desember 1902. Foreldrar hennar voru prests- hjónin að Lágafelli, séra Ólafur Magnússon Stephensen frá Viðey og maddama Steinunn Eiríksdóttir frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í fyrstu að Lágafelli og í Skildinganesi, síðar að Grund í Grundarfriði vestur, en þar átti fjölskylda hennar heima til ársins 1919, er séra Ólafur gerðist prestur að Bjamanesi í Nesjum. Um tvítugt hélt Helga til Noregs og dvaldist rétt tvö ár í Kristjans- sand og síðan eitt ár í Kaupmanna- höfn. Árið 1932 giftist hún Stefáni Ámasyni frá Skáldalæk í Svarfað- ardal, landbrukskandidat frá Ási í Noregi. Heimili þeirra var fyrst í Brekkugötunni á Akureyri en síðar byggðu þau hús að Þingvallastræti 16 af mikilli smekkvísi og fram- sýni. Ekki féll það í hlut Stefáns Ámasonar að vinna við eða fyrir íslenskan landbúnað, af einhveijum ástæðum komst hann ekki þar fyr- ir. Líklegast skipti það hann litlu en landbúnaðurinn okkar missti þar af mjög hæfum manni. Stefán var ekki margmáll, en eftir á að hyggja verður mér oft hugsað til Stefáns Ámasonar, ég minnist sérstaklega frásagna um kartöflurækt og frost- þol kartöflugrasa, tiirauna sem hann hafði unnið við úti í Noregi, það var fyrir stríð og enn falla kartöflugrös á íslandi í fyrstu frost- um. Ég man vel þegar ég fór með honum og Snorra Sigfússyni skóla- stjóra á skíðum upp í Skíðastaði, eða þegar KEA var að leggja undir sig Kaffibrennslu Akureyrar, fyrir- tæki sem Stefán stofnaði og rak um fjölda ára. Nú hafa upphafsstaf- imir, „SÁ“, verið felldir úr nafni fyrirtækisins og er þar ekki skaði skeður. Ég dvaldist, meira og minna, á heimili þeirra Helgu og Stefáns í sjö vetur á árunum 1943 til 1950, þar var gott að vera og þaðan á ég margar góðar minningar. Helga var mikil húsmóðir, hafði röð og reglu á hlutunum og í þann tíma þótti mér hún ekki alltaf sanngjöm er hún lagði mér lífsreglumar og predikaði góða umgengni og iðju- semi. En aldrei setti hún út á þótt félagar mínar kæmu í heimsókn og vantaði fjórða mann í spil hjálpaði hún gjaman upp á. Á þessum ámm og í raun allt frá þessum tíma var Helga mér sem önnur móðir. Ekki gleymist dugnaður þeirra Helgu og Stefáns í langvarandi heilsuleysi einkadótturinnar og þau börðust til sigurs. Eftir að ég stofn- aði heimili naut ég og fjölskylda mín enn vináttu hennar og gest- risni. Oft áttum við leið um Akureyri og þar sem við búum aust- an Möðrudalsöræfa, sem í þá daga gátu verið erfið yfírferðar, vorum við því oft seint á ferð. Alltaf beið okkar dekkað borð í orðsins fyllstu merkingu og drifhvít uppábúin rúm og ekki síst móður- umhyggjan fyrir okkur og ungum bömum okkar. Fyrir allt þetta og miklu meira hafí hún þökk. Helga og Stefán eignuðust tvö böm, Ólaf og Valgerði. Ólafur er forstjóri Almennra trygginga á Akureyri og er kvæntur Helgu Steindórsdóttur sparisjóðsstjóra og eiga þau eina dóttur. Valgerður býr ý Kópavogi og er gift Vilhjálmi Amasyni jámsmið, þau eiga tvö böm. Síðustu árin sem Helga og Stefán bjuggu á Akureyri var Stefán for- stjóri Almennra trygginga, en árið 1963 fluttu þau suður til Reykjavík- ur og Stefán tók upp þráðinn hjá Almennum tryggingum, en hann andaðist langt fyrir aldur fram árið 1967. Helga bjó áfram í íbúðinni þeirra í Bólstaðarhlíð, þar var gamla heimilið þeirra frá Ákureyri, með málverkum úr Svarfarðardaln- um og bókunum þeirra. Sfðustu árin var Helga mikill sjúklingur. Þá naut hún sérstakrar umönnunar dóttur sinnar. Fyrir nákvæmlega ári heimsótt- um við hjónin Helgu í Bólstaðarhlíð- ina. Hún mundi eftir að konan mín átti afmæli þennan dag og gaf henni forláta teppi, sem hún hafði heklað. Hún gat þess að líklegast yrði þetta í síðasta sinn sem við hittumst héma megin, enda væri svo komið að hún ætti fleira fólk- hinu megin. Við vildum ekki sam- þykkja þetta en hún útskýrði hvað hún meinti: „Nú væm þau aðeins fjögur eftir systkinin af ellefu, kunningjamir flestir famir o. s.frv." „Sánt er livet", eins og þeir sögðu í Kristjanssand í gamla daga og segja sjálfsagt enn. Af systkinum Helgu em nú eftir Stephan kaup- maður í Reykjavík, Ingibjörg húsmóðir á Seltjamamesi og Elín húsmóðir á Egilsstöðum. Frændfólkið á Egilsstöðum send- ir Óla og Lölu og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Helgu Step- hensen. Jón Pétursson t Faðir okkar, FRIÐFINNUR KJÆRNESTED, skipstjóri, lóst á Hrafnistu 7. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. t Alúðarþakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför SIGRÍÐAR LIUU ÁMUNDADÓTTUR frá Sandlœk. Systkinl og vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.