Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 13
v -MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER -1-986 "43 Aðalfundur Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu; Traustsyfirlýsing á formann sambandsins og Framleiðnisjóðs Tvö framboð til búnaðarþings Blönduósi. SNARPAR en hreinskilnar um- ræður urðu um framleiðslustefn- una og störf Framleiðnisjóðs landbúnaðarins á maraþonaðal- fundi Búnaðarsambands Aust- ur-Húnavatnssýslu sem haidinn var á Blönduósi á miðvikudag. Fram kom gagnrýni á Jóhannes Torfason, formann Búnaðarsam- bandsins og Framleiðnisjóðs, en fundurinn samþykkti trausts- yfirlýsingu á hann. Á fundinum kom einnig fram mótframboð gegn framboði núverandi búnað- arþingsfulltrúa sambandsins, sem búnaðarþingsfulltrúinn, Gísli Pálsson á Hofi telur að sé ólöglegt og hyggst kæra fyrir stjórn Búnaðarfélags Islands. Formaður BSAH, Jóhannes Torfason á Torfalæk II, setti fund- inn og ræddi stöðu mála heima í héraði. í lok ræðu sinnar ræddi Jóhannes um nýjan samning bænda við ríkið um framleiðslu búvara verðlagsárið 1987-88, sem væri í raun um 102 milljónir lítra af mjólk og 11 þúsund tonn af kindakjöti, þrátt fýrir að ýmsir forystumenn landbúnaðarins héldu öðru fram. Jóhannes lagði áherslu á að það væri stjómmálamanna að ákveða hvemig standa ætti undir viðhaldi byggðar, því það væri auðsætt að hinar hefðbundnu búgreinar myndu ekki gera það. Ráðunautar búnaðarsambands- ins fluttu skýrslur sínar og auk þessa gerði Egill Bjamason ráðu- nautur grein fyrir niðurstöðum búrekstrarkönnunar sem gerð var á Norðurlandi síðastliðið sumar. í þessari könnun kom berlega í ljós hversu vandinn sem við er að etja í framleiðslumálunum er stór og munur milli einstaklinga hvað varð- ar uppbyggingu jarða og framtíð- aráform er mikill. í almennum umræðum kom fram mikil gagnrýni á störf Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins og setu Jóhannesar formanns BSAH í form- annsstóli Framleiðnisjóðs. I umræðunum kom einnig fram gagnrýni á aðgerðaleysi Stéttar- sambands bænda í framleiðslumál- unum. Sagt var að það lægi fyrir að birgðir af kindakjöti eftir útsöl- una í haust væru 1.300 tonn sem bændur ættu. Ekki lægi fyrir hvem- ig við þessu yrði brugðist af hálfu forystumanna bænda, eða hvort Upphitun gatna o g gangstétta BORGARFULLTRÚI Framsókn- arflokksins, Alfreð Þorsteinsson, lagði á fundi borgarsljórnar á fimmtudag til að gerð yrði at- hugun á kostnaði við upphitun gatna og gangstétta í Reykjavík, sérstaklega á stöðum þar sem slysatíðni vegna hálku er mikil meðal fótgangenda, og hinsveg- ar á götum, þar sem mikil umferð er og hálka í bratta veldur bif- reiðaumferð erfiðleikum. Alfreð sagði að með tilliti til þess að Reykjavíkurborg áformaði nú frekari virkjun jarðvarma væri ekki óskynsamlegt að möguleikar á þessu sviði yrðu kannaðir og framtí- ðaráætlun gerð um hitalagnir í gangstéttum og umferðargötum borgarinnar. Taldi Alfreð að hér Háteigskirkja: Basar til ágóða fyrir kórmynd KVENFÉLAG Háteigssóknar heldur basar í Tónabæ, í dag, laugardaginn 8. nóvember kl. 2, til ágóða fyrir kórmynd í kirkj- una. Kvenfélag Háteigssóknar hefur ákveðið að standa að kaupum og uppsetningu kórmyndar í Háteig- kirkju. Verið er að semja við höfund myndarinnar Benedikt Gunnarsson listmálara en leitað varður til nokk- urra mósaikverkstæða um kostnað og afhendingartíma. Tekið verður á mðti basarmunum í frá kl. 10 í dag laugardag, í Tónabæ. (Úr fréttatilkynningu) bændur ættu von á bakreikningi til að standa undir þessu. Ennfremur væri ljóst að mikill birgðavandi væri til staðar hjá mjólkurframleið- endum sem ekki væri vitað hvemig yrði leystur. Jóhannes Torfason sagði í lok umræðnanna að kominn væri tími til að hætta að beija höfðinu við steininn og horfast í augu við vand- ann. „Það er ekki endalaust hægt að ýta vandanum á undan sér. Það sem Framleiðnisjóður er að gera í dag er ekki að neyða einn eða neinn til nauðungarsamninga. Það er hverjum bónda fijálst að gera samning eða hafna honum,“ sagði Jóhannes. Hann lagði ennfremur áherslu á að þrátt fyrir að bændur töluðu um skipulagsleysi í vinnu- brögðum Framleiðnisjóðs, þá væru það fyrst og fremst eldri bændur sem hefðu enga til að taka við á jörðunum, bændur á kostarýrum jörðum og bændur sem væru með riðuveikt fé, sem leitað hefðu eftir samningum við Framleiðnisjóð. Jafnframt lagði Jóhannes áherslu á aðrar aðgerðir Framleiðnisjóðs, en þær eru meðal annars stuðningur við markaðsleit, búháttabreytingar og nýsköpun í landbúnaði. Margar tillögur voru samþykktar á fundinum, þar á meðal ótvíræð stuðningsjrfirlýsing við Jóhannes Torfason sem formann Búnaðar- sambands A-Hún. og Framleiðni- sjóðs og jafnframt tillaga þess efnis að mótmælt er harðlega skipulags- lausum kaupum Framleiðnisjóðs á fullyirðisrétti. Á aðalfundinum voru lagðir fram tveir framboðslistar vegna búnaðar- þingskosninga. Annar listinn er skipaður þeim Jóni Gíslasyni á Stóra-Búrfelli sem aðalmanni og Birni Magnússyni á Hólabaki til vara. Á hinum listanum er Gísli Pálsson á Hofí aðalmaður og Hauk- ur Pálsson á Röðli varamaður. Gísli á Hofi hefur verið búnaðarþings- fulltrúi Austur-Húnvetninga síðast- liðin fjögur ár. Mótmælti hann framkomnum lista þeirra Jóns og Björns á þeim forsendum að farið hefði verið um sveitir og safnað undirskriftum til stuðnings þeim en þær undirskriftir hefðu ekki verið lagðar fram á aðalfundinum. í stað- inn hefðu Jón og félagar komið með undirskriftir tíu aðalfundarfull- trúa. Aðalfundinum lauk síðan klukkan 3 um nóttina og hafði hann þá staðið í 14 klukkustundir. Jón Sig. Knut Nystedt. Norræna húsið: Fyrirlestur Knut Nystedt NORSKA tónskáldið Knut Nystedt heldur fyrirlestur i Norræna húsinu í dag, laugar- dag. Nefnist hann „Tónskáld i 40 ár.“ Nystedt er staddur hér á landi í tilefni Tónlistardaga Dómkirkjunn- ar. Þar verða m.a. flutt verk eftir hann og stjórnar Nystedt sjálfur flutningnum ásamt Marteini H. Friðrikssyni. Knut Nystedt er eitt þekktasta núlifandi tónskáld Norðmanna. Hann hefur verið virkur í tónlist- arlífi Norðmanna frá unga aldri, en hann er nú rúmlega sjötugur. Nystedt hefur samið jöfnun höndum veraldlega og kirkjulega tónlist. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.00. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. væri um framtíðarverkefni að ræða, sem tekið gæti áratugi, og líkti því við þegar bytjað var að malbika götur í borginni. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að þegar væri byijað á verk- efnum af þessu tagi. Lagðar hefðu verið hitalagnir í gangstéttir t.d. við Hverfisgötu og Laugaveg og einnig í hluta Laugavegs. Ráðgert væri að framlengja þessar aðgerðir hvað götuna snerti. Davíð taldi að eðlilegt væri að fyrst yrði litið á eldri hverfin í þessum efnum þar sem hægt væri að nota bakrennsli úr húsum. í nýju hverfunum þyrfti að kaupa vatn beint frá hitavei- tunni og væri það mun dýrara. Einnig væri mörgum sinnum dýrara að hita upp götur en að ryðja þær. Hitalagnir réðu heldur ekki alveg við mikinn snjó og því alltaf þörf fyrir snjoruðning, en þær hentuðu aftur á móti vel gegn hálku á göt- um. Gerð hefði verið skýrsla um upp- hitun gatna og gangstétta í gamla bænum og væri mat höfunda skýrslunnar að hún ætti einnig við nýja bæinn og því ekki ástæða til að gera nýja skýrslu. Guðrún Ágústsdóttir (Abl) sagði að gjörbreyta þyrfti hugsunarhætti varðandi snjóruðning og hálkuvöm. Ekki væri síður brýnt að ryðja gangstéttir en akbrautir. Lagði hún til að gert yrði sérstakt átak í þeim málum og kannað hvort hægt væri að fá sérstök tæki til að auðvelda ruðning gangstétta. Jafnframt yrði haldið áfram að leggja snjóbræðslu- kerfi þar sem það er talið hag- kvæmt. Sagði hún aðgerðir af þessu tagi vera góða fyrirbyggjandi að- gerð gegn þeim þjáningum og kostnaði sem fólk verður fyrir vegna slysa af völdum hálku. Borgarstjóri lagði til að tillögum Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks yrði vísað til borgarráðs og var það samþykkt samhljóða. í skjólí nætur Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson MIDT OM NATTEN ☆ ☆ 'h Leikstjóri Erik Balling. Handrit Balling og Henning Baas. Kvikmyndun Claus Loof. Tónlist Kim Larsen. Aðalhlutverk Kim Larsen, Erik Clausen, Birgitte Raaberg, Ove Sprogöe, Buster Larsen, Paul Bundgaard. Dönsk. A.S. Nordisk Film 1986. Danir koma ekki lengur á óvart með góðum myndum, þeir eru einfaldlega orðnir athyglisverð- ustu kvikmyndagerðarmenn á Norðurlöndum. Ríkið og þjóðin hafa stutt dyggilega við bakið á listgreininni með rausnarlegum fjárveitingum og ekki hefur verið hörgull á áhorfendum því flestar þessara mynda höfða nefnilega til fólksins í landinu. Umfjöllunar- efnið er gjaman sótt í nútímann, atburði sem eru þættir í hvers- dagslífinu. Nýjasta mynd Eriks Balling, 79 af stöðinni, Ijallar einmitt um atvik sem orðin em tíð í stórborg- um Evrópu — átök yfirvalda við hið svokallaða hústökufólk, at- vinnuleysingja, eiturætur, utan- garðsmenn og stjómleysingja sem sest hafa að í leyfisleysi í jrfirgefn- um byggingum. Er skemmst að minnast átakanna sem urðu nú síðsumars á söguslóðum mjmdar- innar. Þeir vinirnir, Kim Larsen og Erik Clausen, em utangátta í þjóðfélaginu og hafa hreiðrað um sig í auðum hjalli ásamt hópi ung- menna sem af ýmsum ástæðum búa við sömu kjör. Eina nóttina ruslar lögreglan öllum á dyr. Þeir vinirnir deyja ekki ráðalausir held- ur stofna kommúnu í niðumíddum byggingum í Suðurhöfninni. Eig- andinn er sestur í helgan stein í Suður-Frakklandi. Þama er allt snurfusað og hinir nýju íbúar una hag sínum vel og vinna fyrir sér með handverki ýmiskonar. En Adam er ekki lengi í Paradís. Ekki em allir sáttir við Larsen og Clausen í dönsku myndinni 1 skjóli nætur. framgang þessa utanveltufólks, hvorki hægri sinnaðir pólitíkusar né ofbeldissinnaðir leðutjakkatöf- farar. í myndarlok er útópían rústir einar. Ekki veit ég hversu sannferðug lýsing myndin er á hlutskipti hús- tökufólks almennt en gmn hef ég um að sú mynd sem hér er dreg- in upp, sé dulítið lagfærð, smæl- ingjunum í hag. Allt virðist þetta vera svo alúðlegt og gott fólk, bráðflínkt og duglegt — gæti þessvegna vegnað vel í bláköldum raunvemleikanum — samfara því að stjómmálamennimir em bara vondir karlar, hálfgerðar skrípafígúmr. Og ógeðslegri mannhunda en raggarana gefur ekki að líta. En eitt er víst, hú- stökufólk er ekki sá hópur roskinna skáta sem myndin sýnir. Það er galli við þá að mörgu leyti ágætu mynd, I skjóli nætur, að hún tekur ekki á vandamálunum nema frá annarri hliðinni og kem- ur með engar lausnir. Annar ljóður er ástarævintýri í anda gömlu, góðu gaggóró- mantíkurinnar, en það á kannski að sýna andlegt atgervi söguhetj- anna! En hér er líka margt prýðisvel gert. Leikur þeirra Larsens og Clausens er einkar notalegur og eðlilegur og gamli róninn og heim- spekingurinn er skemmtileg, skýr persóna sem sjá má víða á flæk- ing í útlöndum en er næsta útdauð hér. Og þó að engar málamiðlanir sé að finna í myndinni er dagleg kvöl þessa lánlausa fólks finnan- leg og skín ætíð í gegn þó ýmislegt sé ekki í anda raunvemleikans. Tónlist Larsens er vænt innlegg sem hressir mikið uppá yfirbragð í skjóli nætur. Hér syngur hann titillagið og nokkra af sínum þekktustu slögumm af alkunnum sjarma — sem jafnframt er í hróp- andi ósamræmi við stöðu Bennys í þjóðfélaginu. En ævintýrin em ennþá samin af listfengi í landi H.C. Andersen, og er það vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.