Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Líður inniblóm- unum þínum vel? Flest inniblóm eru hingað kom- in frá heitum löndum, sum úr röku lofti frumskóganna, önnur frá þurrum eyðimörkum. Þeim hæfa því auðsjáanlega ekki öllum sömu skilyrðin til vaxtar og við- gangs inni í stofunum okkar og það verðum við jafnan að hafa í huga. Nokkrar, t.d. indíánafjöður o.fl. þykkblöðungar, þrífast vel rétt við miðstöðvarofnana, en flestum kemur illa nálægð þeirra BLÓM VIKUNNAR Nr. 28 Umsjón: Ágústa Björnsdóttir venga hins þurra loftstraums sem frá þeim leggur. Hér á landi er vetrardimman mörgum stofublómum erfið og einkum í heitum herbergjum. I hinum suðrænu heimkynnum stofublómanna er miklu minni munur á birtu sumars og vetrar en hér á íslandi. Hæfiieg birta er eitt af höfuðskilyrðum þess að jurtin þrífist vel, því mikinn hluta næringarinnar, þ.e. kolefnið, tek- ur hún úr loftinu og aðeins þegar bjart er. En ekki hentar Öllum jurtum jafn mikil birta. Sumar eru reglulegar sólaijurtir, öðrum hæf- ir heldur minni birta og nokkrar dafna best í skugga, t.d. ýmsir burknar. Athugum þá á móti í hvaða átt gluggarnir snúa og velj- um blómategundir til ræktunar nokkuð eftir því. í suðurglugga og inn af honum er mikil birta á sumrin. Sólskinið verður stundum svo sterkt að nauðsynlegt getur orðið að flytja blómin úr glugga- num ögn inn í stofuna um hádaginn eða þá að skyggja þau. Annars er hætta á sviðnun. í suð- urglugga fer vel um kaktusa og þykkblöðunga. Einnig Hawaiírós (Hibiskus), indíánafjöður, frúar- lauf (Stephanotis), feluflóm (Bougainvillea) o.fl. Geta má þess að indíánafjöður þrífst líka í norð- urglugga, bara ef hlýtt er á henni. Morgunsól skín inn um austur- gluggann og margar jurtir, sem þurfa nokkurt sólskin, vaxa þar vel. Sólin smá hækkar á lofti og það kemur jurtunum vel. Jurtir, sem þrífast vel í austurgluggum, eru t.d. fíkjuviðartegundir (Ficus), dílaviður, öðru nafni köllubróðir (Diffenbachia), alpafjóla, asparg- us, iðna-Lísa, vaxblóm (Hoya) o.fl. Mikil birta kemur í vestur- gluggann, stundum full mikil þegar sólin skjmdilega skín þar inn einmitt þegar hún er hæst á lofti. Þarf þá stundum að skyggja á eða döggva jurtimar, líkt og í suðurglugga. Margar fagrar blómjurtir þrífast vel í vestur- glugga, t.d. ýmsir kaktusar, Betlehemstjama, ýmsar begóníur og rósir, Paradísartré, hamingju- blóm, sineraria, riddarastjama o.fl. I norðurglugga skal setja jurtir, sem þola skugga, t.d. ýms- ar blaðjurtir, burkna, rifblöðku (Monstera), bergfléttu, beinvið, húsfrið, gyðinginn gangandi, mánagull (Scindapsus), pipaijurt- ir (Peperomia) o.m.fl. Það borgar sig að gefa þessu gaum. Ingólfur Davíðsson Hefur þú prófað Súperstöð ESSO við Skógarsel? Þar leggjum við áherslu á mjög fjölbreytt vöruúrval og alla venjulega þjónustu bensínstöðva, auk sjálfsalaþjónustu allan sólarhringinn. En það er líka sitthvað annað í boði • Bílaþvottur í fullkominni þvottastöð. Völ er á 13 mismunandi þvottakerfum. • Þjónustuskýli. Þar er vatn, loft, olíusuga og ryksuga undir einu þaki, bíleigendum til hægðarauka. • Opnunartilboð og afsláttur á ýmsum vörum í eina viku, til 15. nóvember. Það er enginn krókur að koma við á Súperstöðinni - það er þér og bílnum í hag. Olíufélagið hf Skógarseli 10 - Sími 75233 Viðskiptaráðu- neytið: Ahersla á auk- inn viðskipta- jöfnuð við Þýska alþýðulýðveldið VIÐRÆÐUR fóru fram fyrir nokkru milli Islands og Þýska alþýðulýðveldisins um viðskipti landanna. Rætt var um framkvæmd viðskipta- samnings landanna, sem undirritaður var árið 1973 og framlengingu hans. Sala á íslenskum afurðum hef- ur verið lítil undanfarin ár til Þýska alþýðulýðveldisins, en þangað hefur einkum verið selt loðnumjöl og fryst síld. Nýlega tókust þó samningar um sölu á nokkru magni af lagmeti og sölt- uðum ufsaaflökum, sem notuð eru til framleiðslu á sjólax. ís- tenska viðræðunenfdin lagði áherslu á að Þýska alþýðulýð- veldið keypti meira af íslenskum vörum svo meiri jöfnuður næðist í viðskiptum landanna. Frá Þýska alþýðulýðveldinu kaupa Islendingar einkum áburð, koks, bifreiðar og leirvörur. í lok viðræðnanna undirrituðu for- menn viðræðunefndanna, þeir Sveinn Bjömsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og Siebold Kirsten skrifstofustjóri í utanríki- sviðskiptaráðuneyti Þýska al- þýðulýðveldisins, sameiginlega fundargerð um helstu niðurstöð- ur þeirra. (Úr fréttatilkynningu) Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.