Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Háskólinn V: Þátttakandi í ör- um breytingum samfélagsins eftir Þórð Kristinsson Islenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum frá upphafi aldarinnar og svo er einnig um háskólann sem haft hefur ómæld áhrif á umskiptin sem orðið hafa, enda þótt þau áhrif liggi ekki ætíð i augum uppi. Auk þess sem ísland varð fullvalda ríki 1918 og sjálfstætt lýðveldi 1944, þá eru breytingamar sem orðið hafa á íslensku samfélagi í rauninni öllu stærri og hafa orðið með meiri hraða en víðast annarsstaðar í Evrópu; þróun sem tók fáeinar aldir með öðrum þjóðum varð í einni svipan á íslandi og nægir í því efni að bera saman húsnæði landsmanna nú og um aldamótin. Tæknivæðing hverskonar hefur læst sig um samfélagið, fyrirbæri eins og vatnsveita, hitaveita og rafveita teljast til sjálfsagðra hluta; hið sama gildir um síma, sjónvarp og sjúkrahús; tölvu- væddan skipakost, flugvélar, framboð menntunar og menning- ar, matvæla, klæða og farskjóta hvaðanæva að úr veröldinni. Ef litið er fáeina áratugi aftur í tímann er engu líkara en að við höfum tekið mörg skref í einu og máske á stundum flýtt okkur um of. Okkur hefur t.d. reynst erfíð- ara en mörgum öðrum að fara með það sem við höfum, með því að lítill eða enginn tími hefur gefist — eða fremur verið eftirlát- inn — til að staldra við; kemur það e.t.v. einkum fram í skorti á siðuðum aga hvarvetna í sam- félagi okkar og starfí. Háskólinn hefur auðvitað ekki farið varhluta af þessari öru breytingu samfélagsins; hann hef- ur tekið þátt í henni, að sumu leyti mótað hana og einnig mót- ast af henni. Hann hefur stækkað og eflst á mörgum sviðum. Hann hefur mótað þessa breytingu með því að starfsmenn hans hafa látið í sér heyra og til sín taka á vett- vangi samfélagsins við ráðgjöf og rannsóknir, og við skóiann hafa menntast margir þeir sem átt hafa aðild að umbreytingu sam- félagsins. En hvemig hefur háskólinn vaxið? Fyrstu tvo áratugina frá 1911 er skólinn tók til starfa, mótaðist hann mjög af þeim þremur emb- ættismannaskólum sem mynduðu kjama hans; hann var fyrst og fremst kennslustofnun fyrir vænt- anlega embættismenn ríkisins; lækna, lögfræðinga og guðfræð- inga. Heimspekideildin sem stofnuð var með skólanum var í burðarliðnum og enda þótt hlut- verk hennar væri ekki einungis að mennta væntanlega mennta- skólakennara, heldur einnig að þjálfa fræðimenn í norrænum fræðum, þá bar deildin keim af sessunautum sínum. í byrjún fjórða áratugarins tók að örla á breytingum, enda ör úmskipti í samfélaginu sem köll- uðu á fjölþættari menntun. Happdrættið var stofnað 1933 og Tjamarbíó 1940, nú Háskólabíó sem byggt var á ámnum 1960—61. Með ágóða af rekstri þessara fyrirtækja tókst að byggja yfír starfsemina, en fyrstu 29 árin var húsnæði skólans held- ur klént og verður vikið að þeim þætti síðar í pistlunum. Hitt er ljóst að með stofnun Happdrættis- ins var rekin stoð undir húsnæðis- aðstöðu skólans sem gerði honum kleift að færa út kvíamar bæði í kennslu og rannsóknum. Árið 1940 var hafín kennsla í verkfræði, m.a. vegna þess að stríðið kom í veg fyrir að fólk færi utan til náms, og verkfræði- deildin formlega stofnuð 1944, en hún var fyrsta sjálfstæða deildin sem bættist við frá stofnun skól- ans. í lagadeild hófst kennsla í viðskiptafræðum 1941, en sérstök viðskiptadeild síðan stofnuð 1962. BA-gráða var skipulögð í heim- spekideild 1942, m.a. í tungumál- um og stærðfræði, og á ámnum 1944—46 var mjög aukin kennsla í norrænum fræðum með nýjum prófessorsstöðum í íslenskri tungu, bókmenntum og sögu. 1945 var hafín kennsla í tann- lækningum í læknadeild og í lyfjafræði 1957, en áður hafði hún verið kennd í Lyfjafræðingaskóla íslands frá 1948; við sömu deild var tekin upp kennsla í hjúkmnar- fræði 1973 og sjúkraþjálfun 1976. Árið 1969 var heiti verkfræði- deildar breytt í verkfræði- og raunvísindadeild með því að námskostir höfðu mjög aukist í deildinni; 1966—68 hófst þar kennsla í ýmsum raungreinum til BA-prófs, síðar BS-prófs. Deild- inni hefur nú verið skipt í tvær sjálfstæðar deildir, verkfræðideild og raunvísindadeild. 1976 var stofnuð níunda deildin, félagsvís- indadeild, en námsbraut í þjóð- félagsfræðum hafði tekið til starfa 1970. Svo sem fyrr hefur komið fram í þessu skrifí er námsgreinafjöldi og skipulag náms nokkuð mis- munandi í deildunum, en í næstu pistlum verður reynt að stikla á stóm um starfsemi hverrar deild- ar fyrir sig. Höfundur er prófstjóri við Há skóla íslands 13 ennavmir Frönsk stúlka, 23 ára, vill skrif- ast á við íslendinga. Hefur áhuga á m.a. tónlist og hjólreiðakeppni: Sylvie Vendé, 234 Rue de Tolbiac, C 814, 75013 Paris, France. Frá Bretlandi skrifar tvítugur piltur, sem segist hafa fengið áhuga á íslandi eftir að hafa séð mikið Qallað um land og þjóð í sjónvarpi. Bréfíð er skrifað helgina, sem leið- togafundur Reagans og Gorbachevs stóð yfir. Vill hann skrifast á við 16-22 ára íslendinga af báðum kynjum: Martin Silson, 6 Ferndale, Waterlooville, Hampshire P07 7NZ, England. Átján ára Ghanapiltur með áhuga á tónlist, íþróttum og póst- kortum: Leonard Borboh, P.O.Box 903, Oguaa, Ghana. Tvítug Ghanastúlka með áhuga á söng, íþróttum, tónlist, dansi auk þess sem hún safnar póstkortum: Jane Baker, P.O.Box 990, Oguaa, Ghana. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Er ný framtíð í sjónmáli? íran: Ekki þarf að fjölyrða um, að íran, undir handleiðslu Khomeinis, hefur búið við nánast algera einangrun síðustu árin. Heiftúðug gagnrýni Khomeinis á forystumenn flestra nágrannarikja, hefur náttúrlega haft þau áhrif, að sambúðin er vægast sagt afleit við þá flesta. Kannski ekki sízt vegna þess, að Khomeini tók fljótlega að hamra á því, að bráðnauðsynlegt væri að flytja islömsku bylt- inguna til sem flestra múhammeðstrúarríkja. Skástu samskiptin eru við Pakistani og Tyrki og þessi ríki hafa með sér eins konar efna- hagsbandalag. Þó er lítill vafí á því, að ástæður_ Pakistana fyrir að halda frið við írani, stafa meira af hagkvæmnisástæðum, fremur en hugsjónir fari saman. Það fer ekkert á milli mála, að Khomeini er stórlega óánægður með það, sem hann kallar fijálslyndisstefnu Zia forseta Pakistan í trúmálum. Hann lítur einnig hornauga til- tölulega vinsamleg samskipti Pakistana við Bandaríkjamenn. Zia Pakistanforseti hefur áreið- ið við Emirinn í Kuwait á síðasta ári. Samtímis því, að ringulreiðin vex í þessum heimshluta, velta menn því æ meira fyrir sér, hvað taki við, þegar Khomeini erki- klerkur andast.Hann er nú 86 ára og þótt aðrir skipi allar stjórnar- stöður fer enginn í grafgötur með það, hver er leiðtoginn þar á bæ. Vitað er, að ekki er einhugur meðal ráðamanna um eftirmann Khomeinis. Hann hafði ákveðið að Montazeri erkiklerkur tæki við af sér, hvað snerti hina trúarlegu forsjá. Eins og sagt hefur verið stríðinu við írak, en hann hefur stöku sinnum látið í ljósi efasemd- ir um það. I fyrra gekk hann svo langt, að varpa fram tillögu um, að alþjóðlegum dómstóli yrði kom- ið á laggirnar til að ryðja braut í friðarátt. Einnig hefur hann lát- ið að því liggja að hann vildi taka á ný upp einhvers konar samband við Bandaríkin. Þótt ekkert hafí þokazt í þær áttir enn virðist Rafsanjani vera sá innan forystu landsins, sem væri treystandi til að ræða og reyna að finna mála- miðlun. Mönnum til nokkurrar furðu hefur og virzt upp á síðkastið sem vottur róttækni sé að fínna innan ríkisstjómarinnar sjálfrar. Kham- eini forseti og Hussein Moussavi virðast reyna að fínna mótvægi við öfgasinnaða þungavigtar- menn. Þessir áðumefndu tveir menn eru og, að margra dómi Rafsanjani þingforseti, Ali Khameini forseti írans anlega reynt að halda samskipt- unum við íran í sæmilegu horfi, vegna viðskiptahagsmuna og þó ekki síður til að draga úr áhætt- unni á að stuðningsmenn Khomeinis fái ástæðu til að láta til skarar skríða í Pakistan. Þar býr fyöldi shia og flestir líta á Khomeini sem leiðtoga sinn. Um írönsk afskipti af gangi mála í Afganistan er vitað. Stjóm- in í Teheran hefur sagt fullum fetum, að íranskar byltingasveitir hafí þjálfað afganska skæmliða í íran. Þó að Afganir, sem em sunni múhammeðstrúar, séu margir sáróánægðir með þessi afskipti, hefur ágreiningi verið ýtt til hlið- ar, vegna sameiginlegra hags- muna, þ.e. að sigrast á Sovétmönnum. Re&Vta) Iraks er andúðin innan æðstu stjómar írans mest í garð Kuwait og Saudi-Arabiu, sem hafa veitt Irak liðsinni í stríðinu. Hryðjuverkamenn íransstjómar hafa lagt til atlögu í báðum þess- um ríkjum. Alvarlegast var tilræð- frá í Morgunblaðinu fyrir fáeinum dögum, hefur nú orðið uppvíst um, að ýmsir nánustu samstarfsmenn Montazeris em gmnaðir um svik við málstaðinn og eiga yfír höfði sér að vera leiddir fyrir rétt. Hvaða afleiðingar þetta muni hafa er ekki enn vitað. Fram að þeim tíma er fréttastofa Írans sagði frá þessu hafði Montazeri, að sögn, notið stuðnings. Sá ráðamaður í íran, sem líklega er valdamestur, að Khom- eini frátöldum er forseti þingsins, Hashemi Rafsanjani. Hann er metnaðargjam með afbrigðum, en sagður njóta almenningshylli. Rafsanjani mun án efa sækjast eftir forystunni og ekki ósenni- legt, að hann sé nær takmarkinu, ef Montazeri lendir úti í kuldan- um. Skoðanir Rafsanjani hugnast Khomeini um flest mætavel. En þingforsetinn er sagður öðmm slóttugri, en jafnframt sveigjan- legri og raunsærri. Hann hefur haldið uppi hörkuáróðri fyrir bezt til þess fallnir að leiða íran að Khomeini gengnum. Þeir virð- ast hafa nútímalegri afstöðu til framtíðarstöðu írans á alþjóða- vettvangi en flestir aðrir. Khameini hefur talað um að opna dymar til umheimsins á ný og hann virðist horfast í augu við að það sé kannski ekki jafn nauð- synlegt að flytja út islömsku byltinguna og öfgamenn boðuðu áður. Þrátt fyrir einhæfan frétta- flutning innan írans er sagt að almenningur fylgist vel með fram- vindu mála. Vestrænir sérfræð- ingar álíta að hvað sem öllu líður, styðji meirihluti þjóðarinnar islömsku byltinguna í sjálfu sér. En almenningur vilji að Iran losni úr viðjum einangmnar og fjand- samlegrar afstöðu umheimsins og að það eigi að vera verkefni arf- taka Khomeinis að leiða Iran á ný inn í samfélag þjóðanna. (Heimild: Far Eastem Economic ER oo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.