Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 23 nýtingar sjúkrarúma. Við höfum ekki orðið varir við að læknar eða sjúklingar hafí kvartað yfír þessu kerfí. Hins vegar er því ekki að leyna, að vegna stöðugs sjúkra- rúmaskorts á legudeildum verður oft að útskrifa sjúklinga fyrr en æskilegt hefði verið vegna þrengsla. Á þau þrengsli er hins vegar ekki minnst í skýrslu þessari. Svipað innlagningarkerfí er not- að víðst hvar á sjúkrahúsum erlend- is og þykir sjálfsagt. Það er því í hæsta máta einkennilegt, að „hag- ræðingarráðunautar" skuli agnúast út í slíka hagræðingu. Ég get ekki túlkað þetta öðru vísi en svo að um misskilning höfunda sé að ræða, enda virðist ýmislegt í niðurstöðum skýrslunnar (ssem annars inniheld- ur ýmsan fróðleik) vera byggt á órökstuddum fullyrðingum, en það eru einkum þessar fullyrðingar sem blásnar hafa verið út í fjölmiðlum og skaðað hafa góðan starfsanda á Borgarspítala. Eða hvaðan kemur höfundum viskan til að fullyrða: „kröfur starfsfólks um bætt kjör og aðstöðu skyggir á þarfír þeirra sjúklinga sem ekki þarftiast bráðrar aðhlynningar"? Höfundur er Gunnar Sigurðsson yfirlæknir iyfiækningadeildar Borgarspítalans. Ytri-Njarðvík: Kanínukjöt til Reykjavíkur Ytri-Njarðvík. KANÍNUKJÖT frá Kanínumið- stöðinni í Njarðvík hefur verið á boðstólum í Reykjavík að und- anförnu. Ekki í miklu magni enn sem komið er, en á því gæti orðið breyting. Kjötið hefur ver- ið til sölu hjá Kjötmiðstöðinni og líkað vel, á því væri enginn vafi að sögn starfsmanns í versl- uninni. „Hjá okkur er búið að slátra um 300 dýrum, eru það umfram karl- dýr og þau sem ekki standa sig nægilega í ullarframleiðslunni," sagði Stefán Ólafsson bústjóri Kanínumiðstöðvarinnar í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef leitt hugann að þvi að vera með kjöt af svokölluðum kjötkanínum, en þessi markaður er óþekkt dæmi og ég vil sjá viðbrögð fólksins áð- ur. Kanínukjöt er það kostnaðar- samt í framleiðslu, að það getur ekki keppt við kjúklingakjöt. Það er t.d. dýrara en nautakjöt í V- Þýskalandi." Elfa Björk Valdimarsdóttir með rafmagnsrakvélina að störfum í Kanínumiðstöðinni. Hún sagði að þessi væri orðin vön rakstrinum og léti sér fátt um finnast. I húsakynnum Kanínumiðstöðv- arinnar er löggilt sláturhús og fer slátrun fram undir stjóm dýra- læknis. Kjötið er látið hanga í 24 tíma áður en það er fiyst. Kanínumiðstöðin hóf starfsemi sína í júní 1984 með 126 dýrum sem voru flutt hingað frá V- Þýskalandi, nú eru þau orðin 2.300, allt hvítar ullarkanínur. Til Kína hafa nýlega verið seld 400 dýr og um 200 dýr hafa verið seld innanlands. Stefán sagði að kven- dýrin væru sædd með tæknifrjóvg- un frá völdum karldýrum, viðkoman hjá kvendýrunum væri að meðaltali 7 ungar á tveggja mánaða fresti. En þetta væri breytilegt, þær gætu átt frá einum unga og allt uppí 15 unga. „Hver kanína er rökuð 4 sinnum á ári og gefur um 1 kg að meðaltali og kostar kílóið í dag um 2.300 kr. Núna erum við að gera tilraunir til sútunar á skinnum sláturdý- ranna, en of snemmt er að segja hvort hægt er að nota þau á ein- hvem hátt.“ Stefán sagði ennfremur að Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Stefán Ólafsson bústjóri Kanínumiðstöðvarinnar með karldýr sem notað er til undan- eldis, en aðeins úrvalsdýr komast í þann hóp. stofnkostnaðurinn væri orðinn talsverður en hann væri ákaflega bjartsýnn um áframhaldið. „Eins og staðan er í dag og engin óvænt áföll verða ætti búið að geta skilað hagnaði eftir 1—2 ár.“ - BB Peugeot 505. Flaggskipið frá Peugeot Peugeot 505 hefur sannað ágœti sitt með margra ára reynslu við íslenskar aðstœður. Peugeot 505 er rúmgóður, þœgilegur, traustur og sparneytinn bíll. Peugeot 505 er fáanlegur bœði sem fjögurra dyra fólksbíll og skutbíll með sœtum fyrir alit að átta. Peugeot 505 er kraftmikill bíll með flöðrun í sérflokki og splittað drif að aftan o.fl. o.fl. Verð frá 564.900,- Peugeot 205 GTI Bíllinn sem sigraði Evrópu nú loks fáanlegur á fslandi. Peugeot 205 GTI, fremstur á meðal jafningja, hefur vegna frábœrra aksturseiginleika verið valinn „Sportlegi bíll ársins" af flestum virtustu bílablöðum Evrópu. Peugeot 205 GTI er fáanlegur með 115 hestafla vél með viðbragð 8,6 sek. í 100 km hraða og 130 hestafla vél með viðbragð 8,1 sek. í 100 km hraða. Pegar sest er undir stýri er orðið „sljómklefi" efst í huga ökumannsins. Sœtið gefur réttan stuðning og öllum mœlum og stjórntœkjum komið svo fyrir að ökumaður hafi góða yfirsýn og greiðan aðgang. Innifalið í verði: Álfelgur, litað gler, þokuljós að framan, snúningshraðamœlir, olíuþrýstimœlir, digitalklukka o.fl. Verð frá 576.600,- Opið í dag, laugardag 8/11, kl. 13-17 Opið á morgun, sunnudag 9/11, kl. 13-17 1 JÖFI Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 V ÞÓRHILDUR/SiA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.