Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 pltrjpt Útgefandi Ulþlltbilí Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Afvopnun og mannréttindi Fyrsti fundur utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eftir að þeir hitt- ust hér í Reykjavík var í Vínarborg nú í vikunni. Ráð- herramir kvöddust án þess að ákveða nokkuð um framhaldið. Þeir deildu áfram um sömu at- riðin og ollu ágreiningi í Höfða. Þeir gátu þó ekki komið sér saman um yfirlýsingu, þar sem annars vegar væru tíunduð þau atriði, sem samkomulag náðist um í Reykjavík, og hins vegar ágreiningsatriðin. Vangaveltumar um árangur eða árangursleysi Reykjavíkur- fundarins halda áfram að setja svip sinn á umræður í fjölmiðl- um og á stjórnmálavettvangi. Bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu hafa af því töluverðar áhyggjur, að öryggi þeirra minnki, ef bandarísku Evrópu- eldflaugamar verða fjarlægðar án hliðarráðstafana. Sovétmenn hafa yfirburði í hefðbundnum herafla á meginlandi Evrópu og þeir hafa fjölgað skammdræg- um kjamorkuvopnum sínum jafnt og þétt. í ræðu sinni á Vínarráðstefn- unni um Helsinki-samkomulag- ið minnti Matthías A. Mathiesen, utanríkisráðherra, réttilega á þá staðreynd, að sum ríki, sem aðild eiga að sam- komulaginu leggja meiri áherslu á öryggismálin en mannúðar- málin. Með þessum orðum var hann að vísa til afstöðu Sov- étríkjanna og fylgiríkja þeirra. Þeirri skoðun var haldið á loft, þegar umræðumar um yfírvof- andi kjamorkustríð vora sem mestar á Vesturlöndum fyrir fáeinum áram, að Sovétmenn ýttu undir þær meðal annars til að draga athyglina frá eigin mannréttindabrotum. Það kæmi sér vel fýrir Kremlverja, að þverpólitískar hreyfíngar í lýð- ræðisríkjunum hömpuðu því, að vegna yfirvofandi hættu á tortímingu í kjamorkustríði bæri lýðræðissinnum að falla frá gagnrýni á sovéska stjóm- kerfíð. í eftirleik Reykjavíkurfund- arins er nauðsynlegt að huga rækilega að þeim mun, sem er á stjórnarháttum í austri og vestri. Kosningamar í Banda- ríkjunum á þriðjudag leiddu til þess, að Ronald Reagan á ekki íengur á jafn vísan að róa í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, þar sem flokksbræður hans höfðu haft meirihluta síðan 1980, þeg- ar hann náði kjöri. Þegar Gorbachev ávarpaði blaðamenn í Háskólabíói á dögunum, sagð- ist hann binda vonir við það, að þrýstihópar, almenningsálit- ið og þingið í Washington gætu haft vit fyrir Reagan og lagt stein í götu geimvarnaáætlun- arinnar. Ekki er unnt að binda vonir við neitt slíkt í Sovétríkj- unum; enginn utan Kremlar- múra veit, hver það er, sem skipar menn í æðstu stöður þar, eða hvaða sjónarmið búa að baki ákvörðunum. Hið nýkjöma þing Banda- ríkjanna kemur ekki saman fyrr en í upphafi næsta árs og enn er óvíst, hvaða sjónarmið verða þar ofan á, þegar á reynir. Reagan nýtur hvað mestra vin- sælda af þeim mönnum, sem setið hafa í Hvíta húsinu. Það sýndi sig á lokadögum kosn- ingabaráttunnar eftir Reykja- víkurfundinn, að fastheldni forsetans í geimvamaáætlunina varð ekki til að draga úr vin- sældum hans. Sumir spá því, að hægrisinnaðir demókratar, sem náðu kjöri á þing, verði jafnvel meiri stuðningsmenn forsetans í vamarmálum en fijálslyndir repúblikanar, sem hurfu af þingi. Er ekki talið líklegt, að úrslit þingkosning- anna leiði til breytinga á afstöðu Bandaríkjastjómar í afvopnun- arviðræðunum. Þegar litið er á framhald við- ræðna austurs og vesturs, hvort heldur á Vínarráðstefnunni um samvinnu og öryggi í Evrópu eða á afvopnunarfundum risa- veldanna í Genf, mega hin glöggu skil milli lýðræðis og einræðis ekki gleymast. Rétti- lega er því staðfastlega haldið fram, að hervæðing og ekki síst kjamorkuvæðing varði allt mannkyn. Hið sama á við um mannréttinda- eða mannúðar- mál. Matthías Á. Mathiesen sagði í ræðu sinni í Vín: „Andófsmenn þurfa að þola harðræði í þrælk- unarbúðum eða á geðsjúkrahús- um. í hvert skipti sem slíkum aðgerðum er mótmælt er skírskotað til „fullréttis". Þá era það talin innanríkismál þegar einstaklingar vilja flytja úr landi, en fá það ekki. I augum íslendinga era þetta dæmi um mannréttindabrot og mannrétt- indi eiga sér engin landamæri. Orð fá aldrei brúað þetta hyl- dýpi, þar megna verkin ein að skapa aukið traust." Um leið og tekið er undir þessi orð, skal sú skoðun ítrekuð, að besta leið- in til að eyða þeirri tortryggni, sem hindrar helst samninga um afvopnun, er að virða sjálfsögð mannréttindi, draga niður járn- tjöld og leyfa fólki og þjóðum að kynnast og eiga eðlileg og frjáls samskipti. liJ Umsjónarmaður Gísli Jónsson Einn af förunautum nýróm- antíkurinnar (eða táknlistarinnar) í íslenskri ljóðagerð var málvönd- un. Ymsar gamlar leifar, sem enn höfðu loðað við ljóðin, voru nú sniðnar af og bomar á bál. Oeigin- legar hjálparsagnir hurfu unn- vörpum, svo og aðrir hortittir. Hið svokallaða skáldaleyfi, eink- um fólgið í notkun rangra eða hæpinna orðmynda vegna ríms, stuðla eða hrynjandi, sást nú mun sjaldnar en áður. Kenningar og önnur torskilin fomyrði týndu tölunni. Allt skyldi vera hreinna, einfaldara og auðskiljanlegra en áður. Að vísu þurftu lesendur stundum að ráða nokkur tákn, ef þeir áttu að skilja til fullnustu dýpri merkingu ljóðanna. En oft- ast nær var það ekki svo erfitt. Mörgum skáldum hinnar nýju stefnu tókst í aðgengilegu formi og oft með glæsibrag að orða þrá sína eftir takmarkaleysinu, feg- urðinni, sókninni til draumalands- ins fyrir handan hafið. Sigurður Sigurðsson frá Amar- holti kvað: Sól, stattu kyrr! þó að kalli þig sær til hvílu - jeg elska þig heitar. Þú blindar mín augu; en þú ert mjer svo kær, og eins hvort þú skín, eða bæn minni neitar. Jeg sæki þjer nær, þótt þú færir þig fjær- þótt þú fallir í djúpið, mitt hjarta til geislanna leitar! Jónas Guðlaugsson kvað: Ég vil lyfta þór löngun míns hjarta upp í Ijóshvolfin skínandi há, ég vil horfa á blómið mitt bjarta, sem í bemskunnar draumi ég sá. Ég vil hlusta á hrynjandi strauma, ég vil höggva mín arfgengu bönd! 0, mig langar í land minna drauma, ó, mig langar að árroðans strönd! Þetta vom bara tvö lítil dæmi af mörgum. Önnur nýrómantísk skáld um sömu mundir og þeir Sigurður og Jónas, vom ekki síður liðtæk, svo sem Guðmundur Guð- mundsson skólaskáld, Jóhann Siguijónsson, Jóhann Gunnar Sig- urðsson, Sigurður Nordal, Sigur- jón Friðjónsson, Unnur Bene- diktsdóttir Bjarklind (Hulda) og Jóhann Jónsson. Framhald nýrómantísku stefn- unnar, þegar tilfinningin var sett í enn hærra öndvegi en fyrr og tjáningin varð opinskárri, felst m.a. í ljóðum ekki minni spá- manna en Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefánssonar: Stefán kvað: Um æsku kveð ég, uns endar gangan, um rauðar varir og rósarangan. - Mig dreymir ennþá, en dagur flýr — um ástir kvenna og ævintýr. Davíð kvað: Og heldur vil ég dansa einn dans í villtri gleði en dragast út í leikinn. - Ég syng þó aðrir kveði og hirði hvorld um sakramenti, sálmabók né prest Fyrir gieði eina nótt læt ég gæfu mína að veði. Guðsríki er þeirra sem elska lífið mest. Á miðnætti þá hvíli ég á mjúkum liljubeði. Á morgun er ég týndur. - Það er best. Tímabil nýrómantíkurinnar á íslandi var bæði tiltölulega langt og blómlegt. Mér finnst reyndar sem rómantík hafi gengið betur í íslendinga en raunsæi. Tímabil raunsæis í íslenskum bókmennt- 362. þáttur um þykja mér til að sjá eins og kofar á meðal kirkna, þegar horft er til beggja blómaskeiða róm- antíkurinnar. Og ég undrast þetta svo sem ekki. Lífið á 19. öld og fýrri hluta þessárar aldar var þannig, að ekki er að undra, þótt erfitt og óljóðrænt væri að horf- ast í augu við veruleikann, en gott að geta horfið á vit draums- ins. „Flótti frá raunveruleikan- um,“ sögðu andstæðingarnir. „Lausn frá hversdagsleikanum," sögðu fylgjendurnir. Og enn kvað Davíð: Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Og er ekki ofsagt. Ætli það hafi ekki verið flestir. Þess vegna gátu menn enn tekið undir af mikilli innlifun og sungið með Jóni Jónssyni frá Ljárskógum: Kom draumaland með fangið fullt af friði og ró. Bragarháttur vikunnar, sá 20. og síðasti um sinn, er stúfhenda (braghenduætt VI). Öldurs viður yfrin fóng sér enginn kýs að deyja fyrr en dagur rís. (Bjöm á Botnastöðum) Hann er eins og feðrafoldin fyöllóttur, skáldlegur og sköllóttur. (Jóhannes úr Kötlum) Mér þótti vænt um að sjá orðið kraftbensín í fyrirsögn á baksíðu þessa blaðs á sunnudaginn var, ekki síst eftir að hafa heyrt stagl- ast á „súperbensíni" í auglýsing- um útvarpsins. Pétur þulur las orðið að vísu með heyranlegri vanþóknun. Sjálfstæðishúsið í Hafnarfirði endurnýjað MIKLAR endurbætur hafa verið gerðir á Sjálf- stæðishúsinu Strandgötu 29 í Hafnarfirði og er þeim nú lokið að utanverðu, en ennþá er þeim ekki lokið að innanverðu. Fulltrúaráð flokksins og formaður þess Þór Gunnarsson hafa sett sér það markmið að ljúka þessu verki að mestu á þessu ári, en Kristófer Magnússon hefur haft umsjón framkvæmda með höndum. Sjálfstæðisflokkurinn eignaðist húsið 1941 og sést það á myndinni eftir endurbæturnar. Hús- ið byggði Þórður Edilonsson árið 1908. Vmmimálasamband Samvinnuf élaganna: Oskar eftir viðræðuin við landssambönd ASI Framkvæmdastjórnarfundur hjá Verka- mannasambandinu á þriðjudaginn þar sem verður ákveðið hvernig standa skuli að samningum VINNUMÁLASAMBAND Sam- vinnufélagana óskaði á fimmtu- dag eftir viðræðum við landssambönd innan Alþýðusam- bands íslands hið fyrsta til þess að undirbúa komandi samninga- gerð, en samningar renna út um áramót. Vinnuveitendasamband íslands hefur rætt að undanf- örnu við landssamböndin hvert fyrir sig og er búist við að þeim undirbúningsviðræðum ljúki í næstu viku. Þorsteinn Ólafsson, formaður Vinnumálasambands Samvinnufé- lagana, sagði að sambandið vildi hefja könnunarviðræður sem fyrst við landssamböndin til þess að und- irbúa kjarasamningana. Hann sagði að eftir þessar viðræður yrði það metið hvort samflot yrði af atvinnu- veitenda hálfu í samningaviðræðun- um í vetur. Verkamannasamband íslands verður með framkvæmdastjómar- fund næstkomandi þriðjudags- morgun. Eftir hádegi sama dag verður fundur með sambandinu og VSÍ. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður VMSÍ, sagði að á fram- kvæmdastjómarfundinum yrði ákveðið hvemig standa skuli að kjarasamningunum í vetur. Um hugmyndir verkamannafélagsins Dagsbrúnar um skammtímasamn- inga, sagði hann að lengd samninga skipti ekki meginmáli, heldur hvað fengist fram í þeim. Æskilegast væri að komast sem lengst með fyrirhugaða uppstokkun launakerfa í landinu, en það væri ljóst að margt þar að lútandi þarfnaðist lengri undirbúningstíma en nú væri til stefnu og ákveðin vandkvæði væm á því að semja við deyjandi ríkis- stjóm. Hins vegar hrópuðu þeir á úrbætur sem verst hefðu orðið úti vegna launaskriðsins í landinu og standa yrði fast á rétti þeirra til úrbóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.