Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 50
ðó ÍÍÓRGUNBLAÐÍÐ, LAÓgÁRÖÁGIJR 8. NÓVEMBER 1986 fclk í fréttum Prince lögsóttur Burt Lancaster 1 f IWI Clancy með dóttur sinni Kathle- en. CLANCY SLÆR ÍGEGN ÁNÝ Inni á skrifstofu sinni hampar Tom Clancy 105 mm skothylki og brosir alúðlega um leið og hann fægir það. Hylkið er minjagripur frá hemum, en þegar Clancy heim- sótti skriðdrekaherdeild nokkra fékk hann að aka einum skriðdreka hennar af gerðinni M-1 og að skjóta fostum skotum á æfmgaskotmörk. Það gerði hann þegar hann var að safna efni í hina nýju metsölubók sína Red Storm Rising, eða „Rautt óveður í aðsigi". Bókin sú ama íjallar um þriðju heimstyijöldina og gerist að hluta til hér á landi, en Clancy gerir ráð fyrir að sovéskt lið hememi landið. Greinilegt er að Clancy hefur kynnt sér viðfangsefni sitt vel, því lýsing hans af Islandi er mjög trúverðug. Áður hafði Clancy ritað bókina The Hunt for Red October, eða „Leitin að Rauða október, en hún var einnig metsölubók. Tom veltir skothylkinu fyrir sér: „Ég skaut þessu sjálfur. Skotmark- Rokkstjaman Prince hefur verið lögsóttur af manni, sem segist hafa orðið fyrir taugaskaða á tón- leikum stjömunnar, þegar Prince fleygði tambúrínu út í sal fyrir tveimur ámm. Prince hefur það að venju í lok tónleika sinna að hlenda nokkrum tambúrínum til æstra aðdáendanna. Til þessa hefur það mælst vel fyrir, en maðurinn, James Snay yngri, segir að tambúrínan hafí verið með egghvassar brúnir, og hafi taugar í fingmm hans skoríst í sundur þegar fljúgandi tambúrínan rakst í hönd hans. Atvikið mun hafa átt sér stað hinn 5. nóvember 1984. Snay fer fram á 10.000 Banda- ríkjadali í skaðabætur af Prince, en hann sakar einnig eigendur tón- leikahallarínnar um vanrækslu hvað öryggismál varðaði. Ekki hefur enn náðst í Prince, eða aðra hlutaðeigandi til svara. Prince ið var í 1.310 m fjarlægð og ég hæfði það tvisvar í miðju. - Ég skaut tveimur skotum", bætir hann við stoltur. Frá því að Clancy reit metsölu- bókina um leitina að Rauða október hefur hann ekki setið auðum hönd- um. Hann var í vikutíma um borð í bandarískri freigátu, hefur talað við Andrés Bretaprins um þyrlu- hemað og snætt kvöldverð með Ronald Reagan, sem segist vera einlægur aðdáandi Clancys. Clancy kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í bandarískan bókmenntaheim. Hann hafði aldrei skrifað bók áður en að „Leitin að Rauða október kom út og reyndar var leseiidabréf hið eina sem sést hafði á prenti eftir hann áður. Þrátt fyrir að Clancy, sem er tryggingasali að atvinnu, búist við því að þéna um eina milljón Banda- ríkjadala fyrir „Leitina að Rauða október" og líklegast meira fyrir nýju bókina, segir hann að vel- gengnin hafí ekki breytt sér. „Ég er að mestu leyti sami lúðinn og ég var. Kannski ég gefí meira þjórfé..." Tom Clancy hefur alla tíð haft áhuga á hemaði og hátækni, þrátt fyrir að hann hafí ekki getað þjónað í Bandaríkjaher vegna sjóngalla. Það sem kveikti hugmyndina að fyrri bókinni var lestur fréttar árið 1976, um uppreisn um borð í sov- éskri freigátu. Þá reyndi einn jrfírmaður og nokkrir undirmenn að flýja til Svíþjóðar og mátti litlu muna að það tækist. „Ég velti vöng- um yfír þessari uppreisn í nokkur ár og fór að hugsa um hvað hefði ekki af baki dottinn Hyggst kvænast 35 ára gömlum einkaritara sínum Glettinn Hinn 73 ára gamli Burt Lancaster er síður en svo af baki dottinn, ef marka má sögu- sagnir í Hollywood. . „ Við höfum þegar ákveðið að giftast", sagði Burt nánum vini. „Það á aðeins eftir að ákveða dagsetninguna". Haft er eftir vinum Burts að hann telji aldursmuninn (38 ár) ekki skipta neinu máli. „Þegar ég er með Susan líður mér eins og strákling á ný“. Burt og Kærastan, Susan Scherer, voru kynnt hvort fyrir öðru í fyrra og hann réði hana til sín sem einkaritara skömmu síðar. Fyrir u.þ.b. miss- eri síðan urðu þau svo hrifín hvort að öðru og hefur ekki gengið hnífurinn á milli þeirra siðan. Burt, sem afskrifaði Jackie Bone, ástkonu hanstil 17 ára, skömmu áðuren hann kynntist Susan, hefur undanfarin ár verið heilsuveill og í ágúst 1983 fór hann í hjartaþraíðingu. „Burt þurfti að hafna mörgum leiktilboðum vegna heilsuleysis síns, svo hann var orðinn býsna lífsleiður“, sagði einn vina hans. „En eftir að hann kynntist Susan hefur hann allur eflst og er byijaður að gera áætlanir fram í tímann - og hann sagði mér að þær áætlanir fælu í sér að kvænast Susan“. Sameiginlegur vinur beggja sagði: „Susan er ekki tiltakanlega falleg í samanburði við Hollywo- od-gellurnar, en hún er einstaklega hrífandi og gáfuð. Hún sagði mér að það hefði komið sér jafnmikið á óvart og öðrum, þegar hún hreifst að Burt, því hún hélt fyrst að þetta yrði einung- is starf hjá gamaili Hollywood-kempu. En svo komst hún að því að hann reyndist vera hrifnæm- ur, blíður og ástríkur maður og það varð ekki aftursnúið". Hermt er að Burt segi sig hafa yngst í anda vegna samneytisins við Susan og að hún hafi reynst honum sem „æskubrunnur í kvenmanns- gervi". Vinur hans sagði að þegar hann hefði spurt Burt um aldursmuninn hefði hann sagt skellihlæjandi: „Lífíð er rétt að bytja gamli minn og ég get sagt þér að Susan er töluverður hluti þess lífs“. sa gamli! Þrátt fyrir að á herðum Bandaríkjaforseta hvíli gífurleg ábyrgð gef- ur hann sér yfirleitt tíma til þess að gera að gamni sínu. Gamansemin getur þó þjónað fleiri tilgangi en einum. Áður en uppvíst var um leiðtogafundinn voru blaðamenn áfjáðir í að vita hvað hefði farið millum Edvards Shevardnadzes, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og bandarískra embættismanna, en seinna kom í ljós að þeir voru að leggja á ráðin um Reykjavíkurfundinn. Þessi mynd var tekin þegar fréttamenn höfðu lögðu hart að Reagan um að segja hvað rætt hefði verið á fundi hans og ráðherrans, en hann leggur aðeins fíngur á vör til merkis að um leyndarmál væri að ræða. Fór enda svo að leyndarmálið kom öllum á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.