Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 28
& WPBMWKUW. LAffq^PACWB.s. Hikstaði stans- laust í fjögur ár MisHOula,Montana,AP 72 ARA gamall maður er þjáðst hafði af stanslausum hiksta í 4 ár, gafst upp á ástandinu og framdi sjálfsmorð sl. mánudag, að því er eiginkona hans tjáði lögregiunni í Montana í Banda- ríkjunum. Roy Duncan, átti orðið í erfíðleik- um með svefn og að borða, þar sem hann hikstaði að jafnaði 25 sinnum á mínútu síðasta árið. Er hikstamir hófust fyrir tæpum 4 árum stóðu köstin í u.þ.b. viku í einu og síðan leið nokkur tími þar til næsta kast gekk yfír, en með tímanum ágerð- ist hikstinn. Hann hafði reynt að leita sér lækninga, en án árangurs. Ekkjan, sem hafði verið gift Roy í fímmtíu ár, sagði, að hann hefði ekki þolað sjúkdóm sinn lengur og beðið hana að segja umheiminum hina raunverulegu ástæðu fyrir sjálfsmorðinu. Danmörk: Hermenn mega ekki gefa blóð Kaupmannahöfn, Reuter. DÖNSK heilbrigðisyfirvöld hafa bannað blóðbönkum í landinu að nota hermenn sem blóðgjafa af ótta við alnæ- missmit. Kom þetta fram í dönsku dagblaði í gær. „í hemum er hópeflið mjög sterkt og erfítt fyrir hvem ein- stakan að skorast undan þegar að honum er lagt. Þess vegna er meiri hætta á, að kynhverfir menn og aðrir, sem tilheyra áhættuhóp- um, freistist til að fara að dæmi annarra og gefa blóð,“ sagði Eva Hammershöy, sem sæti á í heil- brigðisráði ríkisins, í viðtali við Beríingske Tidende. „í herbúðun- um er líka mikið af ungum mönnum á þeim aldri þegar menn vilja skemmta sér og sletta úr klaufunum og þeir geta sýkst án þess að vita af því.“ Sumir forstöðumenn dönsku blóðbankanna hafa brugðist reiðir við banninu og sagði einn þeirra, að ekkert benti til, að hermenn væru meiri áhættuhópur en ein- hver annar. í skýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar frá í september kemur fram, að í Evr- ópu eru Danir þriðju í röðinni hvað varðar fjölda alnæmistilfella, 13,3 á milljón íbúa. Næstflest eru þau í Sviss en flest í Belgíu. AP/SImamynd Orlov ræðir mannréttindabrot Hinn þekkti andófsmaður Yuri Orlov, sem nýlega fékk leyfi til að flytjast frá Sovétríkjunum eftir að hafa dvalist í útlegð f Síberiu, hélt blaðamannafund á fimmtudaginn í Vínarborg. Gerði hann þar grein fyrir ástandi mannréttindamála í Afganistan i kjölfar innrásar sovéska hersins. Með honum á myndinni er blaðakonan Ludmilla Thorne en hún hefur skrifað fjölmargar greinar um mannréttindabrot Sovétstjómarinnar. Bandaríkjastjórn sögð selja írönum vopn: íran: Handtök- um fjölgar Nikósía.AP. SAMTÖK Mujahedeen Khalq skæruliða, er beijast gegn yfirvöldum í íran, gáfu út yfirlýsingu í París í gær þess efnis, að 200 manns hefður verið handteknir i íran og væm handtökumar liður í þeirri innbyrðis valdabaráttu er nú fer fram í landinu. í yfírlýsingunni sagði að 200 stuðningsmenn Montazeri erki- klerks hefðu verið kvaddir til yfirheyrslu í Upplýsingaráðu- neytið í Teheran og síðan verið handteknir. Fregnir þessar hafa ekki fengist staðfestar. Meðal hinna handteknu eru sagðir vera ýmsir frammámenn s.s. þingmaður, yfírmaður í bylt- ingavarðsveitunum, starfsmað- ur í skrifstofu Montazeri og stjómandi skóla Montazeri íu hinni heilögu borg Qom. Dönsk skíp hafa flutt vopnabúnað til íran segir varaformaður Danska sjómannasambandsins Kaupmannahöfn, Reuter. EINN helsti talsmaður danskra sjómanna segist hafa heimildir fyrir því að dönsk skip hafi flutt bandarísk vopn til íran. Kveður hann áhafnir skipanna hafa tjáð sér þetta. Undanfama daga hafa borist fréttir um leynilega vopnasölu Bandaríkjastjórnar til íran og hefur verið fullyrt að íranir hafí fengið vopnabúnað sendan gegn því að þeir aðstoðuðu við lausn gíslamáls- ins í Líbanon. Henrik Berlau, varaformaður Danska sjómanna- sambandsins, sagði í fyrradag að danskt skip hefði í síðustu viku flutt um 460 tonn af vopnabúnaði, frá Eliat í ísrael til Bandra Abbas í íran. Berlau kvaðst ekki vita hvar vopnin hefðu verið framleidd en kvað sjómenn hafa tjáð sér að þeir hefðu flutt bandarísk vopn til íran í fyrri ferðum sínum þangað. „Fjöi- mörg dönsk skip hafa siglt frá ýmsum höfnum Evrópu til Bandra Abbas. Flutningarnir hófust þegar Persaflóastríðið braust út en þeir hafa færst mjög í vöxt síðustu tólf mánuði. Ég tel að Bandaríkjamenn hafí gert sér vonir um að vopna- flutningamir myndu flýta fyrir lausn gíslamálsins," sagði Henrik Berlau. Bandaríkjastjóm hefur ekki vilj- að tjá sig um málið en í banda- rískum fjölmiðlum hefur verið haft eftir ýmsum embættismönnum að vopn hafí verið flutt til íran í gegn- um ísrael. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS sagði í fréttum í fyrrakvöld að múhameðstrúarmenn í Beirút, sem hliðhollir eru írönurn, hefðu sleppt þremur bandarískum gíslum í ár, vegna vopnasendinga Bandaríkja- stjómar til íranr'I fréttinni var jafnframt fullyrt að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefði samþykkt þessar ráðstöfun án þess að bera málið upp við þá George Shultz, utanríkisráðherra, og Caspar Wein- berger, varnarmálaráðherra. Fréttastofan kvaðst hafa þessar fréttir eftir ónefndum bandarískum leyniþjónustumönnum. CBS sagði ennfremur að flutningamir hefðu líklega hafist í september í fyrra þegar öfgafullir múhameðstrúar- menn slepptu Bandaríkjamanninum Benjamin Weir sem þeir höfðu hald- ið í gíslingu í Líbanon. Kalifornía: Meirihluti kjósenda vildi dauðarefsimm Qan Franniann Pnntnr AP Fundur ísraelskra friðarsinna og fulltrúa PLO: Óvænt fundarlok vegna hótana frá Abu Nidal - Costinesti, AP. ÍSRAELSKU friðarsinnamir og fulltrúar skæruliðasamtaka Frelsisfylkingar Palestínu (PLO) slitu fundum sínum í Rúmeníu óvænt og fyrr en ætlað var. Var það gert að framkvæði fulltrúa PLO sem fengu hótanir um líflát frá arabískum öfgamönnum. Hryðjuverkasamtök Abu Nidal höfðu í hótunum á fímmtudag og sendu rúmenskum yfírvöldum m.a. þá orðsendingu að þau „yrðu látin gjalda" fyrir að leyfa fundarhöldin þar í landi. í annarri yfirlýsingu voru palestínsku fundarmennirnir fordæmdir og þeim hótað lífláti fyr- ir „að leika sér með örlög þjóðar okkar“. Blaðamaðurinn Perehz Kidrom, sem var í ísraelsku nefndinni, sagði sína menn hafa orðið fyrir von- brigðum að hætt var við fundina. Þeir eru í hópi vinstrimanna, sem reynt hafa að stuðla að friði í Mið- austurlöndum. Aðeins var haldinn einn fundur af tveimur, sem ráðgerðir voru. Aðeins 15 Palestíiiumenn mættu til leiks af 31, sem ætlað var að tækju þátt. I ísraelsku sendinefndinni voru 29 fulltrúar. Ríkisstjóm ísraels hafði beitt sér gegn fundarhaldinu, einkum á grundvelli laga sem banna ísraelskum þegnum að eiga sam- skipti við hryðjuverkamenn. Höfðu ísraelsku þátttakendumir jafnvel verið varaðir við því að þeir gætu átt von á handtöku er þeir sneru til baka. San Francisco, Reuter, AP. KJÓSENDUR í Kalifomíu völdu sér ekki aðeins þing- menn í kosningunum sl. þriðju- dag, heldur var einnig kosið um dómarana, sem skipa hæstarétt ríkisins. Einn þeirra náði ekki endurkjöri, Rose Bird, umdeild kona, sem barist hefur gegn dauðarefsingum. Talið er, að þessi úrslit muni greiða götu þeirra dómara, sem hlynntir eru dauðarefs- ingum. I Kaliforníu eru rúmlega 100 manns í dauðadeildum fangels- anna og í kosningunum var Bird, sem skipuð var í embætti árið 1977, sökuð um að standa í vegi fyrir, að dómnum yfír þeim væri fullnægt. Niðurstaðan varð sú, að mikill meirihluti, tveir af hveij- um þremur kjósendum, neitaði henni um endurkjör. Hefur það ekki áður gerst í Kalifomíu í þau 50 ár, sem kosið hefur verið um frammistöðu dómara í embætti. Auk hennar féllu tveir aðstoðar- dómarar, sem höfðu sömu skoðanir á dauðarefsingum og AP/Símamynd Rose Bird var fyrsta konan, sem skipuð er í hæstarétt Kaliforníu, og jafnframt er hún fyrsti hæsta- réttardómarinn, sem kjósendur svipta embætti. hún. Búist er við, að George Deukmejian, ríkisstjóri í Kaii- fomíu, skipi bráðlega þijá nýja dómara, sem ekki setja sig á móti dauðadómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.