Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 35
MOBGUNBLAÐIÐ, iLAUGARDAGUR 18. >NÓVEMBER' 3&. 25 tonn af eyfirskum kartöflum: Sjónvarp Akureyri: Sendirinn á leið til landsins Gerðar fransk- ar í Danmörku Framleiddar til samanburðar við fyrri framleiðslu 25 TONN af kartöflum úr Eyja- firði voru fyrir nokkru send til Danmerkur þar sem unnar voru úr þeim franskar kartöflur. Astæðan er sú að forráðamenn Kjörlands hf. á Svalbarðseyri vildu bera saman franskar kart- öflur framleiddar í Danmörku úr sama hráefni og þær sem framleiddar hafa verið á Sval- barðseyri. „Við reiknuðum með að fá með þessu mun betri vöru, sem stenst gæði á innfluttum frönskum kart- öflum, og sýnum með þessari tilraun fram á að ákveðin tæki vant- ar í verksmiðjuna á Svalbarðseyri - tæki sem þegar hafa verið sett upp í verksmiðjunni í Danmörku," sagði Þórður Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Kjörlands, í samtali við Morgunblaðið. Umrædd tæki eru þurrkari og fleiri hjálpartæki. Þurrefni er minna í íslenskum kart- öflum en erlendum, að sögn Þórðar, og séu þessi tæki til staðar við fram- leiðsluna minnkar vatnsmagnið í íslensku kartöflunum og þar halda sér því betur þegar búið er að steikja þær. Verksmiðijan í Danmörku er í grennd við Biliund og er eigu manns að nafni Ole Flenstæd. Menn frá honum settu einmitt upp verksmiðj- una á Svalbarðseyri á sínum tíma. Að sögn Þórðar er ekki ákveðið hvort nefndur þurrkari verður keyptur til Svalbarðseyrar, það mál er í athugun, en ekki er ljóst hver kostnaður yrði af slíkri breytingu þar sem upplýsingar þar að lútandi liggja ekki fyrir. Kartöfluverksmiðjan á Sval- barðseyri var sett í gang í einn dag fyrir mánaðarmótin. „Við renndum þá í gegnum hana smá slatta af kartöflum til að bera saman fransk- ar við þær sem koma frá Dan- mörku," sagði Þórður. Hann sagði ekki endanlega ljóst hvort kartöfl- umar sem koma frá Danmörku yrðu settar strax í sölu, en reiknaði með að veitingahúsum yrði boðið upp á þær til reynslu. Nú eru á lager um 100 tonn af tilbúnum Fransman kartöflum á Svalbarðseyri. "f Dagskrá um „íslenskan sveita- mann og alheimsborgara“ Dagskrá til heiðurs Kristjáni frá Djúpalæk verður frumflutt í Alþýðuhúsinu í dag, laugar- dag, kl. 15.00 eins og Morgun- blaðið hefur áður greint frá. Blaðamaður leit inn á æfingu á dögunum og myndaði þann fríða flokk sem flytur dagskrána. Á myndinni eru flytjendur, ásamt Kristjáni, en hann stendur fyrir miðri mynd ásamt Sunnu Borg, sem hefur umsjón með dag- skránni. í bókinni Dreifar af dagsláttu sem kom út í tilefni afmælis Kristjáns segir Gísli Jóns- son m.a. „Kristján frá Djúpalæk er í senn íslenskur sveitamaður og alheimsborgari. Alis konar andstæður hafa togast á um hann: útþrá, heimþrá; breytingagimi, fastheldni; uppreisn, auðmýkt; beygur, dirfska; innileiki, kald- hæðni; alvara, skop; afneitun, trúrækni. Af öllum þessum þátt- um er persónuleiki hans slung- inn...“ Áð sögn Sunnu Borg er skáldferill Kristján rakinn frá bemsku til nútímans þannig að af nógu efni er að taka og fjöl- breyttu, miðað við lýsingu Gfsla. „NEI, við náum ekki að byija að senda út 15. nóv- ember. Sendirinn okkar er einhvers staðar í skipi á leið- inni til landsins og við vitum ekki hve hratt það siglir! Getum því ekki sagt ná- kvæmlega hvenær við fáum sendinn,“ sagði Hafþór Helgason, sjónvarpsstjóri Eyfirska sjónvarpsfélags- ins, í samtali við blaðamann í gær. Að sögn Hafþórs var mastrið, sem sendibúnaðurinn verður fest- ur á, reist í gær í nánd við bústað Menntaskólans í Vaðlaheiði. „Við eram því tilbúnir að öllu leyti nema því að það vantar sendinn. Það er bara beðið eftir honum. Þá vantar að vísu formlega af- greiðslu Pósts og Síma á beiðni okkar en útvarpsréttamefnd tók erindinu mjög vel á sínum tíma og það er aðeins formsatriði sem eftir er.“ Hafþór vildi ekki nefna ákveðin dag sem stöð hans „færi í loftið“ en sagði þó öraggt að það vrði síðar í mánuðinum. Verið er að reisa myndver í tengslum við húsnæði Samvers í Grandargötu en þar verður Ey- firska sjónvarpsfélagið með aðstöðu. Að sögn Hafþórs verður myndverið (stúdíóið) fokhelt í næstu viku. Talsvert af fólki hef- ur rætt við Hafþór um hugsan- lega dagskrár gerð á vegum fyrirtækisins en ekki er ákveðið hvemig að henni verður staðið. Sem kunnugt er mun Sjónvarp Morgunbladið/Guðmundur Svansson Alltað ofan „Þetta virðist allt koma að ofan,“ gætu þessir ungu Akureyringar verið að segja hvor við annan. Um helgina er spáð norðanátt og trúlega snjóar nyrðra. Akureyri sýna efni frá Stöð 2 en einnig framleiða sitt eigið efni þegar frá líður. „Fólk hefur mik- ið talað við okkur um dagskrár- J gerðina og við eram mjög ánægðir það. Við viljum einmitt tala við bæjarbúa um gerð efnis og gera það heimilislegt í sam- vinnu við þá,“ sagði Hafþór. Flíkurnar frá Sam- bandinu líka vel: Þakkir frá Gorbachev- hjónunum JÓNI Sigurðarson, framkvæmda- stjóra Iðnaðardeildar SÍS, hafa borist þakkir frá Gorbachev hjón- unum fyrir yfirhafnir þær sem Steingrfmur Hermannsson, for- sætisráðherra, afhenti þeim mcðan á leiðtogafundi Reagans og Gorbachevs stóð á dögunum. Jón var kallaður á fund rússneska sendiherrans hér á landi í vikunni þar sem honum var á formlegan hátt tjáð þakklæti þeirra hjóna. Þar kom fram að flíkumar hefðu fallið þeim mjög vel, passað vel, væru fallegar og þau. hjónin hefðu notað þau mikið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Gorbachev hjónin hefðu ennfremur gjaman viljað að þakkir þeirra bæmst þeim til eyma, sem unnið hefðu að þessarri fram- leiðslu. Ég bar því starfsfólki á skinnasaumastofu þakkir þeirra í gær,“ sagði Jon. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikfimin hjá Kaldbak á Grenivík Eitt af því sem ætti að koma alls staðar -segir Kristleifur Meldal verkstjóri „FÓLK ER mjög ánægt með þetta. Þetta hefur skilað nyög góðum árangri. Vöðvabólgutíðni hefur minnkað og forföllum vegna vöðvabólgu og slitsjúk- dóma hefur fækkað mjög mikið,“ sagði Kristleifur Meldal, verk- stjóri hjá frystihúsinu Kaldbak á Grenivík, í samtali við Morgun- blaðið um leikfimi sem starfs- fólkið hjá honum hefur gert í sumar - og Morgunblaðið greindi frá á sinum tima. Kristleifur hefur nú gert skýrslu um leikfímina. Hún verður send til Sambands fiskvinnslustöðva. „Ég vil miðla af reynslu okkar hér. Ég veit ekki til þess að önnur frystiús hafí tekið þetta upp en það eru margir sem hafa hringt og hugsa sér að gera þetta. En mig granar að menn séu hræddir við þetta vegna þess að það sé mikið fyrir- tæki - en það er misskilningur." Eins og kom ffarn í Morgnblaðinu á sínum tíma var það Magnús Ólafs- son sjúkraþjálfari á Akureyri sem skipuíagði leikfimi fyrir Kaldbak. Magnús rannsakaði ástand starfs- fólksins, skýrði út fyrir þeim hvað um væri að vera og gaf þeim góð ráð. „Ég vil segja að þetta sé glæsi- legt. Eitt af því sem koma skuli alls staðar. Ekki síst í fiskvinnslu- fyrirtækjum þar sem unnið er { kulda og störfín era einhæf. Við höfum fengið tvö prógröm hjá Magnúsi og eigum von á fleirum," sagði Kristleifur. Hann sagði þetta „fundið fé“ fyrir báða aðila, og „mér fínnst að Verkalýðshreyfíngin ætti að hvetja fólk til að gera þetta. Mér fínnst líka að atvinnurekendur ættu að velta því fyrir sér hvort þeir ættu ■kki að fara út í þetta. Eins og ég segi er mjög góð reynsla af þessu og starfsfólkið er svo ánægt að það þýðir ekkert fyrir okkur hér að hætta með þetta. Leikfimin verður stunduð hér það sem eftir er! Þetta eflir líka samkennd fólksins og er því mjög pósitfft í alla staði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.