Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Pókotstúlkan Pálína eftir Ragnar Gunnarsson Þegar mikil óvissa ríkti um fram- hald starfs Sambands islenskra kristniboðsfélaga í Eþíópíu fyrir átta árum, hóf SÍK starf í Kenýu. Kristniboðsstöð var reist í Chepar- eria í Pókot-héraði í NV-hluta landsins. Pókotþjóðflokkurinn er álíka flölmennur og íslenska þjóðin. Hann var mjög einangraður fram á síðasta áratug, en síðan hefur margt gerst og er að gerast. Eftir að starfið hófst í Chepareria, hafa margir flust þangað. Stutt er í vatnsból kristniboðsstöðvarinnar, skammt að sækja skóla og án efa hafa margir eygt von um atvinnu eða einhveija aðstoð, þegar harðnar í ári. Fátæk móðir okkar við fólkið. Við þurftum því túlk. Fljótlega komumst við að því að Pálínu langaði mjög til að ganga í sköla eins og yngri bræður hennar tveir. Þar gæti hún lært að lesa og skrifa, reikna og eitt og annáð er kæmi að notum í framtíðinni. En Pálínu var, eins og ýmsum öðrum stúlkum, meinað að sækja skólann. Móðir hennar hafði engan skilning á gildi menntunar fyrir stúlkur. Hún horfði hins vegar fram til þess tíma er Pálína giftist. Þá fengi hún nokkrar kýr í brúðarverð og gæti hugsanlega búið á heimili dóttur og tengdasonar. Þegar reynslutíma Pálínu lauk, kom móðir hennar að spyrjast fyrir um framhald vinnunnar. Fékk hún það svar, að við vildum að Pálína héldi áfram ef hún fengi að ganga í skólann við kristniboðsstöðina. Hvert tækifæri nýtt til að æfa sig i lestri. Hér er bróðir Pálínu með bók í hönd. Ein hinna aðfluttu er einstæð móðir með bömin sín þijú. Faðirinn lést fyrir fimm árum og síðan hafa þau veriö á flækingi. Kjör ein- stæðra mæðra eru mjög bágborin í Pókot, þær eru fátækastar meðal fátækra. Fyrir rúmum tveim árum kom fjölskyldan til Chepareria og fékk inni í geitakofa í nágrenni kristniboðsstöðvarinnar. Eftir nokkurra vikna dvöl með geitum, tóku nokkrar konur í kirkjunni sig saman um að hjálpa henni með aðstoð okkar að koma yfír sig húsi. Við kynntumst fyrst elstu dóttur- inni, Pálínu Kaptoy, sem geitahirði. Það kom í hennar hlut að líta eftir geitum nágrannans, sem hafði leyft þeim sambýli við þær. Aður en við vissum af, var tveggja ára sonur okkar, Sigurður, kominn á mjöðm Pálínu, en þannig bera stúlkur í Pókot yngri systkini sín. Þao kom okkur á óvart, þar sím Siggi var hlédrægur og þýdd- ist ekki hvem sem var. En Pálínu tókst atí laða hann til sín og átti síðar eftir aö reynast honum og litla bróður, Hermanni Inga, sem besta systir. Ráðir í vinnu Nemendur úr skólanum við kristniboðsstöðina í Chepareria. öllu illu fyrir að bera þetta í okkur. Pálína sagði okkur það og ýmislegt annað miður gott, gegn því fyrir- heiti að við segðum móður hennar það ekki. Þá daga, sem hún fékk engan mat, gáfum við eða aðrir úr söfnuðinum henni mat. Við vorum í vanda. Við hefðum getað sagt Pálínu upp, en það hefði bitnað mest á henni sjálfri. Eftir að hafa rætt vandann við safnaðar- leiðtogana, var ákveðið að spyija móðurina, hvort hún féllist ekki á að senda Pálínu á heimavistarskóla. Þrátt fyrir efasemdir okkar fékk Pálína að fara á heimavistarskóla fyrir stúlkur í Chesta í 70 km fjar- lægð frá okkur. Hafði henni gengið það vel í skólanum að hún settist þar í 4. bekk 15 ára gömul í upp- hafi þessa árs. Það var erfítt að fara að heiman, en jafnframt mik- ill léttir. Hún fékk nú mat og góða umhyggju og kemur heim í frí þrisv- ar á ári. Hver verður framtíðin? Hver framtíð Pálínu verður vitum við ekki. Það er margt sem berst um líf hennar og sál. Hún er á mótum hins gamla og nýja. Það á ekki aðeins við um trú hennar. Margt gott og illt hefur viðgengist í þjóðfélaginu. Jafnframt er allt að breytast, margt berst inn í sam- félagið utanfrá, gott og illt. Yfírvöld landsins hafa komið á skólaskyldu, en erfítt er að fram- fylgja henni. Kristniboðið sér um uppbyggingu skólanna, aðstoð og eftirlit í samvinnu við yfírvöld. Fái ekki öll böm tækifæri til náms, verða þau homreka í þjóðfélagi framtíðarinnar. Skólaganga og önnur áhrif skapa nýjan hugsunarhátt. Æskan snýr baki við því gamla, góðu og illu. Það er undir hælinn lagt hvað kem- ur í staðinn. Rótleysi, siðleysi og öryggisleysi tekur við. Viðbúið er að þróunarhjálp og framfarir fari meira og minna í vaskinn sökum spillingar. Trúin á Jesú Krist veitir æskunni nýja von og framtíð. Kristniboðs- starfið miðar að því að hamla gegn of ömm breytingum og að varð- Kristniboðsstöðin i Chepareria. Húsin lengst til hægri eru skólabygg- ingarnar. Kirkjan er á miðri mynd, en ibúðarhús kristniboðanna ofar í lóðinni, handan vegarins. Það atvikaðist þannig, að móðir hennar baö um vinnu fyrir hana. Við ákváðum að ráða hana til bamagæslu til reynslu hluta úr degi. Þá gæti hún litið eftir drengj- unum og leikið við þá, meðan við sinntum margvíslegum störfum. Pálína átti einn bol og eitt pils. Það vom öll hennar föt. Hvorki hún né móðir hennar höfðu nokkum skilning á gildi hreinlætis. Því þurftum við að byija á því að kenna henni að þrífa sjálfa sig og fötin. Hún fékk einnig föt til skiptanna. þetta var nauðsynlegt til að bægja frá lúsum og ýmsu öðm, sem við, vön hreinlætinu, vomm viðkvæm fyrir. í heimsókn hjá Pálínu Synir okkar vöndust Pálínu á skömmum tíma. Þeir nutu þess að vera með henni, enda lék hún sér mikið við þá og hafði gaman af. Drengjunum þótti spennandi að fá að fara heim með Pálínu. Það fengu þeir, þá daga sem hún átti að sjá um matinn heima. Tóku þeir þátt í matargerðinni og fylgdust með, þegar maískakan, ugali, var búin til með því að sjóða upp á hlóð- unum hnausþykkan graut úr möluðum maís. Með þessu borðuðu þau e.k. spínat eða jurt, sem minnti okkur einna helst á arfa og óx villt. Blöðin voru skorin í ræmur og soð- in í vatni og feiti. Þetta var snætt af bestu lyst. Hvorki stólar né rúm voru á bænum og því sest á nauts- húðir eða flata steina með matinn fyrir framan sig. Að sjálfsögðu var maturinn snæddur með guðsgöflun- um, eins og þeirra er siður. Kunnu drengimir þessu mætavel, meðan foreldramir áttu í stökustu vand- ræðum með að kenna þeim á hnífapör hvítingja! í skóla Pálína kunni ekki swahfli, en það tungumál notum við í samskiptum Féllst móðir hennar á það og höfum við sjaldan séð Pálínu eins ham- ingjusama. Hún byijaði í skólanum um ára- mótin og settist í annan bekk, 14 ára gömul. Hún tók miklum fram- fömm á stuttum tíma og fór að tala við okkur án túlks. Brátt var hún orðin túlkur annarra. Lítil lestr- arhefti, sem við höfðum gefíð henni, vom stöðugt í notkun. Jesús grípur hug og hjarta Pálína tók strax þátt í starfí kirkjunnar af h'fí og sál. Hvem ein- asta sunnudag mætti hún í sunnu- dagaskólann og eftir að hún fór að gæta drengjanna okkar, tók hún þá oft með sér. Einnig var hún með í unglingakómum, enda hafði hún mjög gaman af söng. Pálína sótti einnig skímar- og fermingamámskeið í kirkjunni, og skírðist um síðustu jól. Hún vildi verða kristin, af því að hún hafði kynnst kristindóminum af eigin raun og þekkti of vel eymd og böl heiðninnar. Hún hafði einnig oft fengið að fínna fyrir henni. Mótlæti Pálína vildi fá að ganga í skóla og vera kristin. Hún hafði heldur engan áhuga á að giftast strax, en það var vilji móðurinnar, sem fór að gera henni lífið leitt. Þannig ætlaði hún að þvinga Pálínu til að giftast. Þar með yrði skólagangan úr sögunni og jafnvel trú hennar líka. Við fréttum fyrst af þessu, er við tókum eftir því hve Pálína var farin að vera undarlega máttlaus. Eftir langa mæðu komumst við að því að það var mjög lélegu matar- æði að kenna. Móðir hennar svelti hana. Hún fékk mat aðeins annan hvem dag. Við kölluðum á móður hennar og sögðum henni, að Pálína yrði að fá fjölbreyttan og nógan mat, ef hún ætti að geta sinnt starfí sínu. Tók hún tilmælum okkar vel í okk- ar áheym, en barði dóttur sína er þær komu heim og hótaði henni veita hið góða í hefð og arfi menningarinnar. Trúin á Jesú Krist verður hluti af lífi þeirra, en form hennar í samræmi við samfélagið, sem þau lifa í. Framtíð æskunnar í Pókot veltur á því hvaða lífsgrund- völl hún velur sér. Höfundur hefur síðustu þrjú og hálft ár unnið að kristniboðsstörf- umíKenýu. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.