Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 British Aerospace ATP, 66 sæta skrúfuþota, er þriggja mánaða gömul. Aðeins 9 vélar eru seldar af þeim 200 sem framleiðandinn telur að markaður sé fyrir. Fyrsta skrúfuþota heims, breska Vickers Viscount-vélin, var fyrst sýnd á flugsýningu fyrir 39 árum og er enn í notkun. ATP-vélin er eiginlega afkomandi hennar, en það er svo önnur saga hvort það boði að ATP verði enn í notkun eftir 38 ár. Úr því fæst skorið árið 2024. ársfjórðunginn því þá seldu þau samtals 303 þotur, 250 staðfestar pantanir og 53 óstaðfestar. Ef heildarsala ársins 1984 er skoðuð þá skiptist hún þannig: Airbus 35 vélar, Boeing 211 og Douglas 110 vélar. Til marks um umskiptin má geta þess að á árinu 1983 seldust aðeins 6 Airbus-vélar. Á sl. ári seldu „risamir" samtais 599 þotur að andvirði 21,5 milljarðar dollara, að því að áætlað er. Sem áður, seldi Boeing langmest eða 390 vélar, Airbus 92 og Douglas 117 vélar. I sögu Boeing var sl. ár metár ef miðað er við söluandvirði og þriðja besta árið í flugvélum talið (1978 seldust flestar Boeing-þotur, 461 talsins). Góðærið hefur haldið áfram. Fýrstu sex mánuði þessa árs hafa „risamir" selt samtals 354 þotur miðað við 207 á sama tímabili i fyrra sem þó var eitt besta árið í flugvélasölu. Þá fjóra mánuði ársins sem liðnir em síðan hafa Boeing og Airbus náð stómm sölusamning- um. Af þotunum 354 seldi Boeing 247 og er áætlað andvirði þeirra um 11,9 milljarðar dollara þannig að á fyrstu sex mánuðum þessa árs Gróska og- góðar horfur í flugiðnaði Flug Gunnar Þorsteinsson Flugvélar koma og fara en al- þjóðlegar flugsýningar halda áfram með reglulegu millibili. Ein þeirra, breska Famborough-sýningin var síðast haldin í september og var það ein áhugaverðasta flugsýning í heimi um langt árabil. Óvenjumargar glænýjar flugvélar vora til sýnis en það sem mest bar á, er að flugiðnað- urinn stendur frammi fyrir því að þurfa á næstunni að taka ákvarðanir sem gætu þýtt byltingu, a.m.k. í far- þegaflugi. í þessum efnum ber hæst nýja gerð hreyfils sem nýbyijað er að prófa á flugvél og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir endanleg- um niðurstöðum. Hér verður greint frá því athyglisverðasta sem er og hefur verið að gerast í flugiðnaðinum . og er Famborough-flugsýningin til- valin til að endurspegla tíðihdin. Nú er mikil gróska í flugiðnaði heimsins, alveg sama í hvaða grein er. Þegar til lengri tíma er litið em horfumar einnig góðar þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á borð við bágborinn §árhag margra flugfélaga, minnk- andi framlög til vamarmála í ýmsum löndum og alþekktra erfiðleika með bandarísku geimferðaáætlunina. Ef þessi bjartsýni er færð í tölulegt form er áætlað að viðskipti flugiðnaðarins fram til aldamóta muni nema hvorki meira né minna en einni billjón doll- ara (1 með tólf núllum fyrir aftan). Þetta er svo stjamfræðilega há tala að við íslendingar eigum erfitt með að finna einhveija inntenda viðmiðum svo vel sé. í ljósi þessa er engin furða að metþátttaka hafí verið á Fambor- ough-sýningunni nú í ár, sýnendur hátt í 700, gestir um 340 þúsund talsins og 150 loftför til sýnis. En dýrt er Drottins orðið. Stærstu flug- vélaframleiðendumir sögðust t.a.m. eyða einni milljón dollara í sýningar- haldið þá átta daga sem það stóð. Flestar nýjar flugvélar evrópskar Það er alveg sama á hvaða flug- sýningu farið er, alltaf vaknar ein og sama spumingin strax: Hvaða nýju flugvélar em til sýnis? Þarna á Farnborough vom 30 nýjar flug- vélagerðir sem ekki höfðu sést áður, þó sumar hefðu að vísu sést á öðr- um flugsýningum. En glænýjar flugvélagerðir, nokkurra vikna gamlar, vom óvenju margar og það sem sjaldgæfara er, þriðjungur þeirra var breskrar gerðar. Þó ' nokk'úd sé um liðið síðan sýningin var haldin hafa ekki margar nýjar flugvélagerðir komið fram á sjónar- sviðið svo ekkert er að því að halda sig við Famborough áfram. Á Famborough var hlutur Evr- ópulanda stór og mikill og greinilegt að þau em stöðugt að sækja í sig veðrið á kostnað Bandaríkjamanna. Þær fimm glænýju flugvélagerðir sem vekja einna mesta athygli um þessar mundir em allar evrópskar sýndi Iistir sýnar á Famborough. Búið er að breyta A 300-þotunni þannig að í stað hefðbundins flug- vélastýris em komnir litlir stýris- pinnar til hliðar við flugmennina og em þeir tengdir „Fly-by-wire“- kerfinu. Flugeiginleikar þotunnar em tilkomumiklir og ótrúlegir enda gekk hún í daglegu tali undir heit- inu „Rafmagnsflugvélin" í blaða- Fokker 50 heitir skrúfuþotan sem er arftaki hinar góðkunnu Fokker F 27. Ein af nýjungum Fokker 50 er öflugri bandarískir 6 blaða hreyflar í stað breskra fjögurra blaða á F 27-vélinni. Fokker 50 er miklu hljóðlátari en fyrirrennarinn og háværa ýlfrið sem sker merg og bein er liðin tíð. Framleiðsluáætlun Fokker 50 er nokkrum mánuðum á eftir áætlun. 50 vélar hafa selst, þar af eru 11 óstaðfestar pantanir. og í fyrsta sinn sýndar á flugsýn- ingu. Fyrst ber að nefna tvær tilraunaþotur sem næsta kynslóð evrópskra omstuþotna kemur til með að byggjast á, breska EAP þotan (Experimental Aircraft Pro- gramme) frá British Aerospace og franska Rafale-þotan frá Avions Marcel Dassault Breguet Aviation. Að öðmm flugvélum ólöstuðum verður að segjast eins og er að þessar tilraunaþotur hafa gjörsam- lega stolið senunni undanfarna mánuði. Nú em einnig tvær nýjar skrúfuþotur í sviðsljósinu, Fokker 50 frá Hollandi og British Aero- space ATP frá Bretlandi. í flokki smáflugvéla vekur nú tveggja sæta kennsluflugvél frá Bretlandi, ARV Super 2, óskipta athygli. „ Raf magnsf lugvélin“ og „Gammurinn" Famborough-sýningin ’86 kemst á spjöld sögunnar fyrir það eitt að vera fyrsta flugsýningin þar sem sýnt var hvemig farþegaflugvél búin hinu svokallaða „Fly-by-wire“ kerfi lætur að stjóm. „Fly-by-wire“ stjómkerfíð verður í Airbus A320 þotunni sem verður tilbúin í mars á .næsta ári. Undanfarna mánuði hafa eiginleikar kerfisins verið próf- aðir í Airbus A 300-þotu þeirri sem mannamiðstöð sýningarinnar. „Fly-by-wire“-kerfíð er rafeinda- og tölvustýrt, og m.a. þannig úr garði gert að tölva tekur sjálfkrafa við stjóminni ef hætta er á ofrisi. I sýningarflugum er enda aðal- áhersla lögð á að draga fram hve vel vélin lætur að stjóm og er stöð- ug við ofrisaðstæður, bratt klifur á 95—100 hnútna hraða. Það er óneitanlega alltaf gaman að sjá stómm farþegaþotum flogið öðm- vísi en á hinn venjulega varfærnis- lega hátt. Stærsta flugvél í heimi er sov- éska Antonov AN 124-flutninga- þotan sem getur flutt 171,2 tonn eða næstum jafn mikið og þijár Boeing 747-risaþotur. Sovétmenn hafa aðeins tvisvar sent vélina til Vesturlanda og í bæði skiptin á alþjóðaflugsýningar þar sem hún hefur vakið gríðarlega athygli. Þó að flugvélin teljist ekki til nýjunga í flugmálum, er það nýtt fyrir okk- ur Vesturlandabúa að fá tækifæri til að beija ferlíkið augum. Fyrir tilstilli NATO hefur AN 124 hlotið viðumefnið „Condor“ en eins og kunnugt er gefur NATO öllum rússneskum flugvélum viðumefni í þessa áttina. Á ástkæm ylhým íslensku máli „þýðir viðumefnið „Gammur". Hér að framan var minnst á að ARV Super 2-kennslu- flugvélin hafi verið ein athyglisverð- asta smáflugvélin á Famborough í september og daglega flugu þijár slíkar vélar hópflug, m.a. framhjá „Gamminum". í eitt skiptið fór blaðamaður að velta því fyrir sér hve margar ARV-vélar „Gammur- inn“ gæti borið ef þær kæmust fyrir á annað borð. Niðurstaðan er ótrú- leg: 594 stykki. Ef talnaleiknum er haldið áfram og miðað við þekkt- ar flugvélar sem notaðar em hér á landi, þá má geta þess að „Gamm- urinn“ gæti flutt rúmlega eina fullhlaðna Douglas DC 8-þotu og eins og níu fullhlaðnar Fokkar F 27-vélar, bara ef þær kæmust fyr- ir. En þetta var nú útúrdúr. Farþegaþotusmíði blómstrar Tímabilið milli Famborough- sýninganna ’84 og ’86 er eitt það blómlegasta sem orðið hefur hjá þeim fyrirtækjum sem leggja stund á smíði farþegaþotna. í þessari at- vinnugrein em Boeing, Airbus Industries og McDonnell Douglas gjaman nefnd „risamir". Þegar þessi fyrirtæki mættu til leiks á Famborough í september ’84 höfðu þau samtals selt aðeins 53 þotur það sem af var árinu. Hinsvegar hljóp fjörkippur í söluna síðasta ARV Super 2 tveggja sæta bresk kennsluflugvél sem er verulega ódýrari í rekstri en algengustu tveggja sæta kennsluflugvélar bandariskrar gerðar. Ný ARV- vél kostar um 1,5 milljónir ísl. króna. Með þessari flugvél telja Bretar að hafið sé endurreisn- artímabil í framleiðslu breskra smáflugvéla. hefur Boeing rakað saman næstum jafn miklum peningum og allt góðærið í fyrra. Frá því þotuöldin gekk í garð fyrir rétt tæpum þremur áratugum hafa samtals 8800 þotur verið seld- ar. Miðað við þetta er athyglisvert að á tímabilinu milli Famborough- sýninganna ’84 og ’86 hafa „risam- ir“ selt rúmlega 1200 þotur, sem er um 15% af öllum seldum þotum síðustu þijá áratugina, og það að- eins á tveimur ámm, athugið það. Öll þijú fyrirtækin em með nýjar flugvélagerðir á teikniborðinu — vélar sem verða smíðaðar úr léttari efnum en nú, búnar spameytnari hreyflum en nú em í notkun auk þess sem ýmsar aðrar tækninýjung- ar verða um borð og farþeginn kemur ekki til með að taka eftir. Allar miða nýjungamar að því að lækka beinan rekstrarkostnað flug- vélanna vemlega frá því sem nú er. Ein stærsta spumingin er varð- ar fiugvélar framtíðarinnar er hveijar verða endanlegar niðurstöð- ur úr flugprófunum sem nú fara fram með nýja gerð flugvélarhreyf- ils sem gengur undir samheitinu „Prop-fan“ á ensku. Eins og sést af framanrituðu hefur hagur „risanna" sannarlega vænkast frá daufu ámnum í upp- hafi áratugarins. Því má segja að þeir séu ekki risar á brauðfótum, a.m.k. ekki í bili. Það þarf heldur engan að undra að mikil kátína hafi ríkt í herbúðum Boeing undan- farin misseri eftir að hveijum stórsölusamningnum á fætur öðmm hefur verið landað. Kapphlaup um nýjan hreyfil „Prop-fan“-kapphlaupið hófst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.