Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 43 að efla og styrkja þá byggð, sem hér er á svæðinu, til bættrar at- vinnu- og efnahagsafkomu íbú- anna, og að þeim verði í auknum mæli sköpuð aðstaða til alhliða þjónustu, félagslegrar, heilsufars- legrar og menningarlegrar hér heima. Samstarfið er til vegna vel- ferðar og allra hagsmuna íbúanna. Ég býst við, að þið vitið öll hvem- ig ég tel þessum tilgangi best náð, en að ná þessum tilgangi tel ég fyrstu og síðustu skyldu hvers sveit- arstjómarmanns, eða að minnsta kosti að gera tilraun til þess. Ég fullyrði, að frambúðarárangur næst ekki öðmvísi en með sameiningu sveitarfélaganna í eitt, sterkt og áhrifaríkt sveitarfélag á Suðumesj- um, sem ásamt öðmm stómm sveitarfélögum geti myndað nauð- synlegt mótvægi gegn miðstýrðu ríkisvaldi. Það em fleiri og fleiri hér um slóðir, sem aðhyllast þessa skoðun (eða leggjast í æ minna mæli gegn henni), og ekki síst þeir menn, sem haft hafa reynslu af sveitarstjómar- málum hér á þessu svæði. Enda hníga mörg rök í þessa átt, bæði sem hafa nú verið nefnd, og áður hafa fram komið. Ég vísa hér til skýrslu Hagvangs: „Könnun á sam- einingu sveitarfélaga á Suðumesj- um“ frá því í maí 1985. Samstarfið í núverandi mynd hefur eftir því sem árin líða sýnt, að á því em meinlegir gallar, og eins og ég og aðrir hafa bent á, þá er það komið að vissum bresti- punkti, þar sem það tekur í æ ríkari mæli til sviða, sem kreijast mikilla fjármuna. Að vísu hefur nefndin gert tillögur til þess að sníða vissa vankanta af samstarfinu og gætu því leitt til vemlegra bóta. En ég tel, að aldrei verði um annað að ræða en lappað verði upp á kerfí, sem spanna þarf orðið of víðfeðmt svið, fjárfrekt og þungt í vöfum, til þess að geta miklu lengur þróast innan markasamstarfshugtaksins. Sveitarfélögin verða að horfast í augu við þann vanda, að ef þau eiga áfram að njóta hagkvæmni hinna sameiginlegu átaka, þá verð- ur að fínna þeim annan skipulags- farveg en einfalds samstarfs. Um millihugmyndina, einskonar fylki — Suðumesjabyggð — skal það tekið fram, að þó að hún geti verið nytsamlegt spor í rétta átt, þá er það mín skoðun, að með því sé verið að flækja einfalda hluti. íslenskt þjóðlíf er ekki margflókn- ara en svo, að tvö stjómsýslustig, sveitarfélög og ríki, sjái alveg nægj- anlega vel fyrir þörfum og öryggi íbúanna, þá að því tilskildu, að sveitarfélögin séu það stór og öflug, að eðlilegt jafnvægi geti þar skap- ast.“ Ég viðurkenni, að persónulegar skoðanir mínar hafa ef til vill um of litað þessa greinargerð mína sem framsögumanns nefndarinnar. Ég vona að mér fyrirgefíst þetta, því tækifærum mínum fækkar til að koma skoðunum mínum á þessum málum, sem em meðal minna hjart- ans mála, að áþessum vettvangi." EG að vera megin mál sveitarstjómar- manna í hinum ýmsu málaflokk- um.“ XXX „Ég tel það löngu orðið tímabært að sameina sveitarfélögin," sagði Ómar Jónsson oddviti Vatnsleysu- strandarhrepps í samtali við Morgunblaðið. „Þar sem sífellt fleiri málaflokkar eru settir undir sama hatt, þar á meðal viðamiklir mála- flokkar, eins og orkumál og vatns- búskapur, sem er stærsti þáttur sveitarfélaga hvað varðar staðsetn- ingu á fyrirtækjum. Það er löngu ljóst að hlutverk sveitarstjómar- manna í smærri byggðarlögum hvað varðar íbúafjölda, er að mestu leyti að tryggja fjármagn til rekst- urs sameignlega rekinna fyrir- tækja. Ég er sannfærður um það, að kostir þess að sameina sveitarfé- lögin eru langtum fleiri en ókostir, enda fara hagsmunir okkar að mestu saman." E.G. N áttúruverndarf élag Suðvesturlands: Skoðunarferð um Kleppsland KLEPPS J ORÐIN Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefnin Á laugardaginn kemur (8. nóv.) fer Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands náttúruskoðun- ar- og söguferð um gamla Kleppslandið. Jafnframt verða gefnar upplýsingar um skipu- lag svæðisins í ferðinni. Farið verður frá Grófartorgi ki. 13.30, frá Náttúrugripasafninu Hverfísgötu 116 (gegnt Lög- reglustöðinni) kl. 13.35 og frá Langholtsskóla kl. 13.50. Aætl- að er að ferðinni ljúki milli kl. 16.00 og 17.00 við sömu staði. Fargjald verður 200 kr. en frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Állir eru velkomnir. Þetta er kjörin ferð fyrir íbúa þessa svæðis og aðra sem kynnast vilja náttúm þess, sögu, mann- vistarminjum og uppbyggingu. Leiðsögumenn verða: Jón Jóns- son jarðfræðingur, Jóhann Guðjónsson líffræðingur, Guð- laugur R. Guðmundsson sagnfræðingur, dr. Gunnlaugur Þórðarson og frá Borgarskipu- lagi Bergljót Einarsdóttir arkitekt. Leiðin Frá Langholtsskóla verður ekið um Laugarholt yfir að Kleppi. Þaðan út á Kleppsskaft og áfram yfír svæðið þar sem Vatnagarðar voru að Stúdentahólum, landa- merkjum Laugamess og Klepps hér áður fyrr. Þar verður snúið við og ekið yfír Kleppsmýri að Kleppsvík, síðan yfír Biskupsgötu út á Gelgjutanga. Þaðan suður yfír Utskála að Merkjalæk eða þar sem hann rann áður og var jafnframt landamerki Bústaða og Klepps. Til baka verður ekið um Dragháls og Langholt að Lang- holtsskóla. Þar verða til sýnis fyrir hópinn nokkur gömul og ný Reykjavíkurkort. Þar á meðal mjög merkilegt kort frá 1899 sem sýnir m.a. vel Kleppslandið. Kort- ið hefur aðeins einu sinni verið sýnt opinberlega áður, en það var í Gerðubergi á laugardaginn var, á kynningu á gömlum Reykjavík- urkortum sem Landfræðifélagið og Landmælingar stóðu fyrir. Um ferðina Með þessari ferð heldur NVSV áfram skoðunarferð um land Reykjavíkur í ferðaröðinni „Um- hverfíð okkar". Þetta er 7. ferðin. Áður höfum við farið Viðeyjarferð 10. maí í hitteðfyrra, yfírlitsferð um vesturhluta borgarlandsins 25. apríl og austurhlutann 28. september í fyrra. Kvöldferð fór- um við um Laugamesland 4. júlí í fyrra. Um gamla Víkurlandið fórum við 22. janúar í vetur er l^ið og urðum að endurtaka þá ferð viku seinna vegna mikillar aðsóknar. Tilgangurinn með þessari ferðaröð er að kynna borgarbúum nánasta umhverfí sitt og vekja athygli þeirra á hve margt er þar að finna sem rétt væri að varð- veita. Vegna þess hve byggt land Reykjavíkurborgar er stórt og á því margir merkilegir staðir bæði frá náttúrufræðilegu og sögulegu sjónarmiði, skiptum við svæðinu í hluta og til þess notum landa- merki gömlu jarðanna. Svæðið sjálft Fátt er um ósnortin upprunaleg svæði í Kleppslandi. Þó má sjá þar merkileg jarðfræðileg fyrir- brigði sem eru lítt röskuð. Um þau verður fjallað í ferðinni og þau skoðuð ef veður leyfír. Fjörur hér er allar búið að skemma eða fylla upp langt fram í sjó. Margt hefur verið eyðilagt af náttúru-t og mannvistarminjum, oft að ástæðulausu, mest vegna van- þekkingar og hugsunarleysis. Útivistarsvæði eru ekki stór og engar merktar gönguleiðir nema rétt syðst. Umgengni er víða ábótavant. Þar gætu öflug hverfa- samtök haft áhrif á og fengið stjómendur og starfsfólk fyrir- tækja til að hefjast handa, þeim sjálfum til ánægju og ábata, því að í dag ber æ meira á því að viðskiptamenn og starfsfólk laðist að þeim fyrirtækjum sem hafa snyrtilegt umhverfí. Víða er þó vel gert og munum við heimsækja fyrirtæki þar sem öll umgengni er til fyrirmyndar. Margir fallegir garðar eru á svæðinu. Útsýnið frá svæðinu til norðurs yfir sundin er stórkostlegt með Esjuna í baksýn. Elliðavogurinn á kyrru skammdegiskveldi er fal- legur þegar ljósin frá byggðinni speglast í honum. Svæðið er smám saman að eignast sína eig- in flóru, aðlaga að þeim aðstæðum sem fyrir hendi eru. Hluti af þess- ari flóra lifír yfír veturinn og mun líffræðingurinn kynna það nánar fyrir okkur í ferðinni. Endur, vað- fuglar og máfar halda til á Elliða- voginum og við hann bæði um fartímann og á vetuma. Vegna stórátaks borgarinnar í frárennslismálum mun sjórinn við manngerða sjávarbakka með sínum þörangagróðri verða hreinni og hreinni með hveiju árinu og hver veit nema hægt verði að veiða nytjafísk af bökk- unum þegar fram líða stundir. En til þess að svo verði þarf að koma í veg fyrir alla úrgangslosun í sjó frá skipum og hinni miklu starfsemi við Sundahöfn. Reynt verður að skyggnast inn í liðna tíð og gera sér í hugarlund hvern- ig hér var umhorfs fyrr á öldum. Það munu sögufróðu leiðsögu- mennimir okkar sjá um. Ein sögn í Þjóðsögum Jóns Ámasonar er tengd Kleppi. Kerl- ing ein var í Laugamesi sem vön var að segja fyrir hvenær skipin færa að koma í Reykjavík á vor- in. Hafði hún það til marks að hulduskipið væri komið að Kleppi, næsta bæ fyrir innan Laugames, og hafði fyrsta skipið verið vant að koma til Reykjavíkur viku eft- ir að kerling fór að spá því. (Frá NVSV) Grindavík: Húsið á að heita Oddsbúð Gríndavfk. AUSTAN við höfnina i Grindavík eða við Viðlagasjóðsbryggjuna er að rísa 250 fermetra stálgrind- arhús. Það eru félagar í Björgun- arsveitinni Þorbirni, sem eru að byggja þetta hús, en það er fyrst og fremst hugsað sem skýli yfir björgunarbátinn, sem sveitin keypti í fyrra. Að sögn Gunnars Tómassonar formanns björgunarsveitarinnar á einnig að geyma í húsinu stærri fjallabíl sem fýrirhugað er að kaupa auk þess sem góð aðstaða skapast fyrir sjó- og köfunarflokk sveitar- innar sem annast björgunarbátinn. „Við áætlum að ljúka smíðinni sem fyrst svo báturinn komist í öraggt skjól en hann hefur staðið utan dyra frá því hann kom. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 1,5 milljónir króna og fjár- mögnum við það með okkar árlegu flugeldasölu auk þess sem félagam- ir safna netariðli sem dótturfyrir- tæki Hampiðjunnar kaupir. Þá gefa sjómenn og útgerðarmenn hér í bæ okkur físk einu sinni á vetrarvertíð sem við verkum til útflutnings. Kvennadeild slysavamafélagsins í Morgunblaðið/Kr. Ben. Oddsbúð, hús Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Grindavík hefur verið óþreytandi að aðstoða okkur með hreinum pen- ingagjöfum. Einnig hafa einstakl- ingar og fyrirtæki veitt okkur mikla aðstoð. Til dæmis hefur öllu efni til byggingarinnar verið ekið á vöra- bílum fyrirtækjanna í bænum og einn verktakinn gaf okkur jarðvinn- una í granninum. AUur almenningur hér er greini- lega hlynntur starfí sveitarinnar og þvi vinna margar hendur létt verk.“ Að lokum sagði Gunnar að ákveðið hefði verið að byggja húsið þegar báturinn var kominn. Bátur- inn heitir Oddur V. Gíslason eftir framkvöðli slysavamamála á ís- landi en hann var einmitt prestur á Stað í Grindavík. Þess vegna á húsið að heita Oddsbúð. Kr.Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.