Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ/ LATJGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 51 Fimmta og síðasta bindið af íslenzkum sjávarháttum komið út: Hlýj ast til heim- ildarmannanna - segir dr. Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingnr BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út fimmta bindið af íslenskum sjávarháttum eftir dr. Lúðvík Kristjánsson sagnfræð- ing og er það lokabindið. Á fundi með fréttamönnum, sem haldinn var í tilefni útgáfunnar, þakkaði Hrólfur Halldórsson forstjóri Menningarsjóðs, höfundi fyrir vel unnið verk og sagði það sitt mat að ritsafnið væri eitt mesta visindarit sem unnið hefði verið um íslensk fræði. „Það er mikill dagur í dag, ekki einungis fyrir Lúðvík og Helgu heldur íslenska menningu,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra um leið og hann afhenti dr. Lúðvík, Landnámabók að gjöf, sem þakklætisvott frá íslensku ríkisstjórninni fyrir einstakt afreks- verk er þjóðin mun lengi búa að. Dr. Lúðvík Kristjánsson sagn- fræðingur tekur við Landnáma- bók, gjöf frá íslensku ríkisstjóm- inni, sem Sverrir Hermannsson afhenti honum í tilefni útgáfu fimmta og síðasta bindis í rit- safninu íslenskir sjávarhættir. „Það hefði verið óbætanlegt tjón ef Lúðvík hefði ekki þegar á unga aldri safnað heimildunum saman og verður það aldrei full þakkað." Dr. Lúðvík þakkaði hlýleg orð í sinn garð og sagðist ekki vera einn um að eiga lof skilið. „Margir hafa hjálpað mér og þá lengst Bjami Jónsson listmálari sem teiknað hef- ur myndimar í ritsafninu allt frá 1960 en vitanlega er mér hlýjast til heimildarmanna minna sem em hátt á fjórða hundrað og flestir nú látnir,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að fyrsti vísir að söfnuninni hefði hafíst á ámnum 1932 til 1936. „Það var margt sem stuðlaði að því,“ sagði Lúðvík. „Ég fór á hverju sumri um Snæfellssnes og komst í kynni við gömlu verstöðvamar og kynntist fjölda manna sem stund- uðu sjó frá þessum slóðum. Söfnun- in hófst svo gagngert árið 1942 og úr því var ég á flakki með strönd- inni fram til árins 1970." Á ferðum sínum ræddi hann við 375 heimild- armenn. Af þeim vom 276 fæddir á ámnum 1875 til 1900. Flestir heimildarmannanna em úr Vest- firðingafjórðungi, eða 207. Meðal þeirra sem stutt hafa til- urð Islenskra sjávarhátta, nefnir höfundur dr. Kristján Eldjárn, dr. Gylfa Þ. Gíslason, Þór Magnússon þjóðminjavörð, Má Elísson og Þor- stein Gíslason fiskimálastjóra, Vísindasjóð, Fiskifélag íslands, Fiskimálasjóð og Þjóðhátíðarsjóð. Þá þakkaði hann sérstaklega konu sinni Helgu Proppé, sem hefur verið samverkamaður hans við ritið frá upphafi. Guðmundur P. Ólafsson hefur hannað bókarkápur og bókband ritsins. Prentun og bókband hefur farið fram í Odda og litgreining að töðuverðu leyti. Guðni Kolbeinsson stud.mag. og Sigurgeir Steingríms- son cand.mag. hafa annast ritstjórn og útlit hið innra, ennfremur gert atriðisorðaskrár og nafnaskrár ásamt konum sínum Lilju Berg- steinsdóttur og Helgu Gunnars- dóttur. Jóhann Hannesson kennari þýddi útdrátt á ensku í tveim fyrstu bindunum, Julian Meldon D’Arcy í þriðja bindi og Jeffrey Cosser í tveim þeim síðustu. Varðandi loka- bindið naut höfundur ennfremur aðstoðar Vésteins sonar síns, Þor- steins Einarssonar fyrrverandi íþróttafulltrúa og Ævars Petersens fuglafræðings. Morgunblaðið/Júlíus Dr. Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur ásamt tveimur helstu sam- starfsmönnum sínum, eiginkonu sinni Helgu Proppé og Bjarna Jónssyni listmálara. ÁRGERD '87 NYTT GLÆSIŒGT UTLIT SEM ENDURSPEGL4R HUQ41GÆÐIN Þú getur valiö um ellefu mismunandi samstœöur af Pioneer árgerö '87. Verö frá kr. 32.768 stgr. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir umboðsmenn: Bökaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfiröinga. Sería ísafirðl, Kaupfðlag Skagfiröinga Sauöórkróki, KEA Akureyrl, Radióröst Hafnarfirði, J.L. húsiö Reykjavík, Radíóver Húsavík, Skógar Egilsstööum, Kaupfétag Héraösbúa Egilsstööum, Myndbandaieiga Reyöarfjaröar, Djúpiö Djúpavogi, Búiand Neskaupstaö, Hornabœr Hornafiröi, Kaupfélag Rangœinga Hvolsvelli, M.M.búöin Selfossi, Rás Þorlákshöfn. Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Fataval Keflavík, CiD PIONEQT HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 ; , ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.