Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Allt er ljóð Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Sólarbásunan Höf.: Einar Ólafsson Útg.: Blekbyttan Sólarbásúnan er 6. bók Einars Ólafssonar. í henni er Einar þó á svipuðum slóðum og áður. Hann yrkir gjarnan um hversdagslega hluti úr umhverfi okkar; götur, stræti, gangstéttarhellur, stöðu- Bókmenntir Sigurjón Björnsson Þórarinn Elís Jónsson: Minning- ar frá Leirhöfn. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1986. 159 bls. Höfundur þessarar snotru bókar er aldraður maður (f. 1901), Aust- firðingur að ættemi, bamakennari að menntun og starfí. Hann hefur áður fengist nokkuð við ritstörf. Smásögur og kvæði eftir hann hafa birst í tímaritum og eina bók mun hann hafa skrifað (Valdið dulda, 1972). í þessari bók rekur höfundur ýmsar minningar frá veru sinni í Leirhöfn á Melrakkasléttu á ungl- ingsárunum. En þar dvaldist hann um sinn hjá vandalausu fólki: ekkj- unni Helgu Sæmundsdóttur, sem stýrði stórbúi ásamt sonum sínum. Höfundur grípur hér á ýmsu frá mæla, brunahana, strætisvagna og lítil blóm, og hann er enn að yrkja pólitísk ljóð. Fyrsta ljóðið í bókinni, „í um- ferðinni er ljóðið", gefur allmiklar upplýsingar um efni bókarinnar. Einar virðist sjá ljóð úr öllum sköp- uðum hlutum. Sú aðferð sem hann beitir við að ná út ljóðinu í umhverfí sínu er að persónugera hluti, blása í þá lífí og birtu. Dæmi um það er „Dans veru sinni í Leirhöfn, s.s. smala- mennsku, ferðalögum o.fl. og lýsir búskaparháttum. Nálega tveir þriðju hlutar bókar (síðari hluti) eru sjálfstæðir þættir um heimilisfólkið í Leirhöfn: húsfreyjuna Helgu og syni hennar sex (Jóhann, Kristin, Sæmund, Sigurð, Guðmund og Helga Kristjánssyni). Fer ekki á milli mála að fólk þetta hefur allt verið mikið mannkosta- og hæfí- leikafólk og frábært að dugnaði. Flestir munu líklegast hafa heyrt yngsta bróðurins, Helga, (d. 1982) getið, en hann var listfengur bók- bindari og átti frábærlega gott bókasafn. Hann og kona hans, Andrea Pálína Jónsdóttir, gáfu Norður-Þingeyjarsýslu þetta bóka- safn árið 1952, en það var þá orðið 5 þúsund bindi. Við lát Helga var safnið orðið 16 þúsund bindi (sjá Árbók Þingeyinga, 1958, 1959 og 1982). Frá sjónarmiði ritmennsku má stöðumælanna í regnvotu stræt- inu“: vafalaust eitt og annað að þessari litlu bók fínna. Hún er nokkuð sund- urlaus, endurtekninga gætir sums staðar og maður kysi að nákvæmni væri meiri. En kostir vega á móti. Frá henni andar mikilli hlýju og góðvild (ég held að þar sé hvergi hnjóðað í mann) og einlægu þakk- læti til þeirra sem studdu höfundinn til þroska. Húsfreyjan í Leirhöfn, Helga Sigríður Sæmundsdóttir, verður lesandanum minnisstæð. Og þar sem ekki er að efa að rétt er farið með hefur höfundur reist þeirri ágætu konu verðugan og fagran bautastein. Þó ekki væri fyrir annað á þessi bók erindi á prent. Nokkuð er af manna- og staða- myndum í bókinni. Staðamyndirnar mun höfundar hafa tekið sjálfur sumarið 1981, er hann safnaði efni til þessarar bókar. Starsýnast verð- ur manni þó líklegast á tvær myndir sem höfundur hefur sjálfur gert. og staldrirðu við í litlu skoti og hafir hægt um þig og leggir við hlustir heyrirðu ofboðlágværa rúmbu í regnvotu strætinu og, þei þei þú mátt ekki hósta, má vera að þeir fikri sig út á strætið og brosvipran verði að léttum hlátri og glampinn í glerinu að ástleitnu auga og sveiflan sem þú rétt merktir að dansi að dansi og þú heillist með í dans stöðumælanna á regnvotu strætinu Einar beinir sjónum sínum gjarn- an að blómum; fíflum og baldurs- brám sem vaxa, næstum óséð, í steinsteypumassa borgarinnar. Þórarinn Elís Jónsson Önnur er vatnslitamynd af Leir- höfn, sérkennileg í barnslegum einfaldleika sínum. Hin er upp- dráttur af umhverfi Leirhafnar, býsna vel gerður. Fer ekki á milli mála að höfundur er listfengur vel. Bók þessi er smekklega útgefín og vel frá henni gengið í alla staði. Skáldið virðist undrandi á því að blóm þrífíst í svo ófrjóu umhverfi. Honum tekst þó ekki að gera les- andann eins undrandi, því ljóð Einars eru gædd of mikilli hlýju til að maður sjái mun á steinsteypu og fijórri mold. Hann teflir ekki náttúrunni og verkum mannanna fram sem andstæðum í ljóðum sínum um borgina. Allt er ljóð og allt hefur líf. Af þessum sökum verða borgarljóð Einars nokkuð „utopisk". Það eru helst pólitísku ljóðin sem eru hlutkennd og ófijó. Einar er svartsýnn og neikvæður, hvergi ljós að sjá. Það er kannski helsti veik- leiki Einars sem skálds að hann aðskilur allar andstæður. Hann yrk- ir iðulega annaðhvort um gott eða vont. Frá þessu eru þó undantekning- ar. í ljóðinu „Eftir storminn" leikur hann sér að andstæðunum: Þegar storminn hefur lægt reiði loftsins og hafsins, gæla öldumar við fjörugrjótið og hrafnamir hefja flugieiki ána á ny við kletfinn mávamir ofar og hverfa í himingrámann að baki fjallið þungt og kyrrt. Það er þó einkum í ljóðum sem eru næstum kyrrar náttúrumyndir sem Einari tekst best upp. Ljóðið „Á Fjalli" er, að mínum dómi, besta ljóðið í bókinni. Myndmálið er skýrt; maður og náttúra eru eitt, en þó andstæð öfl sem beijast um eina sauðkind og sauðkindin tilheyrir bæði manni og náttúru: Hraglandinn þvert á ásana, klárinn fetar hægt, knapinn dimmleit þúst. Öræfin endalausar gijótöldur, skýin grá og myrk. Augu skima gegnum þögnina, og hundgá. Hvít kind milli steinanna í gráum fjarska. Maður snýr hesti sinum hægt, hraglandinn þvert á ásana. Minningar frá Leirhöfn Upphaf góðrar máltíðar Heitur matur þegar heim er komió* Það er óþarfi að búa við kalt snarl allan daginn. Moulinex örbylgiiuofninn tryggir öllum úr fjölskyldunni heitan bita þegar heim er komið. Notkun Nloulinex örbylgjuofnanna er auðveld og einföld - allt að því barnaleikur. _ Njóttu góðrar máltíðar með Moulinex. WH,»,U‘ I .i.n-l.m.v;,iiT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.