Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 49 Listi Sjálfstæðis- flokksins tilbúinn LISTI Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir næstu alþingiskosning'ar var endanlega ákveðinn um helg- ina. Fimm hlutu bindandi kosn- ingu í prófkjöri flokksins í haust en 13 manns skipa listann. Halldór Blöndal alþingismaður er í 1. sæti, Björn Dagbjartsson alþingismaður er í 2. sæti, Tómas Ingi Olrich menntaskólakennari skipar 3. sætið, Vigfús Jónsson bóndi það 4. og Margrét Kristins- dóttir húsmæðrakennari 5. sætið. í prófkjörinu varð Stefán Sig- tryggsson, Akureyri, í 6. sæti en kjörnefnd setti hann ekki á listann. í 6. sæti listans er Svavar Magnús- son Ólafsfirði, Helgi Þorsteinsson Dalvík er í 7. sæti, Davíð Stefáns- son Akureyri í 8., Bima Sigur- bjömsdóttir Akureyri í 9., Kristín Kjartansdóttir Þórshöfn í 10., Vald- imar Kjartansson Hauganesi í 11., Helgi Ólafsson Raufarhöfn í 12. og Gísli Jónsson menntaskólakennari á Akureyri í 13. sæti. Eftir að tillaga kjömefndar að framboðslista hafði verið lesin upp a fundinum á laugardag tók aðeins einn maður til máls, Stefán Sig- tryggsson. Hann sagði: „Að lesinni tillögu kjömefndar vil ég að fram komi að ég gaf kost á mér til setu í 6. eða 7. sæti framboðslistans. Nú er hins vegar ljóst að Akur- eyringi dugar ekki fylgi 43% gildra atkvæða í prófkjöri til setu í 6. eða 7. sæti á lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu." Eftir þessi orð Stef- áns var listinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Stefán sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa farið „í fylu" þegar ljóst var að nafn hans var ekki á listan- um, hann hefði aðeins viljað láta fyrrgreindar staðrejmdir koma firam. Sólveig Hjaltadóttir hefur kastað freyðivínsflösku í stefni skipsins og skýrt það Oddeyrin. Oddeyrin skírð og- afhent ODDEYRIN, fyrra raðsmíðaskipið sem Slippstöðin hf. smíðar, var afhent eigendum sinum á sunnudag. Þá skýrði Sólveig Hjaltadóttir, eiginkona Jóns ívars Halldórssonar skipstjóra, skipið en eigandi er Samherji, hlutafélag sem að stærstum hluta er í eignu Akureyrarbæj- ar, Samheija og K. Jónssonar og Co. Oddeyrin er 300 tonn að stærð og um borð er fullkominn útbúnaður til vinnslu rækjunnar. Skipið fór í sína fyrstu veiðiferð seint á sunnudags- kvöld - og stefndi á miðin við Grímsey. Slæmt veður hefur verið á miðunum undanfarna daga og þegar Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Samheija sem gerir skipið út, ræddi við skipstjórann um miðjan dag í gær hafði hann enn ekki getað hafið veiðar. 13 manns verða í áhöfn Oddeyrinnar. Oddeyrin EA 210 er annað skipið sem Slippstöðin hf. smíðar fyrir út- gerðaraðila á Akureyri - og fyrsta stálskipið sem þar er smíðað og gert er út frá bænum. Skömmu fyrir 1960 smíðaði fyrirtækið trébátinn Björgvin EA, sem var fyrsti frambyggði þilfarstrébáturinn sem smíðaður var í Slippstöðinni en Björgvin var smíðaður fyrir Pál A. Pálsson hrefnuskyttu. Alþýðubandalagið: Steingrímur í fyrsta sæti STEINGRÍMUR Sigfússon, al- þingismaður, varð efstur í forvali Alþýðubandalagsmanna i Norðurlandskjördæmi eystra vegna væntanlegra alþingiskosn- inga. Forvalið fór fram um helgina og hlaut Steingrímur 79,6% atkvæða í fyrsta sætið. Félagsbundnir Alþýðubandalags- menn á svæðinu eru 320 en forvalið var bundið við þá. 217 tóku þátt. í öðru sæti varð Svanfríður Jon- asdóttir með 57,3% atkvæða í 1. og 2. sæti. Sigríður Stefánsdóttir varð í þriðja sæti með 62,1% at- kvæða í 1.-3. sæti og í fjórða sæti varð Björn Valur Gislason með 46% atkvæða í 1.-4. sæti. Sjö tóku þátt í prófkjörinu - auk framangreindra voru það Benedikt Sigurðarson, Örlygur Hnefill Jónsson og Auður Ásgrímsdóttir. Forvalið er ekki bindandi. Upp- stillingamefnd setur nú saman lista sem lagður verður fyrir kjördæmis- ráð. Mágkonur Ólafar, frá vinstri Sigrún Finnsdóttir og Emelía Gústafsdóttir, vinningshafinn Ólöf Ananisdóttir og bróðir hennar Sigurður Ananisson. Ólöf Ananíasdóttir, 29 ára ekkja, hlaut 3,2 milljónir króna í lottóvinning; “Trúði alltaf að maður gæfi ekki bara - heldur gæti líka þegið“ Dætur Ólafar heima í stofu i Norðurgötunni • á sunnudagskvöld- ið er móðir þeirra var á skjá sjónvarpsins i þættinum Geisli. Vinstra megin er Brynhildur Margrét 11 ára. Hún heldur á Bryndísi, sem er aðeins þriggja mánaða og hægra megin er Hafdís, 7 ára. „ÞAÐ ERU um þijár vikur síðan góð kona hér í bæ bað mig að fylgjast vel með sjötta degi einhvers mánaðar. Hún er skyggn og sagði að ég fengi eitthváð mikið upp í hendurn- ar. Mér datt ekkert sérstakt i hug en efaðist þó aldrei um að eitthvað myndi gerast. Ég trúði alltaf að maður gæfi ekki bara - heldur gæti líka þegið.“ Ólöf Ananíasdóttir, 29 ára ekkja og þriggja bama móðir á Akur- eyri, sagði þetta i samtali við Morgunblaðið i gær en á laug- ardaginn (6. desember) var hún ein með allar fimm tölumar réttar i lottó-leiknum og hlaut rúmlega 3,2 milljónir króna í vinning. Ólöf missti eiginmann sinn, Sölva Sölvason sjómann, fyrir tæpum tveimur mánuðum. Hún sagðist í gær vera viss um að lottóvinningurinn væri ekki tilviij- un heldur hefðu forlögin átt þátt í honum. Ólöf á þijár dætur, 11 ára, 7 ára og þriggja mánaða. Hún var spurð hvemig dætur hennar hefðu tekið tíðindunum um vinninginn og svaraði þá: „Þær tóku þessu mjög vel, sáu að lífíð er ekki eintóm leiðindi - heldur er líka til gleði í því.“ Vinningstölumar á laugardag- inn voru 2, 3, 10, 29 og 13. Fjórar fyrstu tölumar era afmælisdagar fjölskyldumeðlimanna og sú síðasta happatala mágs Olafar. Hafdís, sem er sjö ára, er fædd 2. dag mánaðar, Ólöf sjálf og yngsta dóttirin Bryndís 3. daga mánaðar, Sölvi heitinn var fæddur 10. dag mánaðar og Brynhildur 29. dag mánaðar. Auk þess að vera með eina röð með fímm rétt- um vora mæðgumar með eina röð þar sem fjórar tölur vora réttar. „Við voram með íjóra miða í síðustu viku - eina á mann. Elsta dóttir mín fékk svo að kaupa einn til viðbótar að þessu sinni og hann var sameign. Það var vinning- smiðinn," sagði Ólöf í gær. En hvernig varð henni við er hún áttaði sig á að fimm réttir væra á miða hennar? „Ég varð hryllilega hrædd. Ef þetta yrði nú eitthvað stórt! Ég var nefnilega ekki farin að fylgjast svo vel með þessu að ég hafði ekki hugmynd um hve potturinn var stór. Ég komst þó fljótt að því vegna þess að ég var í veislu hjá vinafólki mínu og þar var verið að ræða um þetta. Það var svo um nóttina að ég komst að því að ég var ein með fímm rétta." Ólöf sagðist í gær varla vera búin að átta sig enn á að hún hefði fengið vinning- inn. „Þetta er þægileg en íjarlæg tilfínning." Hún fær vinninginn greiddan út næsta laugardag. „Mér skilst að það verði í beinni útsendingu þegar dregið verður næst. Ég á að fara suður aftur, og hetet við allar mæðgumar," sagði Ólöf. Þrátt fyrir þennan stóra vinn- ing sagðist Ólöf verða að halda áfram að lifa sínu eðlilega lífí. „Það er eitt og hálft ár síðan við keyptum íbúðina okkar og hér ætla ég að vera. Bömin era það ung að ég geri allt til að raska ró þeirra sem minnst. Þau vilja ekki fara annað." Alþýðuflokkurinn: Tveir vilja 1. sætið TVEIR gefa kost á sér i 1. sæti á lista Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra fyrir næstu alþingiskosningar og þrír í annað sætið. Frestur til að til- kynna þátttöku i prófkjöri sem verður síðari hluta janúarmánuð rann út á laugardagskvöldið. Vitað var um fjóra þátttakend- anna en sá fimmti kom mönnum á óvart - það er Arnór Benónýs- son, leikari. Arnór er frá að Hömrum í Reykjadal en starfar sem leikari í Reykjavík. Þá kom í ljós að Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi á Akureyri ákvað að taka ekki þátt í prófkjörinu eins og reiknað hafði verið með. Ámi Gunnarsson fyrram alþing- ismaður og Kolbrún Jónsdóttir alþingismaður stefna bæði á 1. sæti listans. Ámi var í fyrsta sæti A-listans í kjördæminu í síðustu kosningunum en náði ekki kjöri. Kolbrún var kjörin á yfirstandandi þing fyrir Bandalag Jafnaðarmanna en er nú genginn í Alþýðuflokkinn. Eins og áður sagði gefa þrír kost á sér í 2. sætið, auk Arnórs Benón- ýssonar era það Sigbjöm Gunnars- son og Hreinn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.