Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 24
24_______________
Grein: ÁSLAUG RAGNARS
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
Við eigum heima í 103 þús.
ferkílómetra eldij'allalandi sem
víðast hvar er þakið virkum
eldstöðvum þar sem jarðeldar
geta komið upp hvenær sem er
og án þess að gera boð á undan
sér. En „ekkert er gott eða illt
nema fyrir álög hugans“, sagði
Shakespeare, og víst er það að
gamli Surtur hefur hendur
sundurleitar og báðar heitar.
Hann spúir eldi og brennisteini
og komst upp með það fram
eftir öllu að valda gífurlegum
búsifjum og landauðn á stórum
svæðum. Enn á hann það til að
gera óskunda en sá óskundi
jafnast þó nú orðið hvergi nærri
á við þau hlunnindi sem hann
lætur okkur í té.
íslandseldar á lokastigi — frá vinstri: Jónas Ragnarsson, Gunnar Haukur Ingimundarson, Ari Trausti Guðmundsson, Ólafur Ragn-
arsson og Eggert Pétursson.
ISLANDSELDAR
—eldvirkniáíslandiílO.OOO ár
En hvaða yfirsýn höfum við varðandi eðli
og atferli þessa sambýlings okkar? Hvað vit-
um við um orsakir eldgosa? Kunnum við að
gera greinarmun á ýmsum tegundum jarð-
elda? Vitum við hvort unnt er að spá um
framtíðina? Hvemig er þetta gossker okkar
miðað við önnur eldíjallalönd? Er þetta ann-
ars ekki efni sem er bezt að eftirláta vísinda-
mönnunum — eða er nauðsynlegt að þekkja
landið sem elur okkur til nokkurrar hlítar?
Margt hefur verið rætt og ritað um eldsum-
brot á Islandi fyrr og síðar, en nú er í fyrsta
sinn komið út alíslenskt undirstöðurit þar sem
öllum virkum eldstöðvum á landinu eru gerð
ýtarleg skil. Sérstaka athygli hljóta efnistökin
að vekja en þar er leitazt við að ná jafnvægi
milli ritaðs texta og myndræns máls, þannig
að efnið verði eins aðgengilegt alþýðu manna
og kostur er með tjáningu nútímans. Auk ljós-
mynda, sem allar eru í litum að þeim fáu
undanskildum sem teknar voru áður en lit-
myndir komu til sögunnar, er fjöldi korta og
skýringarmynda í bókinni.
íslandseldar er heiti bókarinnar sem kemur
út í tilefni af fimm ára afmæli útgáfufyrirtæk-
isins Vöku-Helgafells. „Svona sannar bókin
sig sem fjölmiðill,“ segir Ólafur Ragnarsson
útgefandi. „Við sem stöndum að þessu verki
teljum að í því sé mikill fróðleikur samankom-
inn sem með engu móti væri hægt að koma
á framfæri á jafnskýran og aðgengilegan
hátt og einmitt á bók. Efnið er svo yfírgrips-
mikið og margþætt að þess er ekki að vænta
að fólk geti gert sér grein fyrir því í fljótu
bragði, eins og t.d. á kvikmynd eða í blaða-
greinum sem birtast og hverfa jafnóðum.
Bókin er nauðsynlegur miðill fyrir efni sem
þetta. Það hefði að sjálfsögðu verið hægt að
koma sömu auglýsingum á framfæri í langri
textabók en slík vinnubrögð hefðu ekki verið
nútímaleg. Hér sannast það enn einu sinni
að mynd getur sagt meiri sögu en mörg orð.“
Höfundur íslandselda er Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur og dr. Sigurði
heitnum Þórarinssyni tileinkar hann bókina.
Hann getur þess í formála að Sigurður hafí
öðrum jarðvísindamönnum fremur lagt til
sögu jarðelda í þessu landi, auk þess sem
hann hafi átt sinn þátt í að vekja áhuga höf-
undar íslandselda á jarðvísindum.
„Eins og gefur að skilja hefur víða verið
leitað fanga, enda hafa lærðir og leikir löng-
um gert sínar athuganir á eldsumbrotum og
skilið eftir sig heimildir þar um,“ segir Ari
Trausti. „í því sambandi nægir að minna á
„eldklerkinn", séra Jón Steingrímsson, Svein
Pálsson og síðar Markús Loftsson og Þorvald
Thoroddsen. Slíkar heimildir eru mikilsverð-
ar, en hvað vísindalega þekkingu varðar hefur
orðið algjör bylting á þessu sviði á síðustu
árum. Það var t.d. ekki fyrr en fyrir tíu árum
að menn fór að gruna að Hofsjökull væri
mikil eldstöð. Gervihnattamyndir gáfu þetta
fyrst til kynna, en það var ekki sannað fyrr
en í fyrra að undir miðjum Hofsjökli væri ein
stærsta eldstöð landsins. Enn er þó ekkert
vitað um sögu þeirrar eldstöðvar. Á síðustu
15—20 árum hefur landrekskenningin verið
að sanna sig æ skýrar. Sú kenning kom fyrst
fram í fyrri heimsstyijöld en það er ekki fyrr
en upp úr 1960 að mælingar fara að varpa
á hana ljósi þannig að hún er orðin undir-
staða að allri eldfjallafræði. Hvað ísland
varðar var sú kenning í stöðugri þróun þar
til Kröflueldar hófust 1975. Þá verður til
þetta hugtak — eldstöðvakerfi — sem grund-
vallast á þeirri kenningu að eldstöð sé hvergi
einangrað fyrirbæri heldur hluti af eldstöðva-
kerfí. Ný vísindaleg þekking af þessu tagi
er undirstaða þessa rits.“
Nábýlið við Surt sannaðist óþyrmilega þeg-
ar Vestmannaeyjagosið hófst. Fram að þeim
tíma þótti það nánast fyndin tilhugsun að í
Eyjum — þessari blómlegu mannabyggð —
hefði friðsemdarfjallið Helgafell gosið fyrir
fímm þúsund árum og það þótti fjarlægur
möguleiki að þvíumlíkt kynni að endurtaka
sig, kannski einmitt af því að eldgos heyra
undir þær höfuðskepnur sem sízt samræmast
því hversdaglega öryggi sem við eigum að
venjast og teljum okkur eiga kröfu til.
En hvað þá um gosstöðvar í nánd við þétt-
býliskjamann á suðvesturhominu?
„Næstu virku eldstöðvamar í nánd við
Reykjavík og nágrenni eru í Bláfjöllum og í
Búrfelli við Kaldársel fyrir ofan Hafnarfjörð.
Á þessum slóðum gaus síðast á miðöldum og
þetta eru því tvímælalaust virkar eldstöðvar
sem þó er ólíklegt að gætu haft mjög alvar-
lega afleiðingar í byggð á Reykjavíkursvæð-
inu. í tengslum við eldstöðvakerfí em
spmngusvæði og svo er einnig hér á
Reykjavlkursvæðinu. Það er ekki ýkja langt
síðan allt ætlaði um koll að keyra vegna
áforma um íbúðabyggð austan Rauðavatns
af því að þar er sprungusvæði. Á þeim for-
sendum var hætt við þessar fyrirætlanir en
skömmu síðar vom leyfðar miklar bygginga-
framkvæmdir í Selásnum, sem þó er líka hluti
af þessu sama spmngusvæði," segir Ari
Trausti.
Myndmálið í íslandseldum er sérstakur
kapítuli. Kortin teiknaði Gunnar Haukur Ingi-
mundarson landfræðingur en Eggert Péturs-
son myndlistarmaður teiknaði skýringar-
myndir. Jónas Ragnarsson ritstjóri hannaði
útlit bókarinnar, en hún er unnin í Odda.
„Við hikum ekki við að halda því frarn,"
segir Ólafur Ragnarsson, „að íslandseldar séu
óræk sönnun þess sem hægt er að gera á
sviði bókagerðar hér á íslandi, því þessi bók
stenzt algjörlega samanburð við það bezta
sem gerist erlendis. Það hefur tekið á fjórða
ár að koma þessari bók út og við eigum í
viðræðum við þekkt forlög erlendis um að
gefa hana út á tveimur eða þremur tungumál-
um. Það er vert að benda á að þessi fyrsta
Kötluhiaup eru mestu jökulhlaup sem orðið
hafa hér á landi á sögulegum tíma. Umfang
þeirra er flestum ofvaxið að skilja en myndin
gerir það kleift og þarfnast ekki orðskýringa.
texti ásamt korti á bls. 135 og mynd á bls. 138: