Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 57 Elín G. Ólafsdóttir „Það fyrsta sem blasir við þegar skýrslu Braga er flett er það hversu litlar og lítið leiðbeinandi upplýsing- ar er þar að finna um nám og starf í grunn- skólum.“ komin viss skýring á þessum frétt- um. Það alvarlegasta við fréttaflutn- ing eins og þennan um viðhorfa- könnun Braga Jósepssonar er að ekki er gerð minnsta tilraun til að gera grein fyrir tilgangi eða hug- myndum sem liggja að baki svona könnun, ekki er reynt að skýra fyr- ir fólki eðli og annmarka kannana af þessu tagi eða gerð tilraun til að vega og meta gildi þeirra. í kann- anaflóði samtímans er fólk einfald- lega hætt að geta greint á milli vísinda og gervivísinda, trúir þar af leiðandi oft of mikið á áreiðan- leika niðurstaðna þeirra án tillits til raunverulegs gildis þeirra. Fréttaflutningurinn er lævís og vill- andi. Að ófrægja almenn- ingsskólana Víkjum örstutt að könnun Braga, án þess að ég ætli mér í þessari umferð að gera annað en rétt að vara fólk við og benda því á að taka henni með fyllstu varúð. Til að fyrirbyggja misskilning fullyrði ég að við kennarar fögnum öllum heiðarlegum tilraunum til úttektar á skólastarfí. Við fögnum öllum athugunum sem gætu verið leiðbeinandi um það hvar við erum á vegi stödd við að ná settum mark- miðum laga. Athugunum á því hvort við erum á réttri leið, hvar okkur hefur borið út af leið, athug- unum sem hafa það að markmiði að gera kennara og foreldra al- mennt betur í stakk búna til að bæta skólakerfíð. Hér er því miður ekkert slíkt á ferð. Að mínu viti eru hér á ferð afar hæpin vísindi, villandi lýsing á heið- arlegum svörum grandalausra foreldra og kennara, til þess eins fallin að blekkja fólk en jafnframt í meðförum Morgunblaðs augljós ófræging almenna skólans. Verið er á hæpnum forsendum að selja fólki hugmyndina um einkaskóla. Hrekklaust fólk hefur tilhneig- ingu til að trúa því sem víðlesnasta blað landsins og lektorar í uppeldis- fræðum láta frá sér fara á þrykk út. Auðvitað á fólk að geta treyst því að þannig sé staðið að málum að ekkert fari þar milli mála. Heimanám sjö ára barna Það fyrsta sem blasir við þegar skýrslu Braga er flett er það hversu litlar og lítið leiðbeinandi upplýsing- ar er þar að finna um nám og starf í grunnskólum. Þar er á ferð álit kennara og foreldra 7 ára bama í nokkrum skólum í Reykjavík, álit sem fengið er með mismunandi spumingum um sama efni, settum fram með hálfs árs millibili og svör- in síðan borin saman! Annars vegar er spurt um atriði sem varða sam- skipti og þjónustu skóla, s.s. aðstoð þegar um námsörðugleika eða námshæfíleika bama er að ræða, líðan í skóla og hins vegar er spurt um kennslu í lestri, skrift og reikn- ingi og áherslu á heimanám bamanna. í því efni er spurt hvort foreldrar telji að 7 ára bamið hafi fengið góða tilsögn í þessum náms- greinum. Kennarar eru aftur á móti spurðir hvort skólinn leggi áherslu á kennslu í þessum grein- um. Varðandi spumingu um kennslugreinamar og heimanám verður fólk að hafa í huga hvaða aldur þama er á ferð. Heimanám í 7 ára bekk! Engar skilgreiningar á skólagerðum Hvað varðar skólagerðimar sem gengið er út frá þá er og afar at- hugavert að könnuður gerir ekki minnstu tilraun til að skilgreina hvað hann á við þegar hann talar um „opinn skóla", „hefðbundinn skóla“ og „einkaskóla". Það hefði nú verið lágmark. Hvað er svo einkáskóli þama, jú, þar er átt við landsfrægan smá- bamaskóla sem starfað hefur við góðan orðstír í áratugi. Foreldrar Bændur í V-Húnavatnsýslu Framkvæmd búvöru laganna gagnrýnd Staðarbakka, Miðfirði. SÍÐASTLIÐINN föstudag var haldinn fjölmennur bændafund- ur í félagsheimilinu Ásbirgi í Mlðfirði. Fundarboðandi var stjórn Búnaðarsambands Vest- ur-Húnavatnssýslu og fundar- stjórar voru Olafur Óskarsson og Eiríkur Tryggvason. Þing- menn kjördæmisins höfðu verið boðaðir á fundinn og mættu þeir allir nema Eyjólfur Konráð Jóns- son sem var erlendis. Frummælendur vom þeir Aðal- steinn Benediktsson ráðunautur og Qunnar Sæmundsson __ formaður Búnaðarsambandsins. Átöldu þeir allharðlega ýmsa framkvæmd bú- vörulaganna og þær reglugerðir sem gefnar hafa verið út í því sam- bandi. Sérstaklega þó því óréttlæti sem frumbýlingar væm beittir með kvótaúthlutun á sauðfjárafurðir og létu nokkrir yngri bændur í ljós álit sitt á þeim málum og skýrðu frá slæmri reynslu sinni. Það kom fram einnig í framsöguræðum að samkvæmt könnun á búsetu á Norðurlandi er fram fór á vegum Ræktunarfélags Norðurlands, að Vestur- Húnavatnssýsla væri hvað best fallin til framleiðslu sauðfjára- furða bæði ef litið er til bygginga á jörðum og landgæða. Væri því mjög þjóðhagslega óhagstætt ef sauðQárbúskapur drægist hér mikið saman. Skomðu þeir á þingmenn kjördæmisins og alla sem hlut ættu að máli að standa saman að þvi að koma fram nauðsynlegum breyting- um á gildandi reglugerð. Virtist svo sem menn væra mjög sammála í þessum aðalatriðum þó skiptar skoðanir væm um áherslu- atriði en allir töldu útlitið mjög ískyggilegt að öllu óbreyttu. Fjöl- margir tóku til máls enda munu fundarmenn hafa verið á þriðja hundrað og talað var án hvfldar í sex tíma. Það vakti athygli að ýmsir málsmetandi menn á Hvammstanga tóku til máls og töldu ískyggilegt með afkomu- möguleika í kauptúninu ef framleið- sal í sveitunum drægist stórlega saman. Að lokum var ýtarleg fundará- lyktun borin upp og samþykkt samhljóða. Benedikt. greiða skólagjald fyrir bömin sín og ferðast janvel með þau langar leiðir dag hvem til að koma þeim í skólann. Gæti ekki hugsast að þessir foreldrar hefðu jákvæðari viðhorf til skólastarfs en aðrir? Þar með er auðvitað ekkert sagt um hvemig foreldrar þetta em yfír höfuð. Þessi eini skóli er svo borinn saman við alla venjulegu skólana. Hvað segir þetta okkur? Ef til vill að almennu skólanir þurfí meiri peninga? Gæti það verið að langvar- andi flársvelti til skólanna ætti að leysa með því að selja allt dótið og láta foreldrana halda skólana úti? Eða hvað er þama á ferð annað en lævís auglýsing um þessa stefnu? Það er margt undarlegt við þessa könnun og fréttaskýringu í kjölfarið sem dregur svo ákveðið fram ágæti einkaskóla umfram það sem þorra bama hér á landi býðst að fyllsta ástæða er til að velta fyrir sér hvað sé hér á ferð. Fólk skyldi vara sig á skruminu. Einka- þetta og einka- hitt Það blása svo sannarlega ein- kennilegir vindar í landi „velsældar" sem ekki hefur efni á að borga venjulegu launafólki kaup. í landi þar sem allur þorri fjölskyldna býr við slíka vinnuþrælkun að þær em ekki samvistum nema lítið brot úr degi hveijum. Ef aftur á móti er um að ræða einka- þetta eða einka- hitt, eitthvað sem ekki er ætlað nema sumum, er því hampað svo með ólíkindum er. Er furða þótt spurt sé hvort raunvemlega sé ætl- unin að markaðssetja skólakerfíð og koma hér á enn meiri ójöfnuði en þegar er. Vonandi bemm við forráðamenn bama gæfu til að beij- ast gegn slíkum hugmyndum og vísum þeim til föðurhúsanna. BLÓMAVASAR í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM VASAR SKREYTTIR AF LEONARD Eigum Iistmuni frá HUTSCHENREUTHER hannaða af ýmsum heimsfrægum listamönnum. Póstkröfuþjónusta. CORUS HAFNARSTRÆTI17-REYKJAVÍK SÍMI22850 Höfundur er kennari og kynning- arfulltrúi hjá Kennarasambandi íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.