Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 * BökaCrtgáfa /HENNING4RSJÖÐS SKÁLHOLTSSTlG 7» REYKJAVlK • SlMI 621822 Bók þessi er gefin út í tilefni nítugasta afmælisdags höfundar, Jóhanns Jónssonar. Hann var fæddur á Snæfellsnesi 12. sept. 1896 og lést í Þýskalandi í sept. 1932. Á Jóhanni Jónssyni höföu vinir hans og félagar meiri vonir festar til skáldskaparafreka en flestum mönnum er í þann tímaóxu upp, segirvinur hans Halldór Laxness en hann ritar um höfundinn í þessari bók. Halldór segir einnig að frægasta Ijóö Jóhanns „Söknuö" megi telja einn fegursta gim- stein í íslenskum Ijóöakveöskap síðustu áratuga. voru honum hjartans mál. Þannig lauk hann þingferli sínum með glans. Þessa dagana eru 28 ár, að heita má upp á dag, liðin frá því að Emil Jónsson tiíkynnti þjóðinni að hann hefði, með fámennri liðssveit, tekið við stjómartaumunum. Það reyndist örlagarík ákvörðun, sem færði þjóðinni nýja tíð. Með honum stóð hópur manna, sem bar til hans fyllsta traust. Við hittumst við ihis tækifæri og þá var kona hans, Guðfínna Sigurðardóttir, gjaman með í för. Ég get ekki sagt að ég hafí kynnzt henni að ráði, en mér er þó ljóst, að hún hefiir verið Emil ómetanlegur bakhjarl í þeim umfangsmiklu og erfíðu störfum, sem hann gegndi lengst af ævinn- ar. Við leiðarlok emm við jafnaðar- menn þakklátir fyrir að hafa átt Emil Jónsson að leiðtoga um svo langt skeið, mann, sem varð íslenzkri alþýðu og þjóðinni allri til mikilla heilla. Persónulega er ég þakklátur fyrir kynni okkar og traust hans í minn garð. Ég bið sálu hans blessunar og votta að- standendum hans einlæga samúð mína. Sigurður E. Guðmundsson Kveðja frá Lands- sambandi iðnaðarmanna Það vom ekki einungis iðnaðar- menn, sem vom meðal frumkvöðl- anria að stofnun Landssambands + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR M. WAAGE, Kelduhvammi 11, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 6. desember. María Ú. Úlfarsdóttir, Magnús Waage, Frfða Ágústsdóttir, Ingimar Waage, Ólafur M. Waage, Guðný Marfa M. Waage. ■ Móðir okkar og tengdamóðir, h RAGNHILDUR RUNÓLFSDÓTTIR frá Hólmi í Austur-Landeyjum, andaðist í Vífiisstaðaspítala föstudaginn 5. október. Sigriður Jónsdóttir, Ragnar Jónsson, Gróa H. Kristjánsdóttir, Ingólfur Jónsson, Inglbjörg Björgvinsdóttir, Ólafur Jónsson, Magnea Agústsdóttir, Árni Jónsson, Bjarney T ryggvadóttir, Ásta Jónsdóttir, Arnljótur Sigurjónsson. t Maðurinn minn, faðir okkar og bróðir, HAUKUR KJARTANSSON, bifvélavlrkl, Áslandi 4A, Mosfellssveit, er andaðist á Reykjalundi 2. desember verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag (slands. Hjördfs Guðmundsdóttir, Matthildur Ásta Hauksdóttir, Gunnar örn Hauksson, Ægir Valur Hauksson, Þorvaldur Kjartansson, Ágúst Kjartansson, Rafn Kjartansson. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁRNHEIÐAR GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Árlandi 6, er andaðist í Vífilsstaðaspítala 28. nóvember, fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 9. desember kl. 15.00. Agúst Hafberg, Oddný Guðleif Hafberg, Hermann Þórðarson, Guðmundur Már Hafberg, Magnea Sverrisdóttir, Ágúst Friðrlk Hafberg, Guðný Hallgrfmsdóttir, Harpa Guðný, Elfur Hlldlsif og Árnheiður Edda. HLAÐBORÐ Nú bjóðum við í hádeginu og kl. 17—19 daglega glæsi- legt jólahlaðborö með úrvals hráefni frá Kjötmiðstöðinni fyrir virkilega gott verð. Aðeins kr. B95.- Skinkusúpa, jöklasalat, grafsilungur, reyktur lax, fiskipaté, 4 tegundir af síld, köld salöt, grísakæfa, svínasulta, grísa- rúllupylsa, fiskréttur „au gratin", sjávarréttir sjávarréttir í sítrónuhlaupi, saltfiskur, skata og hamsar. Jólabrauö, svartpönnubrauð, munkabrauð, 3ja korna brauð- hleifar, rúgbrauð. Reyktur og saltaður grísakambur, léttsaltað grísalæri og skankar, Bæjonnesskinka, kokteilpylsur, hangikjöt, heitar og kaldar sósur, 6 tegundir af meölæti. Heitur réttur dagsins Súr-sæt grísarif með hrísgrjónum. Uppskriftir fylgir. Allar þessar kræsingar eins og þú getur í þig látiö fyrir aðeins kr. 595.- Allt áður nefnt hráefnl færð þú í KJðtmlðstððlnnl. ARMARHÓLL Á horni Ingollsstrætis og Hverlisgölu. Sorð.Tp.Tnianir i síma 18833. iðnaðarmanna árið 1932. Framsýn- ir verkfræðingar, sem dvalið höfðu meðal þjóða, þar sem verkmenning hafði verið í hávegum höfð um lang- an aldur, sáu og skildu, að mikil- vægt var að skapa skilyrði til þess, að verkmenntun gæti orðið sú lyfti- stöng framfara hér á landi sem annars staðar. Þeir gerðu sér einn- ig grein fyrir því, að áhuga þeim, sem á þessum árum var á eflingu iðnaðar og nýsköpunar atvinnulífs hér á landi, yrði mest og best fylgt eftir með því að skapa farveg fyrir skoðanaskipti þeirra, sem vildu beijast fyrir hugmyndum um iðnað- aruppbyggingu og að iðnaður yrði viðurkenndur sem einn af atvinnu- vegum þjóðarinnar. Það var trú þeirra, að sameiginleg stefnumörk- un og samtakamáttur gætu helst skilað hugsjóninni um iðnaðarþjóð- félag áleiðis. Þegar Emil Jónsson kom heim frá verkfræðinámi í Danmörku hóf hann þegar störf í þessum anda. Hann stofnaði kvöldskóla fyrir iðn- aðarmenn í heimabæ sínum, Hafnarfirði, og eftir að iðnskóli var formlega stofnaður þar, varð hann fyrsti skólastjóri hans. Hann var einnig einn af stofnendum Iðnaðar- mannafélagsins í Hafnarfirði og var fyrsti formaður þess. Það lá því í hlutarins eðli, að hann yrði meðal þeirra, sem stofnuðu heildarsamtök iðnaðarmanna, sem höfðu iðn- menntun, íðnréttindi og eflingu iðnaðar að höfuðmarkmiði. Emil var einn þeirra manna, sem hafði veruleg áhrif á mótun lands- sambandsins allt frá byijun og kom ótrúlega oft við sögu þess og ekki síður þeirra málefna, sem það barð- ist fyrir. Hann var kosinn strax í fyrstu stjóm sambandsins og var varaforseti þess allan þann tíma sem hann gaf kost á sér til stjómar- setu þar, eða til ársins 1945. Þetta var einmitt á þeim árum, sem mikil- vægast var, að rétt væri staðið að málum, og grunnurinn var lagður að framtíðarstarfinu. Þótt Emil hafí áður átt verulegan þátt í undir- búningi ijölmargra baráttu- og framfaramála iðnaðarmanna, var það ekki síst eftir að hann tók sæti á Alþingi 1934, sem hann hafði aðstöðu til að fylgja málefnum þeirra eftir. Ógjömingur er að telja upp öll störf hans þar, sem höfðu bein eða óbein áhrif til hagsbóta fyrir iðnaðinn og iðnaðarmenn. Hér skal aðeins nefnt, að hann hafði aðeins verið fáeina mánuði á þingi, þegar hann flutti fmmvarp það um stofnun Iðnlánasjóðs, sem leiddi til stofnunar sjóðsins árið 1935. Þá lét hann fræðslumál og réttindamál iðnaðarmanna mjög til sín taka og beitti sér fyrir margvíslegum um- bótum á þeim sviðum. Einnig má nefna sem dæmi um áhuga hans og samtakanna á nýsköpun at- vinnulífs á fjórða áratugnum, að hann flutti fmmvarp og fékk sam- þykkt á Alþingi lög um skattfrelsi nýrra iðnfyrirtækja fyrstu þijú árin, svo að þau hefðu ráðrúm til að koma undir sig fótunum. Ekki má heldur gleyma þætti hans sem formanns skipulags- nefndar atvinnumála, þar sem hann skipaði sér í forystusveit þeirra manna, sem beittu sér fyrir stofnun §ölmargra nýrra iðnfyrirtækja. í þakklætisskyni fyrir störf sín í þágu iðnaðarins og samtaka hans var Emil Jónsson sæmdur heiðurs- merki Landssambands iðnaðar- manna úr gulli árið 1949. Hann var í hópi þeirra, sem fyrstir fengu þessa viðurkenningu, er iðnþing Islendinga hafði árið áður sam- þykkt, að. landssambandið gæti veitt þeim einstaklingum, sem þættu hafa unnið framúrskarandi störf að iðnaðarmálum. Árið 1972 var Emil gerður að heiðursfélaga landssambandsins, og er það mesta viðurkenning sem sambandið getur veitt og aðeins örfáir hafa hlotið. Orð fá ekki tjáð þakklæti, en að leiðarlokum kveður Landssamband iðnaðarmanna Emil Jónsson með virðingu og þökk. Eftirlifandi að- standendum eru sendar innilegar samúðarkveðjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.