Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 74
5*74
3861
T DESÍ5MBER 1986
Minning:
Emil Jónsson fyrr-
verandi ráðherra
Framhald af síðu 35
opinberu afskiptum af þjóðmálum
en það, ef menn gengu á bak orða
sinna og brugðust trausti hans.
Persónulega fannst mér Emil
Jónsson ímynd hins trausta og heið-
arlega manns, sem ávallt leitaðist
við að framkvæma það, sem hann
mat réttast og sannast í hveiju
máli. Hann gat því óefað og með
fullum rétti gert sömu kröfur til
samferðamanna sinna.
íslensk þjóðmálabarátta sér því
við fráfall Emils Jónssonar á bak
einum sinna bestu drengja.
Um leið og hér eru færðar alúðar-
þakkir fyrir samfylgdina, ráðlegg-
ingamar og sanna vináttu, bið ég
honum Guðs blessunar á nýjum
vegum. Eftirlifandi börnum hans,
bamabömum og afkomendum öll-
um, votta ég mína dýpstu samúð í
einlægri von um að þau megi til-
einka sér mikla mannkosti föður,
afa og tengdaföður.
Eggert G. Þorsteinsson
Fregnin um lát Emils Jónssonar
vekur minningar um glæsilegan
stjómmálaferil hans um tæpa 4
áratugi. Leið hans lá um bæjar-
stjórastarf í Hafnarfirði til Alþingis,
í ráðherrastól og um mörg ráðu-
neyti til forsætis ríkisstjómar. Hann
var ekki aðeins oddviti jafnaðar-
manna í heimabyggð sinni, heldur
og formaður Alþýðuflokksins í ára-
tug.
Einstakir hæfileikar og menntun
Ieiddu Emil inn á þessa óvenjulegu
framabraut, og miklir mannkostir
gerðu hann einn farsælasta stjóm-
málamann þjóðarinnar. Hann naut
almenns trausts og virðingar bæði
meðal fylgismanna og pólitískra
andstæðinga, enda tókst honum að
leysa mörg vandamál og stýra þjóð-
inni á umbrotatímum.
Mörg minnisstæð tímabil má
finna á ferli Emils. Stjóm Hafnar-
ijarðar á kreppuárunum sýndi
úrræði jafnaðarstefnunnar á örðug-
ustu tímum. Atvinnumálanefndin
og nýsköpunarstjómin sýndu stór-
huga tæknimann í uppbyggingar-
starfi. Ríkisstjóm Emils 1958—59
sýndi traustar hendur í stórbreyt-
ingum á högum þjóðarinnar.
Stofnun atvinnuleysistrygginganna
var djörf lausn á vinnudeilu og um
leið félagslegur stórsigur vinnandi
'' fólks.
Það var mér og fleiri yngri mönn-
um góður skóli að starfa með Emil
• í flokki og á þingi. í þeim efnum
J verður hann ógleymanlegur og for-
dæmi hans seint fullþakkað.
Persónulega var Emil ljúfmenni,
víðlesinn og vitur.
Fregnin um lát Emils barst mér
til Vínarborgar, þar sem ég sit frið-
arráðstefnu fyrir íslands hönd. Úr
íjarlægð sendi ég þessa síðustu
kveðju með þakklæti og virðingu.
Benedikt Gröndal
Wömastofa
Friöfinns
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Oplð öllkvöld
tll kl. 22,- elnnig um helgar.
Skreytingar vlð öll tilefni.
Gjafavörur.
ö .w %,
Kveðja frá samherjum
á Suðurnesjum
Nú þegar Emil Jónsson er kvadd-
ur hinstu kveðju kemur margt upp
í hugann hjá þeim sem þekktu hann
og störfuðu með honum í áratugi.
í hugum flestra mun þar hæst
bera heiðarleiki hans, staðfesta og
frábærar gáfur. Allra þessara hæfi-
leika Emils naut Alþýðuflokkurinn
°g þjóðin öll í ríkum mæli í þeim
margþættu verkum sem hann lagði
hug og hönd á að leysa. Alla tíð
lagði hann mesta áherslu á að rétta
hlut þeirra sem minna mega sín og
oft með ráðum sem leitt hafa til
varanlegra umbóta, þótt sum hver
væru umdeild í upphafí.
Lengst mun Emils þó trúlega
verða minnst fyrir að mynda minni-
hlutastjómina árið 1959 þegar
fráfarandi forsætisráðherra lýsti
því yfir að óðaverbólga væri skollin
á og samstaða engin um stjóm
iandsins. Þá reyndi mikið á stað-
festu Emils og þá naut hann þess
að hafa með fyrri störfum sínum
unnið sér fádæma traust alþjóðar.
Undir forystu Emils lagði þessi
minnihlutastjóm hans grunn að
mesta stöðugleikatímabili í sögu
íslenska lýðveldisins, þrátt fyrir
meiri utanaðkomandi áföll en yfir
okkur hafa gengið fyrr og síðar.
Emil var svo stór í sniðum að hann
hlaut sem stjómmálamaður að
verða fyrst og fremst maður allrar
þjóðarinnar. En þrátt fyrir það var
það okkur Suðumesjamönnum mik-
il gjöf að hann varð okkar þingmað-
ur í mörg ár og sem slíkur þekkti
hann manna best sínar skyldur,
þótt hann hefði skömm á því sem
kallað er kjördæmapot.
Sjálfsagðan rétt okkar vildi hann
tryggja og meðal mála sem hann
hafði forystu um má nefna
„Keflavíkurveginn", sem á sínum
tíma hlaut nafnbótina „Ódáðahraun
íslenskra vega“. Fyrstu tillöguna
um að malbika eða steypa veginn
flutti Emil á Alþingi 1955 ásamt
Jörundi Brynjólfssyni. Árum saman
var Suðumesjamönnum meinað að
kaupa nýja fiskibáta. Strax og
minnihlutastjóm Emils tók við 1959
var það bann afnumið og Suður-
nesjamenn fengu sama rétt og aðrir
til bátakaupa.
Næstu ár streymdu nýir bátar
til Suðumesja. Þannig mætti telja
upp mörg mál stór og smá, sem
Emil bar fram Suðumesjum til
heilla.
Aðrir munu væntanlega tíunda
þau íjölbreyttu störf og embætti
sem Emil gegndi um dagana af
fádæma trúmennsku og áreiðan-
leika.
Emil var lítillátur og barst ekki
á þótt hann gegndi háum embætt-
um. Gott dæmi þar um er að þegar
hann flutti á Hrafnistu í Hafnar-
fírði taldi hann sig í fyrsta sinn búa
í „svítu“.
Hér stóð ekki til að rekja ævifer-
il þessa sérstaka heiðursmanns.
Heldur aðeins að minnast hans
nokkmm orðum og færa honum að
leiðarlokum alúðar þakkir fyrir allt
sem hann var okkur samheijum á
Suðuraesjum.
Minning um góðan dreng mun
lengi lifa.
Ólafur Björnsson,
Ragnar Guðleifsson
Emil Jónsson er látinn. Hann lést
á Hrafnistu sunnudaginn 30. nóv-
f heimsókn hjá Goldu Meir, síðar forsætisráðherra ísraels.
ember síðastliðinn, 84 ára að aldri.
Með Emil Jónssyni er genginn
mikilhæfur jafnaðarmaður og virtur
leiðtogi Alþýðuflokksins. Minning
hans skipar heiðurssæti í hugum
íjölmargra Hafnfirðinga sem og
annarra íslendinga.
Guðmundur Emil hét hann fullu
nafni og var fæddur 27. október
1902 í Hafnarfirði. Foreldrar hans
vom Jón Jónsson múrari og kona
hans, Sigurborg Sigurðardóttir frá
Miðengi á Vatnsleysuströnd.
Emil Jónsson vakti snemma at-
hygli fyrir skarpan skilning og
góðar gáfur. Fjórtán ára gamall
lauk hann gagnfræðaprófí í Flens-
borgarskóla og 1919 lýkur hann
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík með miklum ágætum
þá aðeins 16 ára að aldri.
Verkfræðiprófi lauk Emil við Den
polytekniske Læreanstalt í Kaup-
mannahöfn 1925.
Fyrsta árið eftir að hann lauk
prófi í verkfræði vann hann sem
aðstoðarverkfræðingur í Óðinsvé-
um á Fjóni en síðan kemur hann
heim til Hafnarfjarðar og hefur þar
störf sem bæjarverkfræðingur árið
1926.
Ungur að ámm gekk Emil Jóns-
son til liðs við jafnaðarstefnuna.
Rík réttlætiskennd hans og góð
dómgreind hiaut að valda því að
ungur maður með eiginleika Emils
risi upp gegn því þjóðfélagi örbirgð-
ar, misréttis og ójafnaðar sem
hvarvetna blasti við augum. Einnig
hefur það haft sín áhrif að Al-
þýðuflokkurinn hafði frá fyrstu tíð
átt ríkum og einlægum stuðningi
að fagna á æskuheimili hans.
Strax á námsámm sínum lagði
Emil Jónsson hugsjónum jafnaðar-
stefnunnar lið, bæði hér heima og
erlendis.
Það var vor í lofti í bæjarmálum
Hafnfírðinga, þegar Emil kom heim
frá Danmörku 1926. Bjartsýni og
baráttuhugur setti mark sitt á bæj-
arlífið í Hafnarfírði.
Ungir og aldnir þekktu sinn vitj-
unartíma, tóku höndum saman og
hnekktu áratuga völdum íhalds og
afturhaldssemi í Hafnarfirði. Al-
þýðuflokkurinn vann meirihluta í
bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Fram-
tíðin kallaði unga menn til ábyrgðar
og starfa.
Einn þeirra manna var Emil
Jónsson. Hann brást ekki kalli. Trúr
og traustur, hreinskiptinn ogdreng-
lyndur reyndist hann í öllum störf-
um. Það var ekki lítil gæfa fyrir
Alþýðuflokkinn og jafnaðarstefn-
una að eiga hann að. Og þeim sem
Legsteinar
ýmsargerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfj örður
minna máttu sín var hann betri en
enginn.
Emil Jónsson var ekki nema 24
ára þegar hann tók við starfi bæjar-
verkfræðings í Hafnafirði. Því starfí
gegndi hann í fjögur ár með slíkum
ágætum að 1930 er hann gerður
að bæjarstjóra aðeins 27 ára að
aldri. Það segir sína sögu um mann-
inn, hæfíleika hans og mannkosti.
Það vora engir uppgangstímar í
íslensku þjóðfélagi á þessum tíma.
Kreppan gekk í garð og atvinnu-
leysi ógnaði afkomu manna. Og
íhaldið lét ekkert tækifæri ónotað
til þess að vega að forystumönnum
Alþýðuflokksins í Hafnarfírði.
Við þessar aðstæður kom vel í
Ijós, að þeim mönnum hafði ekki
skjátlast í mati sínu, er völdu Emil
til vandasamra forystustarfa.
Skaplyndi hans og eðliskostir
skerptust og skýrðust í þessum
átökum.
Emil Jónsson hélt strax þá fast
á sínum málum, var ráðríkur og
harður í hom að taka og lét hvergi
hlut sinn, þótt stormasamt væri og
ágjöf á bátinn. Samstarfsmönnum
sínum var hann einlægur og sam-
starfsgóður. Svo var honum farið
alla ævi. Og vinir jafnt og andstæð-
ingar lærðu fljótt að meta hann og
virða.
Í verkum sínum naut Emil þess
hve vel hann var menntaður í besta
skilningi þess orðs. Hann var fram-
úrskarandi ötull og ósérhlífínn,
úrræðagóður og þéttur fyrir og hik-
laus til orða og athafna.
Því aðeins nýtast hugmyndir og
skipulag, forysta og framkvæmdir
hæfileikamanna, að þeir hugsi vel
málin, geri sér glögga grein fyrir
orsökum þeirra og afleiðingum og
fylgi þeim síðan fast og einarðlega
eftir, en slái ekki undan þótt nokk-
uð gusti á móti. Þetta einkenndi
Emil Jónsson ungan og fylgdi hon-
um æ síðan.
Strax við heimkomuna 1926
stofnaði Emil Jónsson iðnskóla í
Hafnarfirði og rak hann í tvö ár,
til 1928, en þá tók Iðnaðarmanna-
félg Hafnarfjarðar við honum.
Skólastjóri Iðnskólans var Emil allt
frá upphafi til 1944 eða í 18 ár.
Það var ekki hans háttur að skilja
við verk, fyrr en vel var fyrir því séð.
Þá má nefna Bæjarútgerð Hafn-
arfjarðar. Hún var stórvirki og
aðalsmerki forystumanna Alþýðu-
flokksins á þeim tíma, sem hún var
stofnuð. Þar átti Emil stóran hlut
að máli, enda formaður útgerðar-
ráðs í upphafi og síðan um áratuga
skeið.
Ég ætla mér ekki þá dul að telja
upp og rekja ótal mörg verk og
trúnaðarstörf sem Emil hefur innt
af höndum.
Ég nefni þó bæjarfulltrúastörf í
Hafnarfirði í tugi ára, starfsama
setu á Alþingi í fjöldamörg ár, störf
hans sem samgönguráðherra, við-
skiptamálaráðherra, sjávarútvegs-
ráðherra, félagsmálaráðherra,
utanríkisráðherra og forsætisráð-
herra, svo og bankastjórastarf í
Landsbanka íslands. Allt þetta talar
einu máli um manninn Emil Jóns-
son, ijölhæfni hans og þekkingu.
Það ber vitni um það traust sem
Emil naut verðskuldað meðal sam-
ferðamanna sinna, að honum vora
falin þessi mikilvægu trúnaðarstörf.
Einnig segir það sína sögu hve oft
og víða hann var kallaður til for-
ystustarfa.
Forystumaður í hópi jafnaðar-
manna í Hafnarfirði var hann alla
tíð, formaður Alþýðuflokksins um
árabil, jafnaðarmaður sem samtíð-
armenn hans kunnu skil á, mátu
mikils og virtu vel.
Hann var mikilvirkur og velvirk-
ur í mótun og myndun velferðar-
þjóðfélagsins á Islandi. Það var
traustur og góður jafnaðarmaður á
ferð þar sem hann fór.
Hinn 7. október 1925 kvæntist
Emil Guðfinnu Sigurðardóttur
bónda í Kolsholti í Villingaholts-
hreppi í Ámessýslu. Var hún honum
samhent eiginkona og ágæt hús-
móðir. Guðfinna lést hinn 6. október
1981.
Heimili þeirra Emils og Guðfinnu
var látlaust, traust og hlýtt og þar
var ánægjulegt að koma og gott
að vera. Þar átti Emil sér trausta
stoð og öraggt skjól, sem ekki er
lítils virði þeim manni sem stendur
í stormasamri önn hins daglega lífs.
Þau hjónin eignuðust 6 böm sem
öH era á lffí. Og bamabömin og
bamabamabömin era orðin allstór
hópur.
Þrátt fyrir allt annríkið utan
heimilisins var Emil heimilisfaðir í
besta lagi, enda mikils virtur af
allri fjöskyldu sinni og vandamönn-
um.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Emil Jónssyni nokkuð vel. Fyrst
ungur jafnaðarmaður og síðar sem
einn af forystumönnum Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði.
Stundum fóra skoðanir okkar
ekki saman og í ýmsum málum
greindi okkur á um viðhorf og
stefnu.
En þrátt fyrir það bar ég alltaf
mikla virðingu fyrir Emil, orðum
hans og athöfnum. Og aldrei hvarfl-
aði það að mér að hann væri ekki
heill og sjálfum sér trúr og hugsjón-
um sínum. Því betur sem ég
kynntist honum þess meira þótti
mér til hans koma — því vænna
þótti mér um hann. Ég veit, að
þannig var fleiram farið.
Emil var ekki maður tilfinninga
eða hrifnæmis augnabliksins,
hvorki í ræðu né riti. Hann var
maður rökhugsunar og glögg-
skyggni, skýr og afdráttarlaus,
sjálfum sér samkvæmur, stöðugur
sem klettur.
Og honum var einkar lagið að
setja fram viðhorf sín og skoðanir
í stuttu en skýra máli, þar sem
aðalatriðin urðu öllum ljós, þeim er
á hlýddu. Ég hygg að best hafi
hann notið sín f stuttum ræðum og
einörðum, afmörkuðum og eftir-