Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 41 Sovétstjórnin skipar nýjan sendiherra á íslandi: Fundurinn varð Kosarev að falli Moskvu, AP, Reuter. SOVETSTJÓRNIN hefur skipað Igor Krasavin sendiherra á ís- landi og- tekur hann við af Yevgeny Kosarev, sem skipað hefur stöðuna frá þvi í júlí árið 1984. Tass-fréttastofan segir, að Kosarev hafi verið settur á eftir- laun en talið er, að honum hafi verið vikið frá vegna frammi- stöðu sinnar varðandi leiðtoga- fundinn i Reykjavík. utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Fréttir frá Islandi herma, að Kosarev hafi verið kallaður heim vegna klúðursins, sem varð með komu Gorbachevs til landsins vegna leiðtogafundarins. Kom hann til ís- lands 9. október, sama dag og Alþingi íslendinga var sett, og vegna þess gátu hvorki forseti landsins né forsætisráðherra tekið á móti honum. Embættismaður í sovéska sendi- ráðinu í Reykjavík sagði, að ut- anríkisráðuneytinu í Moskvu hefði verið skýrt frá samkomudegi Al- þingis en ekki fengið nein svör. Einn af embættismönnum, sem voru í fylgd með Gorbachev, var spurður hvetjum væri um að kenna, að svona hefði tekist til og svaraði hann þá á þessa leið: „Ef sendiherr- ann verður hér enn á morgun þá Yevgeny Kosarev veistu, að hann er saklaus af allri sök.“ Kosarev fór frá íslandi rúmri viku eftir að leiðtogafundinum lauk. Iranar fá vistáltalíu Róm, Reuter. ELLEFU írönskum flóttamönn- um, sem urðu innlyksa á Fiumicio flugvelli í Róm í nóvember, hefur verið veitt dvalarleyfi á Ítalíu þar tíl mál þeirra verður til lykta leitt, að því er haft er eftir yfir- völdum á flugvellinum. Þessir ellefu íranar.eru andvígir stjóm Ayatollahs Khomeini og voru meðal þrettán flóttamanna frá íran, sem millilentu í flugvél á leið frá Ðubai. ítölsk yfívöld kyrsettu íran- ana þegar í ljós kom að þeir höfðu hvorki vegabréfsáritun til Svíþjóð- ar, né Kanada, en þangað var för þeirra heitið. Manni og konu úr hópnum var þegar veitt tímabundið dvalarleyfí þar sem konan var ólétt. Krasavin hefur verið í sovésku utanríkisþjónustunni frá 1953. Hann var háttsettur í sovéska sendiráðinu í Helsinki á ámnum 1975-80 en hefur síðan starfað í Kína: Frjáls- hyggja í fangelsum? Peking, Reuter. UMBÆTUR Kínverja á sviði efnahagsmála hafa nú náð inn fyrir veggi stærsta fangelsis í Peking, en þar er feiknleg plastskóverksmiðja. Fangi einn hannaði nýja skógerð og fékk fyrir vikið fímm daga leyfi frá störfum, þótt ekki væri hann látinn laus, og 100 yuan (um 1.000 krónur íslenskar). Fangar, sem ekki em jafn upp- finningasamir, fá ekki jafnmikla aukagetu, milli 20 og 40 krónur á mánuði. Kínversk stjórnvöld hafa nú leyft bilinu milli þeirra lægst og hæst launuðu að breikka til að auka fmmkvæði í framleiðslu og efna- hagslífi landsins. Gróðasjónarmiðinu hefur verið gert hærra undir höfði í Kína en áður og hefur það haft í för með sér að föngum, sem dæmdir em fyrir þjófnað og fjárdrátt, hefur fjölgað. Yfírfangavörður stærsta fangels- is í Peking segir að nú sitji aðeins 30 andbyltingarsinnar í fangelsinu en alls sitji þar 1.950 menn innan veggja. Bandaríkin: Auglýsingar á salernum State College, Pennsylvaníu, Banda- ríkjunum, AP. TVEIR menn, Charles Wareham og Larry Warner, stofnuðu fyrir nokkru óvenjulegt auglýsinga- fyrirtæki: þeir sjá um að setja upp auglýsingar á salernum. „Fyrstu viðbrögð allra sem við töluðum við vom almennur hlátur," segir Wamer þegar hann lýsir því þegar þeir félagar fyrst reyndu að koma hugmynd sinni um auglýsing- ar á almenningssalemum á fram- færi. „En eftir örlitla umhugsun bættu menn við: þetta er frábær hugmynd." Wamer telur að menn verði ein- faldlega ánægðir með að hafa eitthvað að lesa meðan þeir gera þarfir sínar. „í raun lestu hvað sem er meðan þú situr á klósettinu, meira að segja framleiðslunúmerið á hjömm hurðarinnar." „Hugmyndin virðist vissulega vera út í hött,“ segir einn sem aug- lýsir hjá nýja fyrirtækinu. „En víst er að maður nær athygli viðskipta- vinarins." Atlantis hefur einkaumboð á ís- landi fyrir töflureikninn VP-Planner og gagnasafnskerjöð VP-Info. Ótrúlega hagstætt verð! SKÚLAGATA 51 105 REYKJAVÍK - SÍMI 621163 VP-Planner er öflugur töflureiknir, samhæfður við Lotus 1, 2, 3 . Án erfiðleika er unnt að ganga beint í gögn sem unnin hafa verið á Lotus. Að auki býður VP-Planner upp á nýja notkunarmöguleika, sem miða að fljótari vinnslu. VP-Planner getur einnig unnið með gagnaskrár í dBASE II, dBASE III, dBASE III+ og VP-Info. VP-Info er öflugt og hraðvirkt gagnasafnskerfi, samhæft við dBASE II, dBASE III og dBASE III+ VP-Info býður upp á margar nýjar skipanir, sem miða að því að einfalda og stytta notendaforritin. VP-Info getur unnið með allt að 13 skrár í einu, þar af 6 opnar. VP-Info vinnur tvisvar til tíu sinnum hraðar en flest önnur gagnasafnskerfi. Nýjimgar við áætlanagerð — og gagnavinnslu — f öflureiknirinn VP-Planner ignasafnskerfið VP-Info essemm sía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.