Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
Skrifstofa við
Evrópubandalagið
A
Isjálfu sér ætti það ekki að
sæta neinum sérstökum
tíðindum þótt opnuð væri opin-
ber skrifstofa til að gæta
íslenskra hagsmuna í útlöndum.
Umsvif íslenskra fyrirtækja er-
lendis eru orðin það mikil, að
tæplega er sagt frá því lengur
nema þá í auglýsingaskyni, að
þau setji á fót skrifstofur eða
útibú í öðrum löndum. Hvað sem
þessu líður hefur það vakið verð-
skuldaða athygli, að á miðviku-
dag var sendiráði Islands í
Brussel skipt í tvennt, ef þannig
má orða það. Sá hluti starfsemi
þess, sem ekki snertir tengslin
við Atlantshafsbandalagið, var
fluttur úr höfuðstöðvum NATO
í Evére, einu úthverfa höfuð-
borgar Belgíu, inn í hjarta
borgarinnar í nágrenni við höf-
uðstöðvar Evrópubandalagsins.
Matthías A. Mathiesen, ut-
anríkisráðherra, sagði í Brussel
á miðvikudaginn, að skrifstofan
ætti að skapa okkur betri að-
stöðu og tækifæri til samstarfs
við Evrópubandalagið. Ráðherr-
ann sagði einnig í Morgunblaðs-
viðtali af þessu tilefni, að við
þyrftum að gera allt sem í okkar
valdi stæði til að tryggja hags-
muni okkar gagnvart bandalag-
inu. Að sjálfsögðu felst engin
pólitísk stefnubreyting í því, þótt
samstarf við Evrópubandalagið
sé treyst með sérstakri skrifstofu
í nágrenni höfuðstöðva þess.
Þessi skipulagsbreyting á starfs-
háttum utanríkisþjónustunnar er
hins vegar staðfesting á því, að
samskipti íslands og Evrópu-
bandalagsins eru sífellt að
aukast. Það nægir ekki lengur
að huga aðeins að þeim á grund-
velli viðskiptasamnings okkar
við bandalagið. Fleiri þættir
hljóta að koma til álita með hlið-
sjón af þeim breytingum, sem
orðið hafa á bandalaginu og
sambandi okkar við það síðan
samningurinn var gerður á árinu
1972. Aform eru til að mynda
uppi um að með einum eða öðr-
um hætti getum við nýtt okkur
samstarf EB-þjóðanna um
tækni- og iðnþróun.
Evrópubandalagið er mikil
stofnun. í höfuðstöðvum þess
starfa þúsundir manna frá aðild-
arlöndunum 12. Það er af og
frá, að fámenn sendiráðsskrif-
stofa geti ræktað allt samband,
sem við þurfum að hafa við
bandalagið til að gæta hags-
muna okkar og nýta þau tæki-
færi, sem bjóðast. Þess sjást
merki meðal þeirra, sem sinna
alþjóðlegum viðskiptum hér á
landi, að þeir hafa vaxandi
áhuga á að ræða stöðu okkar
gagnvart EB og það, sem efst
er á baugi þar innan dyra. í
næstu viku ætlar landsnefnd
Alþjóða verslunarráðsins til að
mynda að efna til umræðna um
ísland og Evrópubandalagið í
tengslum við aðalfund sinn. Af
hálfu stjómar landsnefndarinnar
er skýrt tekið fram, að hún er
ekki að leggja til, að ísland ge-
rist aðili að EB. Raunar hafa
ekki nein samtök í landinu það
að markmiði, svo að vitað sé.
Sú spuming vaknar, hve lengi
umræður um samband og sam-
skipti okkar við Evrópubanda-
lagið verða utan við hina
pólitísku hringiðu í landinu.
Raunar hefur það verið landlægt
hér, að stjórnmálamenn hafí
meiri áhuga á að rífast um hvað
risaveldin em að gera en ræða
það, sem ber hæst í samvinnu
nágranna okkar í Evrópu. Innan
EFTA, Fríverslunarsamtaka
Evrópu, þar sem við em þátttak-
endur vex þeirri skoðun fylgi,
að samstarfíð við EB eigi að
vera eins náið og frekast er kost-
ur. Á þeim vettvangi er ekki
síður nauðsynlegt en fyrir til-
stilli hinnar nýju skrifstofu í
Bmssel að fylgjast náið með
því, sem er að gerast hjá Evrópu-
bandalaginu.
Sjálfstæði
Borgarspít-
alans
Nokkrír tugir lækna í
Reykjavík sendu Þorsteini
Pálssyni, formanni Sjálfstæðis-
flokksins, áskomn vegna sölu
Borgarspítalans, þar sem hann
er hvattur til að „beita sér fyrir
lausn í anda sjálfstæðisstefnunn-
ar á deilunni um eignarhald og
rekstrarform Borgarspítalans".
Þá vara læknamir alvarlega við
þeirri hugmynd að steypa saman
tveimur stærstu sjúkrahúsum
heilbrigðisþjónustunnar og
mynda þannig eina stóra ríkis-
stofnun.
Morgunblaðið tekur undir
þessi vamaðarorð. Af þeim
miklu umræðum, sem orðið hafa
vegna Borgarspítalans, má ráða,
að helsta áhyggjuefni þeirra,
sem hafa hom í síðu breytinga
á eignarhaldi spítalans sé óttinn
við risavaxið ríkisbákn. Morgun-
blaðið varaði við hættunni af
þessu hér á jjessum stað fyrir
réttri viku. Ástæðulaust er að
ætla að miðstýring skili betri
árangri í spítalarekstri en á öðr-
um sviðum. Sjálfstæði og sjálfs-
stjóm Borgarspítalans verður að
tryggja.
Náttúrufræðikynning
í anddyri Háskólabíós
SKÓGRÆKT ríkisins hefur sett
upp sýningu i samvinnu við
áhugamannahóp um byggingu
náttúrufræðihúss í anddyri Há-
skólabíós og er meiningin að
slíkar sýningar verði þar þangað
til náttúrufræðihús verður að
veruleika. Einnig eru þar sýndar
Iitskyggnur og myndband um
skógrækt.
Undanfarin ár hefur áhuga-
mannahópur um byggingu náttúru-
fræðihúss verið starfandi. Það sem
fyrir honum vakir með sýningunni
er að þiýsta á að hafist verði handa
við byggingu náttúrufræðihúss og
að átak verði gert í náttúrufræðslu-
málum. Einnig vill hópurinn afla
upplýsinga sem nýst gætu við upp-
byggingu starfsemi þess.
Anddyri Háskólabíós verður opið
almenningi frá kl. 14.00 til 22.00
alla daga. Sýningar og kynningar
verða í þrennu lagi í anddyrinu:
Aðalsýningar sem standa í u.þ.b.
mánuð hver, skiptisýningar sem
standa í nokkra daga hver og
skyndisýningar sem standa í einn
til tvo daga. Safnverðir og aðrir
sérfróðir menn verða fengnir til að
fræða gesti um helgar á aðal- og
skiptisýningum. Nú um helgina
verður auk aðalsýningarinnar, „ís-
lenskur skógur", skiptisýningin
„íslenskar plöntur", sett upp af
Herði Kristinssyni grasafræðingi til
kynningar á nýútkominni bók hans,
Plöntubókinni. Þá verður skyndi-
sýning sem stendur um helgina og
hefur Haraldur Ágústsson sett hana
upp.
Á viðarsýningunni eru um hundr-
að viðarsýni. Markverðustu sýnin
eru þversneiðar af gras- og burkna-
trjám frá Nýja-Sjálandi. Þá eru tíu
sýni af öllum ættkvíslum rauðviðar-
ættarinnar, en í þeirri ætt eru m.a.
risafurumar, Kalifomíu-rauðviður,
Kína-rauðviður og vatnsgreni. Af
tíu ættkvíslum þallarættarinnar eru
átta sýni, fágætast þeirra er Ketele-
eria, en heimkynni hennar eru í
Kína og á Taiwan. Auk þeirra ber-
frævinga, sem þegar hafa verið
taldir, eru sýni af 18 öðrum ætt-
kvíslum berfrævinga. Af dulfræv-
ingum eru sýni af tíu ávaxtatijám.
Þrettán tegundir em af Dalbergia-
ættkvíslinni, en þar er kunnust
Dalbergia nigra sem er Rio-Pali-
sander. Af beykiættinni em fímm
ættkvíslir þar á meðal rauðbeyki
sem hefur verið sýkt með litar-
sveppum. Þá er og 2000 ára gömul
mýrareik frá Noregi. Einnig em á
sýningunni ýmsar ættkvíslir dul-
frævinga, pálmatijáa, kaktusa og
papyms og 10 til 12 milijón ára
gamall viðar- og steinbrandur frá
Islandi.
Morgunblaðið/Einar Falur
í anddyri Háskólabíós. Frá vinstri: Kristinn Skæringsson fram-
kvæmdastjóri Landgræðslusjóðs, Jón Gunnar Ottósson líffræðingur
hjá Skógrækt ríkisins og Einar Egilsson forsvarsmaður áhugamanna-
hóps um byggingu náttúrufræðihúss.
Seinni tónleikar Polýfónkórsins á laugardag;
Messías er alltaf
nýr, aldrei gamall
Rætt við Jón Þorsteinsson tenór og Peter-Coleman Wright bassa
PÓLÝFÓNKÓRINN flytur
óratóríuna Messías eftir Ge-
org Friedrich Handel í
Hallgrímskirkju í annað sinn
á laugardag. Þá syngur Jón
Þorsteinsson tenórhlutverkið
sem Ian Partridge flutti á
tónleikunum í gærkvöldi. „Ég
hef sungið í Messíasi 40-50
sinnum á liðnum árum,“ sagði
Jón í stuttu spjalli við blaða-
mann í gærkvöldi. „Nú síðast
tók ég þátt í flutningi verksins
í Danmörku fyrir skömmu.
En Messías er, eins og öll
kristileg tónlist, alltaf nýr, og
aldrei gamall. í hugum
margra er þetta verk sem
heilagt. Boðskapur þess á er-
indi til alls mannkyns.“
Peter Coleman-Wright, bassa-
söngvari, kemur hingað frá
Glyndeboume-óperunni í Englandi
ásamt sópransöngkonunni Maureen
Brathwaite til að taka þátt í flutn-
ingi Messíasar. Wright sagði
Póiýfónkórinn hafa komið sér mjög
á óvart. „Bæði kórinn og hljóm-
sveitin standa sig frábærlega, og
mér fínnst flutningur þeirra bera
vott ögunar og fagmennsku. Sér-
staklega hreifst ég af tenórunum,
sem eins og allir vita syngja brot-
hættustu röddina í hverjum kór.
Tenórar Pólýfónkórsins eru bæði
vandvirkir og syngja hreint." Að-
spurður um hljómburð í Hallgríms-
kirkju sagði Wright að sér þætti
fullmikið bergmál í kirkjunni sem
ylli því að tónar rynnu saman og
Jón Þorsteinsson, tenór.
„drukknuðu". Hann sagði að menn
virtust ekki á einu máli um það
hvort þessi áhrif hyrfu þegar áheyr-
endur væru í kirkjunni. „Ég verð
bara að bíða og vona að allt gangi
vel,“ sagði hann.
Wright sagðist njóta dvalarinnar
hér og hlakka mikið til tónleikanna.
„Verst þykir mér að geta ekki ferð-
ast neitt um iandið því ég þarf að
halda heim til Englands á sunnu-
dag. Oft á tíðum eru svona tónleika-
ferðir erfíðar. Þvf fyigir gjaman
streita að stökkva inn í ókunnugt
samfélag til þess að taka þátt í
flutningi tónlistar. Hér á landi hefur
mér mætt einstök gestrisni og vin-
arþel sem ég hef ekki kynnst
annarstaðar."
Jón kvaðst einnig vera tímabund-
Peter Coleman-Wright, bassi.
inn. Honum hefði verið veitt iejrfí
frá æfíngum á óperunni Boris
Guodonov eftir Mussorgsky sem
óperan í Amsterdam frumflytur 9.
janúar og þyrfti hann að mæta á
æfíngu þar næsta mánudag. Jón
hefur starfað erlendis undanfarin
fjórtán ár. „En Pólýfónkórinn er
alltaf minn uppáhaldskór," sagði
hann. Aðspurður um aðstæður í
Hallgrímskirkju sagðist Jón ekki
vilja dæma um hljómburðinn þar
sem hann hefði ekki hlýtt á tónleika
þar fyrir fullu húsi. „Þótt það skipti
auðvitað engu máli hvar guðsorð
er boðað, er óneitanlega gaman að
flytja Messías í svo stórri og fal-
legri kirkju. Ég hlakka því til
tónleikanna á laugardag," sagði Jón
Þorsteinsson.