Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 79 Morgunblaðið/Árni Sæberg • FH-ingar skora hór eitt marka sinna í gær en þær urðu að láta í minni pokann fyrir Víkingum. Víkingar mörðu sigur gegn KA í eldfjörugum leik VIKINGAR komust til Akureyrar í gær til að leika við KAí 1. deild- inni í handknattleik. Þeir lentu í hinu mesta basli með heima- menn en tókst þó að vínna 24:23 eftir að hafa verið tveimur mörk- um, 9:11, undir í leikhlói. Leikur- inn var spennandi og fjörugur allan tfmann og báðum liðum til sóma að fara með slíkan leik með sér f jólafrfið sem nú er hafið hjá 1. deildinni. Heimamenn hófu leikinn af mikl- um krafti, nokkuð sem þeir hafa ekki gert til þessa, og höfðu frum- kvæðið lengst af í fyrri hálfleik. Víkingar náðu að jafna 11:11 i síðari hálfleik og aftur þegar staö- an var 13:13. Þeir skoruðu fjögur mörk í röö án þess að KA tækist að skora og breyttu stöðunni úr 13:12 í 13:16 og var þetta tvímæialaust vendipunkturinn í leiknum. Eftir þetta höfðu þeir forystu þó svo hún yrði aldrei mjög mikil. Er ein mínúta var til leiksloka skoraði Guðmundur Guðmunds- son úr KA 23. mark liðsins og staðan þá orðin 23:24. Víkingar hófu sókn en er 30 sekúndur voru eftir var dæmdur ruðningur á þá. KA menn brunuðu upp en gættu þess ekki að kapp er best með forsjá og glötuðu knettinum mjög klaufalega. Víkingar héldu boltan- um þar til 6 sekúndur voru eftir en þá var það orðið of seint fyrir KA til að jafna metin. Guðmundur Guðmundsson hjá Víkingum lék stórt hlutverk í gær og Siggeir átti góðan leík. Finnur kom í markið fyrir Kristján í síðari hálfleik og stóð sig vel. Hjá KA var Jón bestur og þeir Friðjón og Eggert stöðu sig einnig vel. Sá síðamefndi er hreint ótrú- lega öruggur í vítaköstum. Mörk KA: Jón Kristjánsson 7, Eggert Tryggvason 6/3, Friðjón Jónsson 5, Guö- mundur Guðmundsson 3, Pétur Bjarna- son 1, Hafþór Heimisson 1. Möric VIKINGS: Guðmundur Guðmunds- son 6, Siggeir Magnússon 5, Karl Þráins- son 5/2, Bjarki Sigurðsson 3, Árni Friðleifsson 3, Hilmar Sigurgislason 1, Einar Jóhannesson 1. AS/SUS Víkingur hafði beturíhörkuleik VÍKINGUR mjakaði sér upp um tvö sæti í 1. deild kvenna í hand- knattleik í gærkvöldi er stúlkurn- ar unnu FH-inga í Höllinni með 19 mörkum gegn 17 í hörku- spennandi leik þar sem hart var barist. Staðan í leikhléi var 9:10 FH-ingum í vil og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunum. Hafnfirðingar hófu leikinn vel og komust í 3:1 en Víkingar náðu að jafna og síðan var jafnt á flestum tölum en FH-ingar þó alltaf fyrri til að skora. í síðari hálfleik náðu Víkingar forystunni er staðan var 14:13 en FH náði að jafna aftur áður en Víkingur komst í 17:15. Nú tók FH að leika maður á mann og tókst að minnka muninn í 18:17 er 32 Staðan Vikingur FH UBK Valur KA Fram KR Stjarnan Haukar Ármann 1 201: 2 228 1 179: 3 229: 4 199: 4 188 5 179 3 176 7 188 9 179 191 15 196 13 168 13 199 11 210 9 172 8 202 8 176 7 222 4 220 0 Markahæstir eru: Sigurjón Sigurðsson, Haukum Karl Þráinsson, Víkingi Júlíus Jónasson, Val Konráð Oiavsson, KR Hannes Leifsson, Stjörnunni 56 50 46 46 43 sekúndur voru eftir en þá náðu Víkingar boltanum, brunuðu upp, og skoruðu síðasta markið. Baráttan er hörð í 1. deild kvenna og greinilegt að allt getur gerst þar til flautað verður til leiks- loka í síðasta leiknum í vor. Varnarleikur FH var ekki nógu góður í leiknum í gær og varð það ,ásamt mikilli baráttu allra stúlkn- anna í Vikingi, til þess að þær náðu ekki að krækja sér í tvö dýr- mæt stig í toppbaráttunni. Mörtt VÍKINGS: Jóna H. Bjarnadóttir «_. Valdis Birgisdóttir 4, Eirika Ásgrímsdóttir 4/1, Svava Baldvinsdóttir 3, Sigurrós Björnsdóttir 2, Inga L. Pórisdóttir 2/1. Mörk FH: Sigurborg Eyjólfsdóttir 5, Kristín Pétursdóttir 4, Eva Baldursdóttir, 2, tnga Einarsdóttir 2, Maria Hreinsdóttir 2, Rut Baldursdóttir 2/1. —AS/KF Staðan Fram FH Stjarnan KR Víkingur Valur ÍBV Ármann 8 7 7 5 8 5 8 4 8 4 8 3 6 1 7 0 172:143 12 145:107 10 187:141 10 147:148 153:141 162:144 77:130 103:193 Markahœstir eru: Guðrifiur Guðjónsdóttir, Fram 62 Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni 57 MargrétTheodórsdóttir, Stjörnunni 55 Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR 50 Katrín Friðriksen, Val 41 FH-ingar vinna enn FH-INGAR halda öðru sætinu fram á næsta ár þvf þeir unnu Framara í gærkvöldi í 1. deildinni í handknattleik með 27 mörkum gegn 25 er liðin léku f Laugardals- höllinni. Staðan f leikhléi var 14:11 fyrir Fram. FH-ingar minnkuðu muninn í 17:16 í síðari hálfleik en Fram náði síðan fimm marka forystu 23:18 en það dugði þeim ekki. Þeir brenndu af vítakasti og nokkur dauðafæri fóru forgörðum. Magnús Árnason stóð sig mjög vel í marki FH og varði 17 skot i leiknum. Héðinn Gilsson var atkvæða- mikill þó hann yrði að fara útaf á fyrstu mínútunum og kæmi ekki inná aftur fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn og Gunnar Bein- teinsson stóð sig mjög vel í síðari hálfleik. Mörk FRAM: Birgir Sigurðsson 8, Egill Jóhannesson 6/2, Agnar Sigurðsson 5/2, Hermann Björnsson 2, Per Skaarup 2, Jós« Árni Rúnarsson 1, Ragnar Hilmarsson 1. Mörk FH: Héðinn Gilsson 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Óskar Ármannsson 5/2, Gunnar Beinteinsson 4, Guðjón Árnason 3, Pétur Petersen 2, Stefán Kristjánsson 1, Óskar Helgason 1. -SUS Ármenningar áttu ekki möguleika gegn Blikum sima þjónustx GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! ÞAÐ er ekki hægt að segja að handknattletkur sá er sást ó fjöl- um Laugardalshallar er Ármann og Breiðablik lóku f 1. deildinni í gærkvöldi hafi verið glæsilegur. Bæði liðin voru slök þó svo Blik- arnir hafi verið miklu betri enda unnu þeir með 25 mörkum gegn 17 eftir að hafa haft 10:8 yfir í leikhléi. Létt hjá Haukum FRAM er eina liðið f úrvalsdeild- inni f körfuknattleik sem ekki hefur unnið leik til þessa. Haukar áttu ekki f erfiðleikum með þá á heimavelli sínum f Hafnarfirði f gærkvöldi. Lokatölur urðu, 77:55, eftir að staðan f hálfleik hafði veríð 34:22 fyrír Hauka. Leikurinn var sá lakasti sem undirritaður hefur sóð í úrvals- deildinni í vetur. Bæði liðin léku illa og þá sérstaklega Fram, þar stóö varla steinn yfir steini. Haukar skoruðu fyrstu 9 stigin í leiknum 09 komust Framarar ekki á blað fyrr en eftir 4 mínútur. Minnsti munurinn í fyrri hálfleik var 4 stig, 18:14. Seinni hálfleikur var mun líflegri en sá fyrri sórstaklega hjá Haukum sem náðu fljótlega 20 stiga for- skoti, 50:30, þegar sex mínútur voru liðnar og hóldu þeim mun út leikinn. Munurinn á þessum liðum var full mikill svo leikurinn yrði skemmtilegur og erfitt fyrir leik- menn Hauka að einbeita sér gegn liði eins og Fram. Barátta var lítil sem engin og gerðu þeir aðeins það sem þurfti til að vinna leikinn. Henning Henningsson var sá eini í liði Hauka sem sýndi sitt rétta andlit. Aðrir voru slakir. Hjá Fram var Jóhannes Bjarnason eini Ijósi punkturinn. Símon stóð einnig fyr- ir sínu. Þorvaldur, sem hefur verið stoð þeirra og stytta, lék nær allan leikinn og skoraði ekki nema eina körfu úr fjölmörgum tilraunum og munar um minna. Dómarar voru Bergur Steingrí- msson og Jón Bender og dæmdu þeir þokkalega. Stlg HAUKA:Hennig Hennigsson 25, Pálmar Sigurðsson 15, Óiafur Rafnsson 15, ívar Ásgrímsson 10, Bogi Hjálmtýsson 8 og Eyþór Árnason 4. Stlg FRAM: Sírnon Ólafsson 20, Jóhannos Bjarnason 16, Ómar Þráinsson 6, Jón Julíusson 5, Björn Magnússon 4 og Auð- unn Eliasson og Þorvaldur Geirsson tvö stig hvor. Vajo Báðum liðum gekk erfiðlega að finna réttu leiðina í netið framan af leiknum og eftir 11 mínútna leik var staðan 3:1 fyrir Blika. Mestur varð munurinn 10:5 rétt fyrir leik- hló en Ármenningum tókst að skora þrívegis án þess aö UBK tækist að svara fyrir sig. Það vakti athygli að í fyrri hálf- leik skoruðu Ármenningar öll átta mörk sín úr hraðupphlaupum eða úr hornunum. Af þeim 17 mörkum sem þeir gerðu í leiknum skoruöu þeir aðeins eitt mark með skoti fyrir utan vörnina hjá Blikum. Greinilegt að liðið vantar skyttu. Vörn Blika var að vísu sterk í gær. Hjá Blikum var Gðmundur Hrafnkelsson sterkur í markinu og einnig léku þeir Þórður, Björn og Kristján vel ísókninni og Elvarstóö fyrir sínu í vörninni. Hjá Ármanni var Haukur einna atkvæðamestur en hann náði að skora fjögur mörk úr horninu í fyrri háleik en var síðan færður út í þeim síðari. Einar Naabye var einnig sterkur. Mörk ÁRMANNS: Einar Naabye 5, Hauk- ur Haraldsson 5, Einar Ólafsson 2, Bragi Sigurðsson 2, Óskar Ásmundsson 1, Björgvin Bardal 1, Egill Steinþórsson 1. Mörk UBK: Þóröur Davíðsson 5, Björn Jónsson 5/1, Aðalsteinn Jónsson 4, Kristj- án Halldórsson 4, Svafar Magnússon 2, Sigþór Jóhannesson 2, Elvar Erlingsson 2, Oddur Ingason 1. -SUS Leiklr 13. desember 198 1 X 2 1 Aslon Vilia - Man. umieo 2 Luton - Evorton 3 Man. Clty - West Ham 4 Newcastle - Nólim r-orest 5 Norwich - Arsenal 6 Q.P.R. - Charlton 7 Southamptoh - UoVemiy 8 Tottenham-Watford g Winibledon - Sheffield Wed. fö Blackbum-Uldnafn 11 Plymouth - Derby 12 Sheffleld Utd. - Portsmouth Hringdu straxí 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30 Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verður haldinn í Framheimiiinu við Safamýri föstu- daginn 19. desember kl. 20.30. Dagskrá samkvæmf felagslögum. Framarar! Fjölmennum á fundinn! Knattspyrnudeild Fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.