Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Einars saga Ólaf ssonar Békmenntir Sigurjón Bjömsson Þórunn Valdimarsdóttir: Af Halamiðum á Hagatorg. Ævi- saga Einars Ólaf ssonar í Lækjar- hvanimi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík 1986,275 bls. Einar Ólafsson var um langt skeið bóndi í Lækjarhvammi hér í Reykjavík og einn af helstu frammámönnum í félagsmálum bænda. Einar varð níræður 1. maí 1986 og er bókin gerð í tilefni af afmæli hans, enda hefst hún á heillakveðj- um frá vinum og samstarfsmönn- um. Ævisaga Einars Ólafssonar spannar yfir alla þessa öld og vel það. Hún hefst í Kjósinni, því að Kjósverji er Einar. Einn áratugur er bundinn sjónum, lengst af við togarasjómennsku (Halamið), síðan tekur búskapur við í fjörutíu ár og loks tuttugu ára skrifstofustarf í Bændahöllinni (Hagatorg) — og þar starfar Einar raunar enn og er ekki annað að merkja en hann sé hinn hressasti. Upp úr 1930 fór Einar að taka virkan þátt í félagssamtök- um bænda. Er aftast í bókinni skrá yfir 19 nefndir, ráð og stjórnir, sem hann hefur átt sæti í, stundum sem formaður, oftast um langt árabil. Öllu því er nú lokið. Síðasta nefnd- arstarfinu (stjórn Bændahallarinn- ar, en Einar kom mjög við sögu byggingar hennar, enda heitir einn salur þar eftir býli Einars: Lækjar- hvammi) virðist hafa lokið kúb 1981. Mörg voru þessi nefndarstörf umfangsmikil og tímafrek og í heild sinni spanna þau yfir flesta þætti landbúnaðarmála yfir langt tímabil. Einar hefur því vissulega komið mjög við sögu á þessum sviðum og ætti að hafa óvenjumikla yfirsýn og frá mörgu að segja. Frásögn hans veldur ekki heldur neinum vonbrigðum í þessu tilliti. Þórunn Valdimarsdóttir sagn: fræðingur telst höfundur bókar. í inngangsorðum skýrir hún skil- merkilega frá hvernig að verki var staðið: Einar sagði sögu sína á seg- ulbandsspólur. Þórunn vélritaði þá frásögn og vann svo úr því hráefni endanlegt handrit í samvinnu við Einar. Frásögnin er í fyrstu persónu, eins ogum sjálfsævisögu væri að ræða og verður lesandinn hvergi var við ritarann. Er ekki annað að sjá en að verk þetta hafi verið prýð- isvel unnið. Enginn einhlítur kvarði er til á mat ævisagna, fremur en aðrar bækur. Sá sem um slíkar bækur ritar hlýtur því að gera sér mats- kvarðann sjálfur. Og hann er vitaskuld alltaf umdeilanlegur. Ég geri þær kröfur til ævisagna (og á þar einkum við sjálfsævisögur. Þessa bók tel ég þar í flokki, þó að hún sé í letur færð af öðrum), að þær séu vel læsilegar, á vönduðu máli og helst fremur skemmtilegar. Þær þurfa að veita allnokkra fræðslu um umheim og samtíð höf- undar, svo og hann sjálfan. Og þarf þetta helst að vera þannig fram borið að ekki sé auðvelt að fá slíka vitneskju annars staðar frá eða að hún sé ekki svo almenns eðlis, sjálf- sagðir hlutir eða einkamál sem Öðrum koma ekki við að frásögnin glati við það gildi sínu sem merk heimild um mannlíf á tilteknum tfma. Þá er nauðsynJegt að sjálfs- ævisaga sé trúverðug. Enda þótt höfundur skoði menn og málefni frá sínum sjónarhóli þarf hann engu að síður að vera svo hlutlaus og fordómalaus áhorfandi að maður treystist til að taka mark á honum. Prýði er það og vissulega ef höfund- ur er blátt áfram og fordildarlaus og nokkurn veginn laus við sjálf- hælni, þó má ekki gera frásögnina of litlausa með því að gera of lítið úr staðreyndum, jafnvel þó að þær feli í sér virðingarauka fyrir höfund- inn. Illa kann ég því ef menn nota þetta tækifæri á gamals aldri til að hefna sín á andstæðingum eða níða óvini sína niður. Fyrir utan það að yfirleitt er of seint í rassinn grip- ið, þegar að ævisagnaritun kemur, er það fremur barnalegt og lýsir höfundinum fremur en nokkuð ann- að. Ég tel að rétt sé að hugsa sig tvisvar um eða jafnvel oftar áður en menn taka sér fyrir hendur að fara að rita ævisögu sína eða láta aðra skrá eftir sér. Sé maður hé- gómlegur, þröngsýnn og smár í sniðum, getur ævisagan afhjúpað mann miklu meira en höfundinn órar fyrir. Mörg dæmi eru um að slík slys hafa gerst. Sé maðurinn hins vegar heilsteyptur, mikillar gerðar og mikilhæfur karakter og ef hann getur litið yfir farinn veg beiskjulaust og sáttur, er líklegt að ævisagan verði til þess að hann rísi enn betur í stærð sinni og mannleg- leika en ella hefði orðið og að saga hans geti orðið þeim sem lesa hana lærdómsríkt fordæmi. Og fyrst við höfum hér í höndum ævisögu, sem er færð i letur af skrásetjara, er rétt að nefna að ábyrgð skrásetjarans er mikil. í fyrsta lagi þarf hann að koma í veg fyrir að ævisaga verði rituð ef hún Einar Ólafsson gerir söguhetjuna _ minni en áður við nánari kynni. I öðru lagi þarf hann að aðstoða þann sem verðuga sögu segir við að koma sjálfum sér þannig á framfæri að hlutur hans verði hvorki minni né meiri en rétt er, að myndin verði rétt og hafi náð nægilegri dýpt til þess að lesandinn geti skilið persónuna. Þetta er mik- ið vandaverk og ekki á allra færi. Ennþá erfiðara er svo að meta hvort skrásetjaranum hefur tekist vel eða illa, því að hann hefur ekkert til samanburðar. Þegar ég legg aftur ævisögu að loknum lestri, vil ég helst geta sagt: „Þarna var maður að mínu skapi. Leitt að hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast honum." Eða ef hann er enn ofar moldu: „Því ekki að hringja í þennan ágæta mann og mælast tii að við spjöllum saman yfir kaffiboUa?" Það var einmitt þetta síðasta sem mér flaug fyrst i hug að loknum lestri Einarssögu. Einar Ólafsson birtist mér í þessari bók sem stál- greindur kjarnakarl, skemmtilegur og hlýr, þrekmenni mikið, æðrulaus og yfirlætislaus, hreinskiptinn og ráðhollur, en sjálfsagt hefur hann stundum verið dálítið harður í horn að taka, en vafalaust jafnframt mjög þægilegur maður í samvinnu. Umfram allt kemur hann mér þó fyrir sjónir sem einstaklega heil- brigður maður, blessunarlega fordóma- og öfgalaus og traustur vinur vina sinna. Þetta er að mínu viti góð niðurstaða af lestri ævi- sögu. Manni af þessari gerð er hollt að kynnast. Nú kann einhverjum að virðast fulllangt gengið að nota ævisögu manns til þess að gera eins konar sálfræðilega úttekt á honum. En gefur ekki ævisagan einmitt beint tilefni til þess? Getur nokkur lesið slíka sögu án þess að gera þess háttar úttekt, fullkomna eða ófull- komna eftir atvikum. Hver sá sem skrifar eða lætur skrifa ævisögu sína gefur öðrum rétt til slíkrar úttektar. Honum er líka í sjálfsvald sett að koma sér hjá slíkri hættu. En Einar Ólafsson þarf ekkert að óttast. Hann stendur vel fyrir sínu. í lokaorðum bókarinnar segir hann svo: „Tilhugsunin um að verða að moldu leggst bara vel í mig, og ég vona að sálin samlagist moldinni vel svo að hún fari ekki á eitthvert bölvað flakk í lausu lofti. Ég er sáttur við forsjónina og þakka henni fyrir minn góða skerf... Forsjónin kastaði til mín mörgum góðum bita, sem ég greip fegins hendi. Um- gengni við fólk og félagsstarf, hefur verið líf mitt og yndi... Því meira sem ég eldist því vænna þykir mér um lífið og því betur sé ég smæð mína..." Þetta þykir mér vel og viturlega mælt og afsannar það raunar það sem Einar sagði í upphafí bókar, þar sem hann ræðir um ástand sitt í ellinni: „ .. . en vitið hefur aldrei verið það mikið að ég hafi haft miklar gáfur til að glopra niður." Vitsmunaskortur hefur áreiðanlega aldrei háð Einari í Lækjarhvammi. Bók þessi er mikil að vöxtum, tæpar 300 bls. með fremur þéttu letri og stórum leturfleti á blaðsíðu. Lesmál hennar er því mikið. Hún skiptist í 36 kafla. Fyrstu 20 kafl- arnir eða þar um bil fjalla um árin fram undir 1930 og er sá hluti eins og gefur að skilja einkum upp- vaxtarsaga, persónusaga, frásögn af foreldrum og öðru skylduliði, nánasta umhverfi, störfum, kvon- fangi og ýmsum einkahögum og áhugamálum. En þegar komið er fram á fertugsaldurinn fara opinber störf og búsumsvif smám saman að verða fyrirferðarmeiri, enda verður ekki annað sagt en söguhetj- an hafi haft mörg járn í eldi og verið með eindæmum athafnasöm og orkumikil. Frásögnin verður nú mun breiðari. Persóna höfundar fellur meira í skugga, þó að nálæg sé hún alltaf. Almennt gildi frá- sagnarinnar eykst, einkum mun hún vera áhugaverð fyrir þá sem fýsir að fræðast um þróun land- búnaðarmála á þessari öld. Og þar er sannarlega frá mörgu sagt. Margir hafa samstarfsmenn Einars verið, sumir hverjir um Iangan ald- ur. Eru lýsingar margra þeirra skilmerkilegar og vel gerðar. í síðustu köflunum þrengist svo svið- ið á ný, tónninn verður persónulegri og einkahagir koma meira við sögu. AUt er þetta í góðu samræmi við ævirás höfundarins. Einar Ólafsson fellur ekki við þau kynni sem maður fær af honum í þessari bók. Hann þolir bersýnilega vel eina ævisögu. Þessi myndarlega og vel gerða bók er öllum til sóma sem að henni hafa staðið. Hinni öldnu söguhetju óska ég til hamingju með farsæl níutíu ár og þakka honum skemmti- lega samfylgd og lærdómsrík kynni á þessum seinustu dögum. Alifuglabændur geta komið sér saman um framleiðslu segir Steingrímur Hermannsson f orsætisráðherra ALIFUGLABÆNDUR geta kom- ið sér saman um framleíðslu- stjórnun og notið til þess aðstoðar ríkisins með breytingu á endurgreiðslu fóðurgjalds, þrátt fyrir yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um að ekki verði tekin upp framleiðslustýring af opinberri hálfu í matvælafram- leiðslu, a<l sögn Steingríms Hermannssonar forsætisráð- herra. Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag voru lögð fram og rædd bréf frá Stéttarsambandi bænda þar sem mótmælt er yfir- rýsingum ríkisstjórnarinnar varðandi landbúnaðarmál i tengslum við undirskrift kjara- samninganna. Steingrímur sagði að bréf Stétt- arsambandsins væri misskilningur að þessu leyti. Hann sagði að það hefði líka legið fyrir eindregin and- staða gegn opinberri framleiðslu- stjórnun í alifuglaræktinni, meðal annars af hálfu varaformanns Sjálf- stæðisflokksins og ekki komið til greina að framkvæma þetta nema fyrir lægi samþykki sjálfstæðis- manna. Forsætisráðherra sagði að marg- ir alifuglabændur og fyrirtæki á þeirra vegum væru illa stödd fjár- hagslega og þyrfti að athuga þau mál nánar. Hann bætti því við að hann sæi engan tilgang í því að láta þessa verða gjaldþrota og allra síst væri það hagur neytenda því verðið hækkaði eftir það. Steingrímur sagði einnig að mis- skilnings gætti í því bréfi Stéttar- sambandsins sem fjallar um verðlagingu búvara. Ríkisstjórnin hefði aðeins lýst því yfir að hún teldi að halda mætti verðinu í takt við almennt verðlag og hlytu bænd- ur að fagna því manna mest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.