Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 64
jg64 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Að selja — eða selja ekki t eftír Kristínu A. Ólafsdóttur Á undanförnum árum hefur fólk í öllum stjórnmálaflokkum lýst sig andvígt samþjöppun valds og mið- stýringar í þjóðfélaginu. Vilji til að dreifa valdi og færa ákvarðanatöku til þeirra sem málin varða sérstak- lega hefur orðið almennari. Stöðugt háværari umræða um sjálfstæði sveitarfélaga, 3ja stjórnsýslustigið og atvinnulýðræði, er birtingarform þessarar þróunar. „Báknið burt" kvað við sterkum rómi í Sjálfstæðiflokknum fyrir fáum árum. Þetta slagorð átti að sögn flytjenda meðal annars að tjá ofangreinda pólitík um valddreif- ingu. Ástæðan fyrir því að þessar raddir heyrast ekki að sinni er trú- lega sú að eigendur þeirra sitja nú margir á toppi báknsins ógurlega. „Kerfið kjurrt" er sá nýi söngur sem ýmsir þykjast heyra frá forystukór Sjálfstæðismanna. Nú hef ég í sjálfu sér ekkert á móti breyttri afstöðu Sjálfstæðis- manna til ríkisvaldsins. Sú heift út í allt sem heitir opinber afskifti og rekstur samrýmist auðvitað ekki viðhorfum vinstri manna. Það er ánægjuefhi ef fleiri Sjálfstæðis- menn hafa áttað sig á því að ríki og sveitarstjómir eiga að grípa inní frjáls og villt markaðslögmál sem aðeins taka mið af viðskiptum og gróða. Sú forsenda er nauðsynleg velferðarsamfélagi sem ætlar að virða jöfnuð milli manna einhvers. Af hinu hef ég meiri áhyggjur að allt tal Sjálfstæðismanna um valddreifingu og sjálfsstjórn er ómarktækt um leið og þeir komast í valdastóla. Tilhneigingin að mylja undir þann sterkasta og safna þráð- um í eina miðstýringarhönd leynir sér ekki. Gerðir og málflutningur borgarstjórans í Reykjavík síðustu fjögur árin hafa oftar en ekki stjórnast af viðhorfinu: Borgin — það er ég. Og eftir að hafa hlustað á rök heiibrigðisráðherra fyrir sam- einingu Borgarspítala og ríkisspít- ala efast ég um að sá forystumaður Sjálfstæðisflokksins skilji hvað við er átt þegar talað er um kosti vald- dreifingar og nándar stjórnenda og þess sem stjórnað er. Borgin — það er ég! í nýjasta dæminu um miðstýring- aráráttu Sjálfstæðisflokksins tala vinnubrögðin skýru máli um blindan valdhroka fólksins á toppi „bákns- ins". „Borgin óskaði eftir kaupum ríkisins á Borgarspítalanum" upp- lýsti heilbrigðisráðherra á fjölmenn- um fundi sl. þriðjudag, en þar voru ásamt starfsmönnum spítalans þingmenn Reykjavíkur og borgar- fulltrúar. Þetta voru tíðindi fyrir fólkið sem Reykvíkingar kusu til að fara með stjórnun borgarinnar. Þetta fólk hefur hvergi lýst yfir vilja sínum til að selja Borgarspítal- ann ef frá er talinn borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. (Það var reyndar athyglisvert að Framsókn var eini flokkurinn sem ekki lýsti viðhorfum sínum á þessum fundi, voru þó þarna bæði þingmenn og borgarfulltrúar.) Borgarfulltrúar hafa reyndar ekki verið spurðir hvort þeir vilji selja — ekki í börgar- stjórn — ekki í borgarráði — ekki í stjóm spítalans. Og ekki voru það Reykvíkingarnir sem starfa á spitalanum sem báðu borgarstjór- ann að selja. Borgarstjórinn í Reykjavík ákvað upp á sitt eindæmi að hefja viðræð- ur við ríkisvaldið um sölu Borg- arspítalans. Ætlunin var að útbúa samning i kyrrþey og stilla síðan starfsfólki og stjórnendum spítala og borgar frammi fyrir gerðum hlut. Dæmið gekk ekki upp. Fyrir- ætlunin spurðist út, viðbrögð létu ekki á sér standa og voru þvert á hugmyndir borgarstjóra. Lýðræðið reyndist ógnun við einræðisvinnu- brögð þau sem Davíð Oddsson hefur fram að þessu komist upp með. Lifandi vinnustaðir Borgarstjórinn og aðrir valds- menn Sjálfstæðisflokksins verða að skilja að fyrirtækið Borgarspítali er vinnustaður lifandi fólks. Það sama átti reyndar við um Bæjarút- gerðina sálugu, þótt það gleymdist hér um árið. Þessir staðir væru harla lítils virði ef þetta fólk byggði þá ekki upp, setti ekki metnað sinn í störfin sem þar eru unnin. Það hefur ekki leynt sér síðustu daga að starfsfóik Borgarspítalans er stolt af sínum vinnustað. Það lætur sig miklu varða hvers konar þjón- usta er veitt sjúklingum og krefst þess að spítalinn fái að þróast fag- lega eins og best verður á kosið. Til að svo megi verða telur starfs- fólkið nauðsynlegt að fulltrúar þess hafi áhrif á stjórnun spítalans. Þau rök eru valddreifingarsinnum ljós og vega þungt hjá öllum þeim sem meina eitthvað með atvinnulýðræði. í núverandi stjóm spítalans hafa 2 fulltrúar starfsfólks atkvæðisrétt ásamt 3 pólitískum fulltrúum. Ef spítalinn væri seldur ríkinu færi hann að öllum líkindum undir stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Öðruvísi varð yfirmaður heilbrigðis- málar í landinu ekki : skilinn á þriðjudagsfundinum. I þessari nefnd sitja 5 fulltrúar, kosnir eða skipaðir pólitískt, ásamt 2 starfs- mannafulltrúum. Hugsanlega yrði annar þeirra frá Borgarspítalanum. Það er því augljóst að áhrif starfs- fólks minnkuðu við slíka breytingu. Auk þess væri spítalinn kominn undir stjórnunarapparat sem stýrði Kristin Á. Ólafsdóttir „Þessi rök eru sífellt endurtekin þrátt fyrir að fjárlagafrumvarpið liggi óafgreitt á Al- þingi. Auðvitað er það í valdi þingmanna Sjálf - stæðisf lokksins að koma í veg fyrir að Borgarspítalinn verði samþykktur á fjárlög- um ársins 1987. Ogþað myndu þeir eflaust gera ef vilji Davíðs Oddssonar að halda í spítalann væri einlæg- ur." geysilega umfangsmikilli starfsemi og réði yfir 4—5 þúsund starfs- mönnum. Á Borgarspítalanum vinna nú um 1.500 manns. I annan stað leggja starfsmenn áherslu á sjálfstæði spítalans með þeim rökum að faglegri þróun sé nauðsynlegt að hafa ákveðinn sam- anburð og samkeppni og nefna sem dæmi ólíkar leiðir sem farnar eru í geðlækningum á Borgarspítala og Landspítala. Hver vill selja? í stjóm sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar hefur enginn óskað eftir að losna við spítalann. Stjómin hefur einróma mótmælt fyrirætlunum ríkisvaldsins um að setja spítalann á fjárlög og skorað á Alþingismenn og ráðherra að virða þær röksemdir sem fram er teflt. Um þetta hefur verið ein- hugur pólitísku fulltrúanna sem og starfsmanna. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur rökstutt vilja sinn til að selja með því að segja „úr því að spítalinn fer á fjárlög". Þessi rök eru sífellt end- urtekin þrátt fyrir að fjárlagafrum- varpið liggi óafgreitt á Alþingi. Auðvitað er það í valdi þingmanna Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir að Borgarspítalinn verði sam- þykktur á fjárlögum ársins 1987. Og það myndu þeir eflaust gera ef vilji Davíðs Oddssonar að halda í spftalann væri einlægur. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að borgarstjórinn hafi fyrir löngu einsett sér að losna við þennan bagga sem honum finnst Borgarspítalinn vera. Málflutning- urinn hefur verið þannig að tor- tryggni í garð spítalans hefur verið sáð um nokkurt skeið. Mikið er rætt um „halla" spítalans og þess ekki látið getið að rekstrarútkoma annarra daggjaldasjúkrahúsa hefur verið alveg sambærileg. Og ég er sannfærð um að flestir Reykvíking- ar halda að margumræddur „halli" spítalans hafi verið greiddur úr borgarsjóði. Svo er alls ekki. Dag- gjaldanefnd hefur viðurkennt að svokallaður halli væri ekkert óeðli- legur og því greitt hann með ríkisfé og það með vöxtum. í aðdraganda þess að hugmyndir um sölu urðu kunnar, var birt skýrsla sem tveir embættismenn borgarinnar gerðu um Borgarspít- alann. Starfsmenn spítalans hafa margt við þá skýrslu að athuga og átelja vinnubrögð við gerð hennar harðlega. Benda þeir á að rökstuðn- ing vanti illilega þegar stórt er fullyrt um veika og óhagkvæma stjómun eða skort á ábyrgð starfs- manna. Á áðumefndum fundi með starfsfólki og pólitíkusum var heil- brigðisráðherra spurður um hag- kvæmnisrök fyrir því að færa spítalann undir stjóm ríkisspítala. Skýrslan var það sem hún nefndi! Að bjarga andlitum Mál þetta forklúðraðist í höndum forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Ráðabruggið þoldi ekki dagsbirtuna og harkaleg viðbrögð starfsmanna og fleiri aðilja skaut flokknum skelk í bringu. Þegar þetta er skrifað heyrist manni að það eigi að reyna að bjarga andlitum borgarstjóra og ráðherra með því að selja og mynda svokallaða sjálfseignarstofnun. Ef af því verður fær borgarstjóri vilja sínum framgengt að „losa Reykvíkinga við" Borgarspítalann. Ráðherra mun standa í skemmtileg- um kaupum: Við sem hluthafar í ríkissjóði endurgreiðum okkur eig- endum borgarsjóðs það sem við Reykvíkingar teljumst hafa greitt umfram það sem okkur bar sam- kvæmt lögum við uppbyggingu spítalans! Og líklega á eftir að koma í ljós að þær 600—700 milljónir sem nefhdar hafa verið sem „kaupverð" koma aldrei í borgarsjóð, þótt slíkt hafi verið notað sem gulrót við út- breiðslu söluhugmyndarinnar. Eitthvað munu lífeyrissjóðsréttindi tilvonandi fyrrverandi borgarstarfs- manna kosta. Talan 300 milljónir hefur verið nefnd í því sambandi. Og „hallinn" á þessu ári verður líklega nærri 250 milljónum. Fylgir hann ekki með f sölunni? Það verður erfitt fyrir heilbrigðis- ráðherra að rökstyðja „kaup" okkar eigenda rfkissjóðs á Borgarspítalan- um ef tilgangurinn er ekki aukin hagkvæmni. Og ráðherrann er bú- inn að lýsa þeirri skoðun sinni að forsendur hagkvæmari rekstrar sé samhæfing í stjórnun spítalanna í Reykjavík. Hinn lögfróði ráðherra sagði reyndar á áðurgreindum fundi að lögum samkvæmt hlyti spftali í eigu ríkisins að heyra undir stjórn- amefhd ríkisspftalanna. Það verður því fróðlegt að heyra hvemig heil- brigðisráðherra ætlar að vinda ofanaf þeirri hringavitleysu sem virðist í uppsiglingu ef miðað er við fyrri röksemdafærslur. Og hvaða rökum ætlar hún að beita þegar sjúkrahús víða um land verða boðin ríkinu til kaups? Borgarstjóri á svo eftir að útskýra breytt viðhorf sín til sjálfseignarstofnana, en á Bylgj- unni í dag, miðvikudag, hafði hann heldur litlar mætur á slíkum fyrir- bærum. Borgin áfram bakhjarl Það er vel skiljanlegt að starfs- fólk Borgarspítalans grípi hug- myndina um sjálfseignarstofnun fegins hendi sem valkost við að sameinast ríkisspítölum. En ég ótt- ast að þama sé verið að búa til stundarfrið í Sjálfstæðisflokknum og bjarga andlitum forystumanna sem hlupu á sig og kunna ekki að viðurkenna mistök. Fyrir bragðið verði gengið frá málum í miklum flýti og vanhugsaðar ákvarðanir teknar sem erfitt verður að leið- rétta síðar. Hver ætlar t.d. að greiða væntanlegan „halla" eftir að spítal- inn fer á fjárlög? Starfsmennimir? Eða kannski sjúklingarnir? Fyrst og síðast er þetta spuming um gæði þeirrar heilbrigðisþjónustu sem boðið verður upp á og hvort áfram eigi að þjóna öllum jafnt, burtséð frá efnahag. Þeir sem kynnt hafa sér sögu Borgarspítalans sjá að uppbygging hans hefur notið góðs af baráttu fulltrúa Reykjavík- ur fyrir málefnum spftalans. Ég óttast að með því að missa borgina sem bakhjarl sé boðið heim hætt- unni á rýrnandi fjárframlögum ríkisins og þar með lakari þjónustu. Og að hægt og rólega verði siglt inn í miðstýringu þótt það heiti annað um stundarsakir. Borgar- stjóri er nauðbeygður til að bera söluna undir atkvæði í borgarstjórn. Reykvíkingar munu eiga sinn spftala, að minnsta kosti fram á næsta fimmtudag. Höfundur er borgarfutttrúiAl- þýðubandalags. Verðkönnun Neytendaf élags Reykjavíkur og nágrennis: Mikill ver ðmunur á græ nmeti Niðurstöður úr kðnnun Neyt-endafélags Reykjavíkur og nágrennis, sem gerð var 4. des. sl. :• VERÐKÖNNUN var gerð á veg-um Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis og aðildarfélaga ASÍ og BSRB á ýmsum daglegum neysluvðrum þann 4. des. sl. Könnunin náði tíl nfu verslana í pósthverfi 108 i Reykjavík. Mikill verðmunur er á milli versl-ana á grænmeti og er hann mestur á blómkáli, segir í frétt frá Neyt-endafélaginu. Þar sem það var dýrast kostaði það 124 krónur kg., en var ódýrast á 79 krónur kg. Verð-munurinn er 45 krónur, eða 57%. Næst mesti verðmunur var á gulróf-um. Þær voru dýrastar á 52,50 krónur kg., en ódýrastar á 34,70 kr. Verðmunurinn er 17,80 kr., eða 51,3%. *jj. *a. Verðgesla Verðgesa. Vörutegundir Askjör Asgaröi 22 Grensáskjör Grensásv.46 Grímsbaer Efstal. 26 Hagkaup Skeifunni 15 Hólirgaröur Hólmgaröi 34 Kjöthöllin Háal.br.58 KBDN Tunnuvegi 19 SS Haal.br. 68 Starrtyri Stanrrýri MismLinur hæsta og lægsta Kr: ver,As. %: rbkkaðkndakiömvnlkE 268.00 272,00 305,00 250,00 295,00 290,00 249,00 * 56,00 22,5 Baooiiiicf/ i lofn.umb 1 ke 1.134,00 1.134,00 1.090,00 1.013,00 if 1.092,50 1.134,00 1.013,00 ¦*- 1,134,00 1.128,00 121,00 11,9 ljnbsseik f tofn.umb. 1 ke 1.231,00 1.231,00 1.231,00 1.231,00 1.231,00 1.231,00 1.231,00 0,00 0,0 Mboiha.OnQOt ins.?n <ffi.7n <>n.Rn * inft.in 101.05 106.00 102.70 106.60 18,10 20,0 FUbétecvOníOOf 163,50 163,50 148,10 136,20 ir 163,50 153,30 159,00 154,10 160,00 27,30 20,0 RcrfcisOd.Efuslkc 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 252,00 .252,00 0,00 0,0 G^rzrur.nvjaf lke 90,00 112,50 82,80 87,00 102,00 81,00 1r 97,50 84,00 31,50 38,9 GJrófurrrrj«ir.( 49,00 52,50 34,70* 39,00 51,00 46,00 43,00 44,20 48,00 17,80 51,3 MóBtkilnvtt Ikt 118,00 103,35 124,00 79,00 ^. 93,00 89,60 98,00 45, UO b/,U tfaurkcx. Frón venml. 1 pk 70,70 69,90 70,65 60,50 * 70,70 70,65 69,00 64,00 69,10 10,20 16,9 Hokakei. Bourbcm vaniliu 1 pk 57,25 56,00 * 57,30 1,30 2,3 Conmakei. Kelloci 375 e 112,90 112,20 101,20 96,20 • 108,00 111,65 109,00 101,90 16,70 17,4 " Al Bnn. Krllon 131,60 122,50 128,90 107,80 ¦*• 123,70 122,00 112,00 23,80 22,1 Grzrur baurur. Ori 450 e Y7.fiCl 38.70 37.60 29.90 * 37.60 ¦34.85 36.50 " 32,90 34,00 8,80 29,4 Tanatusa.]jDbn}40er 44,90 45,20 40,90 35,90 * 45,20 45,15 44,00 39,30 44,50 9,30 25,9 ÁnnasuliaFlóraW 500e Barnin Becch avcxnr nut 21.b t 23,50 21,85 20,40 ^ 21,65 21,50 21,45 3,10 1.3 Ippbv lofur.Hrtinoitr.O.SI 51,80 51,80 51,00 45,50 51,00 43,50 51,00 46,80 49,60 8,30 19,1 HaoduDa.LuxgJe 19.S0 20. sn 20.15 17.90 * 19,30 19.30 20,00 • 19,90 2,60 14,5 -V Ein vörutegund sem kanna átti verð á, Flóra ávaxtasulta, var ekki til í nokkurri þessara verslana. ÖHEIMILT er að birta samanlagt verð á /Æ% ^^ tkWW%4^ Bff ZEZr v"""rK"""'""'eins,ðk..... 17. VERÐKONNUN ® ^ NRON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.