Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐK), FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Einstæð bók um Elliðaárnar: „Vil bjarga mikilsverðri þekkingu á ánni frá gleymsku" - sagði Ásgeir Ingólf sson, sem safnað hefur heimildum í bók- ina undanfarin f immtán ár ÚT ER komin bókin „EUiðaárn- ar" eftir Ásgeir Ingólfsson, sem um árbil var varaf ormaður og framkvæmdastjóri Stanga- veiðifélags Reykjavikur. Bókin er í stóru broti og prýdd yfir 100 litmyndum. Þekkingu sína á ánum sækir Ásgeir til eigin reynslu, föður síns, móðurbróð- ur, afa, afabræðra og langafa sem allir sóttu feng i Elliðaárn- ar. „Segja má að ég hafi fyrst byrjað að leggja drögin að bók- inni fyrir f immtán árum," sagði Ásgeir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Hugmynd min er að bjarga mikilsverðri reynslu og þekkingu á ánni frá gieymsku, og leggja sögulegan grundvöll að nánari tengslum veiðimanna við árnar." Bókinni má skipta í tvo hluta. í þeim fyrri leitar Ásgeir víða fanga og rekur sögu Elliðaánna ailt frá því að þeirra var fyrst getið í Landnámu og fram á okk- ar daga. Hann sagðist hafa sótt mikin fróðleik til afa síns og bræðra hans. Allir nutu þeir hand- leiðslu langafa Ásgeirs Gunnlaugs Péturssonar, borgarfulltrúa, sem var veiðivörður við árnar í upp- hafi aldarinnar. Einnig hefði hann lagst í „grúsk" á söfnum, Þjóð- skjalasafninu, Borgarskjalasafni, Landsbókasafni og Borgarbóka- safni. Ásamt þeim fróðleik og myndum sem Ásgeir gróf upp með þessum hætti, eru í bókinni birt viðtðl við veiðmenn sem kunna góðar sögur af baráttu sinni og annarra við þann stóra. „Þegar saga ánna er rakin kemur glöggt fram hversu oft hefur staðið tæpt með framtíð þeirra. Segir meðal annars af hugmyndum Mitchels nokkurs, athafnamanns í upphafi 18. aldar, sem vildi lejða Elliðáárriar í áveituskurð. Ég held einnig að það komi flestum á óvart að í byrjun aldarinnar voru árnar í eigu útlendings. Það mun vera í einasta skipti sem fslensk lax- veiðiá hefur verið flutt út," sagði Ásgeir. „Eitt mesta niðurlæging- artfmabil ánna var þó sennilega þegar Thomsen kaupmaður og síðar sonur hans þvergirtu ána með laxakistum, en þá hrundi öll veiði í ánni. Síðar vík ég að þætti Steingríms Jonssonar, rafmagns- stjóra, sem ég tel hafa stuðlað öðrum fremur að uppbyggingu ánna af óþreytandi áhuga^ og markvissri stefnu í laxarækt. Árn- ar væru ekki það sem þær eru hefði hans ekki notið við." Síðari hluti bókarinnar er lýs- ing á ánni frá sjónarhóli veiði- mannsins. Allir þekktir veiðistaðir eru nefhdir og útskýrt hyernig best sé að veiða á þeim. Ásgeir sagðist sjálfur hafa skrifað kaflan með hliðsjón af fluguveiði, en Þórarinn Sigþórsson tannlæknir lagði til þekkingu á veiði með maðk þar sem við á. Kaflanum fylgja litmyndir af öllum hyljum árinnar, sem Gunnar Vigfússon, Rafn Hafhfjörð og Björn Rúriks- son tóku. Er sjónarhornið jafnan valið með tilliti til þess hvar veið- manni er hyggilegast að standa. Fremst í bókinni er loftmynd af ánum þar sem merkt eru inn öll þekkt örnefni við þær. Ásgeir hefur einnig grafið upp veiðistaði í vesturánni sem nú er aðeins lækjarspræna. Asgeir sagði að hann teldi ekki vanþörf á slíkri handleiðslu fyrir þá sem ekki hafa haft tíma til að kanna Elliðaárnar til hlýtar. „Það er orðið dýrt að veiða og algengt að menn hafi aðeins hálfan dag á sumri til ráðstöfunar. Á svo skömmum tíma getur nýliðum reynst ómögulegt að læra á árn- ar. Þessi hluti bókarinnar er því einskonar handbók fyrir veiði- menn," sagði hann. „Líklega er lýsingin á veiðistöðum einstök. í þeim bókum sem ég hef aflað mér erlendis frá hef ég hvergi fundið Morgunblaðið/Ámí Sæberg Asgeir Ingólfsson, höfundur bókarinnar „EUiðaárnar", heldur hér á veiðistöng af Hardygerð sem afi hans Ásgeir G. Gunnlaugs- son notaði við veiðar í ánum á fyrri hluta aldarinnar. svo ítarlegar lýsingar á laxveiði- ám." Undir lok bókarinnar leitast Ásgeir við að svara þeirri spurn- ingu hvernig framtíð Elliðaánna verði best tryggð. Hann sagði að í aðalatriðum væru tillögur sínar þær að sem minnst yrði þrengt að lífríki árinnar, og leitast við að draga ekki úr gæðum vatns- ins. Varðandi ræktun laxins ræður hann frá stofhblöndun og inngripi í val náttúrunnar. Ásgeir sagðist binda miklar vonir við að halda mætti ræktunarstarfi Raf- magnsveitunnar áfram og efla gróður í Elliðaárdalnum öllum. Það gæti orðið góð viðbót við núverandi útivistarsvæði við EU- iðavatn og í Heiðmörk. „Flestir geta verið sammála um að Elliðar- ámar eru skart Reykjavíkur. Ekki er vitað um aðra laxveiðiá sem rennur í gegnum höfuðborg. Mik- ils er um vert að menn þekki ána og umgangist af þeirri virðingu sem henni ber. Ég vona að bókin stuðli að því," sagði Ásgeir. BS CHALLENGER IÞROTTA GALLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.