Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 61
'¦+ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 61 + Anthony Michael Hall og Jcnny Wright í hlutverkum sínum f mynd Stjörnubíós, Á ystu nðf. Oheppni sveita- mannsins Kvikmyndir Amaldur Indriðason Á ystu nöf. (Out of Bounds). Sýnd í Stjörnubíói. Stjörnugjöf: ¦&•& Bandarísk. Leikstjóri: Richard Tuggle. Framleiðandi: John Tarnoff. Tónlist: „Siouxie and the Banshees" o.fl. Helstu hlut- verk: Anthony Michael Hall, - Jenny Wright, Jeff Kober og Glynn Turman. Daryl (Anthony Michael Hall) í myndinni Á ystu nöf (Out of Bonds), sem sýnd er í Stjörnubíói, hefur sannarlega ástæðu til að vera þung- ur á brún. Honum er strítt fyrir að vinna á akrinum heima í Iowa, bú- skapurinn er að hruni kominn og mamma hans og pabbi eru að skilja. Sjálfur er hann að flytja til bróður síns í Los Angeles en á flugvellinum þar tekur hann tösku í misgripum, sem inniheldur 10 kíló af heróíni, og réttmætur eigandi þess drepur bróður hans og eiginkonu í tilraun til að endurheimta dópið. Daryl seg- ir heldur aldrei meira en uhu og hu lengi framan af. Það á líka vel við þessa svölu einfaratýpu sem hann er. Anthony Hall, unglingastjarnan úr 16 kerti og Morgunverðarklúbburinn, fer hér með hlutverk Daryls og er ágætur á meðan hann heldur sig við uhu og hu. En þegar reynir á koma brestir í svölu einfaratýpuna. Hann hættir að leika hinn bjarta, einfalda og geðþekka bóndason, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið í ofbeldisfullri stórborginni, og fer að leika einhvern sem gæti verið „Herra svalur 1986". Annar unglingaleikari, Jenny Wright (Eldar St. Elmos), leikur Dizz og hún er þessi veraldarvana stórborgarstúlka, sem Daryl rekst á fyrir tilviljun og hjálpar honum að þræða Öngstræti undirheimanna í leit að eiganda heróínsins og morð- ingja bróðurins. En málið er aðeins flóknara en svo því löggan heldur að Daryl hafi drepið bróður sinn og þá er eltingaleikurinn orðinn þrefaldur því eigandi dópsins er auðvitað líka á höttunum eftir Daryl. Og enn fleiri taka þátt í elt- ingaleikjunum því tveir dularfullir og skuggalegir menn fylgjast með öllu saman úr fjarlægð. Eftir að þetta hefur allt verið sett af stað með nokkuð líflegum hætti fær Daryl svolítið næði til að kynnast Dizz og enn ein unglinga- myndin er komin í höfn. En hún er meira en unglingamynd því glæpurinn er alltaf nærri og spenn- an líka þótt engin brjóti sætisbökin vegna hennar. Takmarkið er að hafa allt til jólanna. í einni ferð í Vöruhús Vesturlands fæst ailt sem þarf til að jólin verði ánægjuleg. MATVÖRUDEILDINNI höfum við allan jólamat. Við ieggj- um sérstaka áherslu á úrvalshátíðarmat og minnum á hangi- kjötið okkar víöfræga. Jóiafötin á alla fjölskylduna fást i VEFNAÐARVÖRU- DEILDINNI. Meðal annars vörur frá Melka. Úrval metra- vöru fyrir þá sem sauma sjálfir. Þarf að dytta að húsinu fyrir jólin, mála eða lagfæra eitthvað? Það fæst allt til alls í BYGGINGAVÖRU- DEILDINNI. GJAFAVÖRUDEILDIN er full af jólagjöf- um. Þar er eitthvað fyrir alla, bækur, spil, leikföng. RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRU- DEILDIN býður heimilistæki fyrir fjól- skylduna, hljómflutningstæki fyrir ung- lingana. Veglegar gjafir handa góðu fólki. Við hugsum tímanlega til jólanna og bjóðum ykkur velkomin í Vöruhús Vesturlands. Þarfæstallt í einniferð. Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 2480 Afgreiðsla 83033 ^né^iiii^U^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.