Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 61

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 61 Anthony Michael Hall og Jenny Wright i hlutverkum sínum i mynd Stjörnubíós, Á ystu nöf. Oheppni sveita- mannsins Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Á ystu nöf. (Out of Bounds). Sýnd í Stjörnubíói. Stjörnugjöf: ☆ ☆ Bandarísk. Leikstjóri: Richard Tuggle. Framleidandi: John Tarnoff. Tónlist: „Siouxie and the Banshees" o.fl. Helstu hlut- verk: Anthony Michael Hall, - Jenny Wright, Jeff Kober og Glynn Turman. Daryl (Anthony Michael Hall) í myndinni Á ystu nöf (Out of Bonds), sem sýnd er í Stjömubíói, hefur sannarlega ástæðu til að vera þung- ur á brún. Honum er strítt fyrir að vinna á akrinum heima í Iowa, bú- skapurinn er að hruni kominn og mamma hans og pabbi eru að skilja. Sjálfur er hann að flytja til bróður síns í Los Angeles en á flugvellinum þar tekur hann tösku í misgripum, sem inniheldur 10 kíló af heróíni, og réttmætur eigandi þess drepur bróður hans og eiginkonu í tilraun til að endurheimta dópið. Daryl seg- ir heldur aldrei meira en uhu og hu lengi framan af. Það á líka vel við þessa svölu einfaratýpu sem hann er. Anthony Hall, unglingastjaman úr 16 kerti og Morgunverðarklúbburinn, fer hér með hlutverk Daryls og er ágætur á meðan hann heldur sig við uhu og hu. En þegar reynir á koma brestir í svölu einfaratýpuna. Hann hættir að leika hinn bjarta, einfalda og geðþekka bóndason, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið í ofbeldisfullri stórborginni, og fer að leika einhvem sem gæti verið „Herra svalur 1986“. Annar unglingaleikari, Jenny Wright (Eldar St. Elmos), leikur Dizz og hún er þessi veraldarvana stórborgarstúlka, sem Daryl rekst á fyrir tilviljun og hjálpar honum að þræða Öngstræti undirheimanna í leit að eiganda heróínsins og morð- ingja bróðurins. En málið er aðeins flóknara en svo því löggan heldur að Daryl hafí drepið bróður sinn og þá er eltingaleikurinn orðinn þrefaldur því eigandi dópsins er auðvitað líka á höttunum eftir Daryl. Og enn fleiri taka þátt í elt- ingaleikjunum því tveir dularfullir og skuggalegir menn fylgjast með öllu saman úr fjarlægð. Eftir að þetta hefur allt verið sett af stað með nokkuð líflegum hætti fær Daryl svolítið næði til að kynnast Dizz og enn ein unglinga- myndin er komin í höfn. En hún er meira en unglingamynd því glæpurinn er alltaf nærri og spenn- an líka þótt engin brjóti sætisbökin vegna hennar. í MATVÖRUDEILDINNI höfum við allan jólamat. Við leggj um sérstaka áherslu á úrvalshátíðarmat og minnum á hangi- kjötið okkar víðfræga. Jólafötin á alla fjölskylduna fást i VEFNAÐARVÖRU- DEILDINNI. Meðal annars vörur frá Melka. Úrval metra- vöru fyrir þá sem sauma sjálfir. RAFTÆKJA- 0G SP0RTV0RU DEILDIN býður heimilistæki fyrir fjöl- skylduna, hljómflutningstæki fyrir ung- lingana. Veglegar gjafir handa góðu fólki. Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 Auglýsingar22480 Afgreiðsla 83033

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.