Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Skriðuf öll í Hraf nkelsdal: Aurskriða hreif með sér heyvinnutæki og braut gat á hlöðuvegg HEIMILISFÓLK á bænum Aðalbóli í Hrafnkelsdal flúði hús eftir að nokkrar aurskriður höfðu fallið úr fjallinu Fjallkolli fyrir ofan bæinn á miðvikudag. „Aurskriðurnar komu úr lækjum fyrir ofan bæinn sem hafa verið að fyllast af snjó undanfarna daga," sagði Kristrún Pálsdóttir sem býr á Aðalbóli ásamt þremur bræðrum sinum. „ Við vissum að einn lækurinn ætti eftir að tæma sig og töld- um réttara að forða okkur. Því héldum við til í vöfubíl fyrir neðan bæinn frá því klukkan fjögur til átta um kvöldið." Kristrún sagði að mikil úrkoma hefði verið að undanförnu og mæld- ist rigningin 23 mm á miðvikudag. Lækir í hlíðinni fyrir ofan bæinn hefðu verið að safna í sig töluverð- um snjó. Þegar vatn jókst í þeim brustu allar stíflur og aur og bleita skreið fram með þessum afleiðing- um. Ein skriðanna hreif með sér traktor, baggavél, múgavél og hey- þyrlu. Önnur lenti á hlöðunni fyrir ofan bæinn þar sem hún braut gat á útvegg. „Við vorum raunar búin að taka alla bagga frá veggnum svo að skriðan skemmdi ekki hey. Bræður mínir hafa staðið í því í dag að moka aurnum út," sagði Krist- rún. „Við höfum lítið kannað hvort skemmdir hafi orðið á heyvinnu- tækjunum. Traktorinn slapp vél, baggavélin stendur upp á rönd hér í túninu en múgavélin er á kafi í aur og krapi." Kristrún taldi ekki væri hætta á að fleiri skriður féllu í Hrafnkelsdal að þessu sinni. „Það virðist sem að allir skorningar séu búnir að hreinsa sig. Það er eins og hver einasti lækur í dalnum hafí skvett úr sér, aurspýjurnar liggja niður eftir ölluin hlíðum og yfir veginn á nokkrum stöðum," sagði hún. Á bænum Vaðbrekku sem er utar í Hrafnkelsdal féll aurskriða sem stöðvaðist nokkru fyrir ofan bæinn en olli engum skemmdum að sögn Kristrúnar. Hún sagði að sér vitanlega hefðu slík skriðuföll ekki áður orðið í Hrafnkelsdal. VEÐUR I DAGkl. 12.00: rr^r-i^i / r Heimitó: veðurstofa Islands (Byggt á veöurseá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLiT á hádegi í gær: Á Grænlandshafi er 965 millibara nærri kyrrstæð lægð og þaðan lægðardrag norðaustur um Grænlands- sund. Um 800 km suðsuðaustur af Hvarfi er vaxandi 975 millibara djúp lægð á hreyfingu noröaustur. SPA: Útlit er fyrir hvassa austanátt um allt land með rigningu eða slyddu, einkum á suður- og austurtendi. Hítí á bilinu 2 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR: Áframhaldandi umhleypingar meö suðvestanátt og éljagangi sufivestanlands en þurru veðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. SUMIMUDAGUR: Hvöss suðaustanátt og rigning um mest allt land. Hiti á bilinu 3 til 6 stig. TÁKN: / \ Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind-stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * ^ • V El = Þoka = Þokumóða ' . ' SúW \Jm Léttskýjað á. ,/^i Hálfskýjað r r r / / / / Rigning r r r * r * ^^Skýjað r * r * Slydda / * / OO Mistur \~ Skafrenningur jfl sjk Alskýjað * * * * Snjókoma # » * VZ Þrumuveður "jn fr r VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígærað ísl. tíma httl voftur Akureyrl 2 harfakýjaft Reykjavik 1 snjóél Bargen 6 alskýjað Helsinkl 0 akýjað Jan Mayen 2 þokumóða Kaupmannoh. 6 þokumóoa Narssarssuao -13 snjókoma Nuuk -11 léttskýjað Osló -3 þoka Stokkhólmur 1 léttskýjað Þórshöfn e skýjað Algarve 14 skýjað Amsterdam vantar Aþena 10 skýjað Barcelona 12 heiðskírt Berlín 6 þokumóða Chicago -8 heiðskírt Giasgow 8 skýjað Fenayiar 6 þokumdAa Frankfurt 4 skýjað Hamborg 6 þokumóða LasPalmas 21 léttskýjað London 8 rignlng LosAngeles 8 halðskírt Lúxemborg 3 léttskýjaö Madrfd 4 mistur Malaga 18 hBÍðsWrt Mallorca 15 skýjað Miami 26 léttskýjað MontrwJ -8 alakýjaS , Nice 14 heiðskírt NewYork 1 alskýjað Parfa 8 akílað Rdm 14 þokumóða Vln -1 slydda Waahlngton 2 fskom Winnlpeg -18 snjókoma Morgunblaðið/Auðunn Einarsson Aðalból, innsti bær i Hrafnkelsdal. Brattar hlíðar Fjallkolls eru fyr- ir ofan bæinn, þaðan runnu aurskriðurnar á miðvikudag. Lækirnir fyrir ofan Aðalból hafa g^rafíð djúpa skorning^a í hlíðar fjaUsins. í þeún hafði safnast fyrir aur og krap sem skreið fram með látum þegar flóð kom í lækina í úrhellinu á miðvikudag. Siglufjörður: Smygl í Hof sjökli TALSVERÐUR smyglvarn- ingur fannst á Siglufirði á mánudag og þriðjudag og var varningurinn rakinn tíl skip- verja á Hofsjökli. Á mánudag fundu löggæslu- menn á Siglufírði nokkuð magn af vodka og tvö myndbands- tæki. Þá hafði varningurinn verið fluttur úr Hofsjökli sem lá við bryggju. Morguninn eftir hélt skipið til Akureyrar, en siglfirsk yfirvöld grunuðu nokkra menn í bænum um að hafa meira af smyglvarningi undir höndum. Á þriðjudag fannst síðan meira vodka og bjór og hafa fjórir skipverjar á Hofs- jökli viðurkennt að hafa smyglað þessu til Iandsins. AIls var um að ræða um 400 flöskur af vod- ka og 8 kassa af bjór, auk myndbandstækjanna. Athugasemd Óli Kr. Sigðursson hefur vegna fréttaskýringar í Morgunblaðinu í gær um Olís óskað eftir að koma eftirfarandi á framfæri: „Ég hef aldrei rekið fyrirtæki sem heitir Finnsk-íslenska, eins og haldið er fram í fréttaskýringunni, og ekkert fyrirtæki á mínum vegum hefur orðið gjaldþrota." óli er beðinn velvirðingar á þess- um mistökum. Olís og fsbjörninn í fréttaskýringu í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær um Olís var sagt að skuld ísbjarnarins við Olis hafi numið 130 til 150 milljónum króna og verið breytt í hlutafé f Granda þegar ísbjörn- inn og BÚR voru sameinuð. Hið rétta er að skuldin nam um 80 milljónum og þar af var 30 millj- óimtn breytt i hlutafé Olís í Leiðrétting VIÐ birtingu greinar Valdimars Kristinssonar, "Innlegg í umræðu dagsins", sem birtist f Morgun- blaðinu í gær, féll niður kaflafyrir- sögn á fyrri hluta greinarinnar en sá kafli bar heitið: Miðbærinn úr öskustónni. Jafnframt féll niður birting tilvitnunar í þann kafla, sem var svohljóðandi: "Loksins á að fara að reisa Miðbæinn úr óskustónni eftir meira en hálfrar aldar stöðn- un. Unnið hefur verið vel að málinu af færustu mðnnum og samræmd sjónarmið nýs og gamals tíma." Þetta leiðréttist hér með. Granda. Mestan hluta eftirstöðv- anna yfirtðk Grandi en lítill hluti varð eftir sem skuld Isbjarnarins við OIis og er innifalin i þeirri 15—16 milljón króna skuld fyrir- tækisins við Olís sem segir frá i greininni. Þá mátti einnig skilja á greininni að þeir bræður Jón og Vilhjálmur Ingvarssynir hefðu báðir verið í stjórn Olís eftir „hallarbyltinguna'' 1981. Því skal tekið fram að það voru þeir feðgar Ingvar Vílhjálms- son og Vilhjálmur Ingvarsson sem sátu í stjórninni á þessum tíma en Jón Ingvarsson tók sæti í stjórninni fyrst síðastliðið vor. Að sögn Jóns Ingvarssonar koma aldrei til greina af hálfu þeirra bræðra að selja hlut sinn í félaginu - amk. ekki á því verði sem óli Kr. Sigurðsson greiddi fyrir meirihluta hlutafjárins. Þessu er hér með komið á fram- færi og beðist velvirðingar á missögnum. Björn Vignir Sigurpálsson Óli Björn Kárason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.