Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
I
i
I
Skriðuföll í Hrafnkelsdal:
Aurskriða hreif með
sér heyvinnutæki og
braut gat á hlöðuvegg
HEIMILISFÓLK á bænum Aðalbóli í Hrafnkelsdal flúði hús eftir
að nokkrar aurskriður höfðu fallið úr fjallinu Fjallkolli fyrir ofan
bæinn á miðvikudag. „Aurskriðurnar komu úr lækjum fyrir ofan
bæinn sem hafa verið að fyllast af snjó undanfarna daga,“ sagði
Kristrún Pálsdóttir sem býr á Aðalbóli ásamt þremur bræðrum
sínum. „Við vissum að einn lækurinn ætti eftir að tæma sig og töld-
um réttara að forða okkur. Því héldum við til í vörubíl fyrir neðan
bæinn frá því klukkan fjögur til átta um kvöldið."
Kristrún sagði að mikil úrkoma
hefði verið að undanfomu og mæld-
ist rigningin 23 mm á miðvikudag.
Lækir í hlíðinni fyrir ofan bæinn
hefðu verið að safna í sig töluverð-
um snjó. Þegar vatn jókst í þeim
brustu allar stíflur og aur og bleita
skreið fram með þessum afleiðing-
um. Ein skriðanna hreif með sér
traktor, baggavél, múgavél og hey-
þyrlu. Önnur lenti á hlöðunni fyrir
ofan bæinn þar sem hún braut gat
á útvegg. „Við vorum raunar búin
að taka alla bagga frá veggnum
svo að skriðan skemmdi ekki hey.
Bræður mínir hafa staðið í því í dag
að moka aumum út,“ sagði Krist-
rún. „Við höfum lítið kannað hvort
skemmdir hafí orðið á heyvinnu-
tækjunum. Traktorinn slapp vél,
baggavélin stendur upp á rönd hér
í túninu en múgavélin er á kafí í
aur og krapi.“
Kristrún taldi ekki væri hætta á
að fleiri skriður féllu í Hrafnkelsdal
að þessu sinni. „Það virðist sem að
allir skomingar séu búnir að hreinsa
sig. Það er eins og hver einasti
lækur í dalnum hafí skvett úr sér,
aurspýjumar liggja niður eftir öllum
hlíðum og yfír veginn á nokkrum
stöðum,“ sagði hún.
A bænum Vaðbrekku sem er
utar í Hrafnkelsdal féll aurskriða
sem stöðvaðist nokkru fyrir ofan
bæinn en olli engum skemmdum
að sögn Kristrúnar. Hún sagði að
sér vitanlega hefðu slík skriðuföll
ekki áður orðið í Hrafnkelsdal.
VEÐURHORFUR IDAG:
YFIRLIT á hádegi í gær: Á Grænlandshafi er 965 millibara nærri
kyrrstæð lægð og þaðan lægðardrag norðaustur um Grænlands-
sund. Um 800 km suösuðaustur af Hvarfi er vaxandi 975 millibara
djúp lægð á hreyfingu norðaustur.
SPÁ: Útlit er fyrir hvassa austanátt um allt land með rigningu eða
slyddu, einkum á suður- og austurlandi. Hiti á bilinu 2 til 6 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
LAUGARDAGUR: Áframhaldandi umhleypingar með suðvestanátt
og éljagangi suðvestanlands en þurru veðri noröaustanlands. Hiti
nálægt frostmarki.
SUNNUDAGUR: Hvöss suðaustanátt og rigning um mest allt land.
Hiti á bilinu 3 til 6 stig.
TÁKN:
Heiðskirt
a
m
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
f r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Siydda
r * r
* * * * Snjókoma
* * *
■|0O Hrtastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
* . .
V El
= Þoka
= Þokumóða
» , ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
F W' * .
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hhl veður
Akursyrl 2 hálfskýjað
Reykjavik 1 snjóól
Borgen 6 alskýjað
Helslnki 0 skýjað
lan Mayen 2 þokumóða
Kaupmannah. 6 þokumóða
Narssarssuaq -13 snjókoma
Nuuk -11 léttskýjað
Osló —3 þoka
Stokkhólmur 1 lóttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Algarvo 14 skýjað
Amsterdam vantar
Aþena 10 skýjað
Barcelona 12 heiðskfrt
BorKn 6 þokumóða
Chlcago -9 helðskfrt
Glasgow 8 skýjað
Feneyjar 6 jtokumóða
Frankfurt 4 skýjað
Hamborg S þokumóða
Las Palmas 21 léttskýjað
London 8 rigning
Los Angeles 8 heiðskfrt
Lúxemborg 3 léttskýjað
Madrfd 4 mlstur
Malaga 15 helðskfrt
Mallorca 16 skýjað
Miaml 25 léttskýjað
Montreal -8 alakýjað
Nlce 14 heiðskfrt
NewYork 1 alskýjað
Parfs 6 skýjað
Róm 14 þokumóða
Vfn -1 slydda
Washington 2 fskom
Wlnnlpeg -18 snjókoma
Lækirnir fyrir ofan Aðalból hafa grafið djúpa skorninga í hlíðar
fjallsins. í þeim hafði safnast fyrir aur og krap sem skreið fram
með látum þegar flóð kom í lækina í úrhellinu á miðvikudag.
Morsfunblaðið/Auðunn Einarsson
Aðalból, innsti bær í Hrafnkelsdal. Brattar hlíðar Fjallkolls eru fyr-
ir ofan bæinn, þaðan runnu aurskriðumar á miðvikudag.
Siglufjörður:
Smygl í Hofsjökli
TALSVERÐUR smyglvam-
ingur fannst á Siglufirði á
mánudag og þriðjudag og var
varningurinn rakinn til skip-
veija á Hofsjökli.
Á mánudag fundu löggæslu-
menn á Siglufírði nokkuð magn
af vodka og tvö myndbands-
tæki. Þá hafði vamingurinn
verið fluttur úr Hofsjökli sem lá
við bryggju. Morguninn eftir
hélt skipið til Akureyrar, en
siglfírsk yfirvöld grunuðu
nokkra menn í bænum um að
hafa meira af smyglvamingi
undir höndum. Á þriðjudag
fannst síðan meira vodka og bjór
og hafa fjórir skipveijar á Hofs-
jökli viðurkennt að hafa smyglað
þessu til landsins. Alls var um
að ræða um 400 flöskur af vod-
ka og 8 kassa af bjór, auk
myndbandstækjanna.
Athugasemd
Óli Kr. Sigðursson hefur vegna
fréttaskýringar í Morgunblaðinu í
gær um Olís óskað eftir að koma
eftirfarandi á framfæri:
„Ég hef aldrei rekið fyrirtæki
sem heitir Finnsk-íslenska, eins og
haldið er fram í fréttaskýringunni,
og ekkert fyrirtæki á mínum vegum
hefur orðið gjaldþrota."
óli er beðinn velvirðingar á þess-
um mistökum.
Olís og ísbjörninn
í fréttaskýringu í viðskiptablaði
Morgunblaðsins i gær um Olís
var sagt að skuld ísbjarnarins
við Olís hafi numið 130 til 150
milljónum króna og verið breytt
í hlutafé í Granda þegar ísbjöm-
inn og BÚR voru sameinuð. Hið
rétta er að skuldin nam um 80
milljónum og þar af var 30 millj-
ónum breytt í hlutafé Olís í
Leiðrétting
VIÐ birtingu greinar Valdimars
Kristinssonar, “Innlegg í umræðu
dagsins", sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær, féll niður kaflafyrir-
sögn á fyrri hluta greinarinnar en
sá kafli bar heitið: Miðbærinn úr
öskustónni. Jafnframt féll niður
birting tilvitnunar í þann kafla, sem
var svohljóðandi: “Loksins á að fara
að reisa Miðbæinn úr öskustónni
eftir meira en hálfrar aldar stöðn-
un. Unnið hefur verið vel að málinu
af færustu mönnum og samræmd
sjónarmið nýs og gamals tíma.“
Þetta leiðréttist hér með.
Granda. Mestan hluta eftirstöðv-
anna yfirtók Grandi en lítill hluti
varð eftir sem skuld ísbjarnarins
við Olís og er innifalin í þeirri
15—16 milljón króna skuld fyrir-
tækisins við Olís sem segir frá í
greininni.
Þá mátti einnig skilja á greininni
að þeir bræður Jón og Vilhjálmur
Ingvarssynir hefðu báðir verið í
stjóm Olís eftir „hallarbyltinguna"
1981. Því skal tekið fram að það
voru þeir feðgar Ingvar Vilhjálms-
son og Vilhjálmur Ingvarsson sem
sátu í stjóminni á þessum tíma en
Jón Ingvarsson tók sæti í stjóminni
fyrst síðastliðið vor.
Að söpi Jóns Ingvarssonar koma
aldrei til greina af hálfu þeirra
bræðra að selja hlut sinn í félaginu
- amk. ekki á því verði sem óli Kr.
Sigurðsson greiddi fyrir meirihluta
hlutafíárins.
Þessu er hér með komið á fram-
færi og beðist velvirðingar á
missögnum.
Björn Vignir Sigurpálsson
Óli Björn Kárason.