Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Hjónaminning: Svanlýörg H. Einarsdótt- ir—Arni B. Björnsson Fædd20.júlíl899 Dáin 27. nóvcmbcr 1986 Fæddur ll.mars Dáinn2.júlíl947 í dag, fðstudaginn 12. desember, er til moldar borin frú Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir, ekkja Arna I B. Björnssonar gullsmiðs, en hann andaðist 2. júlí 1947 langt fyrir -4 • aldur fram. Frú Svanbjörg fæddist á Hálsi í Fnjóskadal 20. júlí 1899. Foreldrar hennar voru Einar Pálsson prestur þar, síðar í Gaulverjabæ í Flóa 1904—1908 og í Reykholti í Borgar- firði 1908—1930, og kona hans Jóhanna Katrín Kristjana Eggerts- dóttir Briem yngst barna Eggerts Briem þjóðfundarmanns (1851) og sýslumanns á Reynistað í Skaga- firði og konu hans Ingibjargar Eiríksdóttur. Ung að aldri stundaði Svanbjörg nám við húsmæðraskólann á i Blönduósi, þar sem móðursystir ! hennar, Elín Briem, var skólastjóri og Ingibjörg systir Svanbjargar kennari. Árið 1920 eða 1921 lá leið Svan- bjargar til Reykjavíkur og réðst hún þá til starfa hjá frú Kristfnu Björns- dóttur ekkju Björns Símonarsonar gullsmiðs, en hún og maður hennar ráku um árabil Björnsbakarí, sem stofnað var 1896 af bræðrunum Friðriki og Sturlu Jónssonum og var upphaflega kallað Sturlubakarí, en eftir 1901 Björnsbakarí. Það var næstelsta bakarí bæjarins á eftir Bernhöftsbakaríi. Hjá frú Kristínu kynntist Svan- björg syni hennar Árna Birni, sem hafði numið gullsmíði hjá frænda sínum Guðmundi Guðnasyni. Er ekki að orðlengja það, að þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 6. maí 1922, og þóttu þau óvenju glæsilegt par. Leið j)eirra lá til út- landa og stundaði Arni framhalds- nám í iðngrein sinni í Munchen en einnig í Frakklandi og Sviss, en hann var talinn málamaður með afbrigðum. Hinn 7. febrúar fæddist elsti son- ur þeirra, Haraldur, en börn þeirra urðu fjögur. Næstelst er Kristín fædd 12. júní 1925, þá Einar f. 22. desember 1926 og loks Björn fædd- ur 12. águst 1928. Haraldur er landbúnaðarvélaverkfræðingur og starfar hjá Búnaðarfélagi Islands, Kristín lauk prófi frá Verslunar- skóla íslands vorið 1943 en starfar nú sem sjúkraliði við Borgarspítal- ann; Einar er fulltrúi hjá Vinnuveit- endasambandi íslands og Björn er bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði. Öll eru þau mesta mannkostafólk. Haustið 1938 kynntist égþessari fjölskyldu, þegar leiðir okkar Har- alds lágu saman í 3. bekk Mennta- skólans í Reykjavík, en við lentum í B-bekk, sem var strákabekkur og var bekkjarbragur eftir því. Við vorum þá 15 ára. Ekki leið á löngu að ég kæmi á heimilið á Túngötu 33 og kynntist húsráðendum og yngri systkinum Haralds. Þau Svanbjörg og Árni höfðu einstakt lag á að umgangast okkur vini Haralds eins og jafningja, hvort sem við vorum fleiri eða færri saman. Myndarskapur Svanbjargar leyndi sér ekki, því að gestrisni og mynd- arskapur voru henni í blóð börin, svo að fágætt var. Margar góðar minningar eigum við bekkjarbræður frá Túngötu 33, þótt aðeins fátt eitt verði talið. Einu sinni á sunndagseftirmiðdegi sátum við Haraldur hvor í sfnum hæginda- stól í stofunni, en aðrir voru ekki heima. Þegar þau hjónin komu heim, vorum við steinsofnaðir. Þá varð frú Svanbjörgu að orði: „Jesús minn almáttugur, mikið hljótið þið að hafa verið skemmtilegir." Árin liður, háskólinn tók við af menntaskólanum, og við félagarnir fengum kosningarétt hver á fætur öðrum, þá 21 árs, og voru það kærkomin tilefni til að gera sér dagamun. Eins slíks afmælis var minnst á Túngötu 33, og var það vel undirbúið, en svo stóð á að hús- ráðendur voru ekki heima. Veislan var afar vel lukkuð og stóð enn, þegar þau hjónin komu heim. Frú Svanbjörgu brá nokkuð, en Árni benti frúnni á að það væri enginn munur á þeim og okkur nema hvað við piltarnir værum 25 árum yngri. Ég gerði skilmerkilega grein fyrir tilefni samkvæmisins og aðdraganda og kvað engan stað heppilegri né betri en þennan til að minnast slíks merkisafmælis. Þetta var tekið gilt og ég talinn hafa lög að mæla, og frú Svanbjörg tók gleði sína. Eftir þetta kallaði Árni mig gjarnan vin frúarinnar. Enn liðu árin. Haraldur hélt til framhaldsnáms f Amerfku við Corn- ell-háskóla og hópurinn dreifðist. Verð kr. 2.250,00 ÖKflFORLAGSBŒKURl. SYUNKV^OOÖs Við sem stunduðum nám hér heima héldum áfram að koma á Túngötu 33 og eiga þar góðar og glaðar stundir. Árni rak um árabil gullsmíða- verkstæði og skartgripaverslun á horni Austurstrætis og Lækjargötu, en eftir lát Árna tók frú Svanbjörg við rekstrinum og hélt honum áfram til 1960. Um það leyti hætti hún verslunarrekstri, en við verkstæð- inu tóku gullsmiðirnir, sem þar unnu. Um sama leyti seldi hún hús sitt á Túngötu 33 og fluttist á Holtsgötu 19 þar skammt frá. Þá snéri hún sér að öðrum störfum, vann um tíma á City Hótel og síðan hjá Alþingi fram undir áttrætt. Fyrir nokkrum árum lenti hún í umferðarslysi og beinbrotnaði illa, en náði sér þó furðu vel. Hún varð fyrir alvarlegu sjúkdómsáfalli fyrr á þessu ári og virtist vera á góðum batavegi, þegar hún lést skyndilega hinn 27. nóvember sl. og voru þá tæp 40 ár frá láti Árna. Þegar Árni lést árið 1947, voru þau hjónin komin úr skemmtiferð til útlanda. Að morgni annars júlf kenndi hann Iasleika, og innan Iítillar stundar var hann allur. Nú er Svanbjörg horfin okkur. Það er bjart yfir minningu þeirra hjóna, og við sem þekktum þau munum jafnan minnast þeirra með þakk- læti og virðingu. Niðjum og öðrum aðstandendum eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Baldursson Þau eru að týna tölunni, Reyk- holtssystkinin. Nú sjáum við á bak Svanbjörgu, en á undan henni eru farin Gunnlaugur, Eggert, Páll og Ingibjörg, en eftir eru Valgerður og Vilhjálmur. Reykholtssystkinin voru þau oft kölluð vegna þess að þar þjónaði afi, séra Einar Pálsson, og Jóhanna Eggertsdóttir Briem, síðustu emb- ættisárin, eða frá 1908 til 1930. t Reykholti uxu systkinin frá ungl- ingsárunum til fullorðinsáranna og varð af mikill og náinn vinskapur við fólkið í nærsveitunum, sérstak- lega Reykholtsdalnum, Hálsasveit- inni og Hvítársíðunni. Héldu systkinin mikla tryggð við þetta byggðarlag. Þau gafu öllum kirkj- unum, sem afi þjónaði, gjafir, þar á meðal dýrindis balderað altaris- klæði til Reykholtskirkju. Seinna fengu systkinin til um- ráða skógræktarreit í landareign Reykholts. Síðan hafa afkomend- urnir, með Reykholtssystkinin í fararbroddi, gróðursett þar á hverju ári. Komu þá oft vinirnir úr sveit- inni, lfka til að hittast og blanda geði. f öllum þessum umsvifum stóð Svana frænka framarlega og minnist ég margra ánægjustunda á Eggertsflötinni í skógarreitnum. Svanbjörgu og Árna Birni Björnssyni, gullsmið, man ég fyrst eftir þegar þau bjuggu á Njálsgötu 1. Elsti sonur þeirra, Haraldur, er á lfkum aldri og við Jóhann, bróðir minn, og var þá mikið samband milli heimilanna, en við áttum heima á Skólavörðustígnum. Alltaf var gott að koma á heim- ili þeirra Svönu, töntu Svönu, eins og við krakkarnir kölluðum hana, og Árna Björns, en hann var eitt það mesta Ijúfmenni sem ég hef kynnst. Gegnum árin hélst alltaf mikið qg gott samband milli heimilanna. Ég minnist margra skíðaferða upp að Kolviðarhóli, því yið vorum öll ÍR-ingar. Svana og Árni Björn og foreldrar mínir fóru með okkur krakkana á skíði, en það var ekki algengt að foreldrar stæðu í því á þeim tímum. Árni Björn féll frá löngu fyrir aldur fram, meðan börn- in fjögur voru enn á skólaaldri. Kom það í hlut Svönu að sjá fjölskyld- unni farborða og rak hún verslunina og gullsmíðaverkstæðið í tæp fimmtán ár af alúð og óþrjótandi dugnaði. Siðasta sinn sem ég hitti töntu Svönu var við opnun málverkasýn- ingar á Kjarvalsstöðum í október sl. í tilefni aldarminningar föður míns. Dreif hún sig þá, nýstaðin upp úr alvarlegum veikindum á síðastliðnu sumri, og lýsir það vel skapferlinu og þrautseigjunni, því að gefast aldrei upp né láta deigan sfga. Færi ég nánustu aðstandendum hennar innilegar samúðar- og vin- arkveðjur, frá mér og mínu fólki. Einar Eyf ells Ferðin til Kalajoki FERÐIN til Kalajoki nefnist barnabók sem Vaka-Helgafell gef ur út. Þetta er myndabók sem segir frá hugarfóstri Daníels litla. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Hugarfóstur Daníels litla er undrabærinn Kalajoki, sem hann einn „veit" að er raunverulega til... en enginn trúir honum. Það hlæja bara állir að honum þegar hann nefnir Kalajoki og halda að hann hafi bara búið nafnið til. Hann grípur því til sinna ráða og fær fjöl- skylduna til að koma með sér á þennan ævintýrastað! Lesandinn kynnist ýmsum furðu- fuglum, sterka manninum risa- stóra, kúrekum, indíánum, trúðum ,og Hróa hetti. Með þeim lendir hann í kostulegu lummukappáti og öðrum skemmtilegum ævintýrum." Texti bókarinnar er eftir Svíann JmmfoÉ o*.Vdw»r**rtd Carl-Anders Norrlid og myndirnar eftir samlanda hans Tord Nygren. Fríða Á. Sigurðardóttir íslenskaði. Bókin er prentuð í Danmörku en Prentstofa G. Benediktssonar, Kópavogi, setti texta og annaðist filmuvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.