Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 33 Guðmundur Krisí iiisson Guðmundur í Listveri Myndlist Valtýr Pétursson Eigandi Listvers á Seltjarnarnes- inu heitir Guðmundur Kristinsson og er forláta innrammari, sem rek- ur gallerí með annarri hendi og innrammar með hinni. Þetta vissi maður, en að hann málaði eins og verkin sýna, vissi ég ekki. Þegar hann var með vinnustofu sína á Vesturgötunni, voru stundum krítarmyndir og vatnslitamyndir í glugga hans og maður leit svona á þetta og ekki meir, en nú hefur hann komið upp sýningu á fimm ára vinnu að myndlist f hinum nýju húsakynnum sínum á Seltjarnar- nesinu, og nú geta allir séð að Guðmundi er fleira fært en að setja ramma um myndir. Það eru tæpar fimmtíu myndir á sýningu Guðmundar, og megnið af því eru pastel- og krítarmyndir, en nokkrar olíumyndir fá að fljóta með. Sannast mála mun vera, að pastel- og krítarmyndir Guðmundar eru sá efniviður, sem heldur þess- ari sýningu á floti, ef svo mætti að orði kveða. Olíumálverk hans eru of viðvaningsleg til þess að stand- ast samanburð vð pastelmyndir hans, sem margar eru nokkuð lipur- lega gerðar og sumar ágætar. Það er landslag og skip, hús og gróður, sem Guðmundur velur sér sem við- fangsefhi að mestu leyti. Hann hefur auðsjáanlega mikla ánægju af myndgerð sinni, og því er hún sönn og upprunaleg, þótt deila megi um, hvort listrænt gildi sé í hæsta flokki. Þessar myndir Guð- mundar (pastel og krít) koma manni í gott skap, og þá er vissulega góð- um árangri náð. Listver hefur nú starfað um nokkurn tíma, og hver sýningin hefur verið þar eftir aðra. Vil ég að lokum óska Guðmundi til ham- ingju með hinn ágæta sal og sýningu hans, sem mun standa enn um sinn. Vel gert af frístundamál- ara. Jóhann G. í Gerðubergi Jóhann G., poppari, söngvari, skáld og málari, hefur lagt land undir fót og haldið frá Lækjar- torgi, þar sem hann rak Listamið- stöðina, og sett upp sýningu á smámyndum sínum í Gerðubergi. Þarna eru yfir áttatíu myndir á veggjum, í litlum sal og á göngum og er sýningaraðstaða vægast sagt í lakasta flokki, og að mínum dómi hvergi við hæfi mynda Jó- hanns. Þetta er að vísu nokkuð misjöfn sýning hjá Jóhanni, en það finnast afar geðþekkar myndir hér og þar. Þegar bezt lætur, eru þarna afbragðs verk, rík í litnum og gerð af varfærni, og vil ég nefna til sönnunar þessari fullyrðingu nr. 74, 29, 36 og 8. Allar þessar vatnslitamyndir eru sérlega skemmtilega gerðar og minna á vel gerðar myndir í sama efni hjá Bretum, en þar standa þeir í fremstu röð. Jóhann hefur næma tilfinningu fyrir vissum þáttum í landslaginu, einkum og sér í lagi ná morgunlitirnir tökum á sköpun- argáfu þessa fjölhæfa manns. Allar eru þessar myndir Jóhanns gerðar á léttan og nútímalegan hátt, og það fer heldur ekki milli mála, að nokkuð er tilviljunar- kennt á stundum, og er það miður. Jóhann G. leggur gjðrva hönd á margt, og ég veit ekki, hvað er honum næst af þeim listgreinum, sem hann leggur stund á, en von- andi veit hann það sjálfur. Hvernig væri, ef hann einbeitti sér af öllum mætti að einhverju því, sem hann hefur mestan hug á? Hver yrði árangur? Það væri fróðlegt að vita. Það er eins og áður segir afar Jóhann G. Jóhannsson misjöfn myndlist, sem er þarna á veggjum, en það er snotur og snyrtilegur svipur á sýningu Jó- hanns í heild og maður fer úr Breiðholtinu fullviss um, að í Gerðubergi er hæfíleikamaður á ferð. Það er svo önnur hlið á mál- inu, hvort Jóhanni G. hefur tekist að hemja þá guðs gjöf, sem kemur svo glöggt i ljós í beztu verkum þessarar sýningar. Læknir á skemmtiferðaskipi eftir Kerry Mitchell. Æsispennandi ástarsaga sem gerist aö mestu leiti á meðal hefðarfólks á skemmtiferðaskipinu „Pacific Queen" sem siglir á milli San Fransiskó og Honolulu. Gullfalleg ódýr bók. Verð kr. 975 með söluskatti. Bókaútgáfan Snæfell Álfaskeiði 58, Hafnarfirði, sími 51738. Kerry Mltchell LÆKNIR Á SKEMMTIFERÐASKIPI JAKE SPEED Þegar Maureen Winston hverfur sporlaust á ferðalagi í Evrópu, leitar systir hennar Margaret til einkaspæjarans Jake Speed og vinar hans Des Floyd. Þeir félegar komast að því að Maureen er fangi hvítra þrælasala í Buzoville í Afríku og þangað halda þeir ásamt brynvarða undrabílnum Harv. En eru Jake og Des alvöru menn eða skáldsagnapersónur? Spennandi, fjörug og fyndin mynd með John Hurt, Wayne Crawford, Dennis Christopher og Karen Kopkins. Leikstjóri er Andrew Lane og tónlistin er eftir Mark Snow, Mark Holden, Chris Farren, A. Bernstein o.fl. Myndin er tekin í Los Angel- es, París og Zimbabwe. Sýnd föstudag kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 10 ára. Hækkað verð. ?Dl DOLBY STEREO 18936
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.