Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 í undraheimi Hamsuns Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Knut Hamsun: Rósa Andrés Björnsson þýddi Útg. Almenna bókafélagið 1986. BENÓNÍ Hartvigsen er ein þekktasta persónan í skáldverkum Knut Hamsuns. Benoní svipar til annarra persóna höfundarins frá þessum árum upp úr aldamótunum. En um margt er Benoní marg- þættari í einfaldleikanum. Og í báðum bókunum eru mannlýsingar snjallar og alveg óborganlegar. Það er mikið gleðiefni að fá nú seinni Benoní bókina í íslenzkri þýðingu. Sagan um Rósu er sögð af stúd- entinum Parelíusi, sem kemur til stuttrar dvalar og hyggur á veiði- ferð með vini sínum. Hann flendist á staðnum, því að hann fellir ástar- hug til Rósu. Áður en Parelíus kom til sögunnar hafði Rósa verið gift Nikulási Arentssyni úr Hringj- arabæ, miklum ólánsmanni. Sú sambúð blessaðist ekki og þau eru nú skilin að skiptum. Rósa útskýrir þó fyrir Parelíusi, að eiginlega sé aldrei hægt að skilja til fulls. Ung- um og ástföngnum stúdentinum gengur örðuglega að skilja þær fló- knu tilfinningar.Parelíu verður þess líka áskynja, að Rósa hafði svikið Benoní vegna Nikulásar, en nú er farið á örla á löngun hjá Rósu til að koma aftur til Benonís. Það er nokkur fyrirstaða í báðum, hvemig þau eiga að bera sig að við að ná saman, eftir það sem á undan er gengið. Baronessan, dóttir Macks á Sælundi, sem við könnumst við úr Pan.lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, fremur en fyrri daginn. Hún er slóttug og slungin og vekur af- brýðissemi Rósu og það ræður úrslitum. Það er í sjálfu sér ekki megin- málið að rekja söguþráðinn í Rósu. Hann er í Hamsunskum stfl, ein- faldur, innilegur, orðfár og segir þó allt. Persónusköpun Hamsun á sér ekki sinn líka, að mínum dómi, bragðarefurinn Mack sem á nú orð- ið allt undir Benoní, en hefur samt virðinguna og öll tök þar sem hann vill. Hvort heldur er í hinum fjöl- skrúðugu og forkostulegu kvenna- málum eða í rekstri stórfyrirtækis- í AUSTURSTRÆTI Mt í bátíða matmn... Gimílegt kfötborð og glæsílegt úrval af ávöxtum markaðurinn er ævintýraheimur Ótrúlega fjölbreytt úrval af sælgæti og lúxuskonfekti í glæsilegum gjafaöskjum. Blombergs jólaglöggíð! er komið - þetta eina sanna. Danskar smjörbakaðar smákökur í boxum. • ODENSE ekta marzipan Bökunarmarzipan Konfektmarzipan Opíð tíl kl. 19 í dag, en til kl. 18 á morgun laugardag. Knut Hamsun ins þeirra Benonís. Gilbert lappi verður enn skýrari og nánari per- sóna en í Benoní. Rósa, sjálf aðalpersónan, ljúf og þó ólgandi af ástríðu, hljóðlát og manneskjuleg. Mannlýsingin á Edvördu er kannski eftirminnilegust. Ásamt Benoní, sem hefur nú reyndar stytt nafnið sitt úr Hartvigsen í Hartwich. Enda langtum virðulegra, þegar það er komið upp á skiltið og kannski það afli honum þessarar eftirsóttu virð- ingar. Benoní er jafn undursam- legur og fyrr, vænn og grobbinn og drýldinn. Og hann er sjálfum sér samkvæmur í allri ósamkvæmninni. Þessar bækur komu út skömmu upp úr síðustu aldamótum, eins og áður sagði. Þær hafa því í sér allan skyldleika við rómantíska tímnabi- lið hjá Hamsun. En bera í sér frjóagnir samfélagssagnanna, sem brátt tóku við. Þýðing Andrésar Bjömssonar á Rósu er ákafiega góð. Hann nær stfl og stílbrigðum Hamsuns, svo að unun er að lesa bókina. Hamsun er hvergi tyrfínn- síður en svo. Hann er einfaldur og agaður og blátt áfram og einfaldleikinn virðist honum svo áreynslulaus, að aðeins snillingar hafa slíkt á valdi sínu. Því er ekki heiglum hent að skila honum heilum og ómenguðum til okkar. Það fínnst mér Andrési Bjömssyni hafa tekizt. Og mikið væri gaman ef hann héldi nú áfram að færa Hamsun til okkar. Syndir feðranna Bókmenntir Sigurjón Björnsson Syndir feðranna I. Sagnir af gömlum myrkaverkum. Safnað hefur Gunnar S. Þorleifsson. 2. útgáfa endurbætt. Bókaútgáfan Hildur, Reykjavík 1986.175 bls. Eins og fram kemur hér að ofan er þetta rit 2. útgáfa bókar með sama nafni, sem kom út árið 1970. í þessa útgáfu vantar tvo þætti sem vom í þeirri fyrri, þ.e. Tyrkjaráns- sögu Bjöms á Skarðsá og stuttan þátt, sem nefnist „Hin blinda rétt- vísi“. Síðamefndi þátturinn fjallar um dómsmál og aftöku á Þingvöll- um árið 1742 eða 1743. í stað þessara tveggja þátta koma nú aðr- ir tveir nýir: „Austur-Eyjafjallamál- in“. Þar segir frá atvikum úr embættisfærslu Páls Briems, sem var sýslumaður í Rangárvallasýslu 1890—1894 og „Hrollvekja frá lið- inni öld“. Það er frásögn af húnvetnsku sakamáli, svonefndu „Skárastaðamáli". Þetta hefti er merkt I og bendir það til að framhalds sé að vænta, þó að fyrri útgáfan væri í einu bindi. Birtast hér 15 frásöguþættir, 13 auk þeirra tveggja sem nefndir hafa verið. Sumir þeirra em raunar gamlir kunningjar, sem nú koma til dyranna í nýjum eða nýlegum klæðum. Hér er stutt frásaga af Axlar-Bimi, þáttur um Schwartz- kopf-málið fræga, sem nefnist „Eiturbyrlarar á Álftanesi", „Sunnuefumálin", .JCftirmáli að af- töku, en þar segir frá úppgreftri beina þeirra Agnesar og Friðriks (eftir tilvísan miðils), sem höggvin vom í Vatnsdalshólum árið 1830, mál Þórdísar Halldórsdóttur frá Sólheimum í Sæmundarhlíð, en henni var drekkt á Þingvöllum árið 1618. Flestir þeir sem eitthvað em kunnugir frásögnum frá liðnum öld- - um munu kannast við að hafa lesið um þessa hluti. Þættimir em að vísu skrifaðir upp eða umsamdir sér og skilningur skrásetjarans stund- um frábmgðinn því sem maður hefur átt að venjast. Þá em þrír þættir sem stinga nokkuð í stúf við venjulega sagna- þætti og þá um leið annað efni í þessari bók (enda teljast þeir naum- ast til frásagna af „myrkaverk- um“). Það em þeir sem nefnast „Baráttan um jarlstign á íslandi", „Hinzta förin" og „Vogun tapar". Þessir þættir flokkast líklega helst undir stuttar smásögur. „Endurbæturnar“ frá fyrri út- gáfu em eingöngu fólgnar í því að skipt hefur verið um tvo þætti. Þeir sem sameiginlegir em báðum útgáfum em birtir óbreyttir., Ekki er ýkja mikið um sjálfstæð- ar athuganir í þáttum þessum annað en lestur prentaðra gagna og túlkun þeirra. Sums staðar virð- ist mér þó að betur hefði mátt gera og hefði það ekki alltaf þurft að kosta mikla vinnu, ef gert hefði verið af þeim sem til þess em fær- ir. En þar sem þetta kver er líklega einkum hugsað sem dægrastytting hefur varla þótt ástæða til þess. I einu tilviki hefði ég þó talið við hæfí að skoða dómabækur og kanna önnur tiltæk gögn. Það er í þættin- um um meinta valdníðslu Páls sýslumanns Briems. Hér er látið sitja við eina heimild samtíma- manns, sem tekur mjög ákveðna afstöðu. Þar em bomar fram ásak- anir sem em svo alvarlegs eðlis að rétt hefði verið að kanna sanngildi þeirra nánar, þar sem um virtan embættismann ræðir, sem enn á náin skyldmenni á lífí. Yfirleitt em þættir þessir lipur- lega skrifaðir og því aðgengileg og þægileg lesning. Fremur er þó lítið borið í þessa útgáfu. T.a.m. em nokkrar myndir sem vom í fyrri útgáfu felldar nið- ur. Engin heimildaskrá er og ekki heldur nafnaskrá. Hvort tveggja ætti þó að vera í riti sem þessu, þó að það teljist naumast fræðirit. Jólaævintýri eftir Stein- unni Þ. Guðmundsdóttir ÚT ER komin bókin Rauðu stígvélin hans Gjafars litla eftir Steinunni Þ. Guðmundsdóttur. í fréttatilkynningu segir að Steinunn Þ. Guðmundsdóttir skáld- kona sem lést fyrir einu ári hafí skilið eftir sig ljóð, sögur og mynd- verk. í sumar kom út heildarsafn ljóða hennar, og nefnist það Ljóð og nú kemur myndasagan Rauðu stígvélin hans_ Gjafars litla, sem er jólaævintýri. I bókinni er jólasaga ætluð börnum með fjórtán teikning- um eftir Steinunni. Sagan kemur út á vegum aðstandenda höfundar- ins. Bókin er 33 bls., prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.