Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 37 Strangri ritskoðun komið á í S-Afríku Glæpsamlegt að mótmæla frétta- banninu með auðum dálkum Jóhannesarborg, AP, Reuter. SUÐUR-Afríkustjórn setti í gær ný lög um ritskoðun og er sam- kvæmt þeim bannað að flylja fréttir af mótmælum gegn aðskilnað- arstefnunni hvort heldur þau eru friðsamleg eða ekki. Hefur ritskoðuninni verið mótmælt utanlands sem innan og þykir mörg- um sem nú sé Suður-Afríka alræðisríkjunum. í ritskoðunarlögunum, sem P. W. Botha, forseti, undirritaði, er kveðið á um, að allar fréttir um aðgerðir lögreglunnar, mótmæli hvers konar, útifundi og fanga verði að bera undir ritskoðunamefnd áð- ur en þær fáist birtar. Þá er það einnig glæpsamlegt að mótmæla lögunum með því að skijja eftir auða dálka í blöðunum. Utvarps- fréttamenn verða að leggja fram handrit að fréttum en sjónvarps- fréttamenn sjálfar upptökumar. Dagblöðin komu út óritskoðuð í morgun og í flestum þeirra var rit- skoðuninni harðlega mótmælt. „í dag ætlar ríkisstjómin að setja þetta land á bás með alræðisríkjun- um,“ sagði í Business Day, óháðu dagblaði í Jóhannesarborg. „Með endanlega komin í flokk með nýju lögunum ætlar ríkisstjómin að banna allar fréttir, sem hún telur óæskilegar." Samtök svartra kvenna líktu lögunum við aðgerðir Sovétmanna í Ungveijalandi árið 1956 og sagði í yfírlýsingu þeirra, að með þeim hefði ríkisstjómin lýst yfir allsheijarstríði gegn öllum mannréttindum. Stoffel van der Merwe, nýskipað- ur yfírmaður upplýsingaskrifstof- unnar, sem annast ritskoðunina, sagði, að nýju lögin hefðu verið nauðsynleg vegna þess, að þjóðin hefði staðið andspænis „þrautskipu- lagðri byltingarstarfsemi“. „Til- gangurinn er ekki sá að koma á alræði, heldur að treysta lýðræðið í sessi," sagði hann. V estur-Þýskaland: Háttsettur embætt- ismaður handtek- inn fyrir njósnir Bonn, AP, Reuter. HÁTTSETTUR embættismaður í vestur-þýska varnarmálaráðuneyt- inu hefur verið handtekinn og er hann grunaður um að hafa njósnað fyrir Austur-Þjóðveija. Þá var fyrrum ritari á forsetaskrifstofunni formlega ákærður í gær fyrir að hafa njósnað fyrir KGB, sovésku leyniþjónustuna, allt frá árinu 1971. I yfirlýsingu frá Kurt Rebmann, alríkissaksóknara, sagði, að emb- ættismaðurinn, sem var aðeins nefndur Júrgen W., hefði verið handtekinn sl. þriðjudag og að nú væri verið að yfirheyra hann. Léki grunur á, að hann hefði gengið austur-þýsku leyniþjónustunni á hönd þegar hann var staddur í Vín í ágúst sl. en að ekki þætti líklegt, að hann hefði haft tíma til að ljóstra upp neinum leyndarmálum. Eftir öðrum heimildum er haft, að maður- inn heiti Júrgen Westphal og sé 48 ára gamall. Leyniþjónustumenn í Bonn segja, að Westphal hafi verið undir eftir- liti síðan í júní en þá var hann í Vín í Austurríki og hitti þar mann, sem kvaðst heita Sternberg og vinna fyrir bandarískt vopnasölufyrirtæki í London. Sternberg bauðst til að greiða Westphal 60.000 kr. ísl. á mánuði fyrir „lítilsháttar ráðgjafar- störf“ og á öðrum fundi þeirra í ágúst fékk Westphal fyrstu greiðsl- una. Westphal starfaði í þeirri deild vamarmálaráðuneytisins, sem fór með starfsmannahald og vopnabún- að hersins. Jafn háttsettur maður og West- phal hefur ekki verið handtekinn í Vestur-Þýskalandi frá því Hans Joaehim Tiedge, yfírmaður gagnn- jósnaþjónustunnar, flýði í fyrra til Austur-Berlínar. I gær voru birtar ákærur á hend- ur Margarete Höke, fyrmm ritara á forsetaskrifstofunum, en hún er sökuð um að hafa njósnað fyrir Sovétmenn frá 1971. Hafði hún allan þennan tíma aðgang að leyni- skjölum frá ýmsum ráðuneytum. Tók hún m.a. við fyrirskipunum frá hjónum, sem voru í gær dæmd í sex ára fangelsi í Sviss fyrir njósn- ir í þágu Austur-Þjóðverja. Hafa þau búið í nokkur ár í Sviss undir nafninu Húbner en vom handtekin í ágúst í fyrra. Heitir maðurinn réttu nafni Jan Valdislav Karmazin, tékkneskur að þjóðemi, en konan er austur-þýsk og heitir Rosemarie Múller. Hugheilarþakkir fceri ég öllum þeim sem heiÖr- uöu mig á áttatíu ára afmœlisdegi mínum. Sérstaklega þakka ég skátahreyfingunni, Sct Georgs gildunum, hjálparsveitum skáta, Skáta- búÖinni, KSÍ og knattspyrnufélaginu Þrótti. Lifið heil. Óskar Pétursson. Kceru vinir fjcer og nœr. Af alhug þakka ég öllum, sem glöddu mig á 70 ára afmcelisdegi mínum meÖ skeytum, bréf- um, vísum og gjöfum. Sérstakar þakkir fceri ég konu minni, börnum og mökum þeirra, sem geröu mér daginn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur öll. Siguröur Ólafsson, söngvari. Frá óeirðum í Höfðaborg. Suð- ur-Afríkustjórn hefur nú sett strangar reglur um að fréttir af slikum viðburðum verði ritskoð- aðar. Ungir Sovétmenn reyna að komast hiá herbiónustu Moskvu, AP. U X " UNGIR Sovétmenn þverskallast i auknum mæli við herkvaðningu, að sögn málgagns sovézku stjórnarinnar, Izvestia. Alltof margir reyna að komast hjá herþjónustu eða falla í læknisskoðun og tungu- málaprófi. Blaðið fjallar um ástandið í þess- um efnum í Uzbekistan, nærri afgönsku landamæmnum, en tengir það ekki styijöldinni í Afganistan. Embættismenn hafa sagt að frá því Sovétmenn réðust inn í Afganistan á jólunum 1979 hafi ungir menn reynt í auknum mæli að komast hjá herþjónustu. Samkvæmt sovézkum lögum em allir karlmenn á aldrinum 18-25 ára skyldugir að gegna tveggja ára herþjónustu. Að sögn Izvestia gerðist það ný- lega í Tashkent, höfuðborg Uz- bekistan, að 10 menn sinntu ekki herkvaðningu á einum og sama deginum. Var lögreglunni falið að elta þá uppi. Blaðið sagði það æ algengara að menn reyndu með aðstoð áhrifaríkra foreldra eða skyldmenna að komast hjá her- þjónustu. Einnig væm íþróttafélög fengin til að biðja um undanþágu á þeirri forsendu að viðkomandi væm ómissandi fyrir keppnislið við- komandi félags. Blaðið sagði að þeim fjölgaði stöðugt sem dæmdir væm ófærir til herþjónustu af heilsufarsástæð- um. I ST/eRð,r S~XXL 5.< 128/140 ]52/164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.